Tíminn - 23.05.1957, Side 9
TÍMINN, fimmtudaginn 23. maí 1957.
9
MARTHA OSTENSO |
1 \ RÍKIR SUMAR r * 1
1 B | fau WM mm í- RAUÐÁRDAL
12
vagninn beið úti á veginum
á meðan. Hún sagði honum,
að sér hefði ekki orðið mik
ið um þetta.
Það var undarlegt, fannst
Ivari, að Kate Shaleem skyldi
ekki hafa minnzt á sína aö-
stoð við fæðinguna. Magdali
hafði þó sagt, að hún hefði
tekið barnið upp á fótunum
og hrist það, unz það rak upp
fyrsta hljóðið og lagt það
síðan á jörðina, meðan Mag-
dali batt fyrir naflastrenginn
og klippti hann síðan sund
ur. Siðan hafði stúlkan vafið
barnið innan í lín og ábreiður
sem þær höfðu meðferöis, en
Magdali sinnti móðurinni.
Svo gaf Magdali karlmönn-
unum við vagninn merki, og
þeir komu og báru konuna
inn í vagninn og ferðinni var
haldið áfram. En þetta haföi
valdið allmiklum töfum, sem
reyndi á þolinmæði þeirra, er
biðu vagnsins við stöðina.
Þessi óvenjulegi atburður
virtist sarnt ekki hafa raskað
hugarjafnvægi ungfrú Shal-
eem hið minnsta. Hún sat
sem fyrr við vagngluggann
og horfði dreymandi yfir land
ið, unz þau komu til Bur-
bank.
— Nei, líttu á Ivar, hrópaði
Magdali nú og benti á rjóð
ur í hæðardragi skammt frá,
þar sem trén vörpuðu löngum
kvöldskuggum. Myrkrið var
að skella á. — Þarna er fall-
egt bæjarstæði. Roal mundi
lítast vel á það.
Nafn Roalds Bratland, hins
ókvænta bróður Magdali, sem
hafði talað um að koma á eft
ir hingað, kom óþægilega við
Ivar. Mátti Roald ekki vel
una við vistina á búgarði
bróður hans í Wisconsin, þar
sem hann hafði fast starf?
Ivar hafði ekki haft neinar á
hyggjur af þessari fyrirætl
un Roalds fyrr en nú, er Mag
dali kom. Hún hafði ekki
minnzt á þessar fyrirætlanir
bróður síns í bréfum sínum
líklega af því að hún vissi vel,
að Ivar var lítið gefið um
þennan fummikla, aösjála
bróður hennar. Ivar gat þó
ekkert haft á móti því, að
hann næmi þarna land, því
að maðurinn var forsjáll og
duglegur og mundi áreiðan
lega verða nýíur bóndi í
þessu nýja landi.
— Við höfum nógan tíma
til að Jíta betur í kringum
okkur síðar, sagði hann glað
lega. — Landið hleypur ekki
frá okkur, Magdi.
— Nei, það hleypur ekki
frá okkur, Ivar en aðrir munu
koma aðvífandi til að nema
það, sagði hún á norsku og
yppti öxlum með óþolinmæði
votti, sem vakti hlátur hans
á ný.
Hann lagði handlegginn ut
an um hana með blíðu, nærri
því feiminn, og fann brjóst
hennar þrýstast að sér.
— Viö skulum ekki tala um
landið núna, elskan mín, sagði
hann lágmæltur. — Littu á,
þarna við pílviðarskóginn,
þar er húsið okkar .
Þótt myrkrið væri að skella
yfir, var nógu bjart til þess
að Magdali gat greint skugga
bjálkahúsanna, gripahússins
og íbúðarhússins.
Meðan Ivar var að hjálpa
henni niður úr vagninum og
þorði varla að draga andann
af ótta við fyrstu orð henn
ar um þennan bústað, horfði
Magdali yfir öxl hans ró
leg og svipbrigðalaus. Svo
stóö' hún kyrr um stund,
studdi annarri hendi á brjóst
sér, Ivari fannst hún allt í
einu minna á stúlkuna við
ána, sem einmitt hafði gert
hið sama. Þessar sekúndur
sem Magdali stóð þannig,
fannst Ivari hann vera lít
ill og hjálparvana drengur,
því að nú sá hann líka — með
augum Magdali annmarka
þessara frumstæðu híbýla, er
hann var farinn að kalla heim
ili. Allt erfiðið, sem hann
hafði lagt á sig viö þessa bygg
ingu, virtist á þessari stundu
unnið til einskis, meðan hann
stóð þarna og beið eftir dóm
inum.
Svo sneri hún sér allt í einu
hvatlega að honum, greip um
handlegg hans og rak upp
léttan, hljómmikinn hlátur.
Hann hafði aðeins tvisvar áð
ur heyrt hana hlægja svona.
Annað skiptið hafði verið á
tunglskinsbjörtu vetrarkvöldi
í Noregi, er jörðin var snævi
hulin, og hann hafði kysst
hana af óbeisluðum ástríðu-
hita. Þá hafði hún litið upp,
hlegið svona og sagt: — Þá
erum við trúlofuð, Ivar, og
við skulum gifta okkur sem
fyrst og fara til Ameríku.
Seinna skiptið hafði verið í
ofsaveðrinu á miðju Atlants
hafi, er hann hafði verið al
tekinn ótta um hana. Þá
hafði hún hlegið við og sagt:
— Ég væri fús til þess að fara
tíu svona brúðkaupsferðir til
þess að komast til Ameríku.
Það er land framtíðarinnar.
Ég vildi gifta mig og fara
þangaö. Mig langaði ekki til
að lifa lífinu sem pipar-
frænka barnanna hans Karst
ens bróður míns. Ég vil eiga
mörg börn sjálf — í Ameríku.
Þá hafði hann líka vitað, að
fyrsta barnið þeirra mundi
fæðast þar því að Magdali
var þegar vanfær.
Nú hló hún alveg eins. —
Er það svona sem maður byrj
ar hér, Ivar? sagði hún á
syngjandi norsku. — Jæja,
verra gæti það verið, og þetta
fer batnandi. Þú ert búinn
að gera öll ósköp, láttu það
ekki á big fá, þó að ég áttaði
mig ekki á þessu alveg strax
og væri svolítið undrandi.
Hún sló höndum um háls hon
um og kyssti hann innilega.
— Komdu nú, við skulum bera
börnin inn í húsið og siðan
farangurinn.
Þessi heimkoma Magdali
i var að vísu ekki alveg eins og
hann hafði dreymt um. Hann
hafði vonað, að börnunum
1 yrði leyft að sofa í vagnin-
um meðan hann og Magdali
stigju saman inn yfir þrösk
uld þessa nýja heimilis. En
hún vildi hafa það svona, og
þá var hann líka ánægður
með það, var aðeins svolítið
vandræðalegur og úrræöalaus.
— Bíddu þangað til ég er
búinn að kveikja á lampan
um, sagði hann. — Börnin
verða kanske myrkfælin, ef
þau vakna. Hann mælti á
norsku en var um leið viss
um, að Magdali mundi krefj
ast þess á morgun að þau töl
uðu ensku upp frá því.
Hann opnaði ytri hurðina
tók upp eldspýtnastokk og
kveikti með varúð á eldspýtu,
svo að engin færi til spillis,
því að eldspýtur voru dýrar
og torfengnar. Svo kveikti
hann á lampa, sem stóð á eik
arborðinu. Þetta var olíu-
lampi, ljósmeíið á hann var
að vísu of dýrt til hversdags
notkunar, en þetta var há
tíðisdagur í hans augum. Aðra
daga yrði að notast við hval
olíulampa, sem bar daufa
birtu og hætti til að ósa.
Lampinn varpaði björtu ljósi
á stofuna og tigrisliljurnar,
sem Ivar hafði týnt í stóran
vönd um morguninn og sett
í vatnsskál á borðinu. Þetta
var að vísu ekki mikil skreyt
ing, en Magdali mundi von
andi skilja, að hann hefði
viljað vel.
Þegar hann sneri út aftur,
mætti hann henni við dyrnar
með Magdis litlu í fanginu,
en hún hristi höfuðið. — Nei
nei, ég ber hana beint inn í
rúmið. Sæktu Karsten, hann
er vaknaður. Færðu mér svo
hrosshárstöskuna, þar eru
hrein nærföt á börnin. Ég
ætla að hátta þau strax.
— Ég þvoði rúmfötin í gær
sagði. Ivar vandræðalega.
— Uss, uss, ekki vekja
hana.
Ivar gekk hugsandi út að
vagninum, þar sem sonur
hans hékk hálfur út yfir hjól
in, var að reyna að komast
niður. Hann tók drenginn og
föðurgleðin gagntók hann á
samri stundu. Hann hló glað
lega og sagði: —^Jæja dreng
ur minn, þá erum við komin
heim. Við verðum áreiðanlega
góðir bændur, Karsten.
IV.
Það sem Ivar dáðist mest
að í fari Magdali, seint næsta
kvöld, er hann kom inn frá
því að mjólka kúna og sett-
ist að kvöldverði, sem gerð-
ur var af gómsætri súpu, nýj-
um kartöflum, plómum og
jaröarberjum, sem uxu í klös-
um á árbakkanum, var það
hve hún var fljót að gerbreyta
öllu í húsinu. Fyrir gluggun-
um blöktu nú hvít og falleg
gluggatjöld með kögri, og á
eikarborðinu var nú rauður
ullardúkur, skreyttur bláum,
gulum og grænum útsaumi.
Stór motta þakti miðhluta
gólfsins. Þarna voru Harð-
angursábreiður komnar á
rúm og fallegir svæflar og
púðar á bekki barnanna. Á
KALDIR
BÚÐINGAR
A ProJuct of Standard Brands Ltd„ Uverpool. 9.
Köldu ROYAL-búðingarnir eru Ijúf-
fengasti eftirmatur, sem völ er á.
Svo auðvelt er að matreiða þá, að elclci
þarf annað en hræra innihaldi pakk-
ans saman við kalda mjólk, og er búð-
ingurinn þá tilbúinn til framreiðslu.
Reynið ROYAL-búðingana, og þér
verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Enough for wm | D
4-6 helþings jg ^
—iiiiiwi wnnmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniinimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
= 9
I SAMKEPPNI
=
=
Póst- og símamálastjórnin hefir ákveðið að efna til |
I samkeppni um gerð frímerkja með mynd af íslenzkum i
| blómum, sem fyrirhugað er að gefa út á næsta ári, |
1 eða síðar. §
Hverjum þáttakanda er heimilt að senda allt að 4 |
1 tillögum, sem skulu sendar póst- og símamálastjórn- §
| inni fyrir 1. ágúst n. k. Tvenn verðlaun, að upphæð |
= kr. 1500,00 og kr. 1000,00 verða veitt fyrir tillögur, 1
1 sem taldar verða bezt hæfar fyrir fyrirhuguð frímerki. i
Frekari upplýsingar um samkeppni þessa eru veitt- |
Í ar á póstmálaskrifstofunni í Reykjavík.
Póst- og símamálastjórnin, 22. maí 1957. i
iiiiilillllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllliliiilllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiiiliilllllllllllllllllllllli
Tiiboð „Vor 1957“
Auglýsandi sá, er setti auglýsingu í blaðið í marz s.l. =
|
vinsamlegast vitji tilboða þeirra er borizt hafa merkt |
„Vor 1957“.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllll
W.VVV.V.VAV.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.VV.TJ
;■
;> Hjartans þakkir færum við öllum vinum og vanda- .;
> mönnum fyrir heimsóknir, skeyti, blórn, og margskonar I;
í gjafir á gullbrúðkaupsdegi okkar 18. maí síðastliðinn I;
í og gerðu okkur daginn ógleymanlegan. Sérstaklega I;
;■ þökkum við börnum okkar og barnabörnum og göml- I;
;■ um vinum og sveitungum fyrir höfðinglega vinagjöf og I;
:■ ijóð. j
Guð blessi ykkur öll ókomin æfiár.
Kristín og Ólafur frá Dröngum,
Skjólbraut 4.
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.
Kæra þökk fyrir auösýnda samúð við andlát og jarðarför móður
minnar,
Kristínar Sigurðardóttur
frá Bakka.
F. h. aðstandenda.
Þórður Loftsson.