Tíminn - 21.05.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1957, Blaðsíða 4
T í M I N N, þriðjudaginn 21. maí 1957. HHálfsjötugur teiknari — Dáður og ;hataður — Frægasta sköpunarverkið —Áð spiila sambúS stórvelda — Vildi ekki lifa lífinu á nýjan leik — Og : enn teiknar hann Frægasti skopteiknari : heims er eflaust David Low, enski háðfuglinn. Hann hef- * ir haft kynni af mestu mönn- um samtíðarinnar — og dreg ið þá sundur og saman í háði í feikningum sínum. Menn hafa dáð hann og óttazt hann, smjaðrað fyrir honum og snúið við honum baki. Stórmennin hafa komið og farið, en Low er kyrr á svið- inu eftir sem áður. Nú er hann hálfsextugur að aldri og hefir gefið út ævisögu sína, sem sannar það, er marga grunaði: maðurinn gefur fleira en bara teiknað. Ein frœgasta mynd Lows, síðan í maí 1940. Churchill hafSi þá nýtekið við stjórn og texti myndarinnar var: Við erum allir með þér, Winston. Low er fæddur í Nýja-Sjálandi; teikningu lærði hann að mestu af sjálfum sér og tók snemma að vinna fyrir sér sem skopteiknari. 1919 fluttist hann til London; skömmu eftir að þangað var kom- ið, gerði hann boð eftir stúlku frá Nýja-Sjálandi, sem hann hafði þekkt í eina þrjá daga; hún kom, þau giftust og áttu börn og buru. Teikningar Lows voru lýstar í bann í Ítalíu og Þýzkalandi. Low lét svipu háðsins dynja á fasist- um og nazistum með sömu ánægju og hann hæddi stjórnmálamenn- ina heima fyrir. En síðast á fjórða áratug aldarinnar fór hann þó að boði utanríkisráðherrans brezka og var ekki alveg jafn miskunnar- laus við þá góðu herra, Hitler, fhald og frjálsiyndi í London tók Low til óspilltra málanna. Hann var frjálslyndur í stjórnmálaskoðunum, og hann hóf ístörf i London hjá hinu írjálslynda 'blaði Star. En honum féll okki vist in þar til lengdar og réðist brátt í þjónustu íhaldsblaðsins Evening Standard, sem var í eigu Beaver- brooks lávarðar. Þar vann hann beztu ár sín, frá 1927 til 1949, og þar naut hann fullkomins frelsis til að teikna eins og hann lysti, þóít myndir hans stönguðust oft :-á vi'S stjórnmálaskoðanir blaðsins og hann léki sér að því að spotta eigandann sjálfan. Engu að síður var hann þar í góðu yfirlæti, þar til hann kaus sjálfur að láta af störfum. Þá vann hann um skeið .við blað verkamannaflokksins, Daily Herald. En þar naut hann ekki sama frjálsræðis og hann var vanur og undi skamma hríð í vist- inni. Nú birtast myndir hans 1 Manchester Guardian og eru síð- an endurprentaðar út um allan heim. GaU. s:r. lcrd ScjúTy IS r 'ivtT tvild a bfö&í navy "Le ertímy fU, /j wj.lt bu'ild ui>»ert i Lrt Ir- rtí hears. wcVe J !„ Irt bú'ilcOV'-i, a I | ' L.'v ihjrt rte's bu!iú'rt«,. / SECURITY v CÖL 8UMP Gad, Sir. Lord Beatty hefir rétt vyr- ir sér. Við verðum að byggja stærri flota en óvinirnir byggja, þegar þeir frétta að við séum að byggja stærri fiota en þeir byggja. Göring og Himmler um skeið. Þýzka stjórnin hafði nefnilega BSimp höfuðsmaður og nazistar Prægasta sköpunarverk Lows er ótvírætt Colonel Blimp. Hann er i stemgervingur frá bví um aldamót, I heiraskan holdi klædd; þjóðremb- an og hrokinn, sem hafa þótt ein- kenna inargan Englending marg- faldast í honum. Heimspeki hans er nógu einföld: Gad, Sir, Lord Bunk hefir rétt fyrir sér. Styrj- aldir eru nauðsynlegar — hvernig ædu hetiurnar annars að verja föðurlandið. Colonel Blimp er ímyndaður frá rótum, líkist eng-' í lýst því yfir í viðræðum við hina brezku, að Low væri eitt af því sem gerði vinsamlega sambúð Eng lands og Þýzkalands erfiða. Low fór að tiimælum utanríkisráð- herrans — og furðaði sig þó á því hversu kvikusár stórmenni heimsins . væru. En þetta dugði ekki til, sambúð stórveldanna batn aði ekki hót þótt Low yrði blíðari, og brátt gat hann aftur þjónustað nazistana eins og hann lysti. Lífið er ekkerf grín Hann teiknaði við réttarhöldin Niirnberg, og þótt hann fyrirliti um. En hann er meira: hann er þau stórmenni sem þar lágu í ölíum líkur. I duftinu gat hann ekki annað en furðað sig á hve lágt þau lágu. Lífið var ekkert grín — þótt það væri á stundum hreinasta skop- mynd. Hann hefir lifað á erfiðum tímum, þótt það væru að vísu íím ar með verkefni við hans hæfi. Ég vildi ekki hafa lifað lífinu á annarri öld, segir hann. En ef ég væri spurður hvort ég vildi íifa lífinu upp aftur myndi ég segja nei. Flytjið mig bara eitthvað ann að — þangað sem eitthvað gerist og ég get íeiknað. En Low er ekki enn „íluttur eitthvað annað' og enn teiknar hann. Hér á síðunni birtast í dag nokkrar af frægum myndum hans frá íyrri iíð. Keppnisgreinar EÓP-mótsins Eins og áður getur í frétt- um, fer EÓP-mótið í frjáls- íþróttum fram dagana 30. maí og 1. júní n.k., og taka þátt í því 3 erlendir frjálsíþrótta- menn. Keppnisgreinar verða þess- ar hvorn dag: Fimmtudaginn 30. imaí (upp stigningardag): 100 m., 400 m., og 1500 m. hlaup, 3000 m. hindrunarhlaup, 110 m. grindahlaup, 1000 m. boð- hiaup, langstökk, hástökk, spjótkast og sleggjukast. Laugardaginn 1. júní: 200 m., 800 m., 3000 m. hlaup, 400 m. grindahlaup, 4x100 m. boð- hlaup, þrístökk, stagarstökk, kringlukast og kúluvarp. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt í skrifstofu Sameinaða í Tryggvagötu fyrir 23. þ.m., en þátttaka er heimil öllum félögum innan vébanda Frjálsíþróttasam- bands íslands. ...ÉáSJ O.'pyrmM líigitrtt Lþw, rtil rcuntrlvd, ■ EittínhouW Riw.icwlr C.hurchitl ftceliur oq höfunbar Nýstárlegt og athyglisvert safnrit Eftir prófessor Richard Beck Síðastliðið haust kom út á veg- um Bókaútgáfu Menningarsjóðs í Reykjavík nýstárlegt og athyglis- vert safnrit, KRISTALLAR — til- vitnanir og snjallyrði, valið og þýtt af séra Gunnari Árnasyni frá Skútustöðum. Er hér, eins og hann víkur að í forspjalli sínu, um frum smíði að ræða, i þeim skilningi, að þetta er fyrsta rit af sínu tagi, sem út hefur komið á íslenzku, en erlendis eru slík söfn kjarn- yrða algeng og að finna í öllum helztu bókasöfnum. Var því tími til kominn og öll ástæða til, að íslendingar ættu þess konar rit á sínu máli, og hefir séra Gunnar nú bætt úr þeim skorti með þessu efnismikla safni sínu. í forspjalli sínu gerir hann svofellda grein fyrir tilorðningu ritsius: „Það er upphaf þessarar bókar, að ég hef í langa hríð skrifað margt mér til minnis, sem mér hefir þótt umhugsunarvert eða vel sagt í þeim bókum, er ég hef lesið. Slíkt kemur sér oft vel fyrir þá menn, er iðka ræðuhöld. Ég hef einnig haft með höndum nokkrar erlendar bækur, sem tekn ar hafa verið saman í þessu skyni, að veita mönnum aðgang að sumu því, sem vel hefir sagt verið í fá- um orðum og handhægt til heim- færslu um hin og þessi efni. Þegar ég fór að steypa bók úr þessum glefsum og baugabrotum, ákvað ég að taka ekkert með úr sjálfri Ritningunni, sakir þess að hún ætti að vera í svo margra höndum og öllum almenningi kunn. Þetta er þó gert í hliðstæð- um ritum. Samt taldi é.g rétt að lofa að fljóta með fáeinum grein- um úr helgiritum, sem ekki eru að jafnaði prentuð í biblíuútgáfuna. Hins vegar var það upphaflega ætlun mín að taka nokkrar tilvitn anir eftir íslenzka höfunda. Sér- staklega hafði ég gert úrval úr íslenzkum Ijóðabókum. Taldi ég, að bókin yrði bæði skemmtilegri, fjölbreytilegri og gagnlegri með því móti. En að ósk útgefandanna varð það úr, að ég kippti burt öll- um íslenzkum greinum, hvort held ur í bundnu eða óbundnu máli. Væri þar og að sjálfsögðu efni í aðra bók. Skylt er að taka það skýrt fram, að ég hef ekki valið efni bólcar- innar þannig, að ég sé öllum sam- mála, sem greint er. Þvert á móti eru einstaka greinar, t. d. eftir þýzku nazistana beinlínis teknar með af því, að þær eru svo and- hverfar skoðunum mínum og fjölda annarra. Og sízt kemur mér til hugar, að allir verði á eitt sáttir um val mitt. En ég vona, að flest- um lesendum finnist, að hver grein hafi til síns ágætis nokkuð, veki til umhugsunar og hvetji annað hvort til samsinningar eða and- mæla. Þá er vel, ef bókin veitir lesendum nokkurn fróðleik og einhverja skemmtun.“ Ekki fæ ég betur séð, en að bókin nái ágætlega þeim tilgangi sínum. Þar koma fram mörg og fjarskyld sjónarmið; gerir það efn- ið bæði fjölskrúðugra og girnilegra til fróðleiks, og að sama skapi vekjandi til íhugunar, en í tilvitn- unum þessum er fjallað um þau grundvallar atriði í lífi manna og mannlegri tilveru almennt, sem hugsandi menn og konur á öllum öldum hafa leitast við að gera sér sem gleggsta grein fyrir. Sjálfur hefir séra Gunnar þýtt langflestar greinarnar og leyst það vandaverk prýðisvel af hendi, þó að vitanlega geti alltaf orðið skoðanamunur um orðalag í slík- um þýðingum. Hefi ég borið all- margar þýðingarnar úr ensku sam- an við tilvitnanirnar á frummál- inu, og eru þær bæði nákvæmlega þýddar og smekklega; gildir það einnig um tilvitnanirnar úr Norð- ið saman við frumritin. urlandamálunum, sem ég hefi bor- Niðurröðun og flokkun efnisins er einnig hin skipulegasta, en at- riðunum, sem um er fjallað, er skipað niður eftir stafrófsröð eins og tíðkast í slíkum safnritum er- lendis, og gerir það hinn mikla fróðleik, sem er að finna innan spjalda bókarinnar, lesendum mjög aðgengilegan. Hundruð manna og kvenna úr öllum álfum heims, að fornu og | nýju, koma fram á þessu málþingi, I og er þeirra getið í fróðlegri höf- iundaskrá aftan við bókina, sem Ijafnframt ber því vitni, hve víða I safnandinn hefir leitað til fanga |um tilvitnanir og spakyrði. Er [ einnig skemmst frá að segja, að þar er að finna margt það feg- ursta, spakasta og fleygasta, sem snjöllustu, vitrustu og ágætustu menn og konur heimsins hafa sagt ií óbundnu máli, og einnig að sumu leyti í ljóði, þó að safnandi hafi rúmsins vegna tak- imarkað mjög ljóðatilvitnanir. Hér er því af miklu að taka, og má segja, að slíkt kjarnyrðasafn sé í rauninni alþjóðleg „Hávamál“ því að í þessum spakmælum speglast ireynsla mannkynsins um alla jörð | og á öllum öldum; hér er djúp- Itæk hugsun og algild ósjaldan færð ■ í búning markvissrar málsnilld- ar. Örfá dæmi skulu tekin þeim j ummælum tii staðfestingar: Enska skáldinu Charles Kingsl- ey farast þannig orð um bækur: „Ekkert er undursamlegra — að i lifandi mönnum fráskildum — jheldur en bók. Hún er boðskapur :hinna dánu. boðberi mannssálna, ! sem vér höfðum engin kynni af og 1 áttu ef til vill heima í órafjar- lægð. Og þó tala þær til vor aí þessum litlu pappírsblöðum, vekja oss, skelfa oss, kenna oss, hugga oss, opna hjörtu sín fyrir oss, svo sem værum vér bræður þeirra.“ Guðrækni skilgreinir hinn mikli mannvinur dr. Albert Schweitzer á þessa leið: „Hinn sanni skilningur á Kristi er raun- ar viljaákvörðun. Hin sanna af- staða til hans er að láta hrífast af honum. Gildi guðrækni vorrar fer nákvæmlega eftir því, í hve rík- um mæli vér helgum honum vilja vorn.“ Af skyldum toga spunnin er þessi skiiereining Johns Gals- worthy, rithöfundarins enska, á göfugmennsku: „Ef um það væri spurt, hvað fuúíkomið göfug- menni ætti að hafa til að hera, mætti svara því á þennan hátt: „Fúsleika til að setia sig í ann- arra spor. Óbeit á að knýja aðra út í það, sem hann sjálfur mundi hörfa frá. Styrk til að gera það, sem hann telur sjálfur rétt, áni þess að skeyta um, hvað aðrit hugsa eða segja.“ Ummæli Thomas Carlyle um hugrekki standa einnig óhögguð: „Það hugrekki, sem vér þráum og dáum, er ekki huerekki til að deyja | sómasamlega, heldur hugrekki til 1 að l'fa drengilega." | Hið sama gildir um skilgrein- j inffu Carls Schurz, ameríska stjórn* málamannsins á hugsjónum: —> Hugsiónirnar líkjast stjörnunum. Þú getur ekki snert þær með höndunum, en þú kýst þér þær að leiðarljósi og fylgir þeim, unz þú nærð takmarki þínu. likt og sæ- farinn úti á reginhafi". Margt hefir að vonum verið sagt til skilgreiningar é mannlífinu, og eru margar tilvitnanir þess efnis í umræddu safni, en engin kjarnorð- ari heldur en þessi skilgreining 'skáldspekingsins Goethe; — „Lífið er bernska ódauðleikans". Jafn kiarnorð er skilgreining Matthew Arnold á menntuninni: „Menntun er að vita það bezta, sem hugsað hefir verið og sagt í veröldinni“. Og ef mönnum hættir til að sjást yfir gildi smámunanna, þá er hollt að minnast orða Emersons; „Sköp- un þúsund skóga felst í einu ak- arni“. Milton hafði svipað í huga, er hann sagði: „Framtíð vizkunnar er að vita, hvað liggur hendi næst daglega". Svo þykir mér vel sæma að ljúka þessum fáu tilvitnunum með eftirfarandi ummælum Johns Ru* (Framhald A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.