Tíminn - 25.08.1957, Blaðsíða 5
tlMINN, sunnudaginu 25. ágúst 1957.
> X< í' * A
Sctmtífa ocj óctcj
í 2höá
am
ar
Þegar sumri hallar breytast
enn á ný litir í ríki náttúr-
unnar. Túnin, sem búið er að
hirða, fá á sig nýjan grænan
lit, sem tekur öllum öðrum
grænum litum fram um feg-
urð og dýpt. Mörgum finnst
að aldrei sé fegurra í sveitum
en einmitt um miðjan ágúst,
þegar sól hefir skrnið lengi
sumars og heyskapurinn
gengið vel.
Þannig var þetta einmitt vestur
í Döium, þegar blaðamaður frá
Tíma.num var þar á ferð fyrir
fáum dögum, þeirra erinda að afla
sér mynda og fróðleiks í sögu-
frægum byggðum, sem lengi hafa
verið íslenzkum Jesendum hugstæð
8r.
Nýtt landnám í ríki Auðar.
í Dalasýslu er nú seinustu ár-
5n að hefjast nýtt landnám, ef
svo má aS orði komast. Nýbýli
rísa, þar sem áður var engin
byggð og grænar grundir hylja
móa og mýrar, þar sem Auður
■> "i i »■ ——————— ^
Grein og myndir:
Guðni Þórðarson.
djúpugða gaf kristnu samferða-
fólki smu jarðnæði í fornöld,
meðan íslaud var enn land þeirra
manna, er kunu, þ\ í bezt að tigna
Þór og' Öðinn. — Vegir eru
lagðir, vatnsföll brúuð, skólar
byggðir og hafskipahöfn fundinn
staður.
Slík umskipli í framfaramálum
heillar byggðar, skapa timamót í
langri sögu. Unga fólkið sér, að
fjarlægar vonir geta orðið að
veruleika, ef ekki skortir sam-
stöðu, góðvilja og trú á framtíð-
ina.
Þjóðleiðir fornar og nýjar.
Þjóðleiðin til Dalasýslu liggur
enn um Bröttubrekku frá Borgar-
firði. Vegurinn yfir fjallið frá
Dalsmynni í Norðurárdal er góð-
ur sumarvegur, en lokast snemma
í snjóum. Þá verður byggðin,
vestan fjalla alveg einangruð,
stundum lengi. Lokast þá oft Iíka
hin vandfarna og krappa siglinga-
leið inn á Hvammsfjörð og ísalög
hefta siglingar til BCiðardals.
Nú er hinsvegar byrjað á
tvciinur stórframkvæmduni, sem
tryggja eigi vörn gegn vetrai'-
einangrun, sem er erfið og á-
hættusöm nútímaatvinnurekstri
til lands og sjávar. Þessar tvær
stórfranikvæmdir eru Heydals-
vegurinn og höfn í Skarðsstöð
við Breiðafjörð.
í sambandi við Heydalsveginn
er nú unnið á sumri hverju að
vegabótum og brúargcrð á Skóga-
strönd, en tiltölulega auðvelt er
talið að leggja veginn yfir sjálft
fjalllendið, sem raunar er ekki
mikið fjall-lendi og snjólétt milli
byggða. Þessi vegur á að tryggja
snjóléttan vetrarveg af Vestur-
landsundirlendi norður í Dali og
síðan áfram til Norðurlands, þeg-
ar snjór er þungur á Holtavöröu-
heiði, sem oft er á vetrum. Alþingi
hefir nú í tvö ár samþykkt fjár-
veitingu til þessa nýja þjóðv., sem
Af Klofningsfjalli sér yfir eyjar, sem loka Hvammsfirði. Snæfeilsnessfjöll-og jökull lengst í suðri.
landnámsöld, milli Borgarfjarðar
og Miðdala. Sögufræg leið, milli
sögufrægra byggða. Þar hafðist
Grettir við og sat fyrir ferðamönn
um. Má þar á næstu grösum við
þjóðveginn enn sjá grasflöt, sem
kölluð er Grettisbæli, og þykjast
menn sjá þar kofarústir, hvort
sem þær eru rústir af skýli frið-
sælla smalamanna eða kofa Grett-
is sterka.
Skammt frá landnámsbýli Auð-
ar er höfuðbólið Ásgarður, og
stendur nokkuð hátt, þar sem sér
yfir víö lönd með svo til ótæm-
andi framtíðarmöguleikum. —
Ásgarður hefur lengi verið höfuð-
bói í þjóðbraut og landskunnur
rausnarskapur og gestrisni á því
heimili.
Bóndi að Ásgarði cr Ásgeir
S§É '
Hvammur í Dölum, þar sem Auður djúpúðga nam land
verður Dalamönnum, og ef til vill
fleirum, mikilvæg samgöngubót á
löngum vetrum.
Þjóðleiðin yfir Bröttubrekku er
hinn forni þjóðvegur, allt frá
Vegurinn gegnum Klofningsfiall, Sér yfir Breiðafjörð til Barðastrandar-
fjalla.
Byggð er blómleg í Miðdölum
og margt fornra höfuðbóla, sem
ekki er hægt að dvelja við að
sinni. Víða er vel byggt í Dölum
og ræktun í góðu lagi, enda land
gott undir bústofn í grösugum
byggðum, þar sem víðáttumikil af-
réttarlönd eru nærtæk.
Við botn Hvammsfjarðar, rétt
við „skóhælinn“ er lítið kauptún
á ströndinni, Búðardaiur. Þar er
bryggja og stórum vélbátum fært
að, en vandasöm sigling er um
Hvanimsfjörð. Inn á hann er farið
um kröpp sund og straumhörð
milli eyja. Búðardalur er þó eina
höfnin fyrir Miðdali og Suðurdali,
enn sem komið er, þó bættar sam
göngur gefi fyrirheit um tengsl
við öruggari framtíðarhafnir.
Norðan við Hvammsfjörð eru
söguríkar byggðir í landnámi
Auðar djúpugðu. Auðartóftir, þar
sem hún reisti fyrst bæ sinn, veit
nú enginn lengur hvar eru, en
Krosshólaborgin stendur enn hátt
við fjörðinn og minnir á helgar
morgunstundir hins kristna kven-
skörungs í hópi hinna fyrstu ís-
lenzku landnámsmanna. Þar við
hóiana er sagt, að hún hafi reist
krossmark sitt og gengið til bæna-
gerða á morgni hverjum, cn látið
síðan við andlát, grafa sig í flæðar
málinu hið neðra, þar sem hún
vildi ekki liggja i óvigðri rnoid.
Saga þessarar kristnu konung-
bornu konu, sem festi rætur í nýj-
um átthögum við Hyammsfjörð er
skemmtilegur þáttur í íslenzkri
landnámssögu. Margt er líkt nieð
landslagi við Hvammsfjörð og í
jíyrri heimkynnum Auðar á Skot-
landi, grónar hlíðar, lygnir firðir
og mildur syipur landslags.
yfir Hvammsfjörö.
Bjarnason alþingismaður Dala-
manna. Hann er farsæll maður
og traustur, eins og hann á kyn
til, en jafnframt maður ljúfur í
viðmóti og höfðinglundaður
drengskaparmaður, eins og þeir
vita bezt sem vel þekkja. Ásgeir
hefir nú um nokkurt árabil setið
á Alþingi fyrir Dalamenn og
verið þar liéraði sínu í meira lagi
nýtur maður. Ekkert tækifæri
lætur hann ónotað til að vinna
að málefnum Dalainanna. Ileima
í Ásgarði er Ásg'eir alþingismað
ur góður hóndi, vinamargur og
vinafastur. Þar er nýbyggt mynd
arlegt íbúðarhús, og mun þó ekki
af veita, því gestkvæmt mjög er
þar sem fyrr og næturgestir oft
samtímis fleiri en einu og fleiri
en tveir.
Frá Ásgarði er slutt inn í Sæl-
ingsdal. Þar í Sælingsdalstungu
bjó Snorri goði og reisti fyrstu
kirkju. En þangað flutti Snorii
frá Helgafelli. Sælingsdalur er
þröngur dalur og stuttur og ekki
íangt milli foinra höfuðbóla. —
Skammt frá Sælingsdalstungu.
handan árinnar, er bærinn Laug-
ar, þar sem Ósvifur bjó til forna.
Menntasetrið að Laugum.
Að Laugum er jarðhiti o'g
íþrótta- og menntasetur í Dölum.
Sundlaug ágæt var þar byggð fyrir
mörgum árum, önnúr hin fyrsta
í landinu, og þar er nú efinfrémúr
komin heimavistarbarnaskóli og
myndarlegt menntasétur í bygþ-
ingu.
Skólastjóri að Laugum er Ein
ar Kristjánsson, liinn ágætasti
skólamaður, sem unnið hefir mik
ið starf við mólun heimavistar-
skólans og uppbyggingu h.ins
verðandi menntaseturs.
Ráðgert er að skólahús, sem
er 170 fermetrar verði fokhelt
í liaust. Tveggja hæða bygging,
sein rúma á 28 nemendur í heima
vist og alla starfsemi skólans
fyrst um sinn, þar til síðar, að
hugmyndin er að byggja hliðar-
álmur við bygginguna, þegar
skólinn stækkar. í þessari glæsi
Iegu byggingu fá kennarar og
nemendur ákjósanlegar aðstæð-
ur til náms og leikja. Er ekki
líklegt að söguskoðun gleymist
þar, í næsta nábýli við bústað
Snorra goða og bænastað Auðai'
við Krosshólaborg.
Þarna í dalnum er eitt af sex
nýbyggðum nýbýlum í DÖlum. —
Miðgarður, snoturt býli og býr
þar Benedikt Gíslason, ungur mað
ur, sem áður var prentmynda-
smiður í Reykjavík.
Hvammúr i Dölum er en höfuð-
ból og kirkjustaður. Séra Pétur
Oddsson, sem verið hafði sóknar-
(Framhald á 7. síðu).