Tíminn - 25.08.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1957, Blaðsíða 7
T í MIN N, sunnudaginn 25. ágúst 1957, 7 HiS verðandl mcnntasetur Dalamanna að Laugum í Sælingsdal. Nýja heimavistarskólahúsið, sem er í smíðgm, sést fremst á myndinni. Samtíð og saga (Framhald af 5. síðu). prestur þar nokkuð á annan tug ára,- er hann féll frá í fyrra með sviplegum hætti, var gó'ður bóndi, auk þess sem hann var vinsæll kennimaður. Ifafði hann stjórnað og unnið að mikilli ræktun og uppbyggingu að Hvammi. Þykir mönnum sárt að þurfa að sjá af honum og konu hans og mannvæn- legum börnum, sem nú fíytjast brott úr sveitinni. Vegurinn út á Fellsströnd ligg- ur framhjá Hvammi, meðfram Hvammsfirði og er víða fallegt á þeirri leið, ekki sízt, þegar komið er út á Fellsströndina. Ár og læk- ir eru nú að kalla allsstaðar brú- aðir á þeirri leið og því greiðfært „kringum Strandir“, eins og það ér kallað fyrir vestan. Staðarfell er höfuðból á Fells- strönd og menntasetur. Þar er hús- mæðraskóli, sem stofnaður var fyr ir 30 árum. Magnús Friðriksson óg Soffía Gestsdóttir kona hans, sem búið höfðu um nokkurt skeið að Staðarfelli, gáfu jörðina undir skólasetur. Nýlega hafa farið fram gagn- gerðar endurbætur á skólahús- inu, sem er vistlegt og vel búiö tækjum. Síðasía vetur voru flest ar uámsmeyjarnar þar úr byggð um Breiðafjaroar. Skóiastýra á Staðarfelli er Kristín Guðmunds- dóttir og er auðséð á allri um- gengni að forstöðukonunni er það ekki að skapi, að ryk festi á gijá- fægðum gólfum, eða gólfdreglar gangi úr skorðum. Séð yfir eyjar og sund. Bf við höldum ferðinni áfram út Felisströnd liggur leiðin um Kiofning, þar sem ekið er í gegn- um fjallaskarð þröngt, sem er eins og tiihöggið hafi verið af nátt úrunnar hendi með vegalagnirgu fyrir augum. Auðvelt er að ganga á Klofnings 'fjall. Þaðan er mikil útsýn og fög- 'ur yfir Breiðafjarðareyjar í suðri. Klakkseyjar gnæfa hæst með hvassa finda, en flestar eru eyjar þarna hálendar. Til að sjá er sums staðar eins og klettaborgir standi á samíelldu landi, svo langt sem sér til eyja í suðri. Suður þar á eyjum, í Klakksey, ef rétt er num að, er Einíksvogur, þar sem Eirík- ur rauði bjó skip sitt forðum iil Grænlandsferðar. Norðan Kldfnings liggur leiðin um Skarðsströnd. Þar er útsýni vítt og fagurt yfir Breiðafj örð og sér vel til Barðastrandafjalla Iiand an fjarðarins, c-g út til hafsins, þar sem fjallgarðurinn er.dar. Þegar kvöldar og skyggir, sjást Ijósin í Flatey. En annars eru þær ekki orðnar margar Breiðafjarðareyj- arnar, þar sem ljós loga lengur. Á Skarðsströnd er hið forna höf- uðból Skarð, sem talið er elzta óð- al á íslandi, líklega í EÖmu ætt allt frá landnámsöld. Þar í Skarðs stöð er hin fyrirhugaða höfn og verzlunarstaður. Verður Skarði og Skarðsströnd gerð nánari skil í sér stakri grein síðar. Þegar Skarðsströnd líkur tekur við Saurbærinn á sömu strönd. Er þá orðið skammt að sjá yfir Gils- fjörðinn til Barðstrendinga. Sést vel með berum augum til húsaþyrp inganna að Reykhólum. Verzlunarstaðurinn í Saurbæn- • um er Saltliólmavík, en víð og fögur sveit opnast inn af strönd- inni. Er þar grösug byggð með mikla ræktunannöguleika. Kaup félagið á Salthólmavík er að byggja myndarlega verzlunar- og veitingabyggingu, þar sem þjóð- leiðir mætast í sveitinni. Kaup- félagið í Búðardal er líka að hefja byggingu á stóru verzlun- arhúsi við þjóðveginn þar. Verzlun Dalamanna hefir verið dreifð fram að þessu, en efling samvinnufélaganna er hafin, þann- ig að með þróttmiklu samvinnu- starfi geta Dalamenn auðveldlega búið vel í haginn fyrir framtíðina, líka á því sviði. Góðar vætfir og fyrirbænir. Úr Saurbænum liggur þjóðveg- urinn yfir Svínadal til Hvamms- sveitar og er hringferð okkar þá lokið að sinni. Vegurinn liggur þar enn um Mjósund, þar sem kappar fornaldarinnar lögðu leið sína til vinafunda og vígaferla. í Sælingsdal stendur enn Tungu- stapi, þar sem huldufólkið býr og hefir kirkju sína, eins og þjóðtrú- in segir. Víst er um það, að hól- arnir við Hvammsfjörð kynnu frá mörgu að segja, fengju þeir sögu sína sagt — og enginn skyldi af- neita tilveru huldufólks og ann- arra góðra vætta. Ævintýrin eru mörg bæði í sanitíð og sögu, og stundum tek- ur samtíðin þjóðsögunni fram um það ótrúlega. Víst er það, að í Dölum er að hefjast nýtt land- nám mitt í sögufrægum byggð- um. Þar er ungt fólk að störfum, sem kosið liefir sér það lilut- skipti, að glíma við íslenzka mold í margfaldrar uppskeru von. — Ef Auður djúpúgða gengi enn til bæna á kyrrlátum morgni við Hvammsfjörð, við Krosshólaborg ina, þar sem bæn var fyrst flutt á Islandi, myndi hún áreiðanlega telja samtíðina líkari þjóðsögu en liversdagsleika. Og víst er uin það, að hún myndi í góðum bæn- um sínum minnast fólksins, býl- anna og túnanna, seni nú eru bú- in að fá á sig þennan djupa. fal- Iega græna lit, sem engin orð fá lýst. — gþ. Sunnudagur 25. ágúst HlöSvir konungur. 237. dagur ársins. Tungl í suSri kl. 13,27. ÁrdegisflæSi kl. 5,59. SíSdeg- isflæSi kl. 18,20. SLYSAVARÐSTOFA REYKJAVIKUR i Heilsuvemdarstððiunl, er opin allan sólarhringinn. Næturlæknir LæknaféL Keykjavíkur er á sama staö fcL 18—8. — Síminn er 150 30 MM7- 2 3 ý|||i s 7 8 PH!" /2 /3 /v ilglps Lárétt: 1. skömm. 6. kuldaskjálfti. 10. eyja. 11. fangamark. 12. fagur- grænn. 15. auðveld. — LóSrétt: 2, at- viksorð. 3. nestispoka. 4. undirförul. 5. kvenmannsnafn. 7. skemmd. 8. ílát. 9. haf. 13. bökunarefni. 14. aldur Lausn ákrossgátu nr. 428. Lárétt: 1 Áhöld 6. Amrandi 10 LJ 11. Um 12. Rómolla 15. Mynni. Lóðrétt: 2. Hýr 3. Lön 4. Kaldá 5. Fimar 7. Mjó 8. Aho 9. Dul 13. Mey 14. Lin. I gær voru gefin saman af sr. Bjarna Sigurðssyni að Mosfelli ung- frú Valgerður Guðmundsdóttir, ljós- móðir, Seljabrekku og Yngvi Björn Antonsson, bústjóri að Bessastöðum. mmmmm Nýtt verzlunarhús samvínnumanna rís í Saurbaenum. Verður unnt að .. . Framhald af 5. siöu. Flugvélar framtíSarinnar. Ein gerð flugvélar, sem Jíkleg er til að verða hagnýt í framtíð- inni, er framleidd af Rolls-Royce verksmiðjunum og sniðin eftir fiugvél, sem nefnd var „fljúgandi járnrúm". Síðan hún kom fram, hafa orðið miklar framfarir í gerð þrýstiloftsmótora í langfleygar eldflaugar. Og þessir mótorar eru einkum hentugir fyrir stórar f!ug- vélar, og gætu þær þá lent lóð- rétt og hafið sig til flugs á sama hátt. Tilraunir hafa verið gerðar til að framleiða slíka flugvél, sem fiygi hraðar en hljó'ðið, væri lang- fleyg, lenti og hæfi sig lóðrétt til flugs og væri hentug til far- þegaflugs, hafa verið gerðar af verkfræðingum frá Rolls-Royce verksmiðjunum. Slík flugvél myndi að úfcliti minna býsna mik- ið á pappírsflugvélarnar, sem allir skólastrákar leika sér að. Far- þegaklefinn gæti rúmað méira en 100 farþega. Hann verður með öllu aflokaður, og umhverfis hann verða þrýstiloifbsmótarar, sem not- aðir eru við flugtak og knýja þá vélina lóðrétt í rúmlega 50.000 feta hæð — en löngu áður en þeirri hæð er náð, eru mótorar, ,er liggja lárétt, teknir að knýja vél- ina áfram gegnum hljóðmúrinn með um það bil 2000 km. hraða á klukkustund. Slík flugvél yrði ódýr í rekstri sakir þess, hversu miklum flutn- ingum hún gæti annað á sama tíma og gömlu vélarnar færu að- eins eina ferð. Að vísu yrðu þess- ar vélar dýrar í framleíðslu og enn hefir ekki verið unnt að framleiða fyrirmynd. En þær staðreyndir, sem liggja til grundvallar gerð slíkrar flugvélar, munu vera full- sannaðar og þær tilraunir, sem hingað til liafa verið gerðar, vekja bjartsýni. Það er engin ástæða til að ætia annað en slíkar flugvélar verði til’ innan tíðar. DENNI DÆMALAUSI En þið voruð búin að segja, að þið væruð ekkert hrædd við krabba! Útvarpið í dag: 9.30 Fréttir og morguntónleikar: a) Pastorale í F-dúr eftir Bach (Páll ísólfsson leikur á orgel) b) Sónata nr. 3 í E-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Bach (Isolde Menges og Harold Samuel leika.) e) Concerto grosso í D-dúr op. 6 nr. 4 eftir Corelli. d) Píanósónata nr. 20 í G-dúr op. 49 nr. 2 eftir Beethoven. Elena Gerhardt syngur lög úr lagaflokknum „Vetrarferðin" eftir Schubert. f) „Forleikirnir", sinfónískt Ijóð eftir Franz Liszt. 11.00 Messa í Haligrímskirkju (Prestur Séra Sigurjón Þ. Árnason. Orgenleikari: Páll Ilalldórsson). 12.15. Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegisitónleikar (plötur) 16.30 Vaðurfregnir. Færeysk guðþjónusta. (Hljóð rituð í Þórshöfn). 17.00 „Sunnudagslögin ogútvarp frá íþróttaleikvangi Reykjavík ur; Sigurður Sigurðursson lýsir síðari hálfleik í úrslitakeppni Islandsmótsins í Knattspyrnu: 18.30 Barnatími. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar, plötur. Ilil NáftúrugrlpasafnlB: Kl. 13.30—15 á Bunnudðgum, 14— 15 ó þríðjudögum og fhnmtudðgum Þ|68m!n|asafnlB er opið á sunnudögum fcL 1—4 og á þriðjudögum og ffmmtudðgnm og :augardögum kl. 1—S. Bæjarbókasafnlð. Lesstofan er opin alla vlrka daga frá kl. 10—12 og 13—22, nema laug- ardaga, frá kl. 10—12 og 13—16. Út- lánadeildin er opin alla virka daga frá kl. 14—22. nema laugardaga frá Llstasafn rlklslns i Þjóðminjasafnshúslnu er opið S sama tíma og ÞjóðmlnjasafníO. LandsbókasafnlB: Kl. 10—12, 13—19 og 10—SS alla vlrka daga nema laugardaga kl. 10 —12 og 13—19. Bókasafn Kópavogs. er opði þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8—10 e. h. og á sunnudögum kl Þjóðskia!a$afn!8: Á virkum dögum kl. 10—1S os 14—18 Lestrarfélag kvenna Reykjavikur, Grundarstíg 10. — Bókaútián: mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 4—G og 8—9. — Nýir félag- ar innritaðir á sama tíma. TæknlbókasafnlS í Iönskólahúsinu é mánudöguai, aúðvikudögum og föstudögum kl 16.00—19.00. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar (plötur): Atriði ÚT óperunni „Seldabrúðurin" eftir Smetana. 20.40 í áföngum: X. ernidi: Til Hornstranda (Þorvaldur Þór- insson lögfræðingur). 21.00 Tónleikar (plötur): „Saltan keisari“, eftir Korsakov. 21.20 Erindi: Beniamino Gigli, (Eggert Stefánsson söngvari). 21.45 Einsöngur: Beniamino Gigli. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. LYFJABUÐIR Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Síml 24047. Apótek Austurbæjar síml 19270. —i Garðs Apótek, Hólmg. 34, Riml 34006. Holts Apótek Langholtsv. sfml 33233 Iðunnar Apótek Laugav. sími 11911. Ingólfs Apótek Aðalstr. síml 11330. Laugavegs Apótek simi 24045 Reykjavíkur Apótek síml 11760. Vesturbæjar Apótek simi 22290. Kópavogs Apótek sími 23100. Hafnarfjarðar Apótek sími 50080 —■ Ljósatimi bifreiða og annarra ökutækja í lögsagnap. umdæmi Reykjavikur verður kL 22.25—4,40. Árnað heilla Fimmtugur er á morgun Guðni Eggertsson, bóndi, Gerði, Innri-Akraneshreppi. Dómkirkjan: Messa kl. 11 árdegis. Séra Árelíus Níelsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Björn Ó. Björnsson. Neskirkja: Messað kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: Messað kl. 11 f. h. Sigurjón Þ. Árnason. Elliheimilið Grund: Messa kl. 2 e.h. Björn Ó. Bjöfnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.