Tíminn - 26.05.1957, Side 6

Tíminn - 26.05.1957, Side 6
6 T í MIN N, sunnudaginn 26. niaí 1957. Ötgefandl: FramsóknarflckkwrlMi Ritstjjórar: Haukur SnorrasM, Þórarinn Þórarinsawa (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við LindargQta Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og bUBamemi). Auglýsingar 82523, afgreiðila 2321 Prentsmiðjan Edda hl. StaSreyndirnar um lánstraustið MÁLGÖGN og talsmenn Sjálfstæöisflokksins leggja nú mjög stund á þann áróð- ur, að breytingarnar t banka kerfinu munu spilla láns- trausti þjóðarinnar út á við. Samkvæmt þessum röksemd um, á lánstraust íslendinga að hafa byggst á því, að Sjálf stæðismenn réðu yfir bönk- unum. Útlendir aðilar bæru þvílíkt traust til forustu- manna Sjálfstæðismanna, að það færi eftir pólitískum völdum þeirra í ríkisstjórn- inni og aðal bönkunum, hvort þeir tryðu íslending- um fyrir lánsfé eða ekki. Þegar menn bera fram fullyrðingar eins og þessar, er það ekki síst nauðsynlegt að geta bent á staðreyndir sér til stuðnings. Það láta talsmenn Sjálfstæðisflokks- ins hinsvegar alveg ógert. Hversvegna? SKÝRINGIN á því er ein föld. Staðreyndirnar eru þær, að fráfarandi stjórn, sem þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson sátu í, hafði hvergi lánstraust erlendis. Hún hafði haft menn í ferð- um til að útvega lán til Sogs - virkjunarinnar, en þeir höfðu allsstaðar fengið af- svar. Hún hafði reynt að fá lán í rafvæðingu dreifbýlis- ins og fleiri slíkar framkv., en hvergi úrlausn fengið. Hún hafði ekki getað fengið lán fyrir nema litlum hluta af stofnkostnaði sements- verksmiðjunnar. Og svona mætti lengi telja. Hvarvetna þar, sem hún reyndi fyrir sér, rakst hún á lokaðar dyr seinustu misserin, er hún sat að völdum. _______ SÍÐAN núverandi ríkis- stjórn kom til valda, hefur hinsvegar orðið veruleg breyting á þessu. Um áramót in seinustu tókst núv. ríkis- stjórn að fá 65 millj. kr. lán í Bandaríkjunum til þess að standa skil á lausaskuldum vegna rafvæðingar dreif- býlisins, Ræktunarsjóðs, Fisk veiðasjóðs o.s.frv. Síðan hef- ur tekizt að fá tvö lán í Bandaríkjunum til Sogs- virkjunarinnar; þau eru samtals að upphæð 118 millj. kr. Með þessum lántökum hefur mikið áunnist, þótt þörf sé fyrir meira lánsfé, ef nauðsynlegustu framkv. eiga ekki að stöðvast. ÞETTA, sem nú hefur verið rakið, sýnir það vissulega ekki, að lánstraust þjóðarinn ar sé bundið við það, að Sjálf stæðismenn séu í stjórn eða ráði bönkunum, nema síður sé. Einhverjir kunna kannski að álykta þannig, að for- sprakkar Sjálfstæðisfl. hafi af sinni alkunnu þjóðholl- ustu, lagt fram lið sitt til að greiða fyrir þessum lántök- um, þótt þeir séu farnir úr ríkisstjórninni. Þeir hafi metið meira að vinna fyrir þjóðina en að láta ríkis- stjórnina lenda í vandræð- um. En þessu er ekki að heilsa. Þvert á móti hafa for sprakkar Sjálfstæðisflokks- ins unnið að því, bæði leynt og ljóst, að hindra það að þessi lán fengist. Má því m.a. til sönnunar minna á grein- ina í „Wall Street Journal“, er Mbl. birti athugasemda- laust, þótt þar væri haft eftir „grömum“ leiðtoga Sjálfstæð isflokksins, að lán til íslands væri sama og að borga að- göngumiða kommúnista að ráðherrastólum. Þegar þann ig var talað opinberlega, má geta sér þess til, hvernig málflutningnum hafi verið hagað bak við tjöldin. ÞAÐ SEM hér hefur ver- ið rakið, nægir alveg til að sanna það, að lánstraust þjóðarinnar er ekki á neinn hátt undir því komið, að Sjálfstæðismenn séu valda- miklir í ríkisstjórn eða bönk unum, nema síður sé. Mest veltur hér á því, að þjóðin hafi þá stjórn á efnahags- málum sínum, að það skapi henni traust út á við. Ráð- stafanir núverandi ríkis- stjórnar hafa aukið láns- traust þjóðarinnar út á við, þvl þær bera von um fullan vilja til að koma efnahags- kerfinu á öruggan grundvöll. Með því að vinna gegn þess- um ráðstöfunum, er Sjálf- stæðisfl. því ekki aðeins að grafa grunninn undan fram leiðslunni, heldur einnig láns trausti þjóðarinnar út á við. Sannarlega ætti slík fram- koma hans að vera mönn- um aukin hvatning að draga úr áhrifum hans, svo að hann vinni þjóðinni sem minnst tjón með þessu fram ferði sínu. StjórnmálaumræSurnar EINS OG skýrt hefur verið frá, fara fram stjórn- málaumræður á Alþingi á mánudagskvöld og þtriðju- dagskvöld. Vafalaust mun verða fylgzt með þeim af mikilli athygli 0g þó ekki sízt því, sem stjórnarand- staðan hefur að segja um Jausn helztu vandamálanna. Þrátt fyrir lengsta þing, sem haldið hefur verið, hefur enn ekki bólað á neinum slíkum tillögum stjórnarandstæð- inga. Útvarpsumræðurnar eru því seinasta tækifæri hennar til að sýna, að hún hafi upp eitthvað annað að bjóða en ábyrgðarlausan á- róður og niðurrif. Gurtrtar Leístikow: HÖLLYWOOD tekur upp nýja stefnu í kvik- myndagerð tii mótvægis við sjónvarpið Nú eru listrænar kvikmyndir efst á dagskrá en íburðarmikill hégómi að hverfa Fyrir tveimur árum var mest nýjabrum á sjónvarpinu í Banda- ríkjunum, og aðsókn að kvikmynda húsum minnkaði um 40%, fólk kaus heldur að sitja heima í dag- stofunni sinni framan við sjón- varpstækið en sitja í myrkum söl- um kvikmyndahúsanna. Þá gat alls staðar að líta stórar auglýsingar um það, að amerískar kvikmyndir yrðu stöðugt betri og betri. Það var hreinasta kjaftæði. Aftur á móti hefði mátt segja að myndirnar yrðu stöðugt bigger and bigger, ekki better and better. Þetta var blómaskeið „supercolos- sal“ og „cinemascope" kvikmynd- anna. Eitthvað óvenjulegt þurfti að vera á boðstólum til að heilla fölk frá sjónvarpstækjunum, eitt- hvað, sem sjónvarpið stóðst engan samanburð við: stórfenglegar fjöldasýningar á risavöxnum sýn- ingartjöldum, landslagsmyndir teknar úr flugvélum, skínandi lit- ir .... bigger and bigger. Nú eru stóryrðin um vaxandi á- gæti kvikmyndanna löngu horfin af auglýsingunum. En í dag væru 'slíkar auglýsingar heldur ekki jafnfjarstæðar og fyrir tveimur ár- um, því að Hollywood-kvikmyndirn ar verða nú betri með hverjum degi. Nú eru hvað eftir annað frumsýndar kvikmyndir, sem hafa listrærit gildi til að bera; fyrir fá- um árum síðan voru slíikir atburð- ir fátíðir eða óhugsandi. Þessar myndir fjalla um raunveruleg vandamál einstaklings og þjóðfé- lags, segja frá lifandi fólki en ekki póleruðum glanshetjum; happy end er ekki ófrávíkjanlegt skilyrði, og oft og tíðum er ekkert hirt um sexappeal. bein afleiðing þess að gamla að- ferðin brást vegna tilkomu sjón- varpsins. í gamla daga, þegar Hollywood var gullnáma og mynd- irnar þaðan listsnauður hégómi, voru kvikmyndir unnar eftir res- epti. Svo og svo margir metrar af kossum, svo og svo mikið af kven- legum yndisþokka, dyggðugar hetj ur og fúlir skúrkar, fylgispekt við verstu hleypidóma almennings — og auðvitað alltaf happy end. Þessi vinnubrögð gengu agæt- lega meðan það var fastur vani al- mennings að fara í bíó einu sinni eða tvisvar í viku. Fólki var í raun inni alveg sama hvað það sá, bara ef það fékk sína tveggja tíma) dægrastyttingu. En þetta gekkj ekki lengur eftir að sjónvarpið | kom til sögunnar og tók við því hlutverki að fullnægja hinum bág-1 borna smekk almennings. Enginn nennti á bíó þegar hægt var að fá sömu skemmtan heima, sitja við, sjónvarpstækið með glas í hendi í stað þess að kúldrast i þéttsetnum sal. Af þessu leiddi kreppu í Hollv- wood. Brúttótekjurnar minnkuðu um 40% á einu ári, og þessi 40% höfðu einmitt verið undirstaðan að hinum ævintýralega gróða kvik myndafélaganna. Eitthvað sérstakt varð að gera til að heilla fólk aft- ur í kvikmyndahúsin, og fram- leiðslukostnaðurinn varð að lækka. í fyrstu örvæntingunni var gripið til alls kyns tæknilegra ráða, lit- mynda, cinemascope, vista-vision, super-colossal. Jafnframt voru laun kvikmyndastjarna og leik- stjóra miskunnarlaust skorin nið- ur um helming. En fólk vandist hinum nýju tæknibrögðum fljótlega, áhuginn rénaði og aftur sótti í sama horfið með aðsóknina. Þá gerði Hoily- wood nýja og merkilega uppgötv- un: það tjáði ekki lengui að reyna að framleiða rnyndir, sem áttu að falla öllum í geð, nú var svo kom- ið, að þessar myndir féllu engum í geð. Það var vonlaust aö reyna að heiila almenning burt frá sjón- varpstækjunum, í stað þess urðu kvikmyndirnar að vinna sér aðra áhorfendur, áhorfendur, sem sjón- varoið freistaði ekki hið minnsta. Nýtt fólk Menn komust að raun um, að það var tvenns konar fölk, sem ein- hver slægur var í: annars vegar unga fólkið og hins vegar sá minnihluti, sem áður hafði verið í litlum hávegum hafður, nefnilega' það fólk, sem meiri áherzlu lagði' á listrænt gildi en sexappeal. Það er tiltölulega auðvelt að ná til æskunnar. Ungu piltarnir eru því- fegnastir að geta komizt að heiman og farið í bíó með stúlk- unni sinni, en helzt vill unga fólk- ið líka fá aðra vöru framreidda en sézt á sjónvarpsskífunni daglega, kannske rock’n—roll, kannske dans- og dægurlagamyndir. Erfið- ara er að fullnægja þeim, sem gera listrænar kröfur til kvikmynd- anna, en á hinn bóginn kostar það ekki mikið. Hinar nýju kvikmynd- ir, sem hér hefir verið lýst, eru ó- dýrar í framleiðslu, og ekki þarf að sýna þær líkt því jafn víða og mikið og hinar gömlu Hollywood- myndir til að þær skili ágóða. Að nokkru leyti renna þessar tvær tegundir kvikmyndahúsa- gesta saman. Ungt fólk hefir ævin lega áhuga á vandamálum æskunn- ar, og þeim mun frémúr,' ef ■ fjall- að er heiðarlega óg alvarlega um efnið. Slíkar myndir eru oftast (Framhald á 8. síðu.) mvsrorAN Nokkrar nýjar kvikmyndir Þegar þessar línur eru skrifað- ar, eru ekki færri en fimm kvik- myndir af þessu tagi sýndar á Bro- adway: The Wrong Man er cftir Hitchcock, en í þetta skpiti er eng an veginn um venjulega hroli- vekju að ræða; myndin er byggð á atburðum, sem raunverulega hafa átt sér Stað. Maður er ákærður fyr ir glæp, sem hann hefir ekki fram- ið, og réttarofsóknin bitnar á heilli fjölskyldu. The Strange Man segir frá liðs- foringjaskóla, þar sem furðulegt skipulag verður til að ala upp sadist-skan og masokistiskan anda meðal nemendanna. Twelve Angry Men segir frá kviðdómendum, sem ekki geta komið sér saman um úrskurð í morðmáli. The Bachelor Party fjallar um vandamál nokk- urra miðstéttarmanna amerískra. The Young Stranger lýsir því, hvernig ungur piltur leiðist út á afbrotabrautina vegna andstöðu við föður sinn og fjölskyldu. Þessar myndir og aðrar slíkar eiga það sameiginlegt að þær snú- ast allar um hversdagsvandamál Ameríku nútímans á raunsæjan hátt. Þær bera allar mark hlífðar- lausrar hreinskilni, þær eru allar sprottnar af nánu samstarfi texta- höfundar og leikstjóra, og þær eru gerðar með sem allra minnstum tilkostnaði — þ. e. a. s. þær kosta minna en hálfa milljón dollara hver. Þess vegna er öllum dýrum áhrifamiðlum hafnað fyrirfram, engar rándýrar „stjörnur“ ráðnar til leiks. Sumar eru meira að segja ekki gerðar í kvikmynda- stöðvum; þannig eru Twelve Angry Men og The Bachelor Party til dæmis teknar á stöðunum, þar sem sagan fer fram og hvergi annars staðar. Næstum allar þessar myrd- ir eru gerðar af nýjum litlum kvik myndafélögum með fjárstyrk frá stóru félögunum, sem einnig taka að sér dreifinguna. •— Baráttan um almenning Þessi nýja kvikmyndagerð er íþróttakeppni leikara og blaðamanna. í DAG MUN dálítið sérstakur „íþróttaviðburður" fara fram á íþróttavellinum í Reykjavík, en það er íþróttakeppni leikara og blaðamanna. Mun hún verða hin fjölþættasta, svo sem knatt- spyrna, lyftingar, reiptog blaða- manna og leikkvenna, boðhlaup, pokahlaup og á milli íþróttaat- burða nokkur stutt skemmtiat- riði. Það er varla að efa, að fjöl- mennt verður á vellinum í dag, ef ekki verður úrhellisrigning. Byggingar við Hálogaland. BAÐSTOFUNNI hefir borizt eft- irfarandi bréf frá manni, sem fylgzt hefir nokkuð með húsbygg- ingum í Hálogalandshverfi. Bréf- ið hljóðar svo: „Föstudaginn 17. maí las ég í Vísi greinarstúf, sem mér þótti hinn athyglisverðasti, einkum vegna þess, að þar var fjallað um mál, sem ég er nokkuð kunnug- ur. í Vísis-greininni er rætt um byggingaframkvæmdir í Háloga- landshverfi. Þar segir svo m. a.: „Ég kom þar sem verið var að undirbúa mikla blokk. f öðrum enda grunnsins var dýpi mikið og „sundlaug" í botninum. Ein- hverjir höfðu orð á því við mig, að óþarfi væri að snara holtin, nóg væri af þeim á íslandi Ég færði mig ofar í holtið. Þar var hávaði mikill, loftoressur, jarðborar og ýtur í gangi svo glumdi í öllu, og heill hópur af ragnandi mönnum, sem veifuðu höndunum í hugaræsingi .... Þar voru áhyggjurnar ekki út af því, hve djúpt þyrfti að grafa í aur og leðju, lieldur af því að byggingarnefnd fyrirskipaði að sprengja húsin ofan í klöppina. .... Fróðlegt væri að fá skýr- ingar á því fyrirbrigði, sem hver maður getur séð þarna inn frá, að sums staðar eru menn látnir sprengja 2—3 metra niður í klöppina fvrir húsunum. Ég verð að taka undir með þessum mönn- um, hvort ekki sé völ á hæfari mönnum til þess að vera ráðgef- andi um byggingar.“ Bragð er að þá barnið finnur. ÞETTA SAGÐI greinarhöfundur, ónafngreindur í Vísi, og bragð er að þá barnið finnur. Ég kom þarna inn eftir líka og gaf mig á tal við byggingamann, sem þar var staddur, og ég þekki lítils- háttar. Hann benti í áttina til „Snobbhill" og sagði: Ef reglur, sem þeir segja að eigi að gilda hér, hefðu gilt hjá höfðingjunum þarna ,þá hefðu þeir þurft litlar áhyggjur að hafa af gluggunum hjá sér, nema þakgluggunum, því að þakið hefði lagzt á jörð- ina, veggirnir hefðu farið ofan í jörðina. Ég fór að hlæja en hann rök- studdi mál sitt án nokkurra útúr- snúninga. Mér finnst endirinn á grein Vísis sérstaklega eftirtekt- arverður. Væri ekki athugandi fyrir háttvirta kjósendur að fara að ráðum Vísis og fara að líta í kringum sig eftir hæfari mönn- um til þess að taka að sér stjórn á málefnum bæjarins? Það fer að styttast þangað til tækifæri býðst til skiptanna. Menn ættu að gefa gaum heiínskunni og þvergirð- ingshættinum, sem við blasir víða, og þarna svo augljóslega, að jafnvel Vísir getur ekki orða bundist. — Áhorfandi að hús- byggingum". Þetta er bréf áliorfandans. Ilonum hefir auðsjáanlega þótt grein Vísis athyglisverð og þá ekki sízt spurninig blaðsins um það, hvort við séum í raun og veru svo illa á vegi staddir, að eiga ekki hæfari menn til að stjórna málefnum bæjarins, og þvi umhugsunarefni vill hann skjóta að fleirum — að gefnu til- efni. — Hárbarður, ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.