Tíminn - 10.08.1957, Qupperneq 6

Tíminn - 10.08.1957, Qupperneq 6
6 TÍMINN, laugardaginn 10. ágúst 1957. STJÖRNUBÍÓ Siml 1*93« Same Jakki (Eitt ár með Löppum) Hin fræga og bráðskemmtilega litmynd Per Höst, sem allir ættu ag sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Per Höst segir frá Löppunum áður en sýningar hefjast. Guðrún Brunborg. HAFNARBÍÓ Sfml 1-64-44 Draugahöllin — Ný „Francis" mynd — Sprenghlægileg ný amerísk gam anmynd. Mickey Rooney Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Síml 1-11-82 VEHA CRUZ Heimsfræg, ný, amerísk mynd, tekin í litum og SuperScope. Gary Cooper Burt Lancaster Ernest Borgnine Denise Dancel Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innin 16 ára. TJARNARBÍÓ Sfml 22-1-4* Sagan af Wassell lækni (The story of Dr. Wassell). \ Stórfengleg mynd f litum,' byggð á sögu Wassels læknis og 15 af sjúklingum hans og sögu sftir James Hilton. Leikstjóri: Cecil B. De Mille. j Aðalhlutverk: Cary Coper. Taraine Day. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. BÆJARBÍÓ *- HAFNARFIRÐI m Sfml 501*4 HættuleiÖin Frönsk—ítölsk verðlaunamynd eftir skáldsögu Emil ZOLA. — Aðalhlutverk: Simone Signoret, Raf Vallone. Myndin hefir ekki verið sýnd éður hér á landi. Danskur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 9. Austurbæjarbíó Sfml 113*4 MaÖurinn sem hvarf Óvenju spennandi og snilldar vel gerð ný ensk kvikmynd, sem framleidd var undir yfirumsjón hins fræga rithöfundar Graham Greene. — Danskur texti. Aðalhlutverk: Trevor Howard, Alida Valli. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BfÓ Sfml 1 1544 „Rokk“-háti<5in mikla (The Girl Can't Help it) Skemmtilegasta og víðfrægasta! músíkgamanmynd, sem fram-! leidd var í Ameríku á síðasta í ári. Myndin er í litum — og j CINEMASCOPE. Aðalhlutverk leika: Tom Ewell, Edmond O'Brien og nýja þokkagyðjan Jane Mansfield. Ennfremur koma fram í mynd- inni ýmsar frægustu Rock n'! Roll hljómsveitir og söngvararj í Ameríku. — Þetta er nú mynd, sem seg- Ir SEX. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3 meÖ Jamie Dawn (3 for Jamie Dawn) Sérstæð og vel leikin ný amerísk sakamálamynd með Ricardo Montalban Larina Day Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarðarbíé Sími 50249 Gullna borgin (Die Goldene Stad) Hrífandl falleg og áhrifamikil þýzk stórmynd frá Bæheimi, tek- in í hinum undurfögru Agfa-lit I11W. Aðalhlutverk: Kristína Söderbaum Eugen Klöpfer Paul Kllnger Danskur textl. Sýnd kl. 7 og 9. GAMLA BÍÓ Sfml 1-1475 Beztu ár ævinnar Hin fræga kvikmynd, sem hlaut 9 „Oscar“-verðlaun og varð ein allra vinsælasta kvikmyndin. Frederlc March Dana Andrews Virginia Mayo o. fl. Sýnd kl. 5 og 9. n m>Kí ® Frönskunám og freistingar Sýning annað kvöld, sunnudag. kl. 8,30. — Aðgöngumíðasala eft ir kl. 2 í dag. Sími 13191. ampcp Raflagnir — ViBgerSir Sími 1-85-56. MARTHA OSTENSO RIKIR SUMAR ( RAUÐÁRDAL 99 hræddur við mömmu, hvað ég er ekki. Þótt ég verði að bíða í 50 ár eftir því, að Alec komi og taki mig á brott með sér, þá skal ég samt bíða. Þú getur troðið þessu í píp- una þína og reykt það, með- an þú hefur eklti annað betra. Karsten varð undrandi yfir ofsanum í systur sinni. Hún var svei mér ekkert lamb að leika sér við. Hann hafði ekki látið sér detta í hug, að hún . . . en hún var svo ung og áhrifagjörn. Og þessi ungi, fallegi ævintýrapiltur á fljóta bátnum — fjandinn hafi það, þau voru bæði kolbrjáluð. Eftir eitt eða tvö ár myndi enginn bátur ganga lengur á ánni. Hvað myndu þau gera þá? Karsten rétti snögglega úr sér. Jú, Solveig gæti svo sem . . . Þungt fótatak heyrðist í stiganum fyrir neðan, og þau heyrðu föður sinn segja í hvössum tón: — Hvað á þetta hangs að þýða? Magdis er búin að kalla tvisvar í þig. Þú — þú á náttkjólnum, Sol- veig. Ertu lasin? Gremjan, sem hafði skinið út úr brúnu, veðurteknu and liti hans, breyttist í áhyggju- svip. Sólveig stóð eins og stein- gerfingur, og Karsten, sem annars var ekki hlátur í huga, gat ekki varizt brosi. — Nei, ég er ekki veik, sagði Solveig kuldalega, og Karsten sá skína í hvítar tennur henn- ar milli samanherptra vara. Ég kæri mig bara ekki um að fara niður strax. — Nú, sagði ívar og klór- aði sér vandræðalega í höfð inu,. Hann vissi aldrei al- mennilega hvað hann átti til bragðs að taka, þegar dætur hans áttu í hlut. En hann vissi, að Magdali yrði heldur betur snögg við Solveigu, þegar hún loks kæmi niður. — Ég er hræddur um að mamma þín . . . — Segðu henni að ég sé með höfuðverk, sagði Solveig stuttaralega. — Ég hefi raun ar fengið hann núna, bætti hún við og sendi Karsten heldur kalt augnatillit. — Komdu, pabbi, sagði Karsten. — Láttu hana eiga sig. Hún heldur ef til vill að hún sé ástfangin. Svo glotti hann háðslega framan í Sol- veigu, en lagði hendina á öxl föður síns og þannig gengu þeir saman niður stigann. — Ég hef aldrei botnað neitt í þessum stúlkum, sagði fvar vandræðalega. Hún Sol- veig . . . það er næstum eins og hún hafi aldrei verið ein úr þessari fjölskyldu, og hún verður stöðugt undarlegri í öllum sínum háttum. Hann andvarpaði. — Þú byrjar á suðvestur akrinum í dag Karsten. Svo geturðu hætt í hálftíma eða svo og synt í ánni. Það er ekki sanngjarnt, að þú vinnir allan daginn og les’ir bækur þínar hálfa nótt- ina. Hann sagði þetta stutt- araljega og þó fþimnislega, þannig að ást Karstens á föð ur sínum, sem var djúp og innileg, blossaði upp innra með honum. Auk þess hafði ívar gert athyglisverða játn- ingu í gær, sem snart við- kvæma strengi hjá Karsten. Hann hafði sagt Karsten, að hann kysi heldur, að hann ynni að uppskerunni á suð- vestur akrinum, sem var raunverulega eign ívars sjálfs en ekki á austur ökrunum, sem höfðu verið keyptir fyrir fé þeirra Magdali og Roald Bratlands. — Ég tek vinnuna ekki nærri mér, svaraði Karsten, og var stirt um mál. — Jæja, þú verður að minnsta kosti á þessum akri. Það var kliður í borðstof- unni af stólum, sem ýtt var til, og tali fólksins, sem var að setjast til borðs. Úr eld- húsinu harst ilmur af svína- fleski og eggjum, steiktum kartöflum og mörgu öðru góð gæti. Það kom vatn í munn- inn.á Karsten og hann hugs- aði með sér, að ekkert væri eins dásamlegt og koma heim, jafnvel þótt Solveig hefði reynt að eyðileggja fyrir hon um morgunverðinn með þess um heimskulegu hugmynd- um sínum um Alec Fordyce. Að lokum komst kyrrð á við borðið og Magdali gaf manni sínum merki um að allt væri tilbúið, með því að brosa mildilegu brosi til hans yfir hlaðið borðið. ívar beygði höfuð sitt og sagði borðbæn. Einhvern veginn hafði hann þó aldrei getað losnað við þá tilfinningu, að það væri hálf gerð látalæti að segja borð- bænina á ensku. Undan hálfluktum augna- lokum sá Karsten, að Olina litla starði á hann í stað þess að sitja hátíðlega með beygt höfuð. Hvað gekk að henni? Skyndilega og án þess að hann gæti gefið nokkra skyn samlega ástæðu fyrir því, fann Karsten til löngunar eft ir gamla eldhúsinu þeirra, sem hann þekkti svo vel þeg- ar hann var drengur. En nú voru allir teknir til við mat- inn. Magdali hrósaði sér af því, að matborð hennar væri það ríkulegasta þar í sveit- inni og henni var það óbland in ánægja, að sjá mennina borða eins og þetta væri þeirra s’einasta máltið. Og Karsten hafði ágæta matar- lyst. Magdali leit virðulega yfir borðið. Sæti Solveigar var autt og hár Olínu var eins og hún hefði strokið yfir það í mesta flýti. — Hvers vegna er ekki Sol- veig komin niður til morgun- verðar, Olína? spurði Magdali. Síðan hún fór að fitna, gætti hún þess jafnan að tala hægt og fremur lágt, þegar hún komst í geðshræringu út af einhverju, því að annars kynni hún að hafa staðið á öndinni og allur viröujleiki rokið af henni. Olina, sem var í herbergi með Solveigu, svaraði með hljómfagurri röddu, en lét augun hvíla á disknum sín- um: — Ó, hún rak tána í, þegar hún fór fram úr rúminu. Ég hafði skilið myndabókina mína eftir á gólfinu og i henni var þyrnikvistur. Ég hugsa að hann hafi stungist í tána á henni. Allt frá því, að yngsta bafn ið fór að tala, hafði það ver- ið Magdali undrunar og á- hyggjuefni, að barn, sem hún átti, skyldi geta verið með meiningarlaust gaspur. En ef til vill var það guðsrefsing sem á hana hafði verið lögð. Árið sem hún gekk með telþ- una hafði hún neyðst til að fara um allar jarðir með Roald vegna jarðakaupa og annarra viðskipta, sem þau stóðu þá í. Hver skyldi hafa trúað því, að guð launaði henni erfiðið með því, að láta eldingu ljósta hestinn, sem hún reið á til baka, svo að hún sjálf kastaðist út í skurð. Afleiöingin vár sú, að hún eignaðist barnið mánuði fyrir tímann og eftir það áfall var með öllu vonlaust fyrir hana að eignast fleiri börn, það vissi Magdali mætavel. En alla tíð hafð hún litið Ólinu sem hálfgerðan umskipting — og í rauninni eitthvað miklu verra — eldingu. Já, einmitt, var ekki hvítbleikt hár telpunnar alveg eins á litinn og elding. Knattspyrnan (Framhald af 5. síðu). áhrif á félaga sína með því að hafa sem fæst orð, en vinna mikið sjáMur. Um leik Guðjóns nú þarf ekki að fara mörgum orðum, því fullyrða má, að hann hafi verið, ásamt Albert og Halldóri, bezti maður liðsins og er tvímælalaust beZti framvörður landsins. Reynir Karlsson lék í stöðu h. framvarð- ar og virtist eitthvað miður sín, því hann hefir oft áður átt betri leik. Sennilegt er, að Sveinn Teits son sé sá sterkasti, sem völ er á í þessa stöðu. Framlínan er nokk- urt vandamál, því að okkur vant- ar tilfinnanlega kantmenn. Gunn- ar var duglegur í stöðu miðherja, en lá of aftarlega. Halldór Sigur- björnsson er teknískur með knött- inn, en gerði sig áberandi sekari í þessum leik um kæruleysi, er ‘hann t. d. spyrnti knéttinum hvað 'eftir annað á rnarkið úr aigjörlega vowlausri stöðu. Lítið fór fyrir Skúla í leiknum. Albert Guðmunds son átti ágætan leik. Guðmundur Óskarsson lék í stöðu h. innherja ■og átti góð tilþrif sérstaklegá í fyrri hálfleik. Haukur Jakobsson lek til að byrja með sem v. innh. en fór út af eftir 20 mín. Eins og áður hefir verið greint frá, eru Kússarnir fráhærir knatt- spyrnumenn. Vinstri innh. er þeirra bezti skotmaður og gerði núna ein 6 mörk. Samleikur og hreyfanleiki liðsins er mjög til fyr irmyndar og eins hversu þeir nota kantana mikið. í innköstum hafa þeir oftast nær yfirhöndina með góðum staðsetningum. Dómari í leiknum var Guðbjörn Jónsson og dæmdi hann vel. — Áhorfendur voru um 5 þúsund. Næsti leikur Rússanna verður á sunnudaginn og keppa þeir þá við Reykjavíkurmeistarana, Fram. — hj.hj.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.