Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 5
T í M I N N, fimmtudaginn 5. september 1957. 5 Orðið er frjálst Jón Brynjólfsson Ferðalag og frásagnir Dagana 3. — 5. ág. s. 1. var hóp ur félagsmanna úr hestamannafé- lögunum ,,Fák“, úr Reykjavík, og „Sörla“, Hafnarfirði á skemmti- ferðalagi á hestum, en um þessa helgi voru margir að skemmta sér svo sem vanalega um verzlunar- ■mannahelgina og varla tiltökumál né í frásögur færandi. Þegar hesta menn eru á ferð í stærri hópum, Verða þeir, ef ástæðum sem öll- um eru ijósar, að forðast sem mest Wlvegi, enda er það einn kostur inn við það sport að þurfa ekki að gleypa göturykið, en dveljast þess í stað sem lengst í hinu hreina ferska fjallalofti. Ekki er um margar leiðir að ræða hér í nágrenninu fyrir þá, sem vilja vera á ferðalagi á hest um í 2—3 daga, njóta ferðarinnar út af fyfir sig og vera laus við bifreiðaumferð og göturyk og þá óhollustu sem því er samfara. í þetta sinn var ákveðið að fara sem leið liggur, utan þjóðvegar, til Kolviðarhóis og gista þar í tjöld- um og sbála fyrstu nóttina. Það- an næsta dag norður með Hengli, niður í Grafning, um Grafning meðfram Ingólfsfjalli til Hvera- gerðis og gista þar í tjöldum aðra nóttina.' Þriðja daginn yfir Hellis heiði „miili hrauns og hlíða“ til Reykjavíkur um Kolviðarhól. Á- ætlun þessi breyttizt í meðförum hvað það snertir, að í stað þess að fára fyrir Ingólfsfjall var ákveðið iað fara yfir fjallið frá Nesjavöll um og gaf sú breyting tilefni til blaðaskrifa og blaðaummæla, sem hrundið hefur ritsmíð þessari af stað. Skal sá hluti ferðarinnar nú fakinn nánar. Eftir stutt samtal við Nesjavelli var lagt á stað á íjallið um 6 leyt ið sunnudagskvöldið 4. ágúst. Þeg ar upp á fjallið kom tóku fyrst við hrikalegir vegir, gil og gljúfur, sjóðandi hverir og hverasvæði, Iandslag og landssvæði sem fæstir ferðamannanna höfðu áður augum litið, en það þykir ávalt nýstár- legt og eftirsóknarverðast að fara um slíka staði. Þarna gaf einnig að líta rennisléttar flatir, ýmist grasi grónar eða sandi orpnar og þótti bæði hestum og mönnum mikil unun að því. að fá að spretta þar vel úr spori. Menn höfðu jafnvel orð á því, að liér væri búsældarlegt, svo lokkandi og unaðslegar voru þær grasi grónu brekkur, dalir og dalvörp sem farið var um. Áð var a fögr- um stöðum og hestarnir háinuöu í sig af mikilli lyst kjarngott og safarikt fjallagrasið og sóttu í þaö nýjan þrótt í nýja spretti og full nægðu þannig sprettlöngun sinni og knapans. Það var munur eða að þurfa að kroppa snöggan bit- hagann og halda kyrru fyrir i heimahögunum. Allir voru í góðu ferðaskapi og skemmtu sér vel eins og þeir þekkja er notið hafa þess unaðar að fara um heiðarnar háu á góðum gæðingum um greið- færa vegi, ótrullaðir af ys og þys hversdagslífsins. Og er það ekki það, sem flestir keppa að á frí dögum sínum. Hópurinn var nokk uð stór 31 maður og 66 hestar og félagsandinn, hjálpsemin og sam- vinnan eins og bezt verður á kosið og ávalt er ríkjandi í þessum ferð um hestamannafélaganna. Veðrið var gott þegar lagt var aí stað á fjallið, rigningarlaust og skyggni sæmilegt. Útlitið var þó þannig, að búast roátti við rigningu er á fjall ið kæmi, en hestamenn láta slíkt ekki á sig fá og bjuggu allir sig vel hlííðaríötum. A fjallinu skipt- ist á með rigningu og þokusúld og tók íyrir allt skyggni á köflum og sást því lítið framundan. Bæði það, og svo hinir lokkandi staðir á íjall inu, sem öllum þótti sjálfsagt að fara um og kynnast til hlítar, xennisléttar flatir með greiðfær- um vegum, gerðu það nú að verk um, að hópurinn tók að fara ýmsar villigötur. En hvað gerði það til? Og hver var að hugsa um slíkt. Hér var golt að vera og hér var hægt að skemmta sér með hest inum sínum fjarri allri bílamergð og kolsýrulofti. Engum datt þó annað í hug en að áfram miðaði í rétta átt, eða a. m. k. nokkurn- veginn, Þar kom þó, að mál þótti að líta til byggða, enda var það lokamarkið þetta kvöld, eii niður ferðin reyndist nokkrum erfiðleik um bundin og ógreiðfærara var nú en verið hafði á fjallinu, og pað sem meira var, komið var niður í Grafninginn en ekki Ölfusið, eins og til hafði staðið. Auk dimmviðr isins höfðu dalirnir okkar þannig gert hvorutveggja í senn: iokkað okkur og tælt. En er ekki einmitt það sem skeður, þegar ástin brenn ur heitast? Einhvernveginn fannst okkur samt við ekkert eiga sök ótt við þá. Þetta jók aðeins á æf- intýrablæ ferðarinnar og eftir á finnst okkur að mikið hefði vant að á ferðaminninguna og kátínu þá, sem ferðalaginu og ferðasög- unni fylgdi, ef villa þessi hefði aldrei orðið til. Það er til merkis um ferðadugnaðinn og löngunina til að sigrast á enfiðleikunum þeg ar svona var komið, að þegar feng inn hafði verið bíll til að aka sumu af ferðafólkinu til Hveragerðis, einkum kvenfólkinu, er kynni að vera orðið þreytt, þá neituðu sum ar af konunum algjörlega að stíga upp í bílinn. Vildu heldur halda áfram í dynjandi rigningu og kol svarta myrkri fjögra tíma ferð, heldur en að yfirgefa hestinn sinn og missa af reiðtúrnum. Að vísu voru flestir orðnir þreyttir og svangir er til Hveragerðis kom, kl. 4 um nótlina, en hvað er ferð án j einhverra erfiðleika og hver hefur | elcki gott af eimhverri áreynslu? | Það var kátt fólk og glatt á j hjalla er lagt var af stað frá I Ölfusrétt um 2 leytið mánudaginn 5. ágúst, ekki sízt er minmst var á ferðalagið daginn áður. Reiðskjót arnir 66, vöktu athygli bæði inn lendra sem erlendra er þeir heim fúsir og viljugir lögðu í kamb- ana, en vín sást elcki á neinum manni, hvorki þá né heldur daginn áður. Nú víkur sögunni til blaðanna. Ekkert getur að sjálfsögðu farið fram hjá þeim, svo sem vera ber, og allt er týnt til og tekið með þöklcum, sem fréttnæmt má telj- ast, að ekki sé talað um, ef eitt hvað er nú spennandi við það. Frásögn af villu þes'sari kom í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu og var þar rétt frá henni skýrt, svo sem frekast er unnt í stuttu máli, en þó allt gert eims sögu- legt og spennandi og hægt var, og er það að sjálfsögðu vel fyrirgef anlegt. Ekkert var minnst á dimm viðri eða þokuslæðing, sem ekki var von, því hvað hefði þá verið spennandi eða merkilegt við vill una. Hinsvegar var heldur ekki sagt að ekki hefði verið þoka og því engu skrökvað. Sagt var að al- vanir fjallleitar- og gangnamenn hefðu verið með í ferðinni, en það stóð hvergi að þeir væru vanir að fara í göngur á þessum slóðum og því engu skrökvað þar heldur. Yfirleitt var gott eitt um þessa frá sögn að segja, hún var sögð í blaðamannastíl, svo fólk hefði eitt hvað spennandi að lesa eftir blaða og fréttaleysið undanfarna fridaga. Aðdróttanir þær, sem fram eru settar í baðstofuhjali Tímans 27. ág. af einhverjum ,,S“ sem finnur köllun hjá sér til að ófrægja það fólk sem var í þessari ferð, falla algjörlega um koll við þessar réttu upplýsingar sem hér eru frarn sett- ar. „S“ gefur í skyn, að ástæðan til þess, að engin nöfn eru nefnd úr þessari ferð, sé sú, að ofmikið áfengismagn hafi verið í blóði ferðamanna siðari hluta dags. Það er nú ekki venja, að ég bezt veit, að rjúka til og birta nöfn manna úr slíkum ferðum sem þessum, en það get ég fullvissað „S“ um, að nöfnin eru til reiðu og I enginn okkar þar fyrir neitt að j skammast sín. Hinsvegar get ég ekki skilið hverskonar ólyfjan hef j ur blandast blóði þessa „S“, sem j gerir það að verkum að hann finn ur hvöt hjá sér til að bera saklaust ■ fólk upplognum ásökunum. Nafn mitt fylgir grein þessari og öll | nöfn hinna eru til reiðu hvar sem ' er og hvenær sem er. En hvernig er það með þitt skírnarnafn hr. „S“? Þolir það dagsins ljós? Ef svo er, þá láttu þaö koma. Ef S'vo er ekki, liver ,er þá ástæðan? Hvað hefur þá verið í þínu blóði er þú skrifaðir þessa dæmalausu grein? Ég nenni ekki að standa i því að safna vottorðum máli mínu til stuðnings, þó það væri hægðar- Íeikur, en ég vitna til Sigurðar á 'Villingavatni, sem tók fyrstur manna á móti okkur af fjallinu kl. rúmlega 11 um kvöldið. Ég vitna til starfsfólksins á skátaheim iíinu er skaut skjólshúsi yfir sumt ,af fólkinu vegna hinnar óvanalegu rigningar sem yfir dundi, og veitti því beina, og ég vitna til gestgjaf anna í Hveragerði sem tóku á rnóti öllum hópnum kl. 4 um nótt ina, framreiddi góðar veitingar og tók alla til gistingar. Kvaðst hús freyjan aldrei hafa haft svo góða gesti og bað okkur sem fyrst að kcma aftur og sem oftast. Hins- vegar vitna ég ekki til þeirra manna, sem komu í leigubifreið til hótelsins og óðu þar inn urn það bil sem við vorum að fara, þvi ég hygg að sumir þeirra hafi týnt þeim degi alveg úr lífi sínu og muni því lítið eftir okkur. Hús- freyjan bað okkur að yfirgefa elcki hótelið fyrr en vágesti þeim væri bægt frá dyrum og hún væri laus við voða þann, er af þeim berserkj um stafaði. Af þessu sézt, að ef „S“ vill með skrifum sínum vinna gegn á- fengisneyzlu í skemmtiferðal'ögum, væri rétt aö hann beindi geiri sín um í rétta átt, en leyfði saklausu fólki í friði að vera. Jón Brynjólfsson, gjaldkeri „Fáks“. Héraðsmót Seæíellinga Héraðsmót Snæfellinga var haldið að Stakkhamri 21. íúlí 1957. Mótið hófst kl. 2 e. h. með guðsþjónustu, sr. Magn- ús Guðmundsson, Ólafsvík predikaði. Úrslit íþróttakeppninn- ar urðu þessi: Erling Jóhannesson Í.M. 39,28 100 m lilaup: Kristján Torfason, Snæfell Karl Torfason Snæfell Karl Ásgrímsson, Í.M. 400 m hlaup: Karl Torfason, Snæfell Daníel Njálsson, Þröstur Karl Ásgrímsson Í.M. 1500 m hl.: Daníel Njálsson, Þröstur Kristófer Vald. Trausti Hermann Guðm.son, Snæf. Sigurður Sigurðsson, Grund. 34,67 12,4 Spjótkast: Helgi Haraldsson, Trausti 44,77 Hildimundur Björnss., Snæf. 44,00 Hannes Gunnarsson, Snæf. 38,19 4x100 m boðhlaup: Snæfell, Stykkishólmi íþróttafélag Milclholtshr. Eldborg, Kolbeinsstaðahr. Langstökk: Þórður Indriðason, Þröstur Helgi Ilaraldsson, Trausti Kristján Torfason, Snæf. Hástökk: Jón Pétursson, Snæf. Þórður Iridriðason, Þröstur Helgi Haraldsson, Trausti Þrístökk: Jón Pétursson, Snæfell Þórður Indriðason, Þröstur Kristján Torfason, Snæf. Stangarstökk: Þórður Indriðason, Þröstur Daníel Njálsson, Þröstur Guðmundur Jóhanness. Í.M. Kúluvarp: Ágúst Asgrímsson, Í.M. Jón Pétursson, Snæfell Erling Jóhannesson Í.M. Kringlukast: Jón Pétursson, Snæfell Kaupmannahöfn 29. ág. DÖNSKU stúdentasamtökin hafa i sumar skipulagt samkomur fyrir hina fjölmörgu stúdenta er heim sótt hafa Ðanmörlcu. Stúdentarnir hafa komið úr öllum hornum heims og nú hafa meira en 20.000 manns verið gestir stúdentasam- takanna dönsku. Síðasta samkom- an var haldin 31. ágúst og lcomu þar saman 1500 erlendir stúdentar. DANIR hafa nú í fyrsta skipti gert tilraun til að taka kvikmynd í CinemaScope. Myndin er örstutt auglýsingamynd um Skandinavisk Linjetrafik. Myndin er tekin með aðferð, sem nefnd er Scania-Scope og er hún í alla staði eins og Cinema-Scope aðferðin. Forstjór- ar kvikmyndahúsa kveðast vera íúsir til að sýna slíkar auglýsinga myndir, og þar sem í Kaupmanna höfn einni eru nú 36 kvikmynda- hús er hafa Cinema-Scope-sýning- artæki ætti að vera fengin full- komin undirstaða undir fram- leiðslu slíkra auglýsingamynda. — Framleiðsla þessara stuttu kvik- mynda verður auk þess góð æfing í hinni nýju tækni, ef Danir skyldu í framtíðinni hefja víðtækari kvikmyndagerð með Cinema-Scope aðferðinni. í GÆR fór fram aðalfundur í Dansk Havfiskeriforening, og var þar rætt um sameiginlegan mark að fyrir Evrópu. Formaðurinn ræddi um hver áhrif þátttaka Dana gæti haft fyrir fiskveiðar þeirra, og sagði hann m.a. að út- flutningur Dana til Vestur-Þýzka lands og Ítalíu yrði í hættu ef 58,4 58,9 59,7 4:40,4 4:41,0 4:56,8 51.2 52.3 53,5 6,20 5,87 5,80 1,81 1,70 1,70 13,72 13,47 12,59 3,10 3,10 3,00 13,97 13,27 12,53 39,76 Glíma: Karl Ásgrímsson Í.M. 6 v. Halldór Ásgrímsson Í.M. 5 — Kjartan Eggertss. Í.M. 4 — 80 m hlaup kvenna: Svandís Hallsdóttir, Eldborg 11,9 Sólveig Sveinbjörnsdóttir — 12,0 Lovísa Sigurðardóttir Snæf. 12,1 Langstökk kvenna: Elisabet Hallsdóttir Eldb. 3,99 Lovísa Sigurðard. Snæf. 3,98 Svala ívarsdóttir Snæf. 3,96 Hástökk kvenna: Svala ívarsdóttir, Snæf. 1,23 Helga Sveinbjörnsdóttir Eldb. 1,23 Sólveig Sveinbj.dóttir Eldb. 1,20 4x100 m boðhlaup Eldborg Snæfell í. M. kv.: 61,4 (héraðsmet) 61,8 67,8 I mótinu tóku þátt 60 keppend- ur frá 8 íþrótta- og ungmennafé- lögum á Snæfellsnesi. U.M.F. Snæ- fell í Stykkishólmi varð stigahæct, hlaut 66 stig. Næst varð íþrótta- fél. Miklholtshrepps með 37, og þriðja Þröstur á Skógarströnd með 27 stig. Stigahæstur karla varð Jón Pét- ursson, Snæfelli, með 18 stig, en kvenna Svala ívarsdóttir, sama fé- lagi með 8 stig. Sérverðlaun fyrir 3 beztu afrek mótsins samanlagt hlaut Jón Pétursson. Alþjóðíeg Ijósmyndasýning - Fjöl- skylda þjóðanna - opnuð hér 21. sept. „Fjölskylda þjóðanna" (Tlie Family of Man), hin kunna alþjóðlega ljósmyndasýning, sem Edward Steichen tók sam- an fyrir Nútímalistasafnið (Museum of Modern Art) í New York, er nú komin hingað til lands, og verður hún opnuð al- menningi laugardaginn 21. september næstkomandi 1 Iðn- skólanum í Reykjavík. Að sýningunni hér standa eftir- taldir íslendingar, auk sendiherra Bandaríkjanna hér á landi: Gunn- Danmörk tæki ekki þátt í hinum sameiginlega markaði og auk þess myndi Danmörk sem þátttakandi geta aukið útflutning sinn til Frakklands og jafnvel unnið nýja markaði í Belgiu. Hann kvað hug myndina um norrænt tollabanda- lag með öllu úr gildi fallna eftir að fram komu hinar miklu ráða- gerðir um sameiginlegan markað Evrópu. ar Thoroddsen, borgarstjóri í Reykjavík; dr. Þorkell Jóhannes- son, rektor Iláskóla íslands; Helgi Sæmundsson, rltstjóri og formað- ur menntamálaráðs; Valur Gisla- son, leikari og formaður Banda- lags íslcnzkra listamanna; Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri; dr. Sigurður Sigurðsson, berklayfir- læknir; Ragnar Jónsson, bókaútgef andi og Jón Kaldal, Ijósmyndari. Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna hér hefir annazt milligöngu við Museum of Modern Art um komu þessa merka ljósmyndasafns hingað til lands. í því eru 503 ljós- myndir og verður öll fjórða hæð Iðnskólans við Vitastíg notuð til sýningarinnar, sem mun standa yf- ir í þrjár vikur. Er nú unnið af kappi við ýmis konar smíði og annan undirbúning í sambandi við uppsetningu sýningarinnar. Stefán SAMSTARF Norðurlandanna , um friðsamlega notkun kjarnorku verður nú ef til vill skipulagt eftir sameiginlegum tilraunaáætlunum. Verður þá tilraunastöðvum í; hverju landanna fengin sérstök íönss"on,“arkitekt''lnna’s'rskipuíag verkefni að leysa. Tilgangur þessa hennar en Haraldur Ágústsson, er að koma í veg fyrir að löndin iönskólakennari, stjórnar smíð- eyði tíma og fé til að leysa sömu |nnj og s£r um uppsetningu ásamt verkefnin hvert í sínu lagi. Á ! gtefáni morgun hefst í Stokkhólmi fund-1 „, , . , , ,,, ur þar sem rætt verður um þetta /.., , . „ _ j -i • , AT c ,. ijosmyndari Bandarikjanna, vann cQmcron Motnnin oom oomon Þom ° * samstarf. Nefndin sem saman kem ur á þennan fund var skipuð á fundi Norræna ráðsins í Helsing- fors í febrúar í vetur. Einnig verð ur rætt um afstöðu Norðurland- anna til kjarnorkumálanna í sam- vinnustofnun Evrópu (OEEC). — Aöils. í fimm ár að því að undirbúa þess- ar umfangsmiklu sýningu, sem er einstök í sinni röð. Þar eru mynd- ir teknar af ljósmyndurum um heim allan, og túlka þær tilfinn- ingar og örlög, sem öllum mönn- (Framhald á B. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.