Tíminn - 18.04.1957, Síða 6
6
TÍMINN, fimmtudaginn 18. aprfl 1957,
Útgefandi: Frams6knarfloktcurln»
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (ák)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenni
Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323
Prentsmiðjan Edda hf.
Lsiigd fjÍRgkaMsios
MORGUNBLAÐIÐ þykist nft
vera orðið mjög hneykslað
yfir því, hve seta Alþingis sé
orðin löng að þessu sinni.
t>ess eru þó ekki fá dæmin,
að Alþingi hefir setið mun
lengur að störfum og þá
ekki verið kvartað* yfir því
af Mbl. Þá hefir nefnilega
Sjálfstæðisflokkurinn átt
lulltrúa í ríkisstjórn. Af-
staða Mbl. til þessa máls
eins og flestra annarra, fer
þannig mjög eftir því, hvort
flokkur þess er þátttakandi
í ríkisstjórn eða ekki.
ÞEGAR RÆTT er um, hvort
þinghald sé orðið óeðlilega
langt, ber ekki aðeins að
hafa í huga tölu þeirra daga,
sem þingið hefir setið, held-
ur ber ekki síður að gera sér
grein fyrir þeim málum, sem
þingið hefir unnið að. Eftir
þessu síðarnefnda hlýtur
hinn endanlegi dómur mjög
að fara um það, hvort þing-
haldið sé orðið óeðlilega
langt.
Alþingi hefir að þessu
sinni fengið óven.iulega stór
og torveld verkefni til með-
ferðar. Þegar það kom sam-
an bla'ti við alger stöðvun
útflutningsframleiðslunnar.
Störf þingsins fram að ára-
mótum fóru mjög til athug-
unar á því, hvaða leiðir
kæmu þar helzt til úrbóta.
Samkomulag náðist um
lausnina fyrir áramót en und
anfarin ár hefir afgreiðsla
þessa máls dregizt fram yfir
áramótin. Fyrir áramótin
var og afgreidd hin merka
löggjöf um eflingu fiski-
skipaflotans.
Eftir áramótin tók af-
greiðsla fjárlaganna tals-
verðan tíma, og þá komu svo
til meðferðar þau mál, sem
stjórnin hafði lofað sérstak-
lega að afgreiða á þessu
þingi. eins og aukin framlög
til rækfunar á minni bvlum
og til frumbýlinga, efling
veðdeildar Búnaðarbanka ís
lands, húsnæðismál kaup-
staða og kauptúna, stór-
eignaskatturinn er var einn
hluti samkomulagsins um
lausn efnahagsmálanna við
áramótin, endurbætur á út-
flutningsverzluninni og end-
urbætur á bankaskipuninni.
öll þessi mál eru nú komin
fram. nema það síðast-
fiefnda.
ÞAÐ ER sammerkt um fram
f; Siáðor uei
RÆÐA sú, sem Bjarni
Ben. flutti á Heimdallar-
fundi á sunnuc’þginn, um
„öryggi íslands og hótanir
Rússa", birtist í Mbl. í gær.
Bersýnilegt er, að slúður-
kerlingarandinn hefur náð
tökum á Bjarna þegar hann
samdi ræðuna, og gert hon
um heldur illa glennu. Stór
hluti ræðunnar er nefnilega
annefnd mál, aö þau eru
meira og minna erfið við-
fangsefni, einkum vegna
þess ástands, sem orðið var
í efnahagsmálum þjóðar-
innar, er núv. stjórn tók við.
Þess vegna hlutu samningar
um þau að taka nokkurn
tíma. Þingmenn stjómar-
flokkanna hafa unnið meira
og minna að þessum samn-
ingum, enda er það samkv.
fyrri venju og samkv. stjórn
arskipan þjóðarinnar. Mik-
ið af störfum þingmanna
fer jafnan i slíka vinnu á
nefndarfundum og þing-
flokksfundum.
Auk þessara mála, hafa
legið fyrir þinginu stórir
lagabálkar, sem hafa verið
til athugunar í þingnefnd-
um. Má þar nefna frv. til
umferðarlaga, frv. til búfjár
ræktarlaga, frv. til háskóla
laga, frv. til laxveiðilaga,
frv. til dýraverndarlaga o. s.
frv. Hafa þingnefndir leyst
af hendi mikla vinnu við
þessi mál.
ÞEGAR ÞETTA allt er athug
að, mun enginn sanngjam
maður teija það óeðlilegt,
þótt þinghaldið verði með
lengra móti að þessu sinni.
Við það ,sem tilfært er hér á
undan, bætist einnig það, að
þegar nýir flokkar koma í
stiórn, koma einnig ýmis ný
viðhorf og atriði til greina,
sem hafa aukna undirbún-
ingsvinnu og því meiri tafir
í för með sér.
HÉR hefir það verið rifjað
upp í stórum dráttum,
hvernig stjórnarflokkarnir
hafa hagað vinnu sinni á
þinginu. En hver hefir hlut-
ur stjórnarandstöðunnar
verið? Hvernig hefir hún
notað hinn langa þingtíma,
sem hún er að fárast yfir? í
stuttu máli þannig, að hún
hefir haldið uppi neikvæðu
nöldri í sambandi við tillög-
ur stjórnarinnar, en forðast
að benda á nokkur úrræði
sjálf. Þess munu ekki dæmi,
að stjórnarandstaða hafi
flutt eins lítið af jákvæðum
tillögum og Sjálfstæðisflokk
urinn hefir gert að þessu
sinni. Þess vegna er ekki ó-
eðlilegt, þótt forkólfar Sjálf
stæðisflokksins óski eftir
s°m styztu þinghaldi til þess
að geta levnt frekar hinni
algeru málefnalegu nekt
sinni.
Bandaríkin
ádeila á Bandaríkjastjórn,
þar sem því er haldið fram,
að hún sé að reyna að múta
íslendingum. Hafa Bandarík
in sjaldan verið svívirt meira
af kommúnistum hér en af
Bjarna I þessari ræðu.
Svona fer fyrir mönnum, er
gefa sig slúðrinu alveg á
vald.
Svarbréf Gerhardsens til Buiganins
er einheitt og vinsamlegt í senn
Bréfiðj sem hefir vahitJ mikla athygli ví(Ja
um heim' fylgir hér á eftir
Norska ríkisstjórnin birti
í fyrradag svarbréf Gerhard-
sens forsætisráðherra við
bréfi bví, sem hann fékk frá
Búiganin, forsætisráðherra
Savétríkjanna, 19. f. m. Bréf
Gerhardsens hefir vakið aII-
mikia athvgli og þykir því
rétt að láta það koma fyrir
sjónir íslenzkra lesenda í
heiíu lagi. Það fer hér á
eftir í lauslegri þýðingu:
— Fe Hefi með mikilli gaum-
gæfni kvnnt mér efni bréfs yðar
frá 19. marz 1957. Ásamt ríkis-
stjórninni og öðrum stjórnskipun-
arlegum aðilum, hefi ég íhugað
ummæli yðar um ástand og hórfur
í alþjóðamálum og um sambúð
Noregs og Sovétrikjanna.
Þér bendið á, að viðsiár hafi j
aukist á sviði alþjóðamála á sein-
ustu timum og nefnið sérstaklega
atburðina í Egyptalandi og Ung-
verjalandi. Við Norðmenn höfum
einnig áhyggjur af því, að viðsjár,
hafa aukist. Hin minni ríki — og ’
frelsi þjóða þeirra og sjálfstæði
- eru nú meira háð framvindu
alþjóðlegra mála en nokkru sinni
fyrr.
Þátttakan í Atlantshafs-
bandalaginu j
Ég mun ekki ræða nánar um
þýðingu atburðanna í Ungverja-
landi eða Egyptalandi. Afstaða1
Noregs kom glöggt í ljós við með-
ferð umræddra mála á þingi S. Þ.
Norska sendinefndin tók eindregua
afstöðu gegn hinni hernaðarlegu
íhlutun bæði í Egyptalandi og
Uneverjalandi.
Hvað viðkemur Ungverjalandi,
get ég ekki látið ógert að taka
fram, að norska stjórnin er þeirr-
ar skoðunar, eins og meginþorri
þátttökuþjóðanna í S. Þ. voru, að
þar væri um að ræða þjóðarvakn-
ingu fyrir frelsi og sjálfstæði.
Þróun alþjóðlegra stjórnmála
virðist staðfesta á öllum sviðum,
að það skortir í dag þá tiltrú og1
samvinnu, sem er nauðsynleg til
varðveizlu friðarins.
Eftir síðari heimsstyrjöldina var|
það von norsku þjóðarinnar, að S.1
Þ. vrði sú stofnun, sem reyndist
fær um að tryggja okkur og öllum
öðrum þjóðum öryggi og frið. Þeg
ar það kom hins vegar í ljós, að
S. Þ. gætu ekki veitt slíka vernd,
taldi norska ríkisstjórnin það nauð
synlegt að treysta öryggið með
samstarfi við önnur ríki á stað-
bundnu svæði og ákvað þess vegna
þátttöku í Atlantshafsbandalaginu
1949.
AfsfaSa stjórnarinnar
til erlendrar hersetu
I viðtölum mínum við vður og
félaga yðar í Moskvu í fyrra, fékk
ég tækifæri til þess að vekia at-
hygli á þeirri framvindu alþjóða-
mála, sem leiddi til framannefndr-
ar ákvörðunar.
Ég áréttaði það, sem áður hafði
verið tekið fram í orðsendingum
frá norsku stjórninni til rúss-
nesku stjórnarinnar, að norska
stjórnin myndi aldrei veita lið-
veizlu stefnu, sem hefði árás að
takmarki, og að hún myndi aldrei
leyfa, að norsk landsvæði yrði not-
uð i því augnamiði.
Ákvæðin í sáttmála Atlantshafs-
bandalagsins, sem skuldbinda að-
stoð við önnur ríki, koma því að-
eins til framkvæmda, að eitthvert
þátltökuríkið hafi orðið fyrir árás.
Þessi ákvæði sýna glöggt, að eini
tilgangur þessa samstarfs er að
vernda þátttökuríkin fyrir árás og
stuðla að því með samábyrgu sam-
starfi að ekki komi til styrjaldar.
Norska þjóðin hefir alveg eins
brennandi áhuga fyrir varðveizlu
friðarins og þjóð yðar. Þetta sjón-
armið, ásamt öryggi landsins, mark
ar utanríkisstefnu Noregs.
Norska ríkisstjórnin hefir jafn
an unnið samkvæmt þeirri yfir-
lýstu stefnu, að leyfa ekki erlend-
um herjum landvist meðan Noreg-
ur hefir ekki orðið fvrir árás eða
hótunum um árás. Ég hefi veitt
því athvgli mér til gleði, að stjórn
Sovétríkjanna hefir lýst sig á-
nægða með þessa afstöðu norsku
stjórnarinnar.
Ótvíræður sjálfsákvörðunar-
réttur
Þér segið að vísu, að eins og nú
sé ástatt, sé þetta ekki fullnægj-
andi, þar sem Noregur geti neyðst
til þess vegna þátttökunnar í At-
lantshafsbandalaginu að veita við-
töku erlendum herflugvélum, her-
skipum og kjarnorkuvopnum, enda
þótt norska þjóðin væri andvig
því og það stríddi gegn hagsmun-
um hennar.
Norska ríkisstjórnin verður að
taka það eindregið fram, að hér
er um misskilning að ræða. Það
er einmitt grundvallaratriði At-
lantshafssamningsins, að hver þjóð
heldur sjálfsákvörðunarrétti sín-
um — og þá að sjálfsögðu um þau
örlagaríku atriði, sem hér er
minnst á. Það eru þannig hin
stjórnskipunarlegu yfirvöld Nor-
egs, sem á hverjum tíma munu
meta það með hliðsjón af hinu al-
þjóðlega ástandi, hvort Noregi er
ógnað með árás.
Sovéfríkin og afvopnunar-
málin
Því fylgir yfirleitt mikil óvissa
og öryggisleysi, þegar vígbúnaður
er mikill, og tilkoma nýrra vopna
eykur svo sérstaklega á þetta.
Norska stjórnin myndi fagna því,
ef hægt væri að draga úr vígbún-
aði með gagnkvæmum samningum.
Meðan slíkt alþjóðlegt samkomu-
lag næst ekki, ásamt. nauðsynlegu
eftirliti með framkvæmd þess, hlýt
ur það að vera hlutverk sérhverr-
ar ríkisstjórnar að treysta varnir
lands síns, eins og hún telur bezt
henta.
Þér bendið á í bréfi yðar, að
ekki aðeins stórveldin, heldur einn
ig smáþjóðirnar, geti greitt fyrir
lausn þessara mála. Það er þó
Ijóst, að framlag smáþjóðanna
hlýtur að verða lítið í samanburði
við það, sem stórveldin geta lagt
hér af mörkum. Það er skoðun
mín, herra forsætisráðherra, að
Sovétríkin, sem eru stórveldi, geti
gengt alveg sérstaklega miklu
hlutverki í þessu máli.
Norska ríkisstjórnin fagnar um
mælum yðar um, að stjórn Sovét
ríkjanna leggi mikla áherzlu á
afvopnunarmálin og telji afvopn-
un framkvæmanlega.
Afvopnun verður að byggjast á
hreinskilni og tiltrú og mun líka
hjálpa til að styrkja þessar undir
stöður. Á grundvelli alþjóðlegs
afvopnunarsáttmála, væri hugs-
anlegt að finna nýjar leiðir til að
treysta öryggi fyrir einstök lönd
Evrópu og ná því marki, að Sam-
einuðu þjóðirnar — í Evrópu og
Einar Gerhardsen
annarsstaðar í heiminum, — gætu
gegnt því hlutverki, sem staðbund
in varnarbandalög gegna nú.
Afvopnunarmálin verður
a3 leysa í áföngum
Norsku ríkisstjórninni er ljóst,
að meðan sama óvissa ríkir í al-
þjóðamálum og nú, geta ábyrgar
ríkisstjórnir ekki gerzt aðilar að
viðtækum afvopnunarsamningum,
nema nauðsynlgt eftirlit sé tryggt
með framkvæmd þeirra. Það er á-
lit vort, að meðan slíkt ástand
ríkir, muni jákvæður árangur
helzt názt með því að byrjað sé
á að leysa einstaka þætti afvopn-
unarmálanna, þar sem horfur eru
beztar um samkomulag.
Norska stjórnin leggur sérstaka
áherzlu á, að reynt sé að ná sam-
komulagi um þau atriði, sem
mestu varða, kjarnorkuvopnin.
Ríkisstjórn yðar mun vera kunn-
ugt um tillögu, sem Noregur,
Kanada og Japan hafa borið fram
á veitvangi. S. þ. og eru nú til at-
hugunar hjá undirnefnd afvopnun
arnefndarinnar. Tillaga þessi fjall
ar um, að viðkomandi ríki til-
kynni fyrirfram um allar tilraunir
með kjarnorkuvopn. Norska stjórn
in væntir þess, að stjórn Sovét-
ríkjanna taki þátt í umræðun-
um um þessa tillögu með það
fyrir augum, að næsti áfanginn
geti orðið samkomulag, sem verji
mankynið gegn hættunum frá
radióvirkri geislun.
Sambúð Noregs og
Sovétríkjanna
Það liggur í hlutarins eðli að
sambúð þjóðanna fer mjög eftir
því, sem gerzt í alþjóðamálunum.
Afstaða Sovétríkjanna til þjóðar-
vakningarinnar í Ungverjalandi
hafði mikil og djúptæk áhrif á
norsku þjóðina og torveldaði auk-
in skipti milli samtaka og stofn-
ana í Noregi og Sovértríkjunum.
Frá vorri hálfu var mikil á-
nægja yfir þeim vinsamlegu sam
skiptum, sem áttu sér stað milli
landa vorra, eftir heimsókn mína
til Sovétríkjanna í fyrra. Styrkt og
aukin vinsamleg samskipti eru
eðlileg milli nábúaríkja eins og
(Framhald á 8. síðu).
Á SKOTSPÓNUM
Haukur Snorrason, ritstjóri TÍMANS, fór til Banda-
ríkjanna í fyrri viku og mun dvelja þar um tveggja mán-
aða skeið í boði Bandaríkjastjórnar. . . . Útvarpsstjóri
hefir nú til athugunar ráðstöfun á fé því, sem hinn ný-
stofnaði afmælissjóður ríkisútvarpsins fær til umráða á
þessu ári, og mun hann m. a. hafa leitað hófanna hjá
tveimur íslenzkum listamönnum, tónskáldi og leikrita-
skáldi, um að þeir vinni viss verk fyrir útvarpið....
Samkomulag hefir nú náðst um starfsemi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar fyrir tímabilið 15. apríl 1957 — 15. apríl
195?. og munu ríkissjóður og Reykjavíkurbær auka veru-
lega framlög til hennar... .Nýlega er útrunninn um-
sóknarfrestur um embætti ævisagnaskrárritara, sem er
stofnað samkv. lögum frá seinasta Alþingi, og munu
umsækjendur vera margir.