Tíminn - 10.07.1957, Qupperneq 5

Tíminn - 10.07.1957, Qupperneq 5
* í M I N N, miðvikudaginn 10. júlí 1957. 5 Ordið er frjáist Björgvin Guðmundsson 9 ,Syngjandi páskar” á Akureyri Svo nefndist tónlistarflokkur frá Keykjavík, sem þrisvar fyllti Nýja- Bíó á Akureyri, sunnudaginn 12. júní. Skildist mér að flokkur þessi væri í fjáröflunarhnotskóg fyrir Félag íslenzkra einsöngvara, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Ekki verður því mótmælt, að þarna voru saman komnir úr- valsraddir, enda meðal þeirra beztu söngvarar þjóðarinnar, svo sem Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir og Kristinn Hallsson. Fyrir utan ágæta rödd hefur allt þetta fólk túlkandi listgáfu í rík- um mæli, þegar það tekur á þeirri Guðsnáðargáfu, og hefir eitt'hvað það að flytja, sem bragð er að. Þá eru og Ketill Jensson og Gunn ar Kristinsson miklir raddmenn, einkum hinn fyrrnefndi, og Guð- mundur Guðjónsson, sem ég heyrði þarna í, í fyrsta sinn, virðist mér aðlaðandi söngvari, með undur blæ fagra rödd, en um tjáningarhæfni .hans get ég ekki dæmt vegna ó- kunnugleika, fremur en hinna söngvaranna, sem komu þarna fram, og ekki voru mér áður að góðu kunnir af útvarps- og sjón- námdarsöng, svo sem þrjú þau fyrst nefndu, því að þarna var sungið í hljóðnema, slík fásinna sem það þó er, að brúka upp á svoddan í sal, og það því fremur sem ekki var um öruggari kyrr- stöðu söngvaranna að ræða, en þarna átti sér stað. Enda var mest allur söngurinn líkastur svipvinda hrynum milli hárra fjalla. Annars hygg ég að flestir hafi gert við- fangsefnum sínum góð skil sem slíkum. EN ÞAÐ ERU einmitt viðfangs- efnin, sem ég ætla að taka hér til athugunar, því að þau voru alls ekki samboðin fólkinu sem flútti þau, mestmegnis enskir og ame- rískir kynóraslagarar, fluttir með alls konar ruggi og skrípalátum. Mig meira en furðar á, að sumt af því snjalla listafólki, sem þarna var að verki, skuli láta hafa sig 1 slíkan loddaraskap. Mér er ekki betur kunnugt, en nóg sé af kyn- órasöngvurum í Reykjavík til að leysa af hendi slíkan andlegan skítmokstur, þó að bezta söngíólk þjóðarinnar sé undanþegið. Góðir söngvarar eru, og eiga að skoða sig, sem einskonar kennilýð mannkynsins, enda hafa þeir vissu lega mikinn og hollan boðskap að flytja, ef þeir ganga á það lagið, en engan, ef þeir leggja sér til munns hvers konar tónaleir sem er, því að röddin ein megnar ekki að gera nokkra manneskju söngvara. í þessu sambandi tekur þó út yfir allt, að kenna þessa loddara- mennsku við djúptækustu trúar- hátíð kristinna manna, og þegar svo er komið tónmenningu okkar, að allt öslar fram í hraðvaxandi léttúð, ábyrgðarleysi og lítilsvirð ingu fyrir hvers konar fegurð og helgidómum, og það jafnvel frá atbeina þess fólks, sem hefur bæði getu og gáfur til að þjóna fegurð inni og útbreiða hana, þá er vissu lega tímabært að einhverjir hafi hug til að spyrna móti broddun- um. Því ekki að kalla þetta beldur „Syngjandi túr?“ Það hefði þó ver ið réttnefni, og hóti hentugra tii af sökunnar, þó að hins vegar breyti það engu fyrrsögðu, um þátttöku virkilegs listafólks í slíkum 1‘eið- angri. NÁTTÚRLEGA kann ég afsak anir þessa fóiks fyrirfram, þvi að ekki get ég hugsað mér aö allir hafi gengið flumósa til þessa leiks. Jú, við verðum að flytja eitthvað, sem alþýðan vill hlusta á, og heíir gaman af. En hvað er alþýða, ef mér leyfist að spyrja? Eg veit ekki betur en allir ísiendingar séu al- þýða, því að hér er enginn aðall í þess orðs venjulegu merkingu. — En alþýðan, eða þjóðin, er mislit, og þolir áreiðanlega ögn af þroska. Sumir þroska sig sjáifir strax á unglingsárum með sívaxandi hugs- un og athygii, bæði inn á við og út á við og verðr sjálfum sér nógir | svo langt, sem því verður við kom ið. En aðrir áipast gegnum þroska- árin á flumósa krabbagangi stað- festu- cg stefnuleysis, og verða svo aldrei annað en hugunarlausir bjáifar, s'em alls konar varmenni geta vafið sér um fingur. Og af því að þeir eru siennilega fSeiri, því miður er það, einmitt dekrið við slíka manntegund, sem er búið að afskræma lýðveldishugsjónina, svo að í framkvæmd er hún raunar ekkert orðin annað en fullkomið skríiræði. Að þeirri öfugþróun hafa stjórnmálabroddar, og raunar aliir klinka-broddar þjóðarinnar unnið markvist um hálfrar aldar skeið, , með yfirdrepsfullri atkvæðasmölun og aiis konar brellum, tii tii eiigin- framdráítar. | SVO KEMUR rík'jjútvarpið, siem í eðli sínu gæti o>g ætti að vera sterkasti þroskavaldur þjóðfélags- ins til sögunnar og tekur sleitu- laust í sama strenginn, með alls konar vandræðalegt bjálfadekur og fálm, svo sem óskalagavitleys- una, brúðkaupsferðar-vitleysuna, sem líka er verðlaunuð, og margir fleiri fálmandi vitleysur, sem ég nenni ekki fram að telja. Svo að syngjandi „túr“ á að vissu leyti sína afsökun, þar sem ailir þátt- takendur hans munu vera aldir upp í móðurkviði allrar þeirrar vitleysu, sem 20. öldin hefir fitjað upp á. , En þegar svo heimskingjgrnir eru komnir í skilning um að þeirra er ríkið, mátturinn og dýrðin stendur ekki á heimtingum og kröf um frá þeirra hálfu. Meðal annars afsegja þeir að sækja aðrar sam- komur en þær, sem þeir geti hleg- ið að. Og andlega framkvæmdavald ið, útvarp, leikhús, myndgerða- menn og söngvara etc, bæði segjá j og sýna, að í allri .auðmýkt séu þeir ' reiðubúnir þénaðar hennar hátign- ar, heimskunnar. En hver verður svo næsta kraf- an? Að Mkindu.m sú að prestarnir taki upp þann sið, að lesa sorpsög- ur og brandara af stólum og tóna kynóravfsur með ruggi og vangaveltum frá altarinu, og við- eigandi messusvörain frá söng- flokknum. Já, því ekki það? Þá væri þó hægt.að hlæja í kirkjunni líka og þyrfti þá varla að tvíla messusóknina. Annars vona ég og óska af alhug þjóðarinnar og alls velsæmis vegna að sá mælir upplausnar cg öfug- uggaháttar, - sem svo röggsamlega hefir verið ausið í á síðustu áratug um, taki senn að fyllast, og að þjóðinni skiljist sem fyrst að þessi sífelldi einstefnuakstur niður á við, hlýtur að lokum að ríða hehnd að fúilu . Þá vona ég að söngfólki 1 cg öðrum lístiðkendum fari senn | ið lærast sá sannleiiki, að með þvi að íorsmá og óvirða lífræn verð- mæti, óvirðir maður jafnframt sjálfan sig, og að hinar hlæjandi heimskingjar fari senn hvað líður að finna til tómleikans mitt í hlát- ursköstunum, eða á eftir þeim að minnsta kosti. LOKS VONA ég fyrir hönd Akur eyringa, að bæjarbúar, sem búr.ir eru að drepa og hálfdrepa alla söngstarfsemi innan síns eigin þjóð jfélags, hætti senn hvað líður að Iþrífylla Nýja bió á hálfum degi j þegar slíkar söngskemmtanir sem ' hér um ræðir, eru á ferðinni. En J jafnframt er það einlæg ósk .mín, að Akureyringar láti þetta sama listafólk aldrei ganga bónleitt til búðar, þegar það kemur með flutn ing>sefni, sem því sjálfu eru sam- boðið að flytja og siðfáguðu fólki sæmandi að. hlýða á. Þá væri á- stééðá til að þrífylla Nýja bíó. Dráttarvélar frá Tekkóslóvakm Sinfómuhljómsveitimii vel fagnað í BóIstaðarHíð og á Sauðárkróki Heimamenn ávörpuSu sveitina og þökkuÖu heimsáknina og brautrytSjendastarf Eins og' áður hefir verið getið, lagði Sinfoníuhljómsveit ís- lands upp miðvikudagsmorguninn var í tónleikaför um.Norð- ur- og Austurland. Að kvöldi þess dags voru tónleikar haldn- ir í félagsheimili Bólstaðarhlíðarhrepps, sem nú má heita full- smíðað og verður mikil sveitarprýði. Hafði stjórn félagsheim- ilisins sýnt þá góðvild að lána húsið fyrir þessa tónleika, þótt það hafi þá verið óvígt. Tónleikunum stjórnaði Páll Is- ólfsson en einsöngvari með hljóm- sveitinni var Þorsteinn Hannesson. Utan efnisskrár söng Kristinn Hallsson ásamt Þorsteini „Sólset- ursljóð“ Bjarna Þorsteinssonar með undirleik hljómsvcitarinnar. Góð aðsókn. Tónleikarnir voru vel sóttir og fögnuðu áheyrendur hljómsveitinni ákaflega. Að lokum flutti sóknar- | presturinn, séra Birgir Snæbjörns- son, ávarp og þakkaði hljóm-sveit- inni komuna. Jón Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, þakkaði honurn fögur orð og góðar óskir í garð hljóm- sveitarinnar. Hann minntist einnig þeirrar ágætu aðstoðar, sem Haf- steinn Pétursson á Gunnsteinsstöð- uim hafði látið í té við undirbúning tónleikanna, og ósfcaði hreppsbúum til hamingju með hið nýja og glæsi lega saimkomuhús. Á Sauðárkróki. Á fimimtudagskvöld voru tónleik ar haldnir í fólagsbeimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Stjórnandi var Paul Pampiohler og einsöngvarar Krist- inn Hallisson. Einnig þeir tónleikar voru vel sóttir og undirtektir á- heyrenda frábærar.Að efntsskránni ldkinni flutti Eyþór Stefánsson tón skáld ræðu. Hann gat þess að með stofnun Sinfóníuhijómsveitarinnar hefði ræzt óskadraumur allra sannra unnenda tónlistarinnar, og sneri lbks má'ii sínu til Páís ís- ólfssonar og þakkaði honuim mikil vægt brautryðjendastarf í íslenzk- um tóniistarmálum. Dr. Páil ísólfs son svaraði, minntist þeirrar stkyldu Sinf óníuhlj ómsvei tarinnar að flytja sem flestuim landsmönn- nm hina beztu tónlist oig gat um ýmsa þá örðugleika, sem við er að etja í því sambandi. Þá lék hljóm- sveiitin lagið „Skagafjörður“ eftir Sigurð Helgaison. Að lokum flutti Sigurður Sigurðsson, sýslumaður og bæjarfógeti snjalia og skemmti- lega ræðu. Þoka og súld tefur heyskap á Austfj. Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Sláttur er um það bil að hefjast : í Reyðarfirði, en tíð ' hefir ekki Iverið sérlega hagstæð til heyskap iar upp á síðkastið, þokur tíðar og íoft súld, þó ekki hafi verið um ‘ stórfelldar rigningar að ræða. Einn bóndi í Reyðarfirði, Ólafur Jónsson á Seijabergi er þó búinn að hirða 80 hesta af töðu, og al- mennt eru menn byrjaðir að slá, þó ekki sé mikið hey komið í hlöðu. A SIÐARI ARUM hefir bóndinn hvarvetna í vaxandi mæ!li tekið vélina í þjónustu sina. Hún léttir honurn erfið störf og gerir honum fært að ná hámarksafköstum. Dráttarvélarnar koma í stað hest- anna og þeim íylgja margvísleg stórvirk tæki, sfem framleidd eru í flestum meiriháttar iðnaðarlcind- um. Meðal framleiðenda Iandbún- aðarvéla og dráttarvéla er Tékkó- silóvakía ofarlega á biaði. Zetor dráttarvélarnar eru begar víðkunn- ar í mörgum löndum og hafa feng- ið orð á sig íyrir vandaða smíði, mikil aifköst, eparneytni og lítir.n viðhaldskostnað. ÞESSAR VÉLAR eru í notkun í Afríku, í Suður-Ameríku og fiest- u.m löndum Evrópu. í Argentínu eru þær útbreiddari en nokkur önnur gerð dráttarvéla. í Túnis voru dráttarvéiar af ýmsum gerð- um reyndar við 40 stiga hita á eel- síus og niðurstaðan varð að Zetor dráttarvéiar __ frá Ték'kós'lóvakíu þóttu bera af. Auk dráttarvélagerð- anna Zetor-15 og Zetor-25 er nú hafin framleiðsla á nýrri gerð, Ze- tor-Super, sem er framleidd bæði sem beltisdráttarvél og á hjólum. Aðaleinkenni beggja gerða er hversu sterkbyggðar þær eru og af- köstin mikil. í þeim er fjögurra strokka fjórgenigis dísilvél, sem framleiðir 42 hestöfl og er sneð beinni olíuinnispýtingu. Sú gerð Zetor-Super dráttarvélanna, seon er á hjólum, er jafn vel löguð til landbúnaðarstarfa og flutninga. Hún -er búin rallkomnum rafmagns útbúnaði, reimvindu, kraftlyftu, tengigrind, eem taka má af. fyrir margs konar iandbúnaðartæki o. s. frv. Á báðar gerðir Zetor-Snper má einnig setja réimskífu, ökumanns- hús, þrýstidunk og lcftþrý.-tihemla þegar notaður er viðhengisvagn. Gerðinni, sem búin er beltuni get- ur fylgt jarðýtutönn. Ný fiskbiið opnuð á Akraeesi Akranesi í gær. — Sl. laugardag var opnuð bér á Akranesi ný fiski búð að Kirkjubraut S0. Er þetta eina búðin, sem eingöngu verzlar hér með fisk og fiskvörur. Eigena urnir eru bræðurnir Gunnar og Ei ríkur Gunnarssynir og segjast þeir munu leggja áherzlu á að hafa að eins hinar beztu fiskvörur á boð stólum. GB Aliar gerðir tckknesku Zetcr dráttarvéianna hafa verið þaul- reyndar á bersvæði við hin erfið- usiu skilyrði. Þær eru því eftirsótt- ar til erfiðra starfa, bæði í lanabún aði cg við flutninga. Motokov, eitt af fyrirtækjum utanríkisverzlunar Tékkósióvakíu, annast útflutning þeirra. Ráífhoítskifkja fær veglegar gjafir Á annan hvítasunnudag komu börn hjónanna Ingigerðar Runólfs- dóttir og Þorsteins Þorsteinssonnr, sem bjuggu á Beruítöðum í Ása- breppi í 50 ár, og hlýddu guðsþjón U'Stu í Kálfholtskirkju, hjá séra Sveini Ögmundsisyni, og færðu kirkjunni að gjöf tvo mjög vel gerða kiertastja-ka í tilefni af því að á þessu ári og næsta ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu foreldra þeirra. Einnig lögðu þau blóimsvejg á leiði þeirra. Stjakarnir eru fagrir og mjög eigulegir kirkjugripir. Teikningu af. þeim gerði frú Gréta Björnsson lis'tmálari, Reykjavík, en sonarson- ur hjónanna Bjarnhéðinn Guðjóns son á Hellu smíðaði þá. Áletrunina gerði Björn Halldórsson leturgraf- ari i Reykjavík. Hún er þessi: ,, Kál-Fnol tsk irk j a — Aldarminning Berustaðahjónanna: Ingigerðar Runólfsdóttur f. 27/5 1858 og Þor- steins Þorsteinissonar f. 15/3 1857. Frá börnum þeirra". Gefendum var þökkuð bessi veg- lega gjöf, ræktarsemi við foreldra sina og 'sóknarkirkju þeirra, og þeim árnað heilla og velfarnaðar á ókomnu'm æviárum. Þessir fö'gru gripir eru myndar- leg viðbót við þær «*irgu gjafir, sem kirkjunni b-arst í tilefni af all- mik'luim endurbótum, sém nýlega hafa farið fram. Konur safnaðar- ims gáifu mjög fallegt altarisklæði, sauœað af frú Ólafíu Ólafsdóttur frá Áshól. Áhei-t og peningagjafir frá fyrrverandi og núverandi safn- aðarfólki námu 8060,00 kr. Og s. 1. vetur álbei't frá Stefáni Ólafssyni í Áshól 100,00 'kr., frá E.G.O. 200,00 og kr. 1000.00 gjöf frá frú Ingu Ólaísdóttur frá Þjórsártúni. Beztu þakkir og árnaðaróskir. F. h. sóknarn>efndar, Guðjón Jónsson. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á sextugs- afmæli mínu 3. júlí með gjöfum, skeytum, blómum, heimsóknum og hlýjum handtökum. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Qfafsdóttir, frá Unaðsdal. "U e R B ■ R ■ t* I I |B ■■«■■■ » B 3« B ■ B I V»V.V,VAV,V.V.V.V.V.V.VAWAV.V.W.W.V.V.*.%V £ ■ Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er glöddu okk-r; ur með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 50 ára hjú-Jj skaparafmæii okkar 6. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Margréf Þorsteinsdóttir, Ujj Matthías Helgason. rþ.V.V'.V.V.V.V.V.'.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.WA^Vk^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.