Tíminn - 30.04.1957, Blaðsíða 6
6
T f M IN N, þri'ðjudaginn 30. apríl 1957,
Útgefandl: FramsóknarflokkurlBB
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (íb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn).
Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda hf.
Kauphækkunin hjá 13 ju
GÖMLUM lesendum
Morgunblaðsins mun vafa-
laust hafa komið forsíða
þess nokkuð j^unnuglega
fyrir sjónir á sunnudaginn
var. Efst á síðunni blasir
nefnilega stór fjórdálka
fyrirsögn, þar sem látinn er
I ljós mikill fögnuður yfir
því, að náðst hafi frjálst sam
komulag milli Iðju og iðn-
rekenda um verulega grunn-
kaupshækkun. f undirfyrir-
sögn er skýrt frá þyí, að
stjórn Alþýðusambands ís-
lands og Framsóknarmenn
hafi reynt á síðustu stundu
að hindra þessar kjarabætur.
Það hefur ekki verið venj-
an, þegar verkalýðssamtökin
hafa knúið fram kjarabæt-
ur, að Mbl. hafi sagt frá
því eins og gleðifregnum á
forsíðu sinni. Slíkar kjara-
bætur hafa líka oftast kost-
að harða baráttu við þau
öfl, sem stjórna Sjálfstæðis-
flokknum og Mbl. — Mbl.
hefur líka verið óspart á
þann málflutning, að kaup-
hækkahir, sem ekki byggð-
ust á batnandi afkomu at-
vinnuveganna, væru ekki
neinar kjarabætur, heldur
myndu leiða til atvinnu-
stöðvunar eða verðbólgu,
sem kæmi laimafólki verst.
II *
HVAÐ VELDUR þá þess-
nm fögnuði Mbl. nú? Er af-
koma iðnaðarins svo góð, að
hann sé fær um að veita
nýja kauphækkun, án þess
að það leiði til samdráttar í
honum eða hækkana á verð-
lagi, sem gera hina nýju
kauphækkun að engu?
Því miður er þessu ekki
til að dreifa. Stór hluti iðnað
arins hefur staðið höllum
fæti undanfarið, að því er
iðnrekendur sjálfir segja. —
Aukinn reksturskostnaður
mun því að öllum líkindum
leiða til samdráttar í iðnað-
inum. Gegn verðhækkunum
á iðnaðarvörum verður að
sjálfsögðu staðið fast, enda
gerði það að engu þær kjara
bætur, sem nú hafa verið
veittar.
Líklegasta afleiðing hinn-
ar nýj u kauphækkunar virð-
ist því sú, ef marka má fyrri
frásagnir iðnrekenda að at-
vinna við iðnaðinn muni
dragast saman.
HVAÐ VELDUR þá fögn
úði Mbl. yfir þessari kaup-
hækkun? Er Mbl. kannski
orðið málgagn launþega og
Sjálfstæðisflokkurinn helzta
sverð þeirra og skjöldur?
Vissulega veldur allt ann-
að fögnuði Mbl.
Núverandi ríkisstjórn hef-
ur sett sér það takmark að
leitast við eftir fremsta
megni að stöðva verðbólg-
una, leggja þannig grundvöll
að stöðugri atvinnu og auk-
ínni framleiðslu, er gerði
raunverulegar kjarabætur
mögulegar síðar. Forkólfar
Sjálfstæðisflokksins vita vel,
að þessi stefna er rétt og
nauðsynleg. En hatur þeirra
gegn stjórninni er svo mikið,
að þeir hlífast ekki við að
reyna að eyðileggja þessa
viðleitni í von um, að það
geti gert ríkisstjórninni erf-
itt fyrir. Þessvegna nota þeir
yfirráð sín í samtökum iðn-
rekenda til að hækka kaup-
ið hjá Iðju, svo að segja ó-
umbeðið, í þeim tilgangi að
reyna þannig að koma nýrri
kauphækkunarskriðu af
istað. Iðnrekendum er sagt,
að ef þeir geri þetta, muni
ríkisstjórnin sennilega falla
og þessvegna verði þeir að
gera þetta fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, hvað sem afkomu
iðnaðarins líði. Og meirihluti
iðnrekenda metur meira
þjónustu við Sjálfstæðisfl.
en afkomu og öryggi þess at-
vinnuvegar, sem þjóðin hef-
ur trúað þeim fyrir.
ÞANNIG er hún orðin
til kauphækkunin hjá Iðju,
sem Mbl. fagnar mest yfir.
Hún stafar ekki af neinni
umhyggju fyrir Iðjufólkinu.
Hún er ekki sprottinn af því,
að einhver stefnubreyting
hafi orðið hjá Sjálfstæðis-
flokknum. Kauphækkunin
er aðeins liður í pólitísku
tafli, sem iðnrekendur íhalds
ins ætla sér að vinna upp
aftur og ríflega það, ef þetta
tafl heppnast.
Þessvegna skal Iðjufólkið
síður en svo láta glepjast af
þeirri umhyggju, sem iðn-
rekendur látast hér hafa
sýnt því.
HÉR ER vissulega nýtt
dæmi um þau vinnubrögð,
sem forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins beita í stjórnarand
stöðunni. Þess munu ekki
dæmi, að forráðamenn að-
þrengds atvinnuvegar hafi
hækkað kaup óumbeðið í
þeim eina tilgangi að reyna
að koma af stað kauphækk-
unar- og verðbólguskriðu,
sem gerði stjórnarvöldum
erfiðara fyrir, en fyrst og
fremst yrði þó þjóðinni allri
til óhags.
Á þessu stigi verður ekk-
ert sagt fyrir um það, hvort
það tilræði Sjálfstæðisflokks
ins heppnast, sem hér er
stefnt að, þ. e. að koma af
stað nýrri verðbólguskrúfu
og hindra þannig, að þær
viðreisnarráðstafanir, sem
voru gerðar um áramótin,
nái tilætluðum árangri. —
En það er ljósara af þessu
eftir en áður, hve mikil nauð
syn það er, að treysta sam-
starfið um núverandi ríkis-
stjórn. Sá herkostnaður, sem
iðnrekendur eru nú látnir
greiða vegna valdabrölts
Sj álfstæðisfl. yrði tekin
aftur með margfoldum rentu
rentum, ef forkólfar hans
fengju að nýju einhver áhrif
á stjórnarstefnuna.
Frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna:
Miklar félagslegar framfarir hafa
orðið í heiminum seinustu fimm árin
FramÍ£rirnar hafa þó oríitS mjög misjafnar eftir
löndum. — Flóttinn úr sveitunum mikið vandamál.
— UmfercJarsIys aukast ískyggilega mikití. — VítJa
er enn mikill matvælaskortur. — Hreinsun Súez-
skurtJsihs.
Geisimiklar framfarir hafa átt
sér stað á ölluni sviðum félags-
mála í heiminum hin síðari ár.
Meðalaldur manna hækkar jafnt
og þétt, einkum meðal hinna svo-
nefndu frumstæðu þjóða, og
barnadauðinn minnkar til muna.
Farsóttum, sem áður felldu fólk
í tugþúsundatali er haldið í skefj
um. Framleiðslu nauðsynjavara,
svo sem matvæla, fleygir fram.
Þó er einn hængur á í því sam-
bandi, að framleiðslan er bundin
við einstök lönd og þjóðir. Fleiri
börn jarðar njóta menntunar en
áður hcfir þekkst og jafnvel þeir,
sem komnir eru til ára, setjast á
skólabekk, þótt ekki sé til ann-
ars en að læra að lesa og skrifa.
Þjóðartekjurnar fara fram úr
því, sem bjartsýnustu menn gátu
gert sér vonir um fyrir nokkrum
árum.
Um þessar framfarir^ og fleiri
má lesa í bók, sem Sameinuðu þjóð
irnar hafa gefið út og sem nefnist
„Report on the World Social Situ-
ation“ (Skýrsla um ástand í fólags-
málum heimsins). Bókin er samin
af sérfræðingum í aðalskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna og í sam-
vinnu við sérfræðinga frá sérstofn
unum Sameinuðu þjóðanna ILO
(Alþjóða vinnumálaskrifstofunn-
ar), FAO (Matvæla og landbúnað-
arstofnunarinnar), UNESCO
(Menntunar-, menningár- og vís-
indastofnunarinnar) og WHO (Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunarinn-
ar).
Til umræðu á þingi
ECOSOC í vor
Skýrsla þessi verður lögð til
grundvallar fyrir umræðum um
félagsmálin í heiminum á ársþingi
Efnahags- og félagsmálaráðs Sam-j
einuðu þjóðanna (ECOSOC), sem |
kemur saman í New York og síðar
í Genf á þessu vori og sumri kom-
anda. Ráðið hefir lagt áherzlu á,
að fram komi þær framfarir og
þær breytingar, sem orðið hafa í
félagsmálum heimsins síðastliðin 5
ár, en það var árið 1952, að samin
var skýrsla um félagsmál heims-
ins í heild að tilhlutan ECOSOC.
Var það fyrsta skýrsla sinnar teg-
undar, sem samin hafði verið.
„Report on the World Social Situ !
ation“ bendir á þá staðreynd að
framförum í heiminum sé harla ó-
jafnt skipt og að enn ríki fátækt
og eymd um víða veröld. í skýrsl-
unni segir og orðrétt: „Framfar-
irnar hefðu orðið enn meiri í heim
inum á þessu tímabili ef þær hefðu
ekki verið hindraðar af stjórnmála
ástæðum og vegna fjárfestingar til
hervæðingar.“
Mörg félagsleg alþjóðavandamál
hafa verið leyst og önnur sama
kyns komið í staðinn á þessum
fimm árum, sem skýrslan nær til.
Þannig er það t. d. með flótta-
mannavandamálið, sem var ofar-
lega á baugi 1950. Það tókst að
leysa vandræði flóttafólksins þá og
flestir þeirra una nú glaðir við
sitt í nýjum heimkynnum. En
vegna atburðanna í Kóreu, Viet-
nam og nú síðast í Ungverjalandi,
hafa ný flóttamannavandamál
skapast, sem bíða úrlausnar.
Flóttinn úr sveitunum
á möjina
Á sumum sviðum hefir vöxtur
og viðgangur skapað ný félagsleg
vandamál. Svo er t. d. um ofvöxt
þann, er hlaupið hefir í íbúafjölda
bæja og borga um allan heim
vegna flóttans úr sveitunum á möl-
ina. Er þetta alvarlegt vandamál
víða um heim, en ef til vill hvað
erfiðast viðureignar í frumstæðu
löndunum. Frá því um síðustu alda
mót hefir t. d. fólki. sem býr í bæj-
um og borgum í Afríku og Asíu-
löndum, fjölgað um helming og
enn fer íbúatalan hækkandi.
í Afríku, Asíu og Suður-Ame-,
ríku hefir flóttinn á mölina vald-
ið slikum stórbreytingum í félagsj
málum. að víða horfir til vand-j
ræða. Fólksfjölgunin í borgunum
er hlutfallslega örari en iðnaðar-
þróunin. Landbúnaðurinn getur
ekki framleitt fæðu handa öllum
hinum nýju íbúum í borgunum. j
Þetta fólk, sem áður framleiddi.
sinn mat sjálft og var ef til vill j
aflögufært, byggir nú á annarra
framleiðslu. Víða verður því að j
grípa til innflutnings matvæla
frá öðrum löndum, oft hinum
efnaðri iðnaðarlöndum.
Á þessum hluta skýrslunnar er
einnig drepið á skuggahliðar stór-
borgarlífsins, t. d. vaxandi afbrot.
Umferðarslysin ofarlega
á „sjúkdómslistanum"
Hvað snertir heilbrigðismálin í
heiminum bendir skýrsla Samein-
uðu þjóðanna um ástand félagsmál
anna í heiminum á, að víða hafi
tekist að útrýma „fjölda“ sjúkdóm-i
um, eins og t. d. malaríu. í iðnað-'
ar- og framfaralöndunum er lögð
aðaláherzla á að vinna bug á höf-1
uðsjúkdómum þeirra tíma, sem við
lifum á, krabbameini og hjarta-j
sjúkdómum. Þá má geta þess, að j
umferðarslysin eru ofarlega á j
„sjúkdómslistanum“ yfir banamein j
og örkuml. Upplýst er, að enn!
þjást um 50.000.000 manna i heim-j
inum af sárasótt, er frambosia1
nefnist og að um 400.000.000 eru
sýktir af bilhariasis eða filarisis,1
en það eru sjúkdómar, sem stafa j
frá sníkjudýrum og eru algengir í
hitabeltislöndum.
Milljónir manna búa við
sífellt hungur
Mönnum hefir tekist að fyrir-
Paul R. Jolles
var ráðinn framkvæmdastjóri hinnar
alþjóðlegu flóttamannastofnunar S.
þ. á síðastliðnu hausti. Hann er Sviss
lendingur, 38 ára gamall. Hann var
upphaflega blaðamaður, en gekk síð
an í þjónustu svissnesku stjórnarinn-
ar og var fulltrúi hennar í kjarnorku
stofnun S. þ.
byggja hungursneyð í stórum stíl,
bæði með því að stuðla að aukinni
matvælaframleiðslu og með því að
flytja matvæli til þeirra staða, er
hungursneyðar má vænta. En það
segir ekki að allir séu mettir. Þvert
á móti, segir í skýrslunni, ríkir sí-
fellt hungur á mörgum stöðum í
heiminum og milljónir manna fá
aldrei magafvlli allt sitt líf. Það er
t. d. álitið, að engar framfarir hafi
orðið í næringarmálum heimsins
í heild frá því fvrir síðasta stríð.
Mannkyninu fjölgar ört — t. d.
fjölgaði íbúum jarðar um 172 mill
jónir á árunum 1951—1955 — að
það er erfitt að auka matvælafram
leiðsluna í réttu lilutfalli við fólks
fjölgunina.
(„Report on the World Social
Situation“ má fá hjá umboðs-
manni bókaútgáfu Sameinuðu þjóð
anna á íslandi, Bókaverzlun Sigfús
ar Eymundssonar í Reykjavík).
Þrjú norræn lönd leggga
fram stórfé til ruðnings
Súez-skurðar
Tíu þjóðir hafa lagt fram fé að
láni til þess að standa straum af
kostnaði við björgunar og ruðnings
starfið í Súez-skurði, en það verk
var unnið á vegum Sameinuðu
þjóðanna sem kunnugt er. Fram-
(Framhald á 9. síðu).
Illa fariS me3 gó3a grasrót.
NÚ ERU MENN farnir að hugsa
um garðana sína og jafnvel vinná
í þeim. Menn eru á veiðum eftir
gróðurmold, en hún fæst ekki
fremur en gull. Helzt er að kom-
ast í þá krás, er verið er að
grafa fyrir húsgrunni á myldn-
um stað. Þá hópast bílarnir að,
og má stundum sjá 10—20 bíla
bíða f röð eftir að fá mold á pall-
inn hjá vélskóflunni, og oftast
verða margir að hverfa frá mold-
arlausir. Og svo eru það þökurn-
ar. Þær fást keyptar dýru verði,
en færri fá en vilja. Þessi mold-
ar- og þökuvandræði manna
komu mér í hug, er ég sá aðgerð-
ir starfsmanna bæjarins hjá
Gróðrarstöðinni við Laufásveg,
gegnt Kennaraskólanum. Þar er
verið að breyta gömlum trjágarði
í almenningsgarð og ýmislegt
gert þar til umbóta. Gömlu trén
virðast þó ekki hafa þolað opnun
garðsins og þann ágang sem því
fylgdi, og þau týna tölunni hvert
af öðru. Nú eru bæjarstarfsmenn
að hlaða þarna steinstéttir og
stalla, og verður snoturt þarna
umhverfis konustyttuna, sem
mjög er til prýði.
Hins vegar gazt mér ekki að
vinnubrögðunum við garðinm
Hann var með góðri grasrót. í
stað þess að rista grasrótina ofan
af og nota hana til landgræðslu
annars staðar, eða láta einhverj-
um garðeiganda þökurnar í té, er
ailþykkt moldarlag sett ofan á
grasrótina, og veit ég svo ekki,
hvort ætiunin er þekja þar ofan
á. En ég kann ekki við svona
vinnubrögð. Grasrótin í görðum
er ekki svo mikil að rétt sé að
eyðileggja hana. Það hefði t. d.
verið hægt að þekja dálítinn blett
í Öskjuhlíðinni með grasþökun-
um úr garðinum við Gróðrarstöð-
ina.
Hundamál.
OG SVO ER hér stutt bréf, sem
Baðstofunni hefir borizt um flutn-
ing íslenzkra hunda til Kali-
forníu: — „f Tímanum 18. apríl
s. 1. birtist grein, þar sem fjallað
var m. a. um flutning á hundum
til útlanda. Sömuleiðis ræddi ann
ar greinarhöf. í blaðinu frá 29.
marz þ. á. sama mál. Báðir þessir
skriffinnar eru að gera athuga-
semdir við hundaútflutning á veg
um Watsons, sem býr í Kaliforn-
íu. Hann vinnur um þessar mund
ir að því að hreinrækta ísl. hunda
stofninn og hefir í þvi augnamiði
aflað til hundabús síns nokkurra
hunda héðan. Áðurnefndir grein-
arhöf. tala í þessu sambandi um
ómannúðlegar dýrasölur til ann-
arra landa og annað í þeim dúr.
Hér er sýnilega á ferðinni gott
fólk, sem vill dýrum vel, en ég
get ekki nema undrast þennan
æsing, sem gripið hefir þetta fólk
út af þessum útflutningi. Mér
virðist að þetta vinafólk dýranna
sé að gera úlfalda úr mýflugu og
klína stimpli ómannúðar á sak-
lausa. Aðalatriði í sambandi við
mannúðlega meðferð hunda virð-
ist mér vera, að þeir fái góða að-
(Framhald á 8. slðti).