Tíminn - 26.05.1957, Side 8

Tíminn - 26.05.1957, Side 8
8 Þeir lækna s (Framhald af 5. síðu). gengur upp stiga. Hún er oroin þreytt, þegar hún er rétt byrjuð á heimilisstörfunum. Öklarnir geta bólgnað. Þegar veikin áger- ist, verður þrýstingurinn til baka í lungnaslagæðinni, sem liggur frá lungum og inn í hjartað, svo mik- ill, að blóð getur síazt inn í loft- blöðrur lungnanna. Þetta kalla læknar pulmonary edema eða blóð sókn til lungnanna. Sjúkdómurinn lýsir sér oft þannig, að sjúkling- urinn fær alvarlegt kast — hann tekur andköf, verður móður og hóstar upp blóði. Oft er það, að óvenjuleg líkamleg eða andleg á- reynsla veldur þessum hræðilegu köstum. Áður en læknirinn ákveður, hvort gera skuli uppskurð á sjúk lingnum, er hann sendur í ná- kvæma rannsókn til þess að ganga úr skugga um, að sjúkdómurinn sé á því stigi, að miklir möguleik ar séu á því, að hægt sé að lækna hann. Þá er fyrst tekin röntgen- mynd og síðan rafeindaafrit af hjartanu. Því næst er í mörgum tilfellum sett smágerð nlastþvag- pípa inn í hjartað eftir blóðæðum í handlegg eða gegnum hola nál í baki til þess að mæla þrýsting- inn báðum megin við hina sködd- uðu hjartaloku. Áhöld, sem mæla þrýstinginn, gefa síðan nokkurn veginn nákvæmlega upp, hvert stælrð lokuopsins er. Auk aðal- skurðlæknis eru viðstaddir skurð- aðgerðina þrír aðrir skurðlæknar, tveir svæfingalæknar og þrjár út- lærðar hjúkrunarkonur. Dr. Harken hefir uppskurðinn á því að marka skurðlínuna; hann dregur langa bogadregna línu frá bringunni að framan, kringum og undir vinstra brjóst og vinstra herðablað. Því næst sker hann með snörum og ákveðnum hreyfingum gegnum skinnið, fitulagið og vöðv ann, en aðstoðarmenn hans binda jafnóðum um og stöðva blóðið, þar sem það vætlar út. Hjartaaðgerð Skurðlæknarnir komast beint að hjartanu með því að ýta lungun- um til hliðar, kljúfa gollurshúsið, sem er utanum hjartað, og halda því opnu með sáraklemmum. Nú sést hjartað greinilega, bleikt á lit, gljáandi og lyftist og sígur af reglubundnum hjartaslögunum. Þá rannsakar dr. Harken hjartað og stóru blóðæðarnar, sem liggja út frá því. Hann fer að öllu var- lega og gætir þess að hreyfa ekki hjartað úr eðlilegri stöðu þess. Til þess að ryðja sér braut inn i' hjartað og rannsaka það og gera uppskurð á hjartalokunni, verður skurðlæknirinn að fara með vísi- fingur gegnum nokkurs konar for- dyri, sem á læknamáli nefnist app éndage, en það er þunnt vöðva- typpi efst í vinstra forhólfi. Þá er fyrst hafinn undirbúningur að þeirri úrslitaathöfn, þegar lækn- írinn fer með vísifingur inn í hjartað. Hann er fólginn í því, að þetta vöðvatyppi — appendage — er klemmt saman neðst með tveimur bogadregnum klemmum. Því næst er gert fingurbreitt op efst á vöðvatyppinu og þráður dreginn kringum það. Þegar svo dr. Harken rennir vísifingri gegn- um opið, toga aðstoðarmenn hans í þráðinn, þannig að opið lokast, þétt að fingrinum, og losa síðan émám saman um klemmurnar neðst á vöðvatyppinu. Með því að toga þannig í þráðinn, sem dreg- Inn er umhverfis opið, er komið í veg fyrir, að blóð seitli út með fingrinum, og skurðlæknirinn get tir rannsakað hjartaopið með fing- úrgómnum. Það kemur fyrir, þótt sjaldgæft sé, að hjartað stöðvast, meðan á iippskurðinum stendur. Ef svo fer, leggur læknirinn hendurnar í skyndi á hjartað og tekur til við að þrýsta á það og dælir þannig með handafli blóðinu út um lík- amann, í líkingu við slög hjart- ans. Svo getur farið, að hann verði að halda þessu áfram í heila klukkustund eða lengur, áður en ósýnileg stjórnarmiðstöð, sem kall ast „pacemaker“, tekur til starfa á ný. Þá má líka nota rafmagns- hjartadælu, sem dr. Paul M. Zoll frá Boston hefir fundið upp, en júk hjörtu þó mun ekkert gefa betri árang- ur í svona tilfelli en mannshönd- in. í mörgum tilfellum tekst skurð- lækninum að vikka út op hjarta- lokanna með fingrinum einum. Dr. Harken framkvæmir slíka aðgerð þannig, að hann opnar fyrst hluta af hjartaopinu með fingrinum, en notar síðan sérstaka gerð af hníf til þess að ljúka verkinu. Hnífur þessi hefir þunnt, sveigjanlegt blað, fjórðung úr þumli á breidd, eggin er bylgjótt, en skaftið slétt. Það er ekki alltaf sem hjarta- skurðaðgerðir ganga árekstralaust fyrir sig. í mörgum tilfellum hefir kalk setzt á brúnir hjartalokanna. Verður þá að viðhafa fyllstu var- úð, ella gætu kalkbrot losnað, runn ið út úr hjartanu og inn í æðar, sem flytja blóð til heilans. Þar geta þau orsakað blóðtappa og skammvinna eða jafnvel ævarandi lömun. Þegar skurðlæknirinn finn ur fyrir því með fingrinum, að kölkun hefir átt sér slað, gefur hann aðstoðarmönnum sínum fyrir mæli um að „loka fyrir aðalslag- æðina“ þegar í stað. Með því að loka henni í örfáar sekúndur, er venjulega hægt að beina kalk- rennslinu inn í aðrar æðar, þar sem slík hætta er ekki fyrir hendi. Mitral-leki heitir önnur tegund hjartabilunar, sem læknuð er með uppskurði. Þá leggjast hjartalok- urnar ekki nógu þétt aftur og mik ið af blóðinu rennur meðfram þeim til baka við hvert hjartaslag — þ. e. úr afturhólfi inn í for- hólf. — Sjúklingurinn þjáist af kraftleysi, hann getur varla geng- ið hjálparlaust og er við rúmið, en samtímis koma í ljós ýmis ein- kenni lungnasjúkdóma. Dr. Harken framkvæmir slíkan hjartauppskurð á þann hátt, að hann tekur plasttappa, í laginu eins og mjó flaska og tveir þum- lungar að lengd, og festir hann lá- rétt í opinu. Hjartalokurnar, scm áður lögðust ekki nógu þétt aft- ur, lokast nú um þetta „flöskulok", og þannig er komið í veg fyrir, að blóðið renni til baka úr aftur- hólfi í forhólf, sem er mjög hættu legt. Dr. Bailey frá Fíladelfíu notaði svipaða aðferð til þess að Iækna mitral-leka. í stað þess að nota plast, skar hann smástykki úr geislunga og þakti það með ræmu sem skorin var af gollurshúsinu. Hann notaði þessa aðferð ekki að- eins við uppskurð á mitral-Iokun- um, heldur einnig á tricuspid — sem er samsvarandi loka í hægra helmingi hiartans — og á lokunni við hjartaslagæðina. Ekki ánægðir með árangurinn Samt sem áður eru hvorki dr. Bailey né dr. Harken ánægðir með þann árangur sem þeir hafa náð með þessum , aðferðum. Til þess að komast að betri árangri hafa þeir og aðrir skurðlæknar gert sér mikið far um að rannsaka líf- fræðilega byggingu hjartalokanna og komizt m. a. að þeirri niður- stöðu, að vissir hlutar þeirra geta ekki lokazt nógu vel, sökum þess að hið trefjótta hringop eða und- irstaða lokanna, sem blöðkurnar vaxa út úr, hafa tognað og þanizt út. Með öðrum orðum, opið er svo vítt, að blöðkurnar ná ekki saman fyrir miðjunni til þess að loka því. Dr. Glover og dr. Julio C. Davila við Presbyterian-sjúkra- húsið í Fíladelfíu gerðu tilraun til þess að minnka hið útþanda mitr- al-op með því að draga þráð gegn- um það og herða síðan á honum, þangað til lokurnar féllu vel sam- an. Dr. Henry T. Nichols, sem var skólabróðir dr. Bailey í læknaskól anum og samstarfsmaður hans við Hahnemansjúkrahúsið, hefir kom- ið fram með nýjustu aðferðina við að minnka mitral-op. f stað þess að draga þráð umhverfis allt op- ið, þrýstir hann því saman á tveim stöðum, sitt hvorum megin ops- ins, og saumar svo með sterkum nælonþræði nokkur spor til beggja hliða. Þessari aðferð má líkja við það, er víð hnappagöt eru minnk- uð með því að sauma nokkur spor báðum megin þess. Eins og sagt var í upphafi þess- arar greinar, er varla til sú teg- und hjartabilunar, sem hjarta- skurðlæknar nú á dögum geta ekki læknað. Iljartasjúkdómar eru 1 auðvitað misjafnlega erfiðir við-! fangs, en einna erfiðast er að lækna bilun á opunum við hjarta- slagæðina. í gegnum það rennur blóðið af fullum krafti út úr hinu 1 aflmikla vinstra afturhólfi í upp-! hafi hringrásarinnar út um líkam-! ann. Hérna rennur blóðið hraðar J og blóðþrýstingurinn er meiri held 1 ur en annars staðar í líkamanum. | Skurðlæknirinn getur ekk: rekið finguiinn i gegnum örliíla rifu í slagæðinni áa þess að eiga það á iiættu, að líf»i;ættuleg og óstöðv- andi blæðing eig sér sta) ííér er hcldur ekkerl hentugt vöðva- t-’ppj — app age — eins og í jorhólfi hjartans, sem hægt er að nota sem eins l;r>iihr forlyri Skurð j-rknar hafa bó íeyst þetia vanda- r.’iál með því að sauma nokkurs k.. ar appendage eða fortíyri vjg slagæðina. Með tessu móti er ó- hætt að fara með fingur eða skurðhníf inn í slagæðina, þegar gerður er aortis-stenosis uppskurð- ur. Dr. Bailey kýs helzt að nota í slíkt fordyri hluta úr gollurshús- inu, sem tekinn hefir verið við krufningu og geymdur í frysti. Annað vandamál, sem erfitt er að leysa, er leki meðfram slagæða lokum, sem stafar af því að þær lokast ekki nógu þétt. Plastkúlu- lokan, sem dr. Charles A. Hufnag-* el frá Washington fann upp, er ein lausn á þessu vandamáli, en það er margt, sem mælir á móti því, að hún sé notuð, og stöðugt er verið að reyna nýjar aðferðir. Skurðaðgerðir utan á hjartanu Þar eð þessi grein hefir ein- göngu fjallað um aðgerðir inn- vortis í hjartanu, hefir ekkert ver- ið minnzt á skurðaðgerðir utan á hjartanu, sem miða að því að auka blóðsóknina til hjartavöðva, þegar sjúkdómur í hjartaæðunum veldur blóðskorti þar. Undanfarin 20 ár hafa læknar staðið óslitið fyrir rannsóknum og tilraunum með lækningu á hinum ýmsu hjartasjúkdómum, og er þar fremstan að telja dr. Claude S. Beck frá Cleveland. Framfarir á þessu sviði hafa verið ótrúlega miklar hin síðustu ár, og ástæða er til að vona, að öruggar aðferð- ir verði fundnar til þess að lækna jafnvel illkynjuðustu hiartabilan- ir. Hjartaskurðlæknar bíða einnig með óþreyju þess tíma, er þeir þurfa ekki lengur að byggja marg ar þær skurðaðgerðir, sem þeir gera innan í hjartanu, á tilfinn- ingarnæmi vísifingurs án þess að geta séð, hvað þeir eru að gera. Vonir standa til, að svo geti orð- ið, þegar teknar verða í notkun við uppskurði hjarta- og lungna- vélar, sem eiga að geta tekið við starfi hjarta og lungna um stund, en nú er verið að gera tilraunir með notkun slíkra véla. Á meðan blóði sjúklingsins er veitt í gegn- um slíka vél, sem dælir því áfram og gefur því súrefni, getur skurð- læknirinn framkvæmt aðgerðina í opnu og þurru '•hjarta í eina klukkustund eða svo, vegna þess að nú rennur blóðið ekki í gegn- um það. Við slíkar aðstæður verða möguleikarnir á því að lækna hjartabilanir næstum óendanlegir. Hollywood (Framhald af 6. síðu). einnig dramatískar og spennandi, enda hafa margar góðar myndir um unga afbrotamenn og önnur skyld efni hlotið hinar beztu við- tökur, og ungir leikarar eins og Marlon Brando eða James Dean hlotið mikla hylli. Hin listræna kvikmyndagerð, sem nú er að vinna fullnaðarsigur í Hollywood á sér athyglisverða forsögu. Stóru kvikmyndafélögin hafa lengi haft þann sið að gera eina verulega góða mynd á ári. Þetta var ekki gert í fjárafla- skyni, því að á þeirri tíð syntu kyikmyndáframleiðendur í milljón um og aftur milljónum. Ástæðan var einfaldlega sú, að með ein- hverju móti þurfti að halda aftur af befctu leikstjórunum og leikur- unum, sem voru að örvinglazt yfir því, að þurfa stöðugt að sóa hæfi- leikum sínum í þrautómeikilegan hégóma. T í MIN N, sunnudaginn 261' ináí TT)57. (REYPLAST-EINANGRUN I 1 Einargrun búin til úr plastefnum hefir nú rutt sér mjög | | til rúms sökum ótvíræðra kosta fram yfir önnur ein- | | angrunarefni. | REYPLAST 1 hefir mun meira einangrunargildi en flest i 1 önnur einangrunarefni, sem hingað til hafa i | verið notuð. | REYPLAST | i tekur nálega ekkert vatn í sig og heldur ein- =j | angrunargildi sínu, þó svo að raki eða vatn i | komist að því. j REYPLAST | 1 fúnar ekki né tærist, og inniheldur enga nær- = I ingu fyrir skoráýr eða bakteríugróður. | REYPLAST | er léttast einangrunarefni og hefir mestan j§ Í styrkleika miðað við þyngd sína. | REYPLAST | 1 er hreinlegt, auðvelt og ódýrt í uppsetningu. j§ | Það má líma á steinveggi með steinsteypu og i | múrhúðast án þess að nota vírnet. 1 | REYPLAST | er venjulega til í mörgum þykktum og hægt = er að framleiða það af mismunandi styrk- § | leika eftir ósk kaupenda. i | REYPLAST | hefir það mikið einangrunargildi fram yfir § | önnur einangrunarefni, að þar sem þörf er i i fyrir mjög mikla einangrun, svo sem í frysti- 1 | húsum, kæliklefum og víðar, má komast af i með verulega þynnri einangrun og vinnst | | þannig aukið rúm. | | REYPLAST-EINANGRUNARPLÖTUR eru framleiddar | | af REYPLAST. | I Söluumboð i = = | J. Þorláksson & Norðmann ( 1 Bankastræti 11. — Skúlagötu 30. jituuiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiniiiw = =r | TRÉSMIÐIR TRÉSMIÐIR | | Trésmiðafélag Reykjavíkur j = heldur félagsfund í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu §§ 1 mánudaginn 27. maí kl. 8,30 e. h. i 1 Dagskrá: 1 | Samningarnir. i Í Stjórnin. j§ ÍiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmmiiiimiiiiiiiimnmTmimiiiimiiiiri Fylgist með tímanum. Kaupið Tímann aiHummmiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiimn.mmimiiiiiiiiimiiiiimmmiimiiiiiiiiiiimiimmimDna Þá gerðist það, að ein þessara vönduðu — en ódýru — kvik- mynda, From Here to Eternity frá Columbia, hlaut hreina metaðsókn, miklar vinsældir og afbragðs dóma — og það meðan kreppan var sem hatrömust í Hollywood. Sama sag- an gerðist með aðrar kvikmyndir, sem voru svipaðar undantekningar frá hinni venjulegu framleiðslu, On the Waterfront og Marty. Þarna fengu framleiðendur dálíciö að hugsa um. Og árangurinn af þeim heilabrotum varð sá, að Hol- lywood tók upp nýja stefnu, er í rauninni engin Hollywood lengur, að minnsta kosti ekki í hinum gamla skilningi þess orðs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.