Tíminn - 22.05.1957, Síða 2

Tíminn - 22.05.1957, Síða 2
2 T f MIN N, miðvikudaginn 22. maí 1951» Myndin er frá samsýningu 12 listiðnaSarmanna í Sýningarsalnum í Al- þýSuhúsinu, en henni lýkur annaS kvöld. Danskur sjóliSi hvarf af eftirlits- skipi, sem lá hér í höfninui ! Áiti að vera kominn til skips á mánudag kl. tvö, en kom ekki og hefir ekki sézt í fyrradag lagði danska eftirlitsskipið Niels Ebbesen úr höfn hér \ Reykjavík einum sjóliða fámennara en það kom. Hefir ekkert frétzt af sjóliðanum síðan á mánudagsmorgun, en }»á fékk hann landgönguleyfi þrátt fyrir nokkra eftir- grennslan lögreglu. I Eftirlitsskipið hafði legið nokkra sólarhringa hér í höfninni, en bað lét úr höfn klukkan fimm aðdegis á mánudag. Æins og fyrr segir, fór sjóliðinn I íand á mánudagsmorguninn, og átti að vera kominn til skips kl. ávö. Lögreglan hefur verið beðin að grennslast eftir manninum, en það hefur ekki borið árangur enn. Brður hún alla, sem kynnu að hafa orðið ferða mannsins varir á mánu daginn og í gær, að láta sig vita. Sjóliðinn er átján ára og heitir Jörn Kanstrup Bönved. Hann var að sjálfsögðu klæddur í sjóliða- búning. Skipulögð leit hefur enn ekki verið hafin að manninum. Jófiann Ó. Haralds- soe tónskáld hetðraður AKUREYRI í gær. — Næsta suíirmdag verður Jóhannes Ó. Har aldsson, tónskáld, sérstaklega lieiðraður við messu í kirkjunni á 'Moðruvöllum í Hörgárdal. Jóhann 'íiefii' iengi verið organieikari í ■kirkjum nyrðra og hefir samið -mörg falleg lög, einnig sálmalög. Við messuna á sunnudaginn, sem erliinn almenni bænadagur, munu eingöngu verða sungin lög eftir Jóhann, og hann mun leika verk eftir sig. Er þetta gert í samræmi við þá skipun biskups, að þessi bænadagur skuli helgaður eflingu kirkjusöngs í landinu. f rá Alþingi (Framiiald af 1. síðu). ræður um frumvarp menntamála- ráðjierra um að leggja 1 kr. skatt á hvern aðgöngumiða kvikmynda sýninga og dansleikja í landinu lil þess að afla fjár handa menn- ingársjóði, hinum nýja vísinda- sjóði og félagsheimilasjóði, í sam ræmi við frumvörp þau, sem flutt hafa verið um aukið starf þessara menningarsjóða. Franska stjérnin (Framhald af 1. síðu). yggisráðsins vestan hafs, þar sem jþess væri krafizt að nýir samn- ingar yrðu hafnir þegar í stað við Egypta. Hvað gerist í New York í ræðu sinni til þingsins neit- aði Mollet því, að stefna Frakka í Súez væri að nokkru leyti mið- uð við frönsk innanlandsstjórnmál. Hann beindi síðan máli sínu til kommúnistaþingmanna er höfðu haldið þessu fram og spurði þá, hvort þeir væru samþykkir því eða andvígir að leyfa ísraelsmönnum að sigla um Súez-skurð. Komm- únistar urðu hvumsa við, en Moll- et hlaut mikil fagnaðarlæti sósíal- demókrata. Þingmenn hægri manna tóku ræðu forsætisráðherr- ans kuldalega. Ekki er enn ljóst, hver áhrif fall stjórnarinnar hefir á mál- flutning Pineaus í öryggisráðinu, en fullvíst er, að áætlanir hans hljóta að fara út um þúfur að sinni, nema að fulltrúar annarra þjóða taki upp merkið, þar sem Pineau hætti. SeyÖisfjörSur (Framhald af 12. síðu). verðið hagstætt. Heildarkostnaður við fyrirhugaðar framkvæmdir er áætlaður um 6 milljónir króna, er í því fólgið verð véla, varahluta, kostnaður við að taka kerfið nið- ur, koma því í skip, flutningskostn aður, ýmis tæki, sem kaupa þarf, kostnaður við að koma vélunum fyrir og kostnaður við byggingar og stækun á þróarplássi. Talið er, að ef framkvæmdir ganga greið- lega, muni takast að koma þessari stækkun verksmiðjunnar í kring í byrjun næstu síldarvertíðar. — Ríkisstjórnin vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að úr þessum áform um geti orðið, og fer með þings- ályktun þessari fram á heimild Alþingis til að veita til viðbótar ríkisábyrgð fyrir 3,8 millj. króna láni til framkvæmdanna, en sú fyrirgreiðsla er nauðsynleg til þess að vélakaupin geti tekizt. Sýningu Karls Kvaran að íjúka Sýningu Karls Kvarans listmál- ara í Sýningarsalnum í Alþýðu- húsinu lýkur í kvöld. Sýningin hefir staðið undanfarna 10 daga, aðsókn hefir verið allgóð og hafa nokkrar myndir selzt. Karl sýnir vatnslita-, gouach- og klippmyndir. Minnisvarði um Sig- urð Eiríksson, regluboða Sunnudaginn 12. maí 1957, kl. 10,30 árdegis, var afhjúpaður minnisvarði Sigurðar Eiríkssonar regluboða og'konu hans, Svanhild ar Sigurðardóttur, í gamla kirkju- garðinum í Reykjavík. Þennan dag var aldarafmæli Sigurðar Eiríks- sonar, en eins og mörgum er kunn ugt, einnig utan Góðtemplara- reglunnar, var Sigurður mesti bind indisboðandi á landi hér, án efa fyrr og síðar. Athöfnin hófst með því, að stór templar flutti stutta ræðu og minntist Sigurðar og þeirra hjóna beggja. Skýrði hann frá því, að Stórstúkan vildi á þessu aldar- afmæli votta honum þakkir með því að reisa honum og lífsföru- nauti hans minnisvarða á gröf þeirra. Ennfremur minntist stór- templar baráttuaðferða Sigurðar Eiríkssonar og með hve miklum kærleika hann hefði rækt starf sitt. Að ræðu lokinni bað stór- templar dóttur þeirra regluboða- hjónanna, frú Ólöfu Sigurðardótt ur Als, að afhjúpa minnisvarðann. Lagði þá stórvaratemplar blóm- sveig frá Stórstúkunni að varðan- um. Athöfninni lauk með bæn, sem stórkapelán flutti. Fyrir utan framkvæmdarnefnd- Stórstúkunnar og aðra templara og aðstandendur Sigurðar Eiríks- sonar regluboða, heiðraði biskup íslands athöfnina með nærveru sinni. í Borgarfirði eystra eru góð skil- yrði til búskapar og sjósóknar Frá fréttaritara Tímans í Borgarfirði eystra. S. 1. sumar vann skurðgrafa hér í Borgarfirði, og hefir framræsla gengið vel. Var orðin mikil nauðsyn á henni, þar sem land til ræktunar var orðið af skornum skammti. Beltis- dráttarvé! hefir unnið í sveitinni síðustu árin og brotið all- mikið land, raunar allt sem hægt var að taka til ræktunar óframræst. - Fólksfjöldi vex. í Borgarfirði eru 10—12 trillu- bátar, sem róa til fiskjar. Þar er og hraðfrystihús, en lendingarskilyrði Undanfarin ár hefir fremur fjölg að í byggðarlaginu, og verið er að reisa tvö nýbýli í sveitinni. Orðið eru lieldur erfið, og er brýn nauð-1 er bílfært upp til Héraðs yfir svo- nefnt Vatnsskarð. Brú á að byggja á Fjarðará í sumar. S. i. 4 sumur hefir verið söltuð hér síld, og at- vinnuskilyrði eru allgóð bæði til lands og sjávar og verzlun nokkur. syn að bæta þau. Segja má, að bændur í sveitinni séu nú nokkuð að rétta við eftir harðindaárin 1950—51. Búin hafa verið lítil en fara stækkandi. | Flestir í kauptúninu Stunda bú- skap jöfnum höndum við sjósókn- ina, og búið er að rækta mjög mik- ið við kauptúnið. I Hafnargerðin. j Nokkuð hefir verið unnið að ; hafnarbótum, en meira þarf til. Búið er að steypa garð, sem I smærri skipin, Breiðarnar og Litla- . fell geta lagzt að, en höfnin er svo ' ótrygg, að taka verður upp bátana á vetrum, og meðan svo er, verður varla um þilbátaútgerð að ræða. Þarna þarf að gera sæmilega báta- . höfn, því að stutt er á fengsæl ALÞINGl Dagskrá sameinaðs Alþingis í dag kl. 1,30 miðdegis: 1. Strandferðaskipið Herðubreið. 2. Menntaskólasetur í Skálholti. 3. Fjáraukalög 1954. 4. Dráttarbraut á Seyðisfirði. 5. Landsbókasafn og Háskólabóka- safn o. fl. 6. Síldarverksmiðja á Seyðisfirði. fiskimið. Súez-máliÖ (Framhald af 1. síðu). Ting-Fu-Tsiang, fulltrúi kín- versku þj óðernissinnastj órnarinn- ar lýsti einnig yfir fylgi sínu við sjónarmið Frakka. Egyptar yrðu að hlíta ákvörðunum S. Þ. um al- þjóðlega stjórn yfir skurðinum. Sem kunnugt er krafðist Pin- eau þess í ræðu sinni í gærkveldi að samningaviðræður hæfust sem fyrst í milli notendasambandsins og egypsku stjórnarinnar, þar sem Iansn deilunnar yrði grund- völluð á ákvörðunum öryggis ráðsins. Dagskrá efri deildar Alþingis í dag að lokn- um fundi í sameinuðu þingi: 1. Sjúkrahúsalög. 2. Skattur á stóreignir. 3. Skemmtanaskattur og þjóðleik- hús. 4. Heilsugæzla í skólum. 5. Skipakaup o. fl. Oagskrá neðri deildar Alþingis í dag að loknum fundi í sameinuðu þingi: 1. Hlutafélög. 2. Lax- og silungsveiði. 3. Útflutningsgjald af sjávarafurð- um. 4. Búfjárrækt. 5. Menningarsjóður og menntamála- ráð. 6. Eyðing refa og minka. Fréttir frá landsbyggðinni Snjógöng á Oddsskar'ííi á aðra mannhæti EGILSSTÖÐUM í gær. — Nú er farið að hlýna í veðri og er rigning í dag, en undanfarna daga hefir verið mjög kalt og frost margar 'nætur. Gróðri hefir mjög lítið farið fram, og skógur, sem farinn var að lifna um daginn, er lítt útsprunginn enn. Menn vona þó, að hann hafi ekki beðið tjón í þessum kuldum. í dag er verið að inoka Odds- skarð að nýju. Það var mokað fyrir sumarmálin og voru snjógöng þar þá á aðra mannhæð, en á dögun- um fyllti þau að mestu aftur í þeim hríðarveðrum, 'sem verið hafa á fjöllum og varð skarðið ó- fært. Sauðburður er að hefjast og mun hefjast allsstaðar um næstu helgi. ES Afli enn sæmilegur hjá Húsavíkurbátum HÚSAVÍK í gær. — Að undan- förnu hefir verið mjög kalt hér, en nú er farið að hlýna. Gróður er mjög lítill. Sauðburður er langt kominn í héraðinu og hefir gengið sæmilega, þótt fé hafi að mestu orðið að vera í húsi. Afli Húsa- víkurbáta er nú minni en var um daginn en þó sæmilegur. Vegir eru sæmilegir um héraðið og yfir Vaðlaheiði og taldir með betra móti að vorlagi. ÞF Minningarathöfn um drukknaðan sjámann ÓLAFSFIRÐI í gær. — Togar- inn Norðlendingur kom hingað inn í fyrradag með 207 lestir af þorski 1 og karfa til vinnslu. I gær fór fram hér í kirkjunni minningarat- höfn um Rögnvald Axelsson sjó- mann á Norðlendingi, sem drukkn aði af togaranum í síðasta mánuði. Séra Fjalar Sigurjónssoon, sókn- arprestur í Hrísey, flutti minning arræðuna, en karlakórinn hér söng undir stjórn Guðmundar Jó- hannssonar. BS Sau'ðburtSur gengur vel í Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI í gær. — Hér var mjög kalt s. 1. viku, oft nætur- frost og hljóp mikill kyrkingur í gróður. Sauðburður stendur nú sem hæst hér í sveitinni en er að mestu lokið í bænum. Hefir hann gengið vel. Vélbáturinn Gunnólf- ur kom hingað inn í gær með 10 lestir af fiski og vélbáturinn Sig- urður með 9 lestir. Afli línubáta, bæði þilbáta og trillna er mjög tregur. Sundkeppnin hafin í ÓlafsfirtSi ÓLAFSFIRÐI í gær. Norræna sundkeppnin hér hófst s. 1. laugar- dag og setti Þorvaldur Þorsteins- son, forseti bæjarstjórnar hana með ræðu og hvatti menn eindreg- ið til þátttöku. Þann dag luku 40 manns í Ólafsfirði sundinu. BS Lágheiði ekki or'ðin fær enn ÓLAFSFIRÐI í gær. — Lág- heiði er ekki orðin fær bílum enn, en vonir standa til, að það verði einhvern næstu daga og örugg- lega í þessari viku. Alllangt er síðan það verk var hafið að ryðja heiðina, en það hefir sótzt seint, enda mikill snjór á henni og jafn- vel snjóað til viðbótar öðru hverju að undanförnu og tafir orðið á verkinu. BS ]. Margt tvílembt í Mýrdal VÍK í MÝRDAL í gær. — Hér hefir verið mjög kalt síðasta hálf- an mánuðinn og hefir kippt úr gróðri, sem kominn var allmikill áður. Sauðburður er nokkuð á veg kominn, og er óvenjumikið tvílembt. Bændur hafa féð að mestu við hús og gefa talsvert. ÓJ 150 lestir af vörum fluttar í Öræfin FAGURHÓLSMÝRI í gær. — Lokið er nú að mestu vöruflutn-, ingum hingað. Hafa bílar Kaupfé- lags Skaftfellinga flutt um 150 lestir af vörum hingað austur, og bílar Olíufélagsins einnig mikið magn af olíu. Hafa flutningarnir gengið vel, enda er lítið í vötnum enn, þar sem leysingar hafa engar orðið til fjalla enn. Ráðgert var þó að fara eina ferð enn austur yfir sandinn með ýmislegt, sem vantaði að lokum. Hins vegar er nú komin rigning og hlýtt í veðri og má þá búast við, að fljótt aukist í vötnum. sa Greni unnin í Öræfum FAGURHÓLSMÝRI í gær. _ Um þessar mundir stendur grenja- leit yfir, og hafa fundizt alls fjög- ur greni. Búið er að vinna tvö þeirra alveg, og hin að nokkru leyti. Nokkuð hefir borið á tófum hér, en um dýrbít ekki teljandi að ræða. Eitthvað mun þó hafa horf- ið af lömbum. Sauðburður er byrj aður. SA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.