Tíminn - 08.06.1957, Qupperneq 4

Tíminn - 08.06.1957, Qupperneq 4
4 Byggingu hinnar nýju Neskirkju tel ég vera eitt mesta afrek, sem unniS hefir verið í bvggingarlist á landi voru. Þessi skoðun mín veld ur því að ég finn mig knúinn til að rita þessar línur. Mér virðist og að verkið og höfundurinn hafi ekki notið þeirrar viðurkenningar í um- sögnum blaða, sem vert hefði ver- ið. Ef til vill er engu síður mikils- vert að gæta þess að viðurkenna það, sem vel er gert — en að álasa því sem miður fer í þjóðlífi voru, þó einnig það hafi sitt ótvíræða gildi. Tómlæti blaða um verkið og höfundinn hefir jafnvel gengið svo langt að á stundum þegar hafa ver- iö birtar myndir af hinni glæsilegu og frumlegu byggingu, þá hefir alis ekki verið getið um höfundinn en aftur á móti ekki gleymzt að geta þess hver tók ljósmyndina. Það fyrsta sem hreif mig, þegar ég kynntist uppdrætti að kirkjunni og iikonum af lienni, var hin sér- Siiooa legurö hennar í línum og fomu mo ytra. bjaiít í'ormiö tel eg aö se svo íagurt og frumlegt aö þao se serstaKrar aödaunar vert. Eg neíi Kynnt mér, að aðalatriði íonnsins eru írumleg, (meðal ann- arj mó nsandi kirkjuskip í þessari áicveonu iogunj. neiunuunnn brýtur af sér áhrií eldri forma og vana bundinnar hefðar og semur verk sitt fyrst og fremst með það fyrir augum að láta bygginguna þjóna tilgangi sínum, en jafnframt tekst honum að steypa stakki hinnar listrænu fegurðar yfir það form, sem til- gangurinn krafðist. Að sjálfsögðu má segja, að slík- ur dómur þess, er þetta ritar, hafi ekki mikið gildi, því erfitt er um rökstuðning fyrir slíkum dómi. Lát um svo vera. Eg bæti aðeins við liann þeirri sþá minni að í fram- tíðinni muni ekki fáir menn sem ■koma til vors litla höfuðstaðar fr>á (iðrum löndum líta á þetta afrek íslenzkrar byggingarlistar, sem eitt þao athyglisverðasta, sem hér sé að sjá. Og ég spái því, að verk þetta muni nægja til að halda nafni höfundarins á lofti um ó- komnar aldir, éftir að nöfn flestra þeirra, sem nú lifa, eru gleymd. Það er líka sérstakt gleðiefni og ber gott vitni menningu íslend- inga um miðja 20. öld, að þegar uppdráttur kirkjunnar kom fyrst fram, svo óvenjulegur og frumleg- ur sem hann var í nafnlausri sam- keppni, þá skyldu ekki færri en 7 dómnefndarmenn allir verða sam- mála um að veita 1. verðlaun fyrir hann og byggja eftir honum. Eg tei skylt að geta hér hverjir voru í þessari dómnefnd og ætti samtíð og framtíð að vera þeirn þakklát fyrir smekkvísi þeirra og skilning á hinu nýstálega og óvenjulega. verki. f dómnefndinni voru þessir msnn. Dr. Aiexander Jóhannesson, þá- verandi háskólarektor, sem var for maður nefndarinnar. Séra Jón Thorarensen, sóknarprestur. Sigur jón Pétursson forstjóri í Ræsi, þá- verandi safnaðarfulltrúi. Sigurður Jónsson skólastjóri, þáverandi sóknarnefndarformaður. Björn Ól- afsson í Mýrarbúsum. Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt og Halldór Jónsson arkitekt, en tveir hinir síð astnefndu störfuðu í nefndinni sem sérfróðir menn um byggingarlist. Eg skal ekki fara mörgum orð- um um að lýsa sjálfri kirkjunni ið innra, en vil aðeins láta þess get- ið, að mér virðist að hún þjóni hlutverki sínu miklum mun betur cn nokkurt annað kirkjuhús, sem ég hefi kynnzt, og virðist mér að höfundínum hafi tekist mjög vel það sem hann ætlaði sér. Hljóm- burðurinn er sérlega góður, þannig að t. d. heyrist betur talað orð frá kór kirkjunnar og prédikunarstóli á fremstu bekkjum kirkjusalsins heidur en innarlega í sumum leik- húsum, sem þó þykja sæmileg. Lýs ingin er mild og einkar þægileg. Útiit kirkjunnar hið innra tel ég einnig mjög smekklegt. Um þessi atriði er annars rétt að vitna í orð arkitektanna, sem fyrr var getið, en þeir sömdu sérstaka áiitsgerð um uppdráttinn. Þar segir: „Fyrirkomulag og form skips á- T f MIN N, laugardaginn 8. júní 1957. V Nesk rkja. Kristján Friðriksson Veskirkja o gætt og samband þess við kór. Upp bygging skipsins og hinn hái kór gefa kirkjusalnum tignarlegan svip. Lýsing í kirkju og kór með ágætum. Höfundi hefir tekist að koma söngpalli fyrir í kór á dekora tivan og áhrifaríban hátt og sam- eina þannig iiina tvo höfuðþætti guðsþjónustunnar án þess þó að at hyglin sé dregin fná aitarinu, sem aðalatriði í kirkjunni. Konstruktion kirkjunnar mjög greinileg og um ieið dekora- tiv. Einn aðaltilgangur höfundar í uppbyggingu kirkjunnar virðist vera að skapa góð hljómskilyrði, þannig að bæði tal og söngur fái notið sín. Höfundi hefir tekizt. þetta óvenjuv'el. Ytra útlit er ífullu samræmi við innra form kirkjunnar. Með hinu stígandi skipi og háa kór, sem að torginu, virðist hafandi hafa tek izt vel að gefa kirkjunni hreinan og fastan svip.“ Þannig fóru-st arkitektunum orð. Eins og áður se.gir var dr. Alex- ander Jóhannesson form. fyrstu byggingarnefndar Neskirkju. Með því að mér er kunnugt um hans mikla og góða báftt í byggingarsögu kirkjunnar, auk þess sem hann er kunnur að því að vera mjög vel að sér um byggingarlist síðari tíma, fór ég á fund hans og ræddi við hann um Neskirkju og aðdragand- ann að byggingu hennar. Hann sagði m. a. Alexander Jóhannesson, prófessor Það var fyrir tilmæli Sigurgeirs biskups að ég tók að mér að vera formaður byggingarnefndar Nes- kirkju. Það mun hafa verið um 1943. Byggingarnefndin hafði sam- vinnu við sóknarnefnd. Samþykkt var að hafa samkeppni um tillögu- uppdrátt að kirkjnnni. Tíu upp- drættir bárust. Eg lét hafa sýningu á uppdráttunum, svo mönnum gæf ist kostur á að kynnast hinum framkomnu tiilögum. Höf. uppdráttarins að Nesktrkju, Ágúst Pálsson, arkitekt Uppdrættirnir voru ailir auð-j kenndir, en ekki vitað um nöfn höfundanna, og þannig var dæmt um uppdrættina eins og venja er til. Dómnefndin varð öll sammála á-1 greiningslaust um að dæma einn uppdnátt beztan og var samþykkt að byggja eftir honum. Síðan varð ágreiningur í bygg- ingarnefnd um stærð kirkjunnar og gerð, sem e. t. v. var ekki ó- eðlilegt vegna þess hversu hún er óvenjuleg og varð það m. a. til þess að ég sagði mig úr byggingar nefndinni. Við tók sóknarnefnd, sem gerði samkomulag við arkitektinn um að minnka uppdráttinn og hefir sókn arnefndtn sýnt mikinn dugnað við að koma kirkjunni upp. Hvað viljið þér segja um upp- drátt Ágásts Pálssonar? Eg var strax mjög ánægður með hann og var sannfærður um að þessi kirkja yrði fullkomnasta kirkja landsins, ef hún yrði byggð. Eg gerði mér far um að kynna mér kirkjubyggingar síðustu áratuga í Evrópu og flutti fyrirlestur um þetta mál í Tjarnarbíói 1944, og var hann síðan birtur í Morgun- blaðinu. Síðan sendi ég uppdráttinn til eins frægasta arkitekts vorra tíma Finnans Saarinen, sem lauk miklu lofsorði á uppdráttinn og hafði eng ar athugasemdir við hann að gera. Þetta gerði ég m.a. vegna gagnrýni sem fram hafði komið á uppdrætt- inum. Eg vil geta þess, að ég er ánægð ur með kirkjuna eins og hún varð Eg tel að útlit og gerð hafi ekki spillzt þótt uppdrátturinn hafi ver ið minnkaður nokkuð frá þvi sem upphaflega var gert ráð fyrir. Eg tel bygginguna mjög frumlega hljómburðinn og lýsing í bezta lagi og allt fyrirkomulag hið innra mjög hentugt og smekklegt. Eg vil geta þess, segir dr. Alex- ender að lokum, að hér var á ferð um daginn hollenzkur prófessor, Bouman að nafni, þekktur fræði- maður, en auk þess listmálari og listfróður. Hann skoðaði kirkjuna og sagði um hana: Þessi kirkja er dásamlega fögur og talaði hann m. a. um samstillingu lita og allt fyr- irkomulag innan húss og lauk miklu lofsorði á. í framhaldi af samtali mínu við dr. Alexander hitti ég að máli Stefán Jónsson skrifstofustjóra, er verið hefir formaður sóknarnefnd- ar síðan 1952, en hann mun hafa áorkað meiru enn nokkur annar einn maður, um að koma sjálfu byggingarmálinu í framkvæmd og skal þá ekki varpa neinum skugga á störf Sigurjóns heitins Pétursson ar, Guðmundar Marteinssonar, Ein varoar Hallvarðssonar, né svo margra annarra, sem lagt hafa gjörva hönd að verki. Stefán og aðrir sóknarnefndar menn munu hafa ráðið mestu um það, hversu vel er til kirkjunnar vandað að flestu leyti. Hvað vildir þú segja um Nes- kirkju og framkvæmdir við bygg- ingu hennar, spyr ég Stefán Jóns- son. Þegar ég fór að hafa afskipti af Stefán Jónsson, skrifstofustjóri kirkjubyggingarmálinu, höfðu ný- lega verið sett ný lög um skipan prestakalla á íslandi. Þau lög eru frá 4. febrúar 1952 og leiddu þau m. a. af sér að sókn- armönnum í Nessókn fækkaði veru lega. Áður hafði verið undirbúið að byggja mun stærri kirkju en þá, sem nú er nær fullgerð og skyldi hún byggð í áföngum. Fækkunin í scfnuðinum leiddi af sér að eðlilegt var að minnka kirkj una nokkuð og féll sá vandi í hlut nýrrar sóknarnefndar, sem ég vt.rð formaður fyrir, að samræma.kirkju bygginguna hinum brevttu aðstæð- um. Lehast. var við að hagnýta all- an gerðan undirbúníng. en koma málinu í þann farveg að öll kirkj- an yrði bvggð í einu. Sá maður, sem sterkastan þátt átti í því að faihð var frá því að hvggja k:rkj- una í áföngum. var Sigurjón heit- inn Pétursson forstióri,. sem á hess um tíma var formaður byggirgar- nefndar. en hann var -em kur~ugt er biartsvnn og du^'—<'"kill maður. Á skömmum tíma t.óV;t að fá nnD- drætti brevtt. bannig að kirkian minnkaði nokkuð oo síðan var bvgging allrar kirkjunnar haf;n í einu lagi. En Sigurión Pétursson ió-’t á sama ári off hvggingin var haf;r ng eftir bað hefir framkvæmdin hvílt á sóknarnefndinni, einkum for- manni og gialdkera. Fiárhagur hefir stundum v°rið erfiður, en bæði hafa safn"'!iar- menn. einkum kvenfólag safmðar ins. sýnt m'kinn dugnað í því að safna fé til kirkjúbvogingarinnar og kirkjubvggingarsióður Revl"ia- víkur hefir átt drjúgan þátt í bví að kirkjan hefir komist upp. Hvað vilt fþú sesia, Stefán. um uppdráttinn að kirkiunni og siáifa kirkjuna. eftir að hún er nú nær fullgerð? Eg vil taka fram. að ég á ekki heiðurinn af bví að hafa valið upp- dráttinn. Því verki var lokið og breytingar ekki gerðar í neinum meginatriðum eftir að ég kom að hessu máli, en um útlit og gerð kirkjunnar er mér liúft að taka fram að kirkjan hefir sífellt verið að vaxa í áliti mínu eftir því sem ég hefi kynnzt henni betur. Jafn framt því sem verkinu að bygging unni hefir unnið fram. Eg er nú svo ánægður með kirkj una. að ég mundi ekki vilja skipta á henni og neinni annarri kirkju, sem ég hefi séð hér á landi. Mér þykir hún um flest st.anda fram- ar. því sem ég hefi kynnzt í lnrkjubyggingum bæði hér á landi og annars staðar. Og mér þykir hiin alltaf því fal- legri. sem ég sé han.a oftar.“ Stefán sagði ennfremur: „Ef til vill er ástæða til að geta þess í sambandi við hijómburðinn í kirkjunni. sem í heild er mjög góður. að við í byggingarnefndinni lögðum sérstaka áherzlu á það við arkitektinn, að hljómdeyfiplötum yrði þannig fyrir komið, að taiað orð nvti sín sem allra bezt og hef ir bað heppnast sérlega vel. Vera kann að svo reynist að þetta hafi að einhveriu leyti orðið ó kostnað þess að hljómlist njóti sín ekki eins vel, sem ég er þó alls ekki viss um, en ef svo reyn- ist, er mjög auðvelt að gera breyt ingu þessu til lagfæringar. Breyt- ingin er auðveld einmitt af því að hljómburður kirkjunnar í heild er góður.“ Þannig fórust Stefáni Jónssyni orð. Höfundurinn. Ágúst Pálsson arkitekt er ætt aður frá Hermundarfelli í Þistil- firði í Norður-Þingeyjarsýslu. Þar ólst hann upp til 10 ára aldurs, en dvaldi hér í Reykjavík ó unglings- árum hjá Ágústi Thorsteinsson kaupmanni, föðurbróður sínum. Síðar var hann nokkur ár fyrir norðan og hóf þá trésmíðanám hjá Birni Sigurðssyni bónda á Grjót nesi. Síðar vann Ágúst við trésmíði í Noregi í nokkur ár samhiiða námi á tækniskóla. Eftir það vann hann nokkur ár við trésmíðar hér í Reykjavík, en heilsa hans ieyfði þá ekki að hann stundaði erfiðisvinnu áfram. Hvarf hann þá aftfír til Noregs til náms á „Stavanger elementer tekniske dagskole.“ Eftir að Ágúst kom heim fór hann að leggja stund á húsateikningar og eftirlit með byggingum. Á þeim árum tók hann nokkrum sinnum þátt í samkeppni og hafði fimm sinnum fengið verð- laun fyrir uppdrætti sína, áður en hann hóf sitt eiginlega nám í bygg ingarlist. Á þessum árum fékk hann t. d. fyrstu verðlaun fyrir uppdrátt að kirkju á Skólavörðu- hæð, en eftir þeim uppdrætti var aldrei byggt. Árið 1931 hóf hann nám á Lista- háskólanum í Kaupmannahöfn. Gekk hann þar undir próf, sem (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.