Tíminn - 26.07.1957, Qupperneq 8
Veðrið:
Austan og norðaustan gola, skýj
að og lítls tóttar rigning.
Hitinn kl. 18:
Reýkjavík 14 stig, Akureyri 18,
London 18, París 23, Kaupm.h.,
15, New York 28.
Föstudagur 26. júlí 1957.
Binn nýi íorseti var þjófthetja sjálfstæíis-
baráttu Túnishúa
Tunis—NTB 25. júlí: Þjóðþingið í Túnis samþykkti í dag sam-
(Újóða ályktun, þar sem því var lýst yfir, að landið hefði verið
^ert að lýöveldi og beyinn Sidi Mohammed sviptur stöðu sinni
Múgur og margmenni beið fyrir utan þinghúsið og fagnaði
ákvörðun þingsins með klappi og húrrahrópum.
FiskveiSar eru okkur Islendingum í blóð bornar, og sést það bezt á þess-
«rl mynd, sem tekin er niður við Tjörn fyrir nokkrum döqum , af þessum
ongu drengjum, er þeir voru að veiöa síli. Drengjunum fannst veiðin
ekki ganga nógu vel fyrir sig, og þá var ekkert annað að gera en að fara
jr skóm og sokkum, bretta upp skálmarnar og vaða á eftir sílunum. —
Aðferðin að reyna að grípa sílin með berum höndunum heppnaðist ekki
vel, því að buslugangurinn var nokkuð mikill, er drengirnir óðu um i
Tjörninni. (Ljósm.: Jón H. Magnússon).
Brezkar flugvélar ráðast enn á virki
uppreisnarmanna í Oman
Lloyd varar menn við furíiufregnum frá Kairó
London— NTB 25. júlí: Nokkrar orrustuflugvélar brezka flug-
hersins fóru enn í dag til árása á virki uppreisnarmanna í
Oman og Muskat skammt frá bænum Niwsa, en þar eru aðal-
feækistöðvar þeirra. Flugvélarnar létu eldflaugar og vél-
feyssuskothríðina dynja á bækistöðvunum.
Flugmennirnir höfðu þá sögu a'ð
segja, að þeim hafði tekizt að
vinna mikið tjón á virkjunum, en
ekki sáu þeir til neinna manna-
ferða. Áður hafði flugritum verið
varpað og menn varaðir við va>ni
anlegri árás og ráðlagt að haia sig
á brott frá virkinu. Aðeins fjórar
þrýstiloftsvólar tóku jþátt í árás-
inni.
Stór barnaskóli
byggur að Lauga-
landi í Holtum
Hvolsvelli í gær. — Hafin er
bygging á stórum lieimavistar-
barnaskóla að Laugalandi í
Holtalireppi, og á skólinn að
verða fyrir þrjá hreppa, Holta-
lirepp, Ásahrepjj og Landmanna
hrepp. Að Laugalandi er félags
heimili þeirra lloltamanna, og
þar er einnig sundlaug fyrir. —
Ráðgert er að nota samkomusal
félagsheiniilisins sem íþróttasal
fyrir skólann. Hinn nýi barna-
skóli verður hitaður upp með
jarðhita. Yfirsmiður við þessa
stórbyggingu sem er á 6. hundr
að fermetrar að grunnfleti, er
Sigurður Haraldsson frá Hellu.
Þá er einnig verið að reisa nýjit
kirkju að Eyvindarholtum í A-
Eyjafjallahreppi. Kirkjusmiður
er Þorsteinn Jónsson Drangs-
hlíðardal. FE. !
Flugskeytum skotií í
Kanada til rannsókna á
háloftunum
_ Fort Churchill-Manitoba 24. júlí.
í dag var flugskeýti skotið upp í
fcáloftin frá sameigin'legri rann-
E iknarstöð Bandaríkjanna og Kan
Kda frá Fort Churehill í fylkinu
ílanitoba. Miða rannsóknir þess-
Ei' að því að efla frekari þekkingu
é háloftunum í sambandi við hið
íílþjóðlega jarðeðlisfræðiár. Flug-
fekeytið fór upp í 80 km. hæð með
1.100 metra hraða á sckúndu.
Tilkynningar frá Kairó.
Talsmaður imans, trúarleiðtoga
landsins, sem stendur að baki upp
reisnarmanna, sagði í Kairo í dag,
að einn af fulltrúum soldánsins
hefði beðið bana og brezkur liðs
foringi særzt af völdum sprengju
er þeir hefðu farið í heimsókn til
aðalstöðva uppreisnarmanna fyrir
skömmu og óskað eftir vopnahléi.
Tadsmaðurinn sagði, að brezki iiðs
foringinn hefði alvarlega særzt og
verið fluttur til herstöðvar Breía
í Aden. Fréttinni uni vopnahléstil
boðið hefir þegar verið vísað á
bug af brezkum yfirvöldum.
Vilja koina á friði.
Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra
Breta, fluiti ræðu í dag í neðri
deildinni og kvaðst vilja vara menn
við því að leggja trúnað á þær
fréttir er bærust frá Kairo um at
burðina í Oman og Muskat. Það
væri stefna brezku stjórnarinnar
aö koma sein fyrst á friði á þessum
slóðum sem annars staðar, afstaða
bandarísku stjórnarinnar væri hin
sama. Talsmaður stjórnarandslöð-
unnar, Aneurin Bevan lcvaðst viija
gagnrýna það framferði stjórnar
innar að hafa ekki alltaf á reiðum
höndum upplýsingar handa þing-
mönnum um hið raunverulega á-
stand í Oman og Muskat. Bevan
krafðist þess, að stjórnin gæfi yf-
irlýsingu um málið þegar í byrjun
næstu viku.
Að atkvæðagreiðsluuni iokinni
var Hagib Bourgiba foi'sætisráð-
herra einróma kjörinn lorseti
hins nýja lýðveldis.
Ilinn nýi forseti Túnis hefir ver
ð forsetisráðherra síðan í apríl,
jn hefir um lang tárabil verið með
al heiztu stjórnmálamanna lands-
',ns og' ætíð fremstur í flokki í sjáif
stæðisbaráttu landsins. Hann er
fæddur aí fátæku íorseldri í smá-
þorpi sunnan við borgina Túnis og
er yngstur af 6 systkinum.
Mikill samningamaður.
Hann fór á unga aldri til Frakk
lands, þar sem hann nam lögfræði
kvæntist þar, en að námi loknu fór
hann þegar heim og tók virkan
þátt í stjórnmálabaráttunni. Hann
er gæddur miklum samningahæfi
leikum svo og frábærum dugnaði.
Það er einkum þakkað þrotlausri
baráttu Bourgiba, að árið 1956
veittu Frakkar Túnisbúum heima-
stjórn og algjört sjálfstæði tæpu
ári síðar.
Bourgiba var einn af helztu
hvatamönnum að stofnun Neo
Destourflokksins, en meginmál
hans var að vinna að sjálfstæði
landsins.
Vel búið að beymtin.
Um Ieið og atkvæðagi-eiðslan
iiafði farið írain í liöHiuni yfir
gaf beyinn og ríkiserfinginn höll
beyans og óku til skrauthýsis fyr
ir utan borgina í lögreglufylgd,
en þar nnin beyinn liafa aðsetur.
Bourgiba lýsti því yfir í dag, að
það yrði að sjálfsögðu vel að
beymun búið svo og fjölskyWti
lians.
Sætti aukinui gagnrýni.
Hinn 73 áar gamli beyi liefir set
ið að völdum í Túnis í 14 ár, en
vinsældir hans hafa ekki farið vax
andi. Hann hefir að því að segt
er, safnað óheyrilegum auði og lif
að i vellystingum. Hann heiir
aldrei verið ráðamaður í landinu,
en lítil völd hans urðu engin er
hin mikla þjóðernisalda gekk yfir
landið. Hann hefir ætíð verið tal
inn hlynnlur Frölrkum og hægfara
breytingum í frelsisátt. Upp á.síð
kastið hefir hann orðið fyrir síauk
inni gagnrýni ýmissa innlendra
stjórnmálamanna, ekki sízt Bour
giba forseta. Hann er kvæntur og
á 3 syni og 9 dætur.
BOURGIBA
hinn nýi forseti Túnis
TÚNIS, yngst lýðveldi heimsins sést lengst til vlnstri á kortinu.
Biskup messar á
Ólafsvöku
í Færeyjum
Kaupmannahöfn í gær. — í
fyrsta sinn í sögu færeyska lög-
þinsins mun biskup halda guðs-
þjónustu á Ólafsvökunni hinn 29.
júlí, en þá kemur þingið saman.
Það er Fuglsang Daggaaixi, biskup
sem dvelur í Færeyjum um þessar
mundir. Guðsþjónustunni verður
útvarpað um hina nýju útvarps-,
stöð Færeyja. —Aðils.
Sjúkov ekki boðið til
Bandaríkjanna
Washington. — IlaCt er eftir
ýmsum embætlismönnum stjórnar
innar í Washinglon, að engar á-
mannafundi sein
skömmu að eí
til vill væri gagnlegt að koraa á
fundi landvarnaráðherranna Wil-
sons og Sjúkovs. Þetta mun ekki
hafa alls staðar mælzi vel fyrir
vestan hafs og ýmsir þingmenn
repúblíkanaflokkisins lýstu því yf-
ir að þeir myndu beita sér gegn
héimsókn „slátrarans frá Buda-
pest“.
49 býli í landeyjum íá nu Sogs-
rafmagn frá nýrri háspennulínu
Sii aum var hleypt á tessa línu í gær og
byrjaft aft tengja heimtaugar vií hana
Frá fréttaritara Tímans á Hvolsvelli í gær.
í dag var hleypt straum á háspennulínu, sem liggur um V-
Landeyjr.r og nær auk þess til sex býla í A-Landeyjum og Voð
múlastaðakapeilu. Er nú þessa dagana verið að tengja býlin
við háspennulínuna. Með þessum framkvæmdum fá 49 býli
í Austur- og Vestur-Landeyjum Sogsrafmagn.
Á V-Landeyjum fá 43 býli raf-
magn frá þessari lfnu og einnig
félagsheimili V-Landeyinga, Njáls
búð og kirkja þeirra að Akurey.
Iíeimtaugargjaldið er 60% af sam
anlögðu fasteignamati jarðar og
húsa og auk þess 3 þús. kr. grunn-
gjald á hverl býli.
Háspennulína þessi er framháld
línunnar sem liggur um Hvolsvöll
austur á bóginn. Unnið var að þess
ari línulögn aðallega í vctur, en
sí'ðan hefir verið unnið að raflögn
um að bæjum, og mun þó vera
nokkuð ógert af því enn. PE
Vatnsskortur í Færeyjum
Kaupmannaliöfn í gær. — í Fær
eyjum hellr sumarið verið svo
þurrt fram að þessu, að menn
muna ekki annað eins. Síðustu
þrjá mánuðina hefir verið mjög
iströng vatnss'kömmtun í Þórshöín.
og falti ekki regn næsta hálfan
mánuð verður þar mikill rafmagns
skortur, þar sem raforkuver í
Voátmanna, sem þrjár stærstu eyj
arnar íá ralmagn frá, mun þá því
næst stöðvast. — Aðiis.
Haíníirðingar sigruðu KR 3-1
FeHur KR niíur í 2. deild ?
í gærkvöldi fór fram mjög þýðingarmikill leikur í 1.
deildarkeppninn á íþróttavellinum í Reykjavík. Þar léku
tvö af neðstu liðunum í deildinni Hafnfirðingar og KR.
Leikar fóru þannig að Hafnfirðingar sigruðu 3:1, í hálf
leik stóðu leikar 1:1. Mörk Hafnfirðinga skoruð Sigurjón,
Albert og Ásgeir. Fyrir KR skoraði Hörður Felixsson.
Ettir þessi úrsiit tryggðu Hafnfirðingar sé nokkuð ör
ugglega sæti í deildinn næsta ár.. — KR eru nú neðst í
deiidinni ásamt Akureyringum. En; Akureyringar eiga
eftir cð leika við Val og KR við Akurnesingar svo aS
úrslit eru ekki enn kun varðandi hvaða lið fellur niður í
2. deild. — Talsverður f jöldi áhorfénda var á vellinum í
gær og mikíll spenningur var um hver úrslitin myndu
verða.
Hornsílin veidd með berum höndum
Lýðveidi stofnað í Túnis - Bourgiba
kjörinn fyrsti forseti landsins