Tíminn - 21.05.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1957, Blaðsíða 5
T í MIN N, þriðjudaginn 21. maí 1957. 5 Orðið er frjálst: Steingrímur Samúelsson: EYÐING REFA Á síðastliðnum vetri var mikið fjalli. Bezt hefir mér reynzt að skrifað og rætt um eitrun til eyð- eitra kindarskrokka í heilu lagi ingu refa og margir verið því and- með öllu óhreyfðu. Þannig hefir stæðir, talið það ómannúðlegt og étizt bezt og þá auðvitað beztur fundið því allt til foráttu. j árangur. Yfir þessi ár, sem ég hef Nú hafa tveir menn ritað í Tím- eitrað, hafa fundizt hér á Heina- ann, Sigurður Jörundsson, 6. apríl bergi 5 tófuræflar. 2 tófuræflar S. I, og Sæmundur Ólafsson, 16. hafa fundizt frá Fagradal Ytri. apríl s. 1. og telja báðir mikinn Fyrir þremur árum missti ná- árangur að eitrun fyrir refi. Nú granni minn eina af ám sínum úr vil ég skýra frá minni reynslu um uppdrætti (Kristján Haraldsson, eyðingu refsins með eitrun. iNýp). Ærin var til einskis nýt og Ég fluttist að Heinabergi vorið bað ég Kristján um ræfilinn. Hann 1936 og bar þá ekki mikið á að hjálpaði mér til að bera hann til refir gerðu usla í lömbum. Þó fjalls í heilu líki. Þetta var í desem hurfu alltaf eitthvað af lömbum ber. Ég eitraði skrokkinn rækilega. frá vori til hausts. En þetta fór Undir vorið fór Kristján til fjalls smá vaxandi. Tófuför sáust mikið, að grafa hræið. Þá lá einn refur þegar snjóa tók með vetri, svo að um einn metra frá eiturhræinu. það leyndi sér ekki, að refurinn Svona verkaði eitrið fljótt á þenn- hafði hér viðloðu. Á þessu 21 ári, an refinn. Af framansögðu hafa sem ég hef verið á Heinabergi, fundizt samanlagt 8 refaræflar, hef ég þrisvar fundið dýrbitin sem drepizt hafa af eitrinu á þess- lömb mismunandi gömul. Voru um árum. Nú er það hrein hend- þau þannig útleikin, að snoppan; ing að finna tófuræksni, sem er og nasir var brudd framan af höfð-1 jafnlítið fyrirferðar — og það til inu, og taldi ég mig heppnan að fjalla, því að margar eru þar hol- rekast á þau til að geta stillt þeim ' ur. Hvað hafa nú drepizt margar kvalastundir og deytt þau. tófur, sem ekki hafa fundizt? Því I Heinabergslandi vita mennjer vandsvarað og ekki hægt að ekki til að séu hvorki gömul eða fullyrða neitt um það, en auðvitað ný greni, en tófan sækir oft tölu- j eru það nokkur stykki. vert langt til fanga. Ég held það | En hvað hefir nú orðið af dýr- hafi verið vorið 1946, sem 11 ærjbítnum? Frá mínu sjónarmiði er komu lamblausar við rúningu. j ekki nema tvennt til. Annað hvort Hafði þó verið tvíleitað um vorið! hefir hann flúið land héðan í að grenjum og engin greni fund-jburt eða hann hefir drepizt af izt hér í nánd. Útkoman varð sújeitrinu, og það þykir mér trúleg- að héðan vantaði um haustið 18 ast. Ég held, að þeir, sem skrifað lömb og þó nokkuð mörg í Fagra- hafa á móti eitrun fyrir refi, hafi dal Ytri, sem er næsti bær og féð gengur mikið á sama landi. Ég hafði aldrei farið með byssu til að skjóta nein dýr og gat því ekki borið hana fyrir mig til varn- ar, svo að ég eitraði vel veturinn eftir bæði upp á fjalli og niður við sjó. Síðan hef ég eitrað á hverjum vetri og með þeim árangri að nú í 3 ár hefir svo til allt heimzt af ekki fullnægjandi sannanir fyrir því að svokallaður dýrbítur éti ekki útborin eiturhræ. Ég hef ekki skil- ið og mun ekki skilja þá menn, sem hafa hjalað um það í skrifum sínum, hvað það sé ómannúðlegt að eitra fyrir refinn. Þeir virðast ekki hugsa út í þær kvalir, sem sauðkindin verður að þola, þegar refurinn er að kvelja úr henni líf- ið, eða smálambið, okkar skemmti- legasta húsdýri er að blæða út í klóm og kjafti refsins. Það er ein- kennileg dýraverndun. Ég hugsa að við íslendingar gæt- um allir verið sammála um það, að bezt væri að þurfa ekki að eitra fyrir nein dýr. En hvað á að gera til að útrýma refnum? Hér er ekki til að menn reyni að skjóta refi að vetrinum, enda mjög lítið um yngri menn heima að vetrinum. Sumir hreppar hafa ekki til grenja- skyttur til að liggja á grenjum að vorinu. Þeim fækkar óðum, sem vilja við það eiga, telja það illt verk og leiðinlegt, sem það líka er. Svo er enginn áhugi hjá yngri mönnum að stunda þá atvinnu, hún býðst svo mikil um það leyti árs bæði í sjávarþorpum og kaupstöð- um, að það gefur betri tekjur. Við þurfum að herja á refinn með víðtækri eitrun samhliða grenjavinnslu. Hreppar og sýslur þurfa að hafa samtök um eitrun — og eitra til fjalla, þar sem vissa er að hundar komi ekki að. Fyrstu árin, sem ég eitraði, var ég að eitra hér niður við sjó og afleiðingin varð sú, að ég missti tvo hunda mína. Síðan hef ég ekki eitrað nema til fjalla og þá allt verið í lagi. Grafa þarf eiturhræið, þegar vora tekur árlega. Svo lengi sem ég á sauðkind og kemst til fjalls mun ég eitra á hverjum vetri, svo fremi það verði ekki lögbannað. Ég geri ekki ráð fyrir því, að lög- gjafinn fari út á þá dýraverndun að lögvernda refinn fyrir eitrun. til þess að hann rífi í sig og kvelji til dauða jafnvel í hundruðum okkar alskemmtilegasta og afurða- mesta húsdýr, sauðkindina. Það væri fróðlegt gagnvart þeim skrif- um, sem staðið hafa yfir í vetur um eyðingu refsins, að vita, hvað margar sauðkindur refurinn drep- ur árlega yfir allt ísland. Orðið er frjálst Jónas Jóhannsson, Öxney íslandsmótib: Akurnesingar sigruðu Akureyringa með Jjremur mörkum gegn engu — I kvöld ieika Akurnesingar viS Hafnfirímga S. 1. sunnudag fór fram hér á íþróttavellinum annar leikur ís landsmótsins í 1. deild. Mættust þar Akurnesingar og Akureyring ar. Ekki er hægt að segja að þessi leikur hafi verið sérlega skemmti legur eða spennandi. Bæði liðin voru langt frá því að sína þá knattspyrnugetu, sem þau hafa bezt sýnt áður. Einkum voru framlínur heggja liðanna neikvæðar, þeim tókst ekki nema örsjaldan að skapa hættur fyrir framan mörkin. Ef til vill áttu framverðir beggja liðanna nokkra sök á þessu, því leikur þeirra var mjög sterkur, sérstak lega Guðjóns og Sveins í liði á hliðarstöngina og hrekkur frá marki, en Ríkarður er þar nærri og sendir knöttinn viðstöðulaust í netið. Er 40 mínútur eru liðnar aí— fyrri hálfleik nær Ríkarður knettinum á miðjum vellinum, og brýst í gegn á sinn gamalkunna hátt, sendir knöttinn yfir til Þórðar J., sem skorar óverjandi í gagnstætt horn marksins. Vel gert. — Síðari hálfleikur var fremur daufur og lítið um spennandi augnablik. Þó voru undantelvning ar t. d. á 30. mín, er Guðjón stöðvar upphlaup Akureyringa á miðjum vellinum og sendir lag lega sendingu til Ríkarðs, sem Það var oft hætta vi6 rtiark Akureyringa á sunnudaginn, þó ekki væru nema þrjú mörk skoruð. Á myndinni sést Ríkarður reyna að ná knettln- um. Við hlið hans er Arngrímur Kristjánsson, og til vinstri markvöiðurlnií Nokkur orð um mink í Tímanum 23. febrúar skrifar Mývetningur, Jóhannes Sigfinnsson um minkinn og getur þess að þar hafi veiðzt nokkrir minkar. Refa- veiðar kveðst hann hafa stundað frá barnæsku. Víst eru það með- mæli á veiðiþekkingu. Þó finnst mér gæta íullmikillar bjartsýni að gera sér vonir um að hreinsa land- ið eins og hann kemst að orði. Þessu hyggst hann ná' með því að hefja sókn þvert yfir landið á fremstu víglínu minkanna og svo baksókn á Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi. Hví ekki á Reykjanes- skaga? Við, sem búnir erum að hafa minkinn I sambýli nálægt 20 árum mættum vera farnir að kynnast honum meir en þeir, sem hann er aðeins að heilsa. Lengi vel kunnum við ekkert til veiðanna, en svo var farið að senda okkur mann til að fást við minkaveiðar. Talinn sérfræðingur. Hann afiaði oft vel í fyrsta áhlaupi 10—20 dýr, svo fór hann þegar veiðin fór að bregðast. Þetta var hans atvinna, leitaði því annað, sem aflavon var meiri. Af þessum manni lærðum við það þó að tilgangslítið er að fást við minkaveiðar án hunda. Nú hafa allir þeir, sem áhuga haía á fækkun minksins og nauðsyn knýr til hund einn eða fleiri. Betra er að hafa íleiri en einn hund, því að einn verður oft of seinn til, þegar minkurinn hleyp- ur út, en séu þeir fleiri, sleppur minkurinn sjaldan. Á tveim síð- ustu árum hafa veiðzt hér í sveit mestmegnis í eyjunum — hátt á fjórða hundrað minkar. Þó verð ur ekki enn vart neinnar fækkun- ar. Margt af þessu eru yrðlingar, en þeir eru oft 6—8 og stundum fleiri í greni. Tjónið, sem minkur- inn veldur á yfirstandi fardagaári miðað við normaltíma og verðlag í ár er sem næst fljótlega áætlað kr. 200 þús. „brúttó“. Vinna ekki dregin frá. Þetta er að mestu leyti á 9 býlum, auðvitað misjafnlega mikið á býli. Svona hefir þetta verið mörg undanfarin ár, dálítið mismunandi eftir verðlagi. Öll þessi hnignun er á fuglatekjum og | afurðum. Engin önnur sveit hér I við Breiðafjörð hefir orðið íyrir verulegu tióni af völdum minksins. Vissulega má það sýnast stór draumur af refaskyttu að vera að ætla sér að hreinsa landið af mink. Refinn höfum við barizt við alla okkar búskapartíð hér á landi með öllum þeim veiðivélum, sem völ hefir verið á. Þa_r á meðal alls- herjar eitrun. Á yfirstandandi vetri er kvartað svo undan yfir- gangi refa, að nauðsyn þótti á að taka enn upp eitrun, sem mikið var farið að leggja niður og ætti alveg að hverfa, ef við viljum telja okkur til manna. Þó er leikur einn að eiga við refinn við það sem við minkinn. Margir halda að það sé bara löð- urmennska að hreinsa ekki eyjarn- ar hér af minki. En þó að þeir færu sjálfir að reyna, mundu þeir flokkast undir sama menningar- stig. Það fé, sem áskilið er til eyðing- ar minka er alltof lítið til þess að menn vilja gefa sig að veiðunum í atvinnuskyni. Starfið er það mik- ið og hundahald það dýrt, að það er langt fyrir neðan allar aðrar at- vinnugreinar. í gærkveldi flutti útvarpið þá frétt frá búnaðarþingi að tillaga væri þar samþykkt að greiða kr. 200.00 fyrir hvern „hlaupa“-mink. Hvað er hlaupa- minkur? Ég þekki það ekki. Hér hlaupa allir minkar. Yrði það að lögum að greiða kr. 200.00 fyrir hvern mink, sem veiddist, gæti það orðið til bóta. Með sífelldri ástundun má halda minknum mik- ið niðri, þar sem ekki hagar því ver til með veiðarnar. í stórum hraunum mun það reynast erfitt. Þess má geta að í lítilli eyju hér á Breiðafirði, Flatey, hefir um langt skeið verið rotta. Eyjan er eins og nafnið bendir til sléttlend og mjög hæg til sóknar gegn villi- dýrum. Auðvitað er allt gert til að uppræta rottuna. Mér er ekki kunnugt um að það hafi tekizt ennþá. Þó að útlitið sé ljótt, verður eitthvað að gera, ef á að reyna að halda við fuglalífi í landinu. Enn sem komið er þekkist hér ekki önnur veiðiaðferð en að láta hunda finna minkinn og berjast svo við að ná honum sem stund- um reynist ótækt. Boga höfum við reynt en það er aðeins tilviljun að minkur fáist í boga. Um benzín íkveikjur er það að segja, að þær koma tiltölulega lítið að gagni en eru stórhættulegar að valda jarðbruna, ef jörð er þur. „Þungt gas“ mundi vafalaust drepa dýr í holum, sem lægju lágt, en senni- lega yrði sú veiðiaðferð dýr, ef ætti að reka hana í stórum stíl. í fyrra um þetta leyti átti ég tal við þáverandi landbúnaðarráð- herra um minkapláguna. Sagði hann mér meðal annars, að von væri á sérfræðing frá Kanada, sem ætti að kenna íslendingum minkaveiðar. Ekki hef ég heyrt þessa meistara getið síðan. Hingað hefir sú fregn borizt að Kanada- mönnum veitist tiltölulega létt að veiða mink. Öðru eins hefir verið kostað til hér á landi og að fá sérfræðing til veiðanna, ef það gæti orðið til bóta. Ekki skal ég orðlengja þetta meir um minkinn að sinni, en af gefnu tilefni fara nokkrum orðum (Framhald á 8. síðu). - Akurnesinga og Arngríms og Hauks, sem lék nokkurs konar varamiðframvörð í liði Akureyr- inga. Hin samstilta framlína Akraness var nú ekki hin sama og lék á móti Reykjavíkurúrvalinu, því þeim tókst varla að ná upp samleik, þrátt fyrir góðar tilraunir Ríkarðs og styrkleika framvarðanna. Þó var yfirferð Ríkarðs sérlega mikil og tókst honum að ná nokkrum jákvæðum köflum út úr leik sínum, þar á meðal voru hin þrjú mörk er sett voru í leiknum, en hann átti þar stóran hlut að máli. Á 37. mínútu er Þórður Þ. með knöttinn innan vítateigs og spyrnir fast að marki Akureyr inga, knötturinn lendir innanvert skoraði viðstauðulaust með kollspyrnu. Rétt á eftir átti Ríkarður hörkuskot á mark Ak ureyringa en knötturinn lenti í þverslánni. Leiknum lauk 3:0 fyrir Akur nesinga, og eru það nokkuð rétt lát úrslit. Eins og fyrr segir var fram lína Akurnesinga nokkuð í nfoll- um. Rikarður sannaði þó enn á- gæti sitt og sama er að segja um Guðjón Finnbogason, harín er sá sem aldrei bregst og nýtur mikils hylli áhorfenda fýrir framúrskarandi skemmtilega frám- komu og góðan leik. Sveinn Teitsson átti einnig góðan leik og hefur mikla yfirferð. Vörn Akureyringa var sterk (Framhald á 8. síðu). Hinn snöggl marfci vörður Akureyr- inga, Einar Helga* son, sést hér loka markinu. Þess þurfti þó ekki meS í þessu filfelii, þar sem knötfurinn fór yfir markið. (Ljmt I. Magnússon). !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.