Tíminn - 21.05.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.05.1957, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 21. maí 1957, Otgefandi: Framsóknarfl«kk«rlH Ritstjórar: Haukur Snorrasoa, Þórarinn ÞórarinsMn (ák). Skrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötn Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og bUfameu). Auglýsingar 82523, afgreiðala 2321 Prentsmiðjan Edda hf. | Endurbæturnar VIÐ fyrstu umræðu um bankafrumvörp ríkisstjórn- arinnar, er fór fram á laug ardaginn var, var það hik- laust játað af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þeir teldu breytingar þær, sem frv. gerðu ráð fyrir á banka kerfinu, stefna í rétta átt. Þeir töldu það til bóta, að sjálfstæði seðlabankans væri aukið, og á sumum þeirra mátti skilja, að þeir teldu helzt til ofskammt gengið í þeim efnum. Þeir tóku það einnig fram, að þeir væru fylgjandi því, að Útvegsbankanum yrði breytt tir hlutafélagsbanka í hrein- an ríkisbanka. Einkum á- réttaði Jóhann Hafstein þetta sérstaklega, en hann á að vera þessum hnútum kunnugur, þar sem hann er búinn að starfa sem banka stjóri við bankann í fimm ár. Þá létu þeir einnig þá skoðun uppi — einkum þó Ólafur Björnsson — að eðli legt væri, að bankarnir hög uðu starfsemi sinni í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórn- arinnar, en slíkt er vitan- lega ekki tryggt, ef bönk- unum er stjómað af harð- snúnum andstæðingum ríkis stjórnarinnar. ÞEGAR það er athugað, að talsmenn Sjálfstæðis- flokksins viðurkenna allt þetta, er það meira en aug- ljóst, að andstaða þeirra gegn frumvörpunum er ekki sprottin af málefnaleg- um ástæðum. Þetta kemur líka bezt í ljós, þegar farið er að kryfja málflutning þeirra til mergj ar. Þá sést augljóslega, að hin ramma andstaða þeirra er sprottin af einni ástæðu og aðeins einni ástæðu: Þeir, óttast, að þessar breytingar leiði til þess, að Sjálfstæðis flokkurinn missi þau meiri- hlutayfirráð, sem hann hef- nú yfir tveimur aðalbönk- um landsins. Hver og einn, sem athug ar þessi mál sanngjarnlega, mun ekki telja það rétt- mætt, að flokkur, sem er í minnihluta á þingi og hjá þjóðinni, hafi meirihluta- vald yfir aðalbönkum lands ins. Slíkt feiknavald getur fylgt þeirri aðstöðu. Þess- vegna hlýtur það að teljast eðlilegt, að jafnhliða öðrum endurbótum á bankakerfinu verði það tryggt, að minni- hlutaflokkur geti ekki haft meirihlutavald yfir aðalbönk unum. Með því að berjast gegn þessari sjálfsögðu leiðrétt- ingu, sýnir Sjálfstæðisflokk urinn bezt, hve blygðunar- laus hann er í því að halda í sérréttindi og valdaaðstöðu sér til handa, án þess að hægt sé að verja það með nokkurri sanngirni. Enn einu sinni hefur hann af- hjúpað það hvílíkur sér- hagsmunaflokkur hann er. á hankakerfinu En ekki mun hann með þeirri afhjúpun auka veg sinn hjá þjóðinni. í VIÐLEITNI sinni til að reyna að halda þessum ó eðlilegu völdum, spyrja tals menn Sjálfstæðisflokksins um það, hvort hann hafi beitt yfirráðum sínum í að albönkunum til að vinna ó- eðlilega gegn núv. ríkis- stjórn. Með því viðurkenna þeir, að hefði slikt átt sér stað, væri það eðlilegt að svipta þá meirihlutaaðstöð- unni. Þessu er því að svara, að yfirráðum yfir bönkunum má misbeita á svo margan hátt, og oft svo lítið beri á, að ríkisstjórnin getur ekki talið fjármálastefnu sína á tryggum grunni, ef andstæð ingarnir geta beitt þessu valdi gegn henni. Eins og forkólfar Sjálfstæðisflokks ins haga sér nú gegn ríkis- stjórninni, þar sem þeir hika ekki við að reyna að rægja lánstraustið af þjóð- inni og að ýta undir nýja verðbólgu- og kauphækkun arskriðu, getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki treyst yf- irráðum þeirra í bönkunum. Þau geta hvenær sem er, ver ið notuð sem rýtingur í bak hennar. Hin ábyrgðarlausu og óþjóðhollu vinnubrögð, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ástundað síðan hann lenti í stjórnarandstöðu, gera það enn nauðsynlegra en ella, að hann sé sviptur taf arlaust óeðlilegu meirihluta valdi í aðalbönkunum. TALSMENN Sjálfstæðis flokksins hampa því mjög, að tilgangur stjórnarflokkanna með breytingu bankakerfis- ins sé að koma gæðingum í embætti og beita útlánastarf seminni pólitískt. Um þetta má vissulega segja, að marg ur heldur mann af sér. Það er einmitt á þessa leið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað yfirráð sín yfir bönk- unum. Til þess að komast þar til valda, hafa menn t. d. helzt þurft að vera í ætt- artengslum við flokksfor- manninn. Það er vissulega ásetningur þeirra, sem nú taka við yfirráðum í bönk- unum að láta sér þessi víti til varnaðar verða. Meðan ekki er heldur séð, hvernig framkvæmd þessara mála verður, ættu forkólfar Sjálf- stæðisflokksins að spara sér sérstakar getsakir. Sama gild ir líka um þær aðdróttanir, að ráðgerðar séu persónuleg ar árásir gegn einstökum mönnum í bönkunum. Núv. ríkisstjórn hefur áreiðanlega enga löngun til að taka sér íhaldið þar til fyrirmyndar. EINS OG rakið er hér að framan, virðast stjórnar- andstæðingar sammála ríkis stjórninni um þær megin breytingar, sem eru ráðgerð- ar á bankakerfinu. Það eina, ERLENT YFIRLIT: Verða ný átök um Súezskurðinn ? Heppilegast væri atJ Haagdómurinn úrjkur<Ja<Ji um siglingafrelsi Israelsskipa I GÆR hófust að nýju umræð- ur um Súezmálið í öryggisráði S. þ en þær hafa legið þar niðri síðan í október í fyrra. Upphaflega áttu smáþjóðirnar mestan þátt í því, að málinu var vísað þangað, þótt Bret ar og Frakkar gerðu það að formi til. Verulegur árangur virtist ætla að nást af umræðunum þar og höfðu t. d. deiluaðilar komið sér saman um sex grundvallaratriði, sem stjórn skurðarins skyldi byggð á. Eftir var hins vegar að ræða um nánari útfærslu þeirra, þegar Bretar og Frakkar ge^ðu innrásina í Egyptaland. Umræðurnar tóku þá að sjálfsögðu annan farveg og beindust fyrst og fremst að inn- rásinni. Þegar Bretar og Frakkar beittu neitunarvaldinu til að hindra ályktun um það efni, var málið látið ganga til allsherjar- þingsins og hefir verið á vegum þess síðan. Það eru Frakkar, sem eiga upp- tök að því, að málið er tekið upp í öryggisráðinu að nýju. Ástæðan til þess er sú, að þeir una ekki þeirri skipan, sem nú er að komast á við rekstur skurðarins og byggð er á yfirlýsingu, sem stjórn Egypta lands sendi S. Þ. 24. fyrra mánað- ar. Aðrar ríkisstjórnir hafa hins vegar lýst yfir því, að þær muni una þeirri skipan til bráðabirgða, eða á meðan það er að koma í Ijós, hvernig Egyptar framfylgja henni. Frakkar telja sig hins vegar ekki vilja gera það og hafa því skotið málinu til öryggisráðsins. Málskot þetta byggja Frakkar einkum á því að yfirlýsing Egypta fullnægi ekki þeim sex atriðum, sem samkomu- lag var orðið um í fyrra. Frakkar virðast ekki gæta þess að þeir hlupu frá þessu samkomulagi sjálf ir, er þeir gerðu innrásina. Engar líkur virðast til þess, að þetta mál fái nokkra endanlega af- greiðslu í öryggisráðinu að þessu sinni, þar sem Rússar munu hindra sérhverja samþykkt, sem gengur á móti Egyptum, með því að beita neitunarvaldinu. Erfitt er því að sjá hver sé tilgangur Frakka með þessu málskoti. Sennilega er þetta helst tilraun til að breiða yfir ó- sigur Frakka í málinu. En jafnvíst er það, að þeir gera Nasser ekki neina skráveifu með þessu, en gefa Rússum hins vegar tækifæri til að koma fram sem vinum og velunn- urum Araba. AF HÁLFU ísraelsmanna hefir verið boðuð önnur aðferð, sem get- ur dregið alvarlegri dilk á eftir sér. Það er sú fyrirætlan þeirra að senda skip til Súezskurðarins og prófa það, hvort Egyptar leyfi því að fara um skurðinn. Egyptar hafa jafnan neitað skipum frá ísrael að fara um skurðinn og byggt það á því, að ófriður sé enn á milli land- anna, þótt samið sé um vopnahlé til bráðabirgða. Egyptar geta vafa- laust enn síður fallið frá þessari afstöðu eftir að þeir hafa einir tek ið við stjórn skurðarins. Telja má því víst, að þeir muni neita skipinu frá ísrael um að fara um skurðinn. Spurningin er þá sú, hver við- brögð ísraelsstjórnar verða. Notar sem þeir eru á móti er það, að Sjálfstæðisflokkurinn missi meirihlutavaldið, er hann hefur nú óeðlilega yfir aðal bönkum landsins. Hann heimtar að minnihlutinn hafi ráð yfir þessum bönk- um og geti beitt þeim gegn meirihlutanum, þegar hon- um þykir bezt hents,. Breyt- - ingar á þessu reynir hann að stimpla sem ofbeldi og ger- ræði. Slikut málflutningur mun áreiðanlega ekki finna hljómgrunn, heldur aðeins sýna enn betur en áður, hvernig Sj álfstæðisflokkur- inn berst alltaf og allsstaðar fyrir því að halda í óeðlileg sérréttindi. BEN GURION hún þetta sem tilefni til að grípa til vopna að nýju gegn Egyptum? Vafalítið vilja margir fsraelsmenn nota þetta tilefni til nýs ófriðar, því að þeir telja betra fyrir ísrael að heyja styrjöid nú en síðar. Bandaríkin munu því hins vegar mjög andvíg, að ísrael grípi til vopna á nýjan leik og munu beita áhrifum sínum til að hindra það á allan hátt. Sennilega er afstaða Breta svipuð. Frakkar munu hins vegar á g^gnstæðri skoðun. Afstaða Bandaríkjastjórnar mun hins vegar sú, að ísraelsstjórn eigi að leita eftir úrskurði Alþjóðadóm- stólsins í Haag, ef Egyptar neiti skipum ísraels að sigla um skurð- inn. Úrskurðurinn mundi þá hljóða um það, hvort sáttmálinn, sem gerður var um Súezskurðinn í Konstantínópel 1888, veitti Egypt- um slíka heimild. Það hefir vakið nokkra eftirtekt, að Nehru lýsti því yfir nú um helg ina, að hann væri því fylgjandi, að Haagdómstóllinn yrði látinn fella úrskurð um slík deilumál, er kynnu að rísa í sambandi við Súez- skurðinn. í yfirlýsingunni, sem Egyptar sendu S. Þ., er þvi eigi heitið, að þeir muni fallast á úrskurð Haag- dómstólsins i slíkum deilumálum. Þó verður ekki fullráðið af orða- laginu, hvort deila þeirra og ísra- elsmanna komi undir það. Yfirlýsing Nehrus gæti bent til þess, að Nasser myndi fallast á það fyrir sitt leyti, að Haagdómstóll- inn úrskurðaði um rétt ísraels- manna til að sigla um skurðinn. Myndi Nasser vafalaust styrkja af- stöðu sína, ef hann gerði það. Ilins vegar er ekki víst, að fsra- elsstjórn kjósi þau málalok. Þetta hefir staðið henni opið áður, en hún ekki kosið að nota sér það. Má vera, að hún óttist dómsúr- slitin. Hún myndi hins vegar taka á sig þunga ábyrgð, ef hún hafn- aði þessari leið og kysi heldur að láta vopnin skera úr. Þá væri hún ótvíræður friðarrofi. ÞVÍ VERÐUR ekki neitað, að Nas- ser hefir unnið á vissan hátt sigur í Súezmálinu. Egyptar hafa nú full yfirráð yfir skurðinum. Hins veg- ar færir sá sigur Nasser ekki þann ávinning, sem hann stefndi fyrst og fremst að, en hann var sá, að hækka skipagjöldin og fá þannig tekjur til stórframkvæmda í Egyptalandi. Með yfirfýsingunni til S. Þ., hafa Egyptar bundið hend ur sínar að þessu leyti O’g lofað að hækka ekki gjöldin einhliða. Þá lofa þeir einnig að borga gömlu eigendunum skaðabætur eftir mati. Fjárhagslegur ávinningur Egypta verður því litill og miklu minni en það tap, sem þeir hafa orðið fyrir af völdum deilunnar. Það blasir svo við, að auknar ráðstafanir er verið að gera af hálfu olíufélaga og skipafélaga til þess að þurfa ekki að nota skurðinn, bæði með nýjum olíuleiðslum og byggingu stærri olíuskipa. Þvi er meira en líklegt, að Nasser tapi áliti heima fyrir af þessu brölti sínu öllu, þegar frá líður. Til lengdar getur hann ekki haldið vinsældum sín- um á þjóðernisgorgeir einum sam- an. Það, sem hingað til hefir hjálp- að honum öðru fremur, eru röng viðbrögð Breta og Frakka, er hann þjóðnýtti skurðinn á síðastl. ári. ÞRÓUNIN í Arabalöndunum virð- ist heldur hafa snúist gegn Nasser (Framhald á 8. síðu). ‘BAVSrorAN ÞAÐ SUMRAR jafnt og þétt. A sunnudaginn mátti sjá það hér í Reykjavík og nágrenni, að menn höfðu tekið til óspilltra mála við garðræktina, enda var veður til þess. Margir settu niður, aðrir lúðu garðana og bjuggu undir sáningu. Vikuna sem leið þorn- aði jörð mjög, jafnvel svo, að fólk er byrjað að vökva blómabeð. Nú hefir aftur brugðið til rigningar. Um þetta leyti árs er einmitt rétti tíminn til þess að viðra stofublómin, enda sjást margar húsmæður við þá iðju þessa daga. Nú er að fá sér nýja mold og á- burð og skipta um í pottunum, úða blómin, bera þau út og baða vel. Vantar póstkassa á hús. ÞEIR, SEM BERA ÚT blöðin og póstinn í bænum og nágranna- kaupstöðum Reykjavíkur eiga ailt af í sömu vandræðunum. Þeir geta hvergi látið blöðin og bréf- in nema að hringja dyrabjöll- unni og láta opna, og vilji svo til, að enginn sé heima, er hvergi hægt að láta þetta nema heizt að stinga því í falsið milli stafs og hurðar, en þaðan getur það hæg- lega fokið, og viðtakandi sér þá aldrei tangur né tetur af pósti sínum eða blöðum. Þetta á að vísu ekki við þau hús, sem hafa póstkassa eða bréfa, og blaðaop á hurðum, en þau eru allt of fá. Það er áreið- anlegt að ákveðið var fyrir tveim eða þremur árum að skylda hús- eigendur til að hafa póstkassa við dyr húsa eða bréfaop á hurðinni. Þessu hefir ekki verið framfylgt sem skyldi. Hér þarf að taka fast ar á máium og gera gangskör að því, að reglum þessum sé fylgt. Það er brýn nauðsyn. Tvær vorvísur. OG SVO ERU hér tvær vorvísur, sem Refur bóndi hefir sent Bað- stofunni: Vorið hefir von og þrá vakið mér í barmi. Vermir, lýsir víkur frá vetrardaga harmi. Lýðum opnast loks á ný lífsins nægtabrunnar Fegins hugar flý ég í faðminn náttúrunnar. Látum svo nóg spjallað í Bað- stofu í dag — vorið kallar til starfa undir berum himni. — Hárbarður,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.