Tíminn - 18.04.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.04.1957, Blaðsíða 12
VeSria I dag: Suðvestan kaldi og stundum stinningskaldi og éljaveður. Þ&r ták tvo brezka togara í landhelgi ét aí Hvitmgum í íyrrakvöld TalitS a$ fíeiri togarar hafi verið þarna í land- helgi, en sloppift. Rétíarhöld á Seyðisfirtfi í allan gærdag. Frá fréttaritara Tímans á Sayðisfirði í gaer. Varðskipið Þór kom hingað með tvo brezka togara seint í gærkveldi, og hafði hann tekið þá að veiðum í landhelgi út af Hvítingum, sem eru út af Hvalsnesi austan Hornafjarðar. Réttarhöld hófust í morgun og stóðu í allan dag, en dómur xnun væntanlegur á morgun. Þór kom að togurunum þarna í dumbungsveðri og reyndust þeir vera um eina sjómílu innan fisk-!, veiðitakmarkanna. Munu fleiri Þrezkir togarar hafa verið þarna að veiðum og er talið, að Þór eða flugvél landheleisgæzlunnar, sem var þarna einnig á fiugi til eftir- lits fram undir miðnætti, hafi náð einkennistölum og nöfnum þeirra skipa. Togararnir, sem Þór tók, heita ■Willard frá Grímsby og Kingstone Andaluside frá Huil. Þeir voru með lítinn afla og nýbyrjaðir veið- ar. Enginn vafi mun leika á um sekt togaranna enda viðurkennt fyrir rétti í dag, að þeir hafi verið að veiðum í landhelgi. Víðkunnur danskur vísindamaður láiinn Kaupmannahöfn í gær. — Stofn andi og forstöðumaður dönsku sermistofnunarinnar, dr. med. Thorvald Madsen, lézt í gærkveldi 87 ára að aldri. Thorvald Madsen var heimsþekktur fyrir vísinda störf sín í bakteríufræðum og for Þrennir hljómleikar St. Ólafskórsins Dr. Olaf C. Christiansen, stjórn andi hins heimskunna St. Ólafs- kórs, sem halda mun þrjá hljóm- leika hér næstu helgi, er ekki að- eins frábær tónlistarmaður, heldur er hann einnig ágætur málari og sker í tré af miklum hagleik. Enda þótt hann liafi helgað líf sitt tónlistinni og lagt drjúgan skerf af mörkum til kórtónlistar í Bandaríkjunum, stundar hann þessar listgreinar í tómstundum sínum sér til hvíldar og hressing ar. Á heimili sínu í Northfield, Þrír kórfélagar í St. Ólafs-kórnum, frá vinstri Janet Bye, Charlotte howe og Jerome Narveson, öll frá Northfield í Minnesota. ■Don- ystumaður á sviði alþjóðlegs sam starfs í baráttunni við sjúkdóma hin síðus-u ár og áratugi. Aðils Fligskálar heimsækja Reyk javíkur- flugvöll og veSurstofcna Flugmálastióri tók á móti [xeim' laiÖbeiudi fjcim og bauí í flugíer^ Síðastliðinn sunnudag heimsóttu rúmlega 20 flugskátar Reykjavíkurílugvöll í boði flugmálastjóra, Agnars Kofoed- Hansen. J Minnesota, hefur hann komið sér | upp fullkominni virinustofu, og : þar unir hann sér löngum við ; þessa iðju sína að loknu erfiðu dagsverki við kóræfingar. Híngað til lands kemur dr. Christiansen þó eingöngu sem Of VÓV- Fyrst fór flugmálastjóri með flugskátahópinn upp í stjórnturn- inn á Reykjavíkurflugvelli, þar eem Valdimar Ólafsson, vaktstjóri, skýrði fyrir drengjunum starfsemi flugumferðastjóranna þar, jafnt í innanlandsfluginu, millilandaflug- inu sem alþjóðaþjónustunni. Eftir hálftíma dvöl í stjórnturn- inum fór flugmálastjóri með flug- skátana í veðurstofuna, þar sem Jón Eyþórsson, yfirveðurfræðingur fræddi drengina, sem flestir eru á aldrinum 12—-16 ára, um starf- eemi veðurstofunnar, veðurathug- anir, veðurkortagerð, flugspár o. fl. Var fræðsluerindi Jóns hið skemmtilegasta. Loks flaug Agnar Kofoed-Han- sen fíugmálastjóri, með allan hóp- inn í 7 flugferðum í flugvél flug- málastjórnarinnar, en hún tekur 3 farþega auk ílugmanna. Var flogið í nágrenni B.eykja- víkur og fengu drengirnir almenn- ar leiðbeiningar um mælitæki í fiugvélum og jafnframt fengu þeir sem frammí sátu, að fljúga sjálfir, en flugvélin hefir tvöfaldan stýris- útbúnað. 10 ára drengur vann hæsíu verðlaun í spurningaþætti sjónvarpsins í New York ur. i-nrisiiansen i in mun halda samtals þrjá hljóm I leika iiér um næs.u helgi. Þeir j fyrstu veröa haldnir í Dómkirkj ! unni, laugardaginn, 20. apríl, kl. ! 4 e. h. Aðgönguiniðar eru seldir I í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. Annan páskadag mun kór inn halda tvenna hljóinleika í Þjóðleikhúsinu, kl. 1.30 og kl. 3. 45. Aðgöngumiðar að þessum hljómleikum verða seldir í miða- sölu Þjóðleikhússins. New York, 17. apríl. 10 ára gam all drengur Roberí Strong hefir unnið 68 þús sterlingspunda verð laun í spurningahætti sjónvarps stöðvar þar. Eru þetta hæstu Bardagar á Iedónesm Jagakarta, 17. apríl. Fregnir berast frá Celebeseyju í Indónesíu, að þar séu nú háðir allharðir bardag ar milli stjórnarhersveita og liðs manna úr leynisamtökum múham eðstrúarmanna, en þau eru bönn uð í Indónesíu. Samtök þessi hafa það að markmiði, að koma á fót ríki múhameðstrúarmanna í Indó nesíu. verðlaun, sem nokkur einstak- lingur hefir unnið í siíkum spurn ingaþáttum og þykir mikið af- rek og furðulegt af svo ungum dreng. Hann á þess nú kost að freista enn gæfunnar og hækka verðlaunaupphæðina í allt að 90 þúsund sterliugspund, en ekki er vitað, hvort liann iegg ur í þá raun. Spurningar þær, sem Iagðar voru fyrir drenginn fjölluðu um þrjú svið: Vísindamenn, efna- fræði og stjörnufræði. Voru spurningarnar mjög erfiðar og kröfuðst sérþekkingar. Er frétta menn spurðu drenginn hvernig hann hefði getað leyst þessar þrautir af hendi sagði hann að- eins: „Ég heí lesið mikið í mörg mörg ár.‘‘ Slofnað bændafé- lag á Héraði Egilstöðum í gær. í kvöld verður haldinn hér bændafundur, og er búizí við f jöl menni. Á að ræða um stofnun bændafélags, og einnig um stofn un mjólkursamlags, sem ákveðið er að setja á stofn hér í Egils staðakauptúni. Færð er orðin góð um héraðið og vegurinn yfir Fagradal hefir verið ruddur og er fær flestum bílum. Hins vegar er enn mikil fönn á Fjarðarheiði, en snjóbíll gengur yfir hana eftir þörfum og er gott færi fyrir hann. ES Hitinn kl. 12 í gær: Reykjavík 3 stig, Akureyri 5, London 12, París 15, Berlía 11. Fimmtudagur 18. aprfl 1957. »^-?3 vina“ fékk fyrsíu verglaan í dægurlagakeppni Fél. ísl dægurlagahöf. Abeyrendur og domnefnd sammála um valiX Blaðinu hefir borizt fréttatilkynning frá Félagi íslenzkra dæguí-lagahöfunda varðandi úrslit í dægurlagakeppni þeirri, er félagiS efndi til og nú er lokið. Síðastliðinn þriðjudag fór fram verðlaunaafhending í Þórskaffi, en fyrstu verðlaun hlaut lagið „Ljúfa vina“. Höfundur reyndist vera Þórir Roff og samdi hann bæði lag og ljóð. Þórir Roff er seytján ára gamall. Fyrstu verðlaun eru þau, að hljómj lotudeild Fálkans mun gefa lagið út á His Masters Voice hljómplötu Önnur verðlaun, þrjú hundruð krónur, hlaut lagið „Ég sakna þín“, eftir frú Þórunni Franz, ljóð eftir Valgerði Ólafs dóttur. Þriðju verðlaun, tvö hundr uð krónur hlaut lagið „Vegna minninganna” höfundur Valdimar Auðunsson lag efti Núma. 32 lög í keppninni. Alls bárust í keppnina 944 lög, en af þeim var aðeins hægt að taka þrjátíu og tvö, sextán í nýju dansana og sextán í gömlu dans ana. Það var þriggja manna dóm nefnd sem valdi þau lög er komust í keppnina. Dómnefndin hafði þó ekki atkvæðisréit í sjálfri keppn inhi, en var gefinn kostur á að láta í ljósi álit sitt um bezta lagið í hvorum flokki. Að hennar dómi var lagið „Ljúfa vina“ númer eitt í flokki nýju dansanna, og eru því úrslit hennar í samræmi við val dansgesta er keppnina sóttu. K.K sextettinn, ásamt söngvurunum Sigrúnu Jónsdóttur og Ragnari Bjarnasyni, sá um flutning nýju dansanna. Er það von þeirra, er hlýddu á keppnina, að sömu aðilar verði látnir flytja lagið „Ljúfa vina“ á hljómplötu Fálkans, þar sem flatningur á því þótti takast sérlega vel. Urslit í gömlu dönsunum. Úrslit í gömlu dönsunum urðu þau, að lögin „Stungið af“ eftir Skugga fékk fyrstu verðlaun. „Ást við fyrstu sýn“ eftir Ö., fékk önn ur verðlaun og „Sigguv,alsinn“ eft ir Iljartagosa fékk þriðju verð- laun. Ekki verður tilkynnt hverj ir höfundar þessara laga eru fyrr en á sumardaginn fyrsta, en þá fer fram verðlaunaafhending í gömlu dönsunum í Þórscafé. • • Ongþveiti í sam- göngumálum Frakklands París, 17. apríl. Á miðnæitj s. L gerðu járnbrautarstarfsmenn, strætisvagnastjórar og starfs- menn á neðanjarðarbrautum i Frakklandi tveggja sólarhringa verkfall til að herða á kaupkröf um sínuin. Hefir verkfallið skap að hina mestu ringulreið í sam göngumálum Frakklands og kemur enu verr við sökum páska frísins og aukinna ferðalaga fólks í því sarabandi. Parísarút- varpið segir, að milli 60—90% áðurnefndra starfsmanna hafi hlýtt verkfallsboðinu. I París er verkfallið nær algert, en nokkr ar járnbrautir á langieiðum ganga eðlilega. Skemmdir á túnum af flóðum á Álftanesi Eins og skýrt var frá hér í blað inu í gær kom mikið sjávarflóS yfir Álftanes á háflóðinu í fyrra kvöld, þegar stórbrim gerði af verstu átt fyrir nesið. Ekki varS þó um ágang að ræða nema á þessu flóði, því að átt breyttist og brim lægði, og gekk sjór ekki á land í gærmorgun. Allmiklar skemmdir hafa þó orðið, ekks urðu þó teljandi nýjar skemmdir á varnargörðunum enda vorirt þeir svo illa leiknir áður. Hins vegar hafa landskemmdir enni orðið talsverðar og grjót og möi! borizt á tún, einkum í Akrakoti, að því er Sveinn Erlendsson á Grund sagði blaðinu í gær. Einn) ig eru skemmdir á veginum. Páskavaka kirkjukórs Langholtssóknar í Laugarueskirkju á skírdag Flutt vertSa hátiöalög eftir innleuda og erlenda höfunda' sum lítt þekkt "i Páskavaka, sem kirkjukór Langholtssóknar gengst fyrir, verður haldin í Laugarneskirkiu á skírdagskvöld kl. 9. Þetta er í þriðja sinn, sem kórinn heldur slíka kirkjusamkomu. Hafa þær jafnan verið mjög vel sóttar og þótt takast vel. Kórinn syngur að þessu sinni tíu lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Eins og áður vill kórinn kynna nokkur ný eða lítt þekkt lög m. a. eftir Björgvin Filippus son, Jónas Tómasson og sr. Sig- trygg Guðlaugsson. Þá flytur hann nokkur alkunn snilldarverk svo sem Kvöldbæn éftir Björgvin Guð mundsson, Á föstudaginn langa eftir dr. Pál ísólfsson, Ave verum Corpus eftir Mozart og kór úr óratoríinu Júdas Makkebeus eft ir Handel. Undirleik í sumum þessara laga annast Kristinn Ing varsson, en söngstjóri er Helgi Þor láksson. Nokkur laganna verða sungin án undirleiks. Þá flytur Þórir Kr. Þórðarson, dósent, stutt erindi, er hann nefnir Musterið í fortíð og nútíð. Eins og áður á unga ’fólkið í söfnuðinum sinn hluta í þessari Páskavöku, en tveir ungir piltar lesa upp ljóð eftir Davíð Stefáns son og Einar M. Jónsson. Væntanlega verður þessi Páska vaka fjölsótt af bæjarbúum eins og hinar fyrra. Aðgangur er ó- keypis og öllum heimill. Framlög um til byggingar Langholtkirkju sem nú er hafin, verður veitt mót taka í anddyri kirkjunnar að sam komunni lokinni. Námskeið á vegum sameinuðu þjóðanna Dagana 5. júlí til 29. ágúst n. k. verður haldið námskeið í New York á vegum Sameinuðu þjóð anna, til þess að kynna starfsemi stofnunarinnar. Námskeiðið er ætlað stúdentum og verða þátttak endur 30 að tölu. Umsóknir þurfa að berast Sam einuðu þjóðunum fyrir 1. maí n. k. Utanríkisráðuneytið veitir nánari upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.