Tíminn - 12.06.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.06.1957, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, miðvikudaginn 12. júní 1957» Minning: Hallur Sigurðsson, Stapa Þann 26. apríl síðast liðinn and aðist Hallur Sigurðsson á Stapa, eftir all-langa vanheilsu. Er með honum horfinn af sjónarsviði, einn af mætustu mönnum aldamótakyn slóðarinnar hér, og sem mótuðu svo mjög framfaratímabil þessarar sveitar. Hallur var fæddur á Stapa 28. júlí 1881, sonur þeirra merku hjóna Sigurðar Jónssonar og Rann veigar Hallsdóttur. Þau áttu kyn sitt að rekja til merkra og þekktra presta- og bændaætta hér í sýslu, og hér verður stuttlega greint frá: Jón faðir Sigurðar á Stapa bjó um skeið á Háhól í Bjarnarnes- hverfi .Hann var sonur Jóns bónda á Horni 1816, Einarssonar bónda þar 1801 Jónssonar bónda í Árna- nesi, Sigurðssonar lögréttumanns á Meðalfelli (f.um 1681), Ketils- sonar bónda í Árnanesi Jónssonar bónda á Felli í Suðursveit Ketils- sonar prests á Kálfafellsstað Óiafs sonar prests og skálds á Sauða- nesi Guðmundssonar. Kona séra Ketils var Anna dóttir Einars prests og skálds í Heydölum Sig- urðssonar — Rannveig kona Sig- urðar á Stapa — móðir Halls — var Guðbjörg dóttir Magnúsar prests í Bjarnarnesi (1746—1834) Ólafssonar sýslumanns í Haga á Barðaströnd Árnasonar. Móðir Guðbjargar og seinni kona séra Magnúsar í Bjarnarnesi, var Rann veig Jónsdóttir prests yngra í Bjarnamesi Bergssonar prófasts þar, Guðmundssonar (1702-1789). Séra Magnús fluttist að Stapa um eða eftir 1810 og bjó þar til ævi- rloka og hefir ættin búið þar síðan ■'við rausn og myndarskap. Hallur missti föður sinn á unga aldri og bjó móðir hans áfram með börnum sínum til æviloka 1925. Eftir lát hennar hafa systkinin sem heima eru, búið þar með mesta myndarskap. Hafa þau alið upp 5 fósturbörn með miklum ágætum. Hefir Stapaheimilið alla tíð verið eitt af beztu heimilum sveitarinnar á allan hátt. Má óhætt fullyrða að fjölskyldubúskapurinn þar sé og hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Það er því skarð fyrir skildi, þar sem einn úr hópi systkinanna er horfinn, og sá sem drýgstan þátt átti í að vinna að framförum þessa merka heimilis. Og utan þess sakna menn góðs félaga, sem alltaf var boðinn og búinn að veita lið, þegar á reyndi, því að hjálp og greiðasemi hefir alla tíð verið mikil frá því heimili og í raun og sannleika sveitarstoð og styrkur. Hallur heitinn unni mjög alhliða framförum, var sann kallaður vorsins maður og feg- urðardýrkandi mikill. Hann ólst upp í fögru umhverfi með fjöl- breytta liti, þar sem nær eru grasi vafðar hæðir og grundir og víð- sýni mikið til svipmikilla fjalla með „heiðjökla hring“. „Gimsteinn ertu á grænu klæði greyptur inn í jökla hring“ sagði Skarphéðinn læknir Þorkels- son í kvæði um Hornafjörðinn. Og AÐ VESTAN ... (Framhald af 5. síðu). vita það, að í öðrum löndum eru líka menn, sem meta það, sem landbúnaðurinn hefir sér til ágæt- is. _ Ég skil ekki, að nokkurs staðar á íslandi séu fullkomnari og betri uppeldisskilyrði en á sveitabæn- um, þar sem þrjár kynslóðir standa saman í vorönn og vorgleði, vor- striti og vornautn. Við ættum að skilja það, sveita- fólk sérstaklega, en raunar íslend ingar allir, að búskapurinn er ann- að og meira en atvinna eins og hinn brezki vísindamaður segir. Búskapurinn er lífsstefna og full- næging eðlisbundinnar þrár, upp- spretta jafnvægis og heilbrigði í sálarlífinu. Á hinum „síðustu og verstu tímum“ efnishyggju og veiklaðra tauga, þegar þindarlaust er dansað . kringum gullkálfinn, megum við gjarnan heyra álit er- lendra fræðimanna um það, sem jákvætt er við landbúnaðinn og viðfangsefni hans. Mun það ekki líka falla saman við íslenzka reynslu? H. Kr. þessarar náttúrufegurðar nýtur ekki sízt á hæðunum austan við Stapa, þar sem margir listmálarar hafa mótað hin fegurstu málverk sín. — Það er því að vonum að unglingur, sem fengið hefir eins mikið og gott í vöggugjöf eins og Hallur á Stapa, hafi ekki lítið mót ast í slíku umhverfi, enda gekk maður þess ekki dulinn í sam- ræðum við hann. Ég hygg lika, að þetta sé eitt meðal annars, sem á unga aldri hefir orðið útþránni sterkara og haldið hefir honum til þess að helga lífstarf sitt þessu umhverfi, bæta það og fegra, skreyta það grænum skógi og hann vann svo trúlega að, enda þótt að upplag og gáfur hefðu getað beinst að öðrum viðfangs- efnum, því Hallur var prýðilegum gáfum gæddur, las mikið og hafði sérlega fagra rithönd. Hann var trúr þeim málstað er hann taldi réttan, stefnufastur, enginn yfir- boðsmaður, prúðmenni mikið og vann sér hylli og traust hvers manns er kynntust honum. Þó að Hallur á Stapa væri mjög hlédrægur, komst hann ekki undan að vinna ýmis opinber störf fyrir sveitunga sína. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og skólanefnd og var formaður hennar lengi. I. skattanefnd var hann, og fleiru, er hér verður ekki upptalið. Öll þessi störf rækti hann með áhuga alúð og trúmennsku og var sam- vinnuþýður. Þess ber og að geta, að hann var einn af stofnendum ungmennafélagsins >,Mána“ og starfaði mikið í þágu þess fyrr á árum og alla tíð annt um starf- semi þess. Við fráfall Halls Sigurðssonar á Stapa eigum vér sveitungar hans á bak að sjá merkum og góðum dreng. Nú að leiðarlokum, er hann flytzt yfir landamærin miklu, þökk um vér honum alla samveruna og störf hans á liðnum árum, vottum systkinum hans, fósturbörnum og öðru venzlafólki djúpa samúð vora og hluttekningu og kveðjum hann með söknuði og virðingu. Bjarni Bjarnason Brekkubæ Sd oq lieqrt á St. ocj Heyrl a (Framhald af 7. síðu). 'paru nOTEBORG ■ Hin árlega kaupstefna, Svenska Massan, var haldin í Gautaborg dagana 18.—26. þ. m. íslenzka deildin var skipuiögð af Guðmundi Pálssyni, sem stundar nám í húsagerðarlist í Gautaborg. íslandsdeildin þótti smekkleg og vakti mikla athygli hinna mörgu sýningargesta. — Stefanía Guðmundsdóttir, flugfreyja, leiðbeindi gestum, er skoðuðu islenzku sýningardeildina, og sést hún hér á myndinni í sýningardelldinni. Þróttmikið síarf Dansk-íslenzka félagsins en auðæfin hlaðast upp í kirkjun- um frá ári til árs. Náttfarar í haglendinu „Hvað ætlarðu að gera, þegar þú verður stór?“ Þetta er stundum sagt við litla stráka heima á fs- landi. í Andalúsíu vita allir litlir strákar, hvað þeir ætla að gera, þegar þeir verða stórir. Þeir ætla að verða nautabanar. Venjulega kæra foreldrar sig lítið um, að synir þeirra velji þetta hættulega lífsstarf. En það er hægara sagt en gert að halda aftur af strákun- um. Þeir stelast að heiman að næt urþeli, skíða inn í nautgripagirðing arnar og egna tarfana með jakkan um sínum. Flestir þekktir nauta banar hafa stigið fyrstu sporin í einvígi í nátthaganum, en margir falla þar fyrir hornum nautsins og komast aldrei á sviðið. Þessar næt- urferðir strákanna í girðingarnar eru þó bannaðar með öllu þótt lít- ið komi til. Spillast nautin mjög við þessar heimsóknir, láta ekki blekkjast af klæði, en !renna beint á manninn sjálfan. Þykja þau þá óhæf til vígs eða þau eru ekki lögð af velli nema fyrir sérstaka þókn- un. Flestir nautabanar strjúka að heiman á unga aldri. Allir eiga þeir sameiginlegt takmark, en það er að finna efnaðan fjárhalds- mann (,,apoderado“), sem styrki þá til náms og hafi hönd í bagga með fjárreiðum þeirra. Ef heppnin er með og blóð þeirra rennur ekki í sandinn, hyllir lýðurinn þá og lít ur á þá sem hetjur. Hjátrú Þjóðtrú og hjátrú lifa enn góðu lífi í Andalúsíu og þá einkum 1 smáþorpunum. Það þykir ekki góðs viti að tala um slöngur í þeim landshluta, og þorri manna nefnir þær aldrei á nafn. Óvinurinn brá sér í höggormslíki og taldi formóð Dansk-íslenzka félagið hélt aðalfund fyrir skömmu. Starf- semi félagsins hefir aukizt mjög upp á síðkastið, og hefir félagatala tvöfaldazt á síðast liðnu ári. Úr skýrslu stjórnar- innar má einkum nefna, að félagið sendi tvö eintök af bók- inni: „Tag med til Island“ eftir Kay Nielsen, sem gjöf til hvers hinna 70 menntaskóla í Danmörku. Var gjöfin vel þegin og þakkar- bréf hafa borizt frá mörgum skól- um. 14 stúdentar hlutu á síðasta urina Evu í aldingarðinum. Enn fer hann um jörðina magnaður fjandsamlegri kyngi. Hann birtist í búunum í hverri slöngu, sem verð ur á leið þeirra og nafn hans kall- ar ógæfu yfir þann, sem tekur sér það í munn. Stundum má finna gamalkunnar hliðstæður í munni alþýðunnar: Sumir segja, að svart- ur köttur komi í veg fyrir þann, sem á von á dauða sínum; stundum boðar hann lát ættingja eða vin- ar. Það er ills viti ef þrettándi mán aðardagur ber upp á þriðjudag; menn hafa ímugust á rangeygðum. Ef saltbaukur fellur í gólfið, boðar það ógæfu og ekki má nefna ref, þegar farið er til veiða. Hversdags legir smámunir hafa jafnan sína þýðingu í Andalúsíu. Og menn gangast lítt við nýmælum, halda gamla aðferð og eru íhaldssamir í daglega lífinu. Eins og með Serkjum Ilvarvetna í Andalúsíu má finna bæjarhluta og mannvirki, sem standa Óhreifð og minna á stórveld istíma Serkja. Vatnsknúnar, arab- ískar myllur til vinnslu á jurtafeiti hafa verið í notkun allt til þessa og gamlar hljólvindudælur, algeng ar í þorpunum eru af sama upp- runa. Sveitafólk, sem vinnur á ökr unum, kýs fremur að klæða af sér hitann heldur en fækka fötum; konurnar setja upp heljar mikla stráhatta og hnýta skýluklút fyrir andlitið, en láta rifa í augun. Það þykir ekki fínt að láta sólina brenna hörundið. Mataræði svipar oft til þess, sem gerðist í Norður- Afríku og vögguljóð, sem mæðurn- ar raula við börn sín eru arabísk að uppruna. Skuggsælir, austurlenzkir húsa- garðar (patio) sjást í hundraðatali í gömlu bæjarhverfunum í Córdba og Sevilla. Það eru bæjarhverfi eins og Santa Cruz, þar sem smá- göturnar bugðast með kvenlegum þokka. Og það er eitthvað glettnis- legt við þessar götur, sem virðast breyta stefnu í sífellu, en beinast þó jafnan í sömu átt. Golan streym ir mi'lli nástæðra húsanna eins og í farveg og birtan, ljós og skugg- ar, sem víxlast á götunni og veggj unum, gerir þær dýpri og straum- rænni. — Það eru serkneskar borg ir í Vestur-Evrópu og bergmál af austrænni menningu, sem var gróðursett á Spáni fyrir þúsund ár um. Barcelóna, 12. apríl 1957. vori bókaverðlaun frá félaginu fyrir góða kunnáttu í dönsku. Fræðslukvikmyndir um Danmörku hafa verið sýndar í Nýja bíói á vegum félagsins og í októbcr var efnt til upplestrarkvölds í sam- bandi við dönsku félögin í Reykja vík, þar sem leikkona við konung- lega leikhúsið, frú Ellen Malberg, söng og las upp. Félagið hefir átt frumkvæði að því, að danski sendi kennarinn við Háskólann, cand. mag. Erik Sönderholm, hefir heim sótt nokkra hinna æðri skóla og lesið dönsku íyrir nemendur- Rektor Kaupmannahafnarhá- skóla, prófessor dr. méd. Erik War burg, var ásamt frú tsinni gestur félagsins um vikutíma í apríl. Stjórn félagsins skipa: Friðrik Einarsson, læknir, formaður, Har aldur Ágústsson, húsgagnasmíða- meistari, ritari, Guðni Ólafsson, apótekari gjaldkeri. Meðstjórnend ur: Ásbjörn Magnússon, forstjóri, Brandur Jónsson, skólastjóri, Lud- vig Storr, aðalræðismaður, Zoph- onías Pálsson, skipulágsStjóri. Stjórnarskipti hafa ofðið í Dan- | merkurdeild félagsins. Prófessör I Niels Nielsen hefir lájtið. af ::or- jmennsku, en við ' heiir ték’ið pró- ifessor, dr. med. Eihar Meulen- jgracht. Aðrir í sfj'órn eru: Marti'n iBartels, bankafulltrúi, Bodil Beg- I trup, íyrrv. ambassador, prófessor j Jón Helgason, Carsten Nielsen, formaður danska blaoamannafé- lagsins, prófessor Nicls Nielsen, prófessor Chr. Westergaard-Niel- sen, dr. phil. Ole Widding. (Frá dansk-ísl^nzkg., félaginu.) W r fíd ' ári8 sem leiS Frá aðalfundi Bandaíags íslenzkra leikfélaga Aðalfundur B. í. L. var haldinn í Iðnó laugardaginn fyrsta þessa mánaðar. Formaður bandalagsins, Ævar Kvaran, setti fundinn og stiórnaði honum, en framkvæmdastjórinn, Svein- björn Jónsson, flutti skýrslu um störf þess og sýnihgar bandalagsfélaganna á árinu. Stofnuð voru fjögur ný Icikfé- lög: Leikfélag Bíldudals, Leikfé- lag Ólafsvíkur, Leikfélag Seyðis- fjarðar og Leikfélag Kópavogs. Var inntaka þeirra samþykkt á fundinum. Alls eru í bandalaginu: sextíu og átta félög. Tala sýninga i 47 nemendur í Tón- listarskóla ísaf jarðar Tónlistarskóla ísafjarðar var slit ið s. 1. laugardag við hátíðlega at- höfn í Alþýðuhúsinu kl. 5 síðd. Skólastjórinn, Ragnar H. Ragn- ar, flutti ræðu og ræddi um skóla- starfið. Nemendur léku á hljóð- færi verk eftir Beethoven. Nemendurnir, sem léku, voru Lára Sigríður Rafnsdóttir, Messí- ana Marselíusdóttir og Anna Ás- laug Ragnarsdóttir. Að lokum voru nemendum afhent verðlaun fyrir dugnað eða leikni. Áður hafði skólinn efnt til vor- hljómleika í Alþýðuhúsinu 29. fyrra mánaðar. Komu þar fram 30 nemendur skólans, og voru þetta 9. vorhljómleikar skólans. I skól- anum voru í vetur 47 nemendur, þar af 36 í píanóleik. Kennarar voru auk skólastjórans Elísabet Kristjánsdóttir, Guðmundur Árna- son, Jónas Tómasson og H. Herluf- sen. mun vera svipuð og árið á undan, en þá voru sýhd yfir fjörutíu stærri leikrit. Yfir 100 leikþættir voru afgreiddir til ýmissa félaga og skóla. Af stærri leikritum voru íslenzku leikritin: Kjarnorka og kvenhylli og Gimbill vinsælustu verkefnin. 1 samvinnu við Hand- íða- og myndlistaskólarin var hald- ið námskeið í leiktjaldagerð og andlitsförðun. Ragnhildur Stein- grímsdóttir, leikstjóri, starfaði á vcgum bandalagsfélaganna og mik ill áhugi er á að fá hana til starfa næstu leikár. Eins og undanfarin ár naut bandalagið húsrýmis í Þjóðleikhús inu. Stjórn B. í. L. var endurkos- in, en hana skipa: Formaður: Æv- ar Kvaran og með honum í stjórn eru Lárus Sigurbjörnsson og Sig- urður Kristinsson. Bessastaðakirkja (Framhakl af 4. síðu). við musterisvígsluna: „Sjá him- ininn og himnanna himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús.“ Að svo mæltu býð ég yður — og öllum landslýð, gleðilega hátíð!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.