Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 12
VeðriS: Norðan og norðaustan stinnings kaldi; skýjað með köflum en víð ast úrkomlaust. Hitinn kL 12 í gær: Reykjavík 13 st. Akureyri §, Dala- tangi 9, Galtarviti 9, Loftsai'ir 12. Fimmtudagur 5. september 1957. Guðmuncfur á Efri-Brú þakkar Gísla mikið og gott starf í Framsóknar- félagi Árnessýslu og afhendir honum að gjöf fagran pappirshnif frá því. Hvítir bófar tóku svartan dómara, bðrðu hann og vönuðu síðan Mikið fjöimenni heiðraði tvo for- ystumenn Arnesinga í veglegu hófi - Samkoman haldin að Þingborg til heiðurs afmæiisbörnunum Gísla Jónssyni á Stóru- Reykjum cg Ágústi Þorvaldssyni alþingism. Frá fréttaritara Tímans á Selfossi í gær. Hátt á þriðja hundrað manns heiðruðu tvo forystumenn sína að Þingborg í Hraungerðishreppi í gærkveldi, fluttu þeim árhaðaroskir og góðar gjafir. Jónsson á Stóru-Reykjum, sem Þorvaldsson, aiþingismaður, slcömmu. Um hádegi í gœr kom stjórn Kaupfélags Árnesinga saman á Selíossi til heiðursfundar við Gísla sem verið hefir formaður félags- stjórnarinnar lengi. Færði stjórn- in formanni sínum að gjöf málverk eftir Finn Jónsson, og er það af sjómanni, sem stýrir báti sínum að landi. Hófið að Þingborg. Uin klukkan átta hófst svo af- mælishófið að Þingborg. Voru þar margar ræður íluttar fyrir minni afmælisbarnanna og góðar gjatir fram færðar. Fyrstur tók til máls Ólafur Ögmundsson í Hjálmholíi og afhenti hann Gísla forkunnar- fagran göngustaf frá sveitungum hans. Lét hann þau orð fylgja, að gjöfin væri fremur gefin í heiðurs skyni en af nauðsyn þiggjandans, þótt áttræður væri. Þá tók til máls Böðvar Magnús- son á Laugarvalni og færði hann Gísla að gjöf fagrar neftóbaksdós- ir frá sýslunefnd Árnessýslu, en Gísli hefir verið sýslunefndannað- ur lengi. Páll Hallgrímsson, sýslu- maður, flutti kveðju frá Kaupfé- lagi Árnesinga. Þessir forystumenn eru Gísli varð áttræður í gær, og Ágúst sem varð fimmtugur fyrir Þá flutti Jörundur Brynjólfsson, fyrrverandi alþingismaður, aðal- ræðu samkvæmisins og minntist aímælisbarnanna beggja, Ágústs og Gísla, og var ræða hans bráð- snjöll og skemmtileg. Slefán Jasonarson í Vorsabæ flutti Ágúsli alþingismanni kveðju og árnaðaróskir Framsóknarfélag- anna, bæði eldri og yngri, og af- henti honum skrautritað ávarp frá þeim ásamt gjafabréfi aö jeppabif- reið, sem vinir og samflokksmenn í héra'ðinu færa honum. Næst talaði Ágúst og mælti fyrir minni Gísla á Stóru-Reykjum. Lýsti hann því, hvernig hann hefði frá unglingsárum og allt til þessa dags litið á Gísla sem fyrirmynd sína og lærimeistara. Einnig þakk aði hann þær góðu gjafir og árn- aðaróskir, sem lionum höfðu verið færðar. Guðmundur á Efri-Brú ávarpaði Gísla þessu næst fyrir hönd Fram- sóknarfélags Árnessýslu, þakkaði honum langt og mikið félagsstarf, en Gísli var formaður félagsins um árabil. Afhenti hann Gísla fagran pappírshníf að gjöf frá félaginu. Séra Helgi Sveinsson kvaddi sér (Framhald ó 2. síð'u.) Norskir hermenn verða áf ram við gæzlu í Egyptal. NTB—Osló, 4. sept. Norska blað ið Verdens Gang skýrir frá því í dag, að Hammarskjöld fram- kyæmdastjóri S. þ. hafi sent norsku stjórninni erindi þess éfn is, að Norðmenn sendi aftur her lið til gæzlustarfa á vegum S. þ. í Egyptalandi við lándamæri ísra els. Innan skamms mun nerska herdeildin, sem þar hefir vérið frá því í fyrrahaust verða léyst frá störíum. Segir blaðið; ' að norska utanríkismálanefndúi fái málið til meðferðar, þar eö 'þing situr ekki. Muni nefndin verða við beiðni framkvæmdastjórans og af staða norsku rjkisstjórnarianar sé sú sama. Hafnaði tillögunni NTB—Blackpoll 4 sept. Kjörin hefir veruð stjórn brezka atþýðu sambandsins, en í henni eiga sæti 355 menn. Það vekur helzt atíiygli að enginn kommúnisti náði að þessu sinni sæti í stjórninni. Komu þar helzt til greina Horner einn af leiðtogum kolanámumanna og Hazell frá sambandi rafvirlvia. Hvorugur fékk nægilega mHÞ'g at kvæði. 20 af fyrri stjórnar»önn um voru valdir með lófataki, aðr ir 11 úr fyrri stjórn náðu kosn ingu en fjórir nýir voru v'aldir. Átök í einstaka skóla SutSurríkjanna NTB-Little Rock, Arkansas, 4. sept. — Þjóðvarnarliðið í fylkinu Arkansas í Bandaríkjunum var í dag kvatt út í bænum Little Rock til þess að hindra það, að svartir nemendur fengju inngöngu í menntaskóla bæjarins og sætu þar ásamt hvítum. Var þetta að skipun fylkisstjórans, en þvert ofan í úrskurð sambandsdómstóls, sem hafði staðfest í samræmi við áður uppkveðinn úrskurð hæstaréttar að svartir og hvítir skyldu sækja sama skóla. Tvö hundruð hermenn stóðu hlið við hlið framan við inngang skólans. Fyrst bar að svarta stúlku og gerði hún ítrekaðar tilraunir til að komast inn í skólann, en varð að lokum að hverfa frá, þar eð hermennirnir vörnuðu henni leiðina. 150 hvítir skólapiltar stóðu og æptu ókvæðisorð að stúlkunni. Síðar komu 11 svartir nemendur í hóp, en þeir urðu frá að hverfa. í öðrum bæ fylkinu Van Buren gekk þó allt hljóðlaust fyrir sig, er 23 svartir nemendur tóku sér seeti við hlið hvítra í gagnfræða skóla bæjarins í dag. Svörtum dómara misþyrmt. í borginni Birmingham í Ala bama kom til óeirða í gærkvöldi í sambandi við kynþáttavandamál ið. Varð lögreglan að skerast í leikinn sums staðar. Einkum varð svertingi einn, Aaron dómari að nafni, fyrir svívirðilegri meðferð og liggur hann á sjúkrahúsi. Seg ir hann að flokkur hvítra manna hafi ráðist á sig, er hann var að koma frá þeldökkri konu. Menn þessir tóku hann bundu fyrir aug un á honum fóru síðan með hann á afvikinn stað, börðu hann til ó- bóta og vönuðu hann. Leitar lög- reglan nú þorparanna, en hefir enn ekki fundið. Landsleikurinn í gærkveldi: Belgía sigraði ísland með 5-2 ísland skoraði eftir 15 sekúndur. Landsleikurinn í gærkveldi byrjaði glæsilega fyrir íslenzka landsliðið. Strax á fyrstu mínútum leiksins í fyrsta upphlaup- inu tókst Ríkarði Jónssyni, sem nú lék sinn 20. landsleik, að skora mark, og voru þá vart liðnar nema 15 sekundur af leik. En glæsihragurinn fór fljótt af liðinu, og þegar til kom var þetta einasta skot íslendinga á mark í fyrri hálfleik. Belgir höfðu írumkvæðið í leiknum, og á síðustu sekundum hans skoruðu þeir fimmta mark sitt í leiknum, og enduðu því eins og íslendingar byrjuðu. Vopnasmygl til Marokkó NTB-Rabat, 4. sept. — Hernað- aryfirvöld í Marokkó hafa upplýst, að þau hafi komizt yfir og gert úpptækar 20, smálestir af vopnurn, sem átti að smygla inn í landið. Fannst þetta í finnskum bát, sem Já í Tangierhöfn og vanalega flyt- ur fiskafurðir. Sagt er, að bátur- inn hafi tekið vopn þessi á Ítalíu og séu vopnin frá einhverju ríki í Mið-Evrópu. • V „ 'g' xf, ¥ * ' k&, rf* ■ j WmmUBBmBaBmUKmm&m v&SmA ’ mPS! I i ,< 1 Hér gera ísiendingar annað markið sitt í leiknum. (Ljósm.: Tíminn) I Eftir að þjóðsöngvar landanna ; höfðu verið leiknir skiptust fyrir- ■ liðarnir á gjöfum. Belgir unnu hlutkestið og kusu að leika undau snörpum vindi á syðra markið. íslendingar líófu því leik og brunuðu strax upp. Þórður Þórð- ! arson lék með knöttinn, ga£ íyr> ir markið til Ríkarðs, sem þegar spyrnti, en varnarleikmaður { komst á milli. Knötturinn hrökk aftur til Ríkarðs, sem sendl hann viðstöðulaust í netið af 4 m. iæri, án möguleika fyrir markinanninn að verja. Byrjunin var gltésileg, og þetta mark kom sem veiðar- slag á belgísku leikmennina. Þessi byrjun var stórkostleg fyr- ir íslenzka liðið, en leikiiúiunan- um tókst þó ekki aff nýta þaw ábrif, sem markiff liafði á Beigi. Belgir taka við. Andstæðingar okkar voru ekki lengi að átta sig á leikaðferð ís- lenzka liðsins, — þeir vöré’ust á miðjunni, eh gáfu kantana eftir og það kom ekki að sök, því áð sjaldan var gefið þangað, og eins þegar kantménn okkar fengu knöttinn, fóru þeir yfirleitt illa með sendingar. Á 4. mín. áttu Belgir úpphlaup og miðherji liðsins, Willems, spyrnti föstu skoti, sem lenti í höfði Halldórs Halldórssonar, og svo fast var skotið, að Halldór lá. Hann var þó furðu fljótur að jafna sig. Á 9. mín. átti Kristinn við hægri úlherjann, Jurion, og beið lægri hlut eins og oftast í þessum hálfleik. Útherjinn sendi fyrir markið mjög vel. Hinum ýtherjan- um brást skotfimin, en knötturinn hrökk til framvarðarins Van Herpe (Framhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.