Tíminn - 26.07.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.07.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 28. júlí 1957. vismdamenn frá 57 löndum taka þátt í geysivíðtækum alþjóðiegum vísindarannsóknum Alþjóðajarðeðiisfræðiárið hófst 1. jólí s.I. '~~~'hiiiiiiiiiiiiiiíiiíi \\m~—mmum og mun standa til 31. desember 1957 Að sumu leyti eru vfsincfa- menn okkar fáfróðarl um jörðina en um tunglið. Að vísu hafa landkönnuðir fetað sig áfram yftr heil megin- lönd, kannað höf, sent sjálf- virk skrásetningartæki upp í háloftin í ioftbelgjum, fylgzt með vindunum, sett norður- og suðurijósin í samband við sólbletti og segulmagn jarð- ar. En þó er jörðin yfirleitt enn ráðgáta, sem ekki er fylli lega leyst. f Þetta er ástœðan fyrir því, að efnt hefir verið til geysivíðtækra alþjóðlegra vísindarannsókna, sem hófust liinn 1. júlí s.l. og munu standa til 31. des. 1958. Tímabil þetta hefir verið nefnt hið alþjóð- lega jarðeðlisfræðiár, og taka um það bil 5.000 vísindamenn frá 57 löndum þátt í því. Unnið verður að rannsóknum í sambandi við 13 fræðigreinar. Þær eru: Norður- og suðurljós og loft- ljós, geimgeislar, gervihnettir, seg ulmagn jarðar, jöklafræði, þyngd- arlögmálsmælingar, eðlisfræði gufuhvolfsins, álcvarðanir hnatt- lengda og breidda, veðurfræði, haf fræði, eldkólfarannsóknir í ytra gufuhvolfi, jarðskjálftafræði og rannsóknir á starfsemi sólarinnar. Fáfræði um jörðina Af hinni geysilegu víðáttu þessa starfssviðs sést, að fáfræði okkar um plánetuna, sem við lifum á, er mikil. Hver eru áhrif suðurskautsins á veðurfar í hinum byggðu hlut- um heims? Þessu getum við að- eins svarað að nokkru leyti. Hvert er sambandið milli starf- semi sólarinnar, norður- og suð- urljósanna og segulmagns jarðar? Um þetta höfum við aðeins óljósa hugmynd. Veðurfar á jörðinni er að hlýna. Það vitum við af því, að jöklar dragast saman. En ástæð- an fyrir þessu er okkur ókunn. Yfir hvað stórt svæði ná norð- ur- og suðurljósin á hnettinum? Þetta vitum við ekki. Þessi vandalnál og önnur þau, sem rannsökuð verða á hinu al- þjóðlega jarðeðlisfræðiári, eru á- kaflega margbrotin. Umfangsmestar verða sennilega rannsóknir á gufuhvolfinu. Ástæð- an fyrir því er aðallega sú, að í gufuhvolfinu myndast veðrið á jörðinni, og veðrið hefir áhrif á alla þá, sem jörðina byggja. Þá hefir veðrið einnig áhrif á útvarps sendingar og siglingar. Veðrið er hnattlægt, þ. e. a. s. það er orsaka- og afleiðingasam- band milli veðursins á ölltim stöð- um á hnettinum. Gufuhvolfið cr „vaki“ risavaxinnar orkuvélar, sem fær orku sína frá sólinni. Stór og smá hringrásarkerfi í gufuhvolf- inu flytja hitann frá hitabeltunum til heimskautasvæðanna. Bæði á norður- og suðurhveli jarðar verða gerðar veðurfræðimæl ingar allt upp í um það bil 30.000 metra hæð. Frá fjölda athugun- arstöðva, sem komið hefir vérið upp um heim allan, verða sendir loftbelgir með sjálfvirk vcður- skráningartæki. Þessi áhöld senda niður til stöðvanna upplýsingar um þrýsting, hitastig, raka og vinda í gufuhvolfinu. Eldkólfar til rannsókna Þá verður fjölda eldkólfa skotið upp í allt að 320 km hæð og verð- ur komið fyrir í þeim skráningar- og senditækjum, sem senda margs konar upplýsingar um aðstæður á þessum slóðum til athugunar- stöðvanna á jörðu niðri. Talið er, að Bandaríkjamenn éinir muni senda upp í hóloftin um eða yfir 600 eldkólfa. Eldkólfar þessir eru margskon- ar, og má þar t.d. nefna svonefnda rockoons, sem komast upp í 96 km hæð, og verður þeim skotið frá loftbelgjum. Hæst komast Iris- eld- kólfar, 320 km, en þeim verður skotið frá athugunarstöðvum á jörðu niðri. Illutverk eldkólfanna í þessu rannsóknarstarfi er mikið og marg þætt. Af upplýsingum þeim, sem berast til athugunarstöðvanna frá mælitækjum í eldkólfunum uin þrýsting í gufuhvolfinu, hitastig þar og þéttleika, gera vísindamenn sér vonir um að geta ráðið, hver hin rétta bygging gufuhvoifsins sé. Þetta er mjög veigamikið atriði, þar eð það er skilyrði fyrir því, að hægt sé að gera nákvæmari veð urspár langt fram í tímann, auk þess sem það stuðlar að aulcinni þekkingu manna á grundvallarat- riðum veðurfræðinnar. | Annað stærsta hlutverk eldkólf- anna verður að gefa unplýsingar um hreyfingar gufuhvolfsins milli hitabeltanna og heimskautasvæð- anna og hringrás gufuhvolfsins umhverfis heiminn. Gufuhvolfið Gufuhvolfinu eigum við að þakka margt það, sem er bráð- j nauðsynlegt öllu lífi: súrefni, raka, einangrun gegn útgeislun frá sól- J inni. En ekkert er það í gufuhvolf- inu, sem er mikilvægara en hreyf- ingar þess. Vindar dreifa hitanum frá hita- Hér sést mynd af gerfihnetti, sem notaður verður til rannsókna á hinum ytra heimi. Hann er byggður úr magnesíum, er 50.8 sm. í þvermál og vegur 9.7 kg. Frá bandariskum stöðum verða 12 slíljir hnettir sendir upp í himingeiminn. Suðurskautfð verður rannsakað nákvaemlega á iarðeðllsfræðiárinu. Byggð- ar verSa sérstalcar rannsóknarstöðvar á suðurhvelinu og á myndinni sést, hvernig cin þeirra á cð líta út. Neðanjarðarstöðvar verða byggðar, þar sem híbýli verða fyrir víslndamennina, og rannsóknartæki, en uppi yfir þeim verða rannsóknarstöðvar, eins og myndin sýnir, með útsýnisturnum. beltunum til annarra svæða, þeir flytja raka frá höfunum og bera með sér úrkomu yfir meginlönd- in, þeir taka með sér óhreint loft úr borgunum og flytja í staðinn hreint loft. Ef engir vindar væru í gufuhvolfinu, myndu hitabeltin vera óbærilega heit og hinn hluti heimsins óþolandi kaldur. Megin- löndin yrðu skrælþurr og þakin ryki og loftið í borgunum kæf- andi. Hringrás gufuhvolfsins held ur loftinu stöðugt á hraðri hreyf- ingu umhverfis hnöttinn. Stöðvai- þær, sem taka á móti upplýsingum frá eldkólfunum um hreyfingar gufuhvolfsins, liggja í keðju á fimm breiddargráðum. Þrjár af þessum keðjum ná frá einu skauti til annars — meðfram ' 80“ vestlægrar lengdar, 10° aust- Iægrar lengdar og 140° austlægrar lengdar frá hádegisbaug. Þá verða eklkólfar og notaðir til þess að afla nýrra upplýsinga um sólina og starísemi hennar. Við sjáum aldrei alla sólina. Sem bet- ur fer lokar ozone-lag fyrir mikið af hinni útfjólubláu útgeislun henn ar — sem betur fer, vegna þess að ella myndi hún blinda okkur. En eldkólfar, sem eru í mikilli hæð, geta ljósmyndað allt litróf sólarinnar og aflað okkur þannig mikilvægra upplýsinga um útfjólu bláu útgeislunina. Einnig verða eldkólfar notaðir til þess að á- kvarða dreifingu ozonsins í ytra gufuhvolfi, mæla segulmagnssvæði jarðar og rannsaka geimgeisla. Ennfremur verða eldkólfar not- aðir til þess að rannsaka rafhvolf- ið, en það er rafmagnað belti, sem nær allt frá 80 km til 400 km ofan við yfirborð jarðar. Hafa vísinda- menn mikinn áhuga á að afla sér vitncskju um rafmögnun þess, vegna þess að hún hefir mikil á- hrif á útvarpssend'ingar yfir út- höfin og aðrar langar vegalengdir. Kringum 115 eldkólfar verða settir á loít til þess að afla nýrra upplýsinga um norður- og suður- ljósin, en orsök þeirra er talin 1 vera rafhlaðnar agnir, sem koma frá sólinni af og til, einkum á meðan sólblettir eru, og lenda á gufuhvolfi jarðar. EÍdkólfarnir eiga að mæla þessar agnir. Gerfihnettir Við rannsóknir á hinum ytra geimi verða notaðir gervihnettir. Slikir gervihnettir eru byggðir úr magnesium, og eru þeh 50,8 sm í þvermál og vega 9,7 kg. Þeim er skotið upp með þríliðuðum eldkólf- um og losna þeir frá þeim, þegar síðasti liðurinn dettur frá. Síðan svífa þeir umhverfis jörðina á um- ferðabrautum sínum, sem liggja í allt frá 320 km til 1,280 km hæð, og fara með 29.000 km hraða á klst., þar til drcgur úr hraðanum og þeir springa og leysast upp, þegar þeir koma í þéttara loft nær jörðinni. Þeir verða ef til vill á lofti í nokkrar vikur og glampar á þá í sólskininu á góðviðrisdög- um. Burðarþol slíkra linatta verð ur 9,2 kg. í gervihnöttunum verður einnig komið fyrir mæli- og senditækjum, sem senda vísindalegar upplýsing- ar til athugunarstöðva á jörðinni. Af upplýsingum þessum er gert ráð fyrir, að nánari vitneskja fáist um þéttleika loftsins, um jarðar- skorpuna og samsetningu hennar, lcgun jarðarinnar og að hægt verði að endurbæta ákvarðanir um breiddar- og lengdarbauga. Með aðstoð gervihnattanna munu vís- indamenn einnig geta íylgzt með hinni útfjólubláu útgeislun frá sól inni yfir langan tíma og athugað geimgeislana, sem einnig koma frá sólinni eða bilinu milli stjarn- anna og lenda á jörðinni. Frá bandarískum stöðvum er á- ætlað að sendir verði 12 gem- hnettir, en þó geta þeir orðið fleiri. Reistur hefir verið fjöldi athugun- árstöðva á jörðu niðri, þar sem tekið verður á móti upplvsingum frá gervihnöttunum og fvlgzt með ferðum þeirra á umferðabrautun- um með aðstoð rafeindavéla, en auk þess munu vísindamenn og á- hugamenn um heim allan gera eigin athugasemdir um ferðir þeirra. SuSurskautið rannsakað Loks hafa verið gerðar ráðstaf- anir til þess að rannsaka nákvæm- lega suðurskautið, sem hefir allt til þessa verið minnst rannsakað af öllum svæðum á jörðinni. Þar hafa verið reistar 57 athugunar- stöðvar, og í þeim munu starfa visindamenn frá 12 löndum. Þegar rannsóknir á þessum slóðum standa sem hæst. verða rúmlega 5.000 manns búsettir á suðurskaut inu. sem venjulega er óbyggt. Á- ætlað er, að um 50 skip og svip- | aður fiöldi af flugvélum verði not- ! uð við rannsóknirnar og um eða yfir 200 vélknúin farartæki. Suðurskautið, sem nær yfir 15.500.000 ferkm svæði og nær að meðaltali 1.800 metra hæð. er kald asta svæði á jörðinni og áhrif þess á veðr'ð og veðurfar í öðrum hlut- um heims eru lítt þekkt. Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar, (Framhald á 7. síðul Á víðavangi Reikningslist Mbl. Morgunblaðið var að reikna það út hér á dögunum, að verk- fallsbarátta þess og skrípaleikur foringjanna í sambandi við verk- fallið mundi njóta meiri samúð- ar meðal kjósenda í Reykjavík en annars staðar á landinu. Mikis er sú stærðfræði. En þessar bolla leggingar blaðsins dylja ekki þá staðreynd, að þessi valdabarátta íhaldsforingjanna hlýtur æ þyngri fordæmingardóm alls al- mennings í landinu. Afleiðingarn ar bitna nú á flcstum landsmönn- um, þó þyngst á fólkinu úti um byggðirnar. Það er því eðlilegt,. að þar sé ríkari skilningur á liinu sanna innræti valdabrask aranna en í Reykjavík, enn sem komið er. Þctta er undirstaðan undir útreikningum Morgunblaðs manna. En dæmið er bara ekkí uppgert emi. Að lyktúm mun klíka sú, sem nú stjórnar Sjálf- stæðisflokknum og notar aðstöð- una í eigingjarnri valdastreitu og gegn þjóðarhagsmunum, hljóta verðugan dóm allra landsmanna, Málgagn verkfallsmanna Það dylst ekki lengur neinum-. hvert er málgagn verkfallsmanna á skipaflotanum. Þræðirnir virð- ast liggja beint í MorgunblaSs- höllina og úr henni. Skrif Mbl og orðbragð þess allt minnir á ekkert fremur en ósvífnustu bar- dagaaðferðir kommúnista hér á árum áður. Þetta er þó sama blaðið, sem stundum er að státa af sigri íhaldsflokka í öðrum löndum. Nú síðast var það geysi- drjúgt yfir kosningasigri íhalds- flokksins í Kanada og vildi fá að verma sig í geislum hans. Nokkr um vikum seinna er þetta sama niálgagn farið að haga sér eins og á bak við það stæði rótlaus glæfralýður og ósvífnir valda- braskarar. Þurfa menn frekarí vitna við um tilgang verkfalls- baráttu Morgunblaðsmanna? Er þetta ekki lýsandi dæmi um „hagsmuni okkar“? Efst í huga Farmannaverkfallið er þjóðfé- laginu til stórtjóns. Það er síð- asta og kröftugasta dæmið um það, hvcrnig fámennir hagsmuna liópar — stundum studdir af póli tískum glæframönnum — eru að tæta þjóðfélagið í sundur í milli sín. Ræðir Morgunblaðið þennan þátt deilunnar? Menn geta fleti því síöustu daga og vikur og leit- að. Nei, þjóðarhagsmunirnir eru síðastir eins og í ræðu flokksfor- mannsins á landsfundinum. Öll skrif Mbl. ganga út á að segja landsfólkinu að verkfallið sé ríkisstjórninni til skaða og skammar. Það er lóðið í augum aðalritstjórans. Hvort kröfur eru réttmætar eða óréttmætar, hvort verkfallið skaðar atvinnuvegina og álit þjóðarinnar út á við meira eða íiiinna, um það er ekká rætt. Það sem efst er í huga brýzt frarn eins og beljandi árstraum- ur og yfirskyggir allt annað. Og það er að ríkisstjórnin sé í vanda stödd, málið geti orðið henni tií óþurftar. Hvernig það kemur við þjóðina er ekki skráð á síður Mbl. Þarna er enn eitt lýsands dæmi um náttúru valdabraskar- anna, sem enga raunverulega stefnu hafa í þjóðmálum, enga hugsjón, aðeins valdagræðgi á- samt löngun í aðstöðu til að halda áfram að hlaða auði og völdum undir fámenpa klíku og fáar fjölskyldur. Ein rödd Það er svo alveg í samræmi við þetta, að það er aðeins þessí rödd, sem heyrist í Mbl. þegav farmannavcrkfallið her á góma. Enginn, sém vill ræða verkfalls- málin út frá öðrum sjónarhóli cn blaðið sjálft og íhaldsforingj- arnir gera, fær þar inni. Þessi hugsunarháttur er orðinn svo rík- ur, að Mbl. verður það efni í þriggja dálka fyrirsögn á frétta- síðu, að Tíminn skuli hafa bi 't bréfkorn frá lesanda í baðstofu- spjalli sínu, þár sem málið er (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.