Tíminn - 05.09.1957, Síða 6

Tíminn - 05.09.1957, Síða 6
0 TÍMINN, fimmtudaginn 5. scptember 19lf Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Bitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb) Skrifstofur í Edduiiúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523, afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan EDDA hf. Vinnulaun og aíköst FYRIR rúmum tveimur árum. var samþykkt á Al- þingi . svohljóðandi tillaga, sem þeir Karl Kristjánsson og Páll Þorsteinsson höfðu flutt: „Alþingi ályktar að fela ríkistjórninni að stofna til samvinnu við atvinnurekend nr og kaupþegasamtök, um skipulagningu vinnubragða og vinnukjara til þess að auka og bæta framleiðslu og afköst og veita almenningi — einnig á -þann hátt — skiiyrði til batnandi lífs- kjara“. Karl Kristjánsson hafði orð fyrir flutningsmönnum á þinginu og fylgdi hann tillögunni úr hlaði með ítar legri ræðu. Hann lýsti því í upphafi máls síns, hvernig þjóðfélagið hjálpaði til að auka framleiðsiuna m.a. með því að skipuleggja ræktun, skipakaup og ýmsan iðnað. Síðan sagði hann: „ÞAÐ, SEM þjóðfélagið eða stjórn þjóðfélagsmál- anna hefur sérstaklega van rækt og till. miðast við, er að gera ráðstafanir til þess, að vinnan sjálf, sem lögð er frawn við framleiðsluna eða við hagnýtingu framleiðsl- unnar eða við hvaða nauð- synleg störf, sem unnin eru í landinu, verði sem árangurs ríkust, komi að sem mest- um notum til hagsældar og farsældar, í fáum orðum sagt: að hvert handtak verði að fullu gagni, eftir því sem unnt er, að hver máður leggi fulla alúð við verk sitt. Gera má ráð fyrir því, að þeir, sem vinna hjá sjálfum sér, hafi áhuga fyrir afköstum sínum og þó þarfnast ýmsir þeirra örvunar af umhverfi og aldar anda, ef vel á að takst. En hinir, sem selja vinnu sína óg fá sömu laun, hvort sem 'dagsverkið er mikið eða lítið, eru á annan veg settir. — Vinnukappinu vill hraka þar sem kaupið er fastbundið, engin fær laun samkvæmt afrekum og einstaklingurinn hverfur með sín verk inn í verk heildarinnar. Sú mun reynslan allsstaðar í heimin- um. þessu fylgja svo minni þjóðartekjur en verða mættu annars, minni velmegun og ininni starfsgleði og þá um leið minni farsæld í þess orðs miklu merklngu.“ KARL sagði á öðrum stað í ræöu sinni: „Maðurinn, sem nú selur vinnu sina hérlendis, á varla annars úrkosta til þess að bæta kjör sín, en krefjast þess, að tímavinna hans eða árslaun séu hækkuð, og til þess að fá því komið í kring, þarf hann að fá stéttarfélag sitt til þess að setja hnefann i borðið. Honum gagnar ekki sú aðferð að skila meira og betra verki. Sjaldan fær hann fram fyllstu kröfur sínar, og hví skyldi hann þá vera að kappkosta að leggja sig allan fram við verkiö? Greiðslugrundvöllurinn er þannig, að undan fæti hallar til öfugþróunar, af því að maðurinn verður eins og hann vinnur, eins og Guð- mundur Finnbogason sagði, og tekjur þjóðarinnar verða minni en ella vegna þessa skipulags.“ í RÆÐULOKIN sagðist Karli á þessa leið: „Eins og segir.í grg. till. hugsum við flm. till. okkur, að rikisstj. byrji á því að stofna til viðræðna við full- trúa atvinnurekenda og full- trúa frá kaupþegum um, á hvern hátt sé hægt að koma við í þessum efnum umbót- um, sem leiði til betri og meiri afkasta og um leið bættra lífskjara. Siðan beiti ríkisstjórnin sér fyrir þvi, að samtök hefjast milli at- vinnurekenda og vinnandi fólks um framkvæmdir á því fyrirkomulagi, er samkomu- lag hefur orðið um og bezt eigi við. Vel má vera, að at- vinnurekendur og samtök kaupþega fáist til þess að taka málið í sínar hendur sameiginlega eins og í Bret- landi, og væri það að sjálf- sögðu ágætt, en frumkvæði þarf að hafa, hreyfingu þarf að vekja, er nái til allra starf andi þegna þjóðfélagsins. — Virðist eðlilegt að fela ríkis- stjórninni að stofna til sam- takanna og koma skrið á at- hafnir í þá átt að auka þjóð artekjurnar á þennan hátt og bæta með því hvers manns hag. Ef samtök hefj- ast, sem allur almenningur tekur þátt í, um meiri og betri vinnubrögð, meiri af- rek í verkum og vandaðri framleiðslu til áþreifanlegra og beinna kjarabóta fyrir alla, þá mun einnig jafn- hliða og af sjálfu sér koma allsherjar leit að auðlindum til lands og sjávar og fjölg- un atvinnugreina." HÉR VAR vissulega hreyft merku og umfangsmiklu máli. Því miður hefur hins- vegar ekki orðið af þvi, að stjórnarvöldin framfylgdu áðurgreindri samþykkt Al- þingis. En málið er ekki síður tímabært nú en fyrir tveim ur árum, og verður þvi von- andi ekki dregið Öllu leng- ur að athuga það, sem reyn- ast kann framkvæmanlegt i þessum efnum, og að ríkis- vaidið beiti sér fyrir við- ræðum fyrir samstarfi við- komandi aðila um þetta mikilsverða mál. í þessu sambandi kemur m. a. til athugunar, hvort lieppilegt sé að auka ákvæðis vinnu og útboð frá því, sem nú tíðkast en hvorttveggja viðgengst víða annarsstaðar með góðum árangri. Þannig hefur ákvæðisvinnan gefið góða raun í ýmsum starfs- greinum bæði í Bandaríkjun um og Sovétrikjunum og er full ástæða til að afla nægr ar vitneskju um þá reynslu sem fengin er á þessu sviði bæði í þessum löndum og víðar. Walter Lippmann rítar um aíþjóðamál: Hinar nýju eldflaugar Sovétrikjanna hafa mikil áhrif í stjómmálum Asíu Nauísyn ber til aft vesturveldin sty'ÍSji upp- byggingarstarf Indverja áíur en erfi'ðleik- arnir veríSa þeim um megn Fullkomm ástæða er til að álíta að tilraunir Sovétstjórn- arinnar með fjarstýrðar eld- flaugar, sem skýrt var frá fyrir skemmstu, hafi farið fram fyrir alllöngu síðan, Síð an hafi verið dregið að gefa út tilkynningu um atburðinn af pólitískum og sálfræðileg- um orsökum. Sé þetta rétt hefir Rússum tekizt að velja sér hárréttan tíma til að gefa út tilkynninguna. BpifSfj jápv! ’ I Tf'iiwraqw* • Tilkynningin kemur einmitt um þær mundir sem afvopnunarvið- ræðunum í London er að Ijúka, og um allan helm verður hún túlkuð á þá lund að ekki hafi náðst neitt samkomulag um afvopnun og ennfremur að Rússar séu nú komnir spölkorn lengra áleiðis í vígbúnaðarlcapphlaupinu. Sigur Rússa Þótt vissulega sé ærinn munur á því að verða fyrstir til að til- kynna um veDieppnaða tilraun, og verða fyrstir til að framleiða rakettuvopn í stórum stíl, leikur enginn vafi á því að með þessu hafa Rússar unnið diplómatiskan sigur. Þeir urðu fyrstir til að lýsa yfir þeirri skoðun að banna ætti kjarnorkuvopn, og því næst kváðust þeir vera leiðandi þjóð í framleiðslu slíkra vopna. Og í heiminum eru mörg ríki sem fyrst og fremst vilja fylgja sigurvegar- anum að málum. I Walter Lippmann um stjórnmálum: í fyrsta lagi að verjast öllum beinum árásum eða íhlutun af hálfu kommúnista. í öðru lagi að tryggja andstöðu æðstu manna í hverju landi gegn framsókn komúnismans. Það sem gerðist í Sýrlandi er aðeins einn af mörgum atburðum er benda til þess að sáttmálar Dullesar og Eisenhovers-kenningin dugi ekki til að vekja raunverulega athygli og áhuga þjóðanna í Asíu og Afríku. Fordæmi Sovétríkjanna Hið raunverulega vandamál sem þjóðirnar í Asíu og Afríku eiga við að etja, eftir að þær hafa hlolið sjálfstæði, er hvernig þær eigi að bæta lífskjör sín, hvernig þær eigi að koma fjárhagskerfi sínu í nútímahorf. Á þessu sviði hafa Sovétríkin allmikið framyfir Bandaríkin. Rússland hefur þró- ast á svo örskömmum tíma úr forn fálegu og veiku lénsþjóðfélagi upp í stórveldi, að það hlýtur að vera freistandi fordæmi fyrir öll van- þróuð lönd. Og þótt dæmi Banda- ríkjanna hafi einnig sterk áhrif, geta þau þó aldrei orðið Asíu- þjóðunum fordæmi. Ilið tóma, auð uga og trausta meginland Ameríku verður engan veginn liorið saman við hina yfirfullu, fát'æku- og ó- traustu Asíu. ■•■■■»■ . Framtíð Asíu veltur á Indlandi , Kannski er fljótfærhislegt að setja fram spádóma, En.mér virð ist framtíð Asíu — > hvort sem kommúnismi nær þar völdum eða ekki — hljóta að velta. á því sem nú gerist í Indlandi. Á Indlandi er unnt að sanna að þjóðir Asíu geti átt sér gæfuríka framtíð fyrir höndum án þess að jgríRa.fil ör- þrifaráða einræðisips. i Yesturveld- in geta enn sýnt fram á. að þau beri raunverulega hag .Asíu fyrir brjósti. Með tilliti til afstöðu Banda- ríkjaþings til aðstoðar við önnur lönd hljómar næstum heimsku- lega að segja þetta: Þýðingar- mesta skrefið, sem vesturveldin geta stigið í utanríkismálum með Bandaríkin í broddi fylkingar er að ábyrgjast að tilrauninni í Ind- landi heppnist. Ef þau gera það ekki mun sá dagur renna innan tíðar að þau harmi sárast að þau af skammsýni vanræktu síðasta tækifærið til aö afla sér vina í Asíu. ‘BAÐsromN Tilkynningin um hinar nýju j eldflaugar kom strax á eftir at- burðunum í Sýrlandi og verður áreiðanlega kommúnistum til styrktar þar. Samsærið í Sýrlandi var verk herforingjaklíku sem hefur hverfandi lítinn áhuga á kommúnisma sem slíkum, heldur hugsar fyrst og fremst um hags- muni og sigur sjálfra sín. Frétt in um að Sovétríkin hafi forustu í vígbúnaðarkapphlaupinu gerir Sýrlendingum og máske öðrum Arabaþjóðum það Ijóst að hin nýja stjórn Sýrlands hefur veðjað á réttan hest. HvaS gerist í Indlandi? Bandaríkin hljóta að reikna með því að þessi hugsunarháttur breið ist út í Suður-Asíu og Afríku, nema því aðeins að eitthvað verði til að hamla útbreiðslu hans. Jafn vel áður en Rússar gáfu út til- kynningu sína var ástandið víða orðið alvarlegt frá amerísku sjón arhorni séð: í Indónesíu, í Laos, og fyrst og fremst í Indlandi. — Einkum er ástæða til að gera sér áhyggjur út af Indlandi en þar eru miklir erfiðleikar á fram- kvæmd allra endurreisnaráætlana. Ef hið versta sem getur gerzt í Indlandi gerðist í raun og veru ættu Bandaríkjamenn eftir að lifa hið sama í Suður-Asíu og í Kína er þjóðemissinnar voru hraktir þar úr landi. Eg held ekki að það séu neinar ýkjur að segja að í Indlandi séu í uppsiglingu slíkir erfiðleikar, að Sýrlandsmálið verði næsta lítilfjörlegt í samanburði við þá. Sáttmálar og kenningar duga ekki Dulles utanríkisráðherra stend- ur nú augliti til auglitis við erf- iðustu vandamálin er hann hefur mætt á starfsferli sínum, og þau eru mörg flókin. En meginspurn- ingin er á hvaða hátt Bandaríkin sem fuUtrúi vesturveldanna, geti bezt keppt við Rússa og Kínverja um hylli hinna vaxandi Asíuþjóða. Á síðustu árum hefur áherzla eink um verið lögð á tvennt í amerísk Jón Bergsson, sem er kunnur fræðimaður, hefir sent Baðstof- unni pistil, sem ýmsir hafa vafa- laust gaman af að lesa og velta fyrir sér með höfundi, hvernig þetta alkunna sveitarnafn sé til komið. Bréf Jóns er á þessa leið: „Ölfushreppur er að tölu byggðra I býla einn af stærstu hreppum landsins. En enginn virðist vita, af hverju nafn hans er dregið, né í raun og veru skilja það, og okk ar ágætu fræðimenn hafa ekki fundið neina viðhlítandi skýringu á því. Eg var einhverju sinni að blaða í Islendingabók Ara fróða. Þar stendur á bls. 2 þar sem ver- ið er að segja frá landnámi Ing- ólfs Arnarsonar: „Hann byggði suður í Reykjavík. Þar es Ingólfs höfði kallaður fyrir austan Min- þakseyri, sem hann kom fyrst að landi, en þar Ingólfsfjall fyrir vestan Ölfossá, es hann lagði sína eign á sxðan“. Ekki getur verið um það að villast, að það, sem Ari nefnir Ölfossá er það som við nefnum nú Sog, og raunar fleiri nöfnum. Á bls. 10, en þar er verið að segja frá því, er þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason riðu til Alþingis árið 1000, segir svo meðal annars: „En þeir Gissur fóru unz þeir kvámu á stað þann hjá Ölfoss- vatni es kallaður es Vellankatla ok gerðu orð þaðan til þings“. Af þessu sést, að Þingvallavatn hefir á dögum Ara fróða heitið Ölfoss- vatn. Nú vaknar sú spurning, hvar sá Ölfoss sé, sem áin og vatnið ber nafn af. Skal ég nú j leitast við að svara því. Þegar farið er- með Soginu fyrir I Kaldárhöfða er vart annað hægt en veita því eftirtekt hversu straumkastið þar á flúðunum lík- ist því, er öl freyðir, og munu for feður vorir hafa veitt þvx eftir- tekt og kallað Ölfoss. Það hefxr oít verið bent á það, hversu snjallir fornmen voru i nafngift- j um, og er þar ekki farið með | staðleysur. Má íullyrða, að þeir I hafi ekki fundið upp ölfusið, það j orð mun íremur hafa skapazt á' þrengingar- og niðurlægingartím- um þjóðarinnar. Það virðist liggja í augum uppi, að Ölfoss hafi einhvemtíma, eöa þá smám saman breytzt i Ölfus, kannske sem .latmælj. Annars treysti ég mér ekki,ú,t í þá-sálma. En það er eftirtekt^rvert, að Hvít á breytir nafni, þegar Sogið fell- ur í hana, og er það vægast sagt óskemmtilegt nafnarúgl Er ekki trútt um, að ég öttist, að Hvitár- nafnið hverfi með tímanúm, og eftir verði aðeins Ölfusá. Guð- mundur Kjartansson jarðfræðing ur talaði ekki alls fyrir löngu í útvarpið um náttxirlega hluti, og fjallaði erindið umi*eðli vatnsins í jörðu og á. Nefndii. hann í því sambandi nokkrum sinnum Ölfus á, en aldrei Hvítá, og er þó Hvitá ólíkt fegurra og skemmtilegra nafn en Ölfusá. Eg er ekki kunnugur umhVerfis Sog og Þingvallavatn, hefi aðeins far- ið þar eftir vegunum í bíl og þekki þvi litt ti lörnefna á þeim slóðum. Mér kom þvi í hug að grennslast eflir, hvort Ölfusvit- leysan væri þar hvergi á ferð- inni. Eg tók því kortið af Suð- Vesturlandi og fór að skoða Þ.ing- vallavatn og umhverfi þess. Það stóð ekki á þvi að ég fynndi það sem ég leitaði að. Þar hót syðst í vatninu Ölfusvstnsvík. Virðist það nafn benda til þess, að Þing- vallavatn hafi heitið Ölfusvatn eða réttara Ölfossvatn. Það ber allt að sama brunni, som sé að Öifoss hafi biæytzt í Ölfus. Það væri ekki svo lítið rannsóknar- efni að finna, hvenær sú breyt- ing hafi orðið og hvernig. En trú legt þykir mér, að það hafi ekki vei'ið mjög snemma. Guðni Jónsson hefir ritað for- mála, að íslendingabók. Telur hann að Ari hafi lokið bókinni 1134. Þeim sem áhuga kunna að hafa á þessu máli, er bent á að lesa það, sem Guðni segir um ís lendingabók Ara fróða". Hér lýkur bréfl Jóns Bergsson- ar og baðstofuhjali í dag. —Háibaröur. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.