Tíminn - 06.09.1957, Síða 8
8
TÍMINN, föstudaginn 6. september 1957.
Orðið er frjálst Benedikt Gíslason frá Hofteigi
KJÖRDÆMAMÁLIÐ
i.l
Kjördæmamálið hefur enn bor-
ið á góma og þekkir þjóðin hvað
felst í því hugtaki. Það er skipun
Alþingis, sem hér er um að ræða,
en er þó í órofasambandi við
stjórnskipunarlög landsins, sem
segja má að þjóðina hafi skort
siðferðislegt þrek til þess að
setja sér, eftir að þó var náð hin-
um stærsta áfanga í sjáifstjórn,
sem þjóðina hafði ýtrast dreymt
um að ná. Það er að vísu svo, að
skipun Alþingis er veigamesta at-
riði stjórnskipunarlaganna og má
ætla að verði þar í fyrirrúmi að
hafa, svo vel skipist, því ekki
mundi landið enn stjórnskipunar-
laust, ef Alþingi hefði verið svo
skipað að undanförnu að það skildi
þá hneysu sem orðin er í sögu
þjóðarinnar af þessari vanrækslu,
og því tjóni í stjórnarfari, sem
þetta er búið að valda þjóðinni,
— herbrask, dýrtíðarvesöld, sið-
leysi iðjuleysi o.m.fl., sem þróast
hefur í skjóli vanskipunar í stjórn
arfari. Það mætti að vísu merki-
legt heita ef þess þjóð gæti sett
sér stjórnskipunarlög, sem bæri
hana fram í þróun efnahags og
menningarmála, enda er svo að
sjá, að kjördæmamálið sé enn
ekki komið á dagskrá í skilningi
á þessu tvennu og öðru fleira af
góðu sauðahúsi, heldur flokkamet
ingi af höfðatölureglu af atkvæða
eign. Þar sem keppt er eftir skyn
lausum kjósendum, sem leyfist
ekki einu sinni að hafa uppi sauð
þráann. Það er að vísu svo að
slíkt kjördæmamál er sama hvort
er rætt, eða rætt ekki. Það er of
bersýnileg óskhyggja í valda-
draumi til þess að þjóðin, þrátt
fyrir allt, taki mark á því. Hins-
vegar er ekki fyrir það að synja
hvað að slysi getur orðið með eyja
skeggjum á íslandi, og sanna
dæmi, nýleg, það að þar getur
skeð það ótrúlega og nú svo kom
ið, að svo virðist, um það ótrúlega
geti eitt skeð. Þarf ekki um slík
dæmi að nefna, en sögunni mun
ekki skjátlast að gera grein fyrir
því, og munu þá flestir hlægja.
Það er það sem veldur því að
enn má tala um mál á íslandi, án
þess að láta svo sem þjóðin sé
algerri skynblindu haldinn um
mannleg málefni.
Um skipan Alþingis er það fyrst
að athuga: Á áhrifavald þess í per-
sónuleika einstakra þingmanna að
ná yfir land allt af kunnugleika
af áhugamálum fólks í dreifðum
byggðum, og auðlyndum og að-
stöðu, til að nýta þær í hinum
sömu byggðum, eða eiga aðrir
að hugsa um að skipa alþingi með
tilliti til þess hvar* flest fólk er
niðurkomið, kannske við auðvelda
atvinnuaðstöðu og ýmiskonar þjóð
félagsleg fríðindi, sem búið er að
veita fjölbýli og þörfum mann-
mergðar í mörgu skyni, og auka
þannig sífellt á aðstöðumun milli
þéttbýlis og dreifbýlis í landinu?
Sagan er bezti leiðsögumaðurinn
í því efni hvernig á þetta hefur
verið litið, bæði I nýjum og göml-
um tíma. Þegar Alþingi var endur
reist og lausleg konungskipan sett
á laggirnar til að skipa því, voru
danskir embættismenn þó svo
vitrir að þeir töldu rétt að dreifa
kjöri þingmanna kringum allt
land. Þeir gerðu sýslurnar að kjör-
dæmum og létu kjósa 1 fulltrúa
fyrir hverja sýslu og kaupstað,
sem þá að vísu var ekki nema
Reykjavík ein; jafnvel Vestmanna
eyjasýsla átti að fá sinn fulltrúa,
af því að hún var sýsla með sinn
konunglega sýslumannsembætti,
en ekki gáð að hinu, að kosninga-
rétturinn var þannig ákveðinn, að
þar hefði enginn maður kosninga
rétt. Það er það sem kalla mætti
landshlutasjónarmið, sem kemur
fram í þessari skipan, byggt á því
viti, að hver landshluti hafi til
síns ágætis nokkuð, og kunnug-
leiki á því hverju fyrir sig, þarf
að vera til staðar á því háa Al-
þingi. Þeir, sem ekki hefðu skilið
þetta mundu hafa í sparnaðar-
skyni mælt svo fyrir, að þingmenn
skyldi kjósa sem næst þingstað,
svo ferðakostnaður yrði sem
minnstur og forföll trufluðu ekki
þinghald, né slys orðið af þing-'
ferðum. Þetta kunnu þeir 1765 er(
aflagðir voru allir lögréttumenn;
utan af landi, nema í nánustu
grennd við Þingvelli, og létu svo
þessa suðurnesjasamkomu heita
eftir sem áður Alþingi.
Þessi kjördæmaskipan hinna
dönsku skrifstofumanna fól í sér
svo mikinn neista af lifandi skip-
an á þinghaldi þjóðarinnar, að
enn í dag er það ekki með öllu
sársaukalaust að viðurkenna, að,
henni verður nú að breyta; af því I
að ósigur hennar af tímans rás o. j
fl. er svo Ijós orðin, að henni ber,
að breyta. Ef litið er á hina gömlu '
skipan Alþingis á þjóðveldisöld, j
þá er þetta landhlutasjónarmið i
j á skipan Alþingis algert og því
I heitir Alþingi að allt land skal þar
J áhrifum viðkoma og sín málefni
| í heiðri hafa, jafnt frá Horn-
ströndum og Langanesi, sem úr
Grafningi og Laugardal. Landinu
var skipt í fjórðunga og bentu
heiti til átta, horft úr miðju landi,
sem allir þekkja enn í dag og við-
gengst í málvenju allra lands-
, manna. íslendingar kærðu sig ekk
’ ert um að nefna fylki, þótt svo
væri gert í Noregi, og munu ekki
upp taka. Landfræðileg stærð
, veldur mestu um stærð fjórðung-
anna, og verður þó Norðlendinga-
fjórðungur stærstur, að því er þeir
telja, en sem þó ekki er, ef Aust-
firðingafjórðungur er látinn ná
milli Langaness og Fúlalækjar.
Níu goðar skyldu vera í fjórðungi
hverjum, en þó tólf úr Norðlend-
ingafjórðungi og skyldu þeir eiga
, sæti í lögréttu að dómum í mál-
um rnanna, en þó ekki nema níu
úr Norðlendingafjórðungi, svo
fremur tylftir manna sætu í lög-
réttu og jafnmargir úr fjórðungl
, hverjum. Ekki er að skilja að
neitt manntal hafi legið hér til
grundvallar, og verður ljóst síðar,
að það er allmisjafnt í hinum ein-
stöku fjórðungum, ef fara má eft-
! ir skattbændatalinu, sem gert var
1 í tilefni tíundarlaganna 1096, að
þá eru þessir bændur í einstökum
fjórðungum taldir: Austfirðinga-
fjórðungi 7 hundruð heil eða 840
bændur. Norðlendingafjórðungi 12
j hundruð heil eða 1440 bændur.
Vestfirðingafjórðungi 9 hundruð
heil eða 1080 bændur. Sunnlend-
, ingafjórðungi 10 hundruð heil éða
1200 bændur.
I Hinir gömlu menn virðast ekk-
ert hafa haft við það að athuga,
að jafnt áhrifavald á Alþingi
hefðu 1440 bændur í Norðlendinga
fjórðungi og 840 austan lands.
Landshlutasjónarmiðið á skipan
Alþingis kemur ótvírætt fram í
þessum fornu sjónarmiðum um
, valdahlutföll í landinu. Það eru
; landshlutarnir, sem hér fá jafn-
ræðisaðstöðu og fyrst og rremst
1 af því að þeir eru líkir að land-
I stærð, en ekkert spurt um fólks-
fjölda. Heldur eigi virðist um það
spurt, hversu þingsókn megi rækj
ast úr hinum ýmsu landshlutum
á allsherjarþing á einum og sama
stað í landinu ár eftir ár. Nú er
áftur á móti á það að líta, að
megináhrif hefir það í landshlut-
unum hvernig þeir liggja við
Reykjavík og þó ekki með tilliti
til Alþingis, heldur þeirrar starf-
semi, sem þar fer fram fyrir þjóð-
félagið í heild og virðist vamað
á þurfa að hafa að ekki verði um
af landshlutalega sérdræg.
Af þessum sögulegu rökum, að
skipa beri Alþingi með sem mestu
landshlutarlegu jafnræði til áhrifa
á gang þjóðniála, verður að leita
þeirrar skipunar á Alþingi, er
þetta tryggi sem bezt, hafa þar
jafnt að sjónarmiði gamla sögu og
nýjan tíma, en leita fullra raka
fyrir því, sem uppi skal hafa. Nú
ber það frá um gamlan tíma að
mikill meirihluti þjóðarinnar býr
í þéttbýli, en um það var ekki að
ræða mestalla sögu þjóðarinnar
og alls ekki að neinu leyti er sú
skipan var upp tekin, er í var vitn
að á fyrstu tíð, en mátti finna
þess vott, er sýslumörk réðu um-
boðssvæðum alþingismanna. Þetta
mundi hafa megináhrif á þá skip-
un að taka upp fjórðungsskiptingu
á kjörsvæðum og líkja sem mest
eftir hinu gamla goðavaldi á skip-
un Alþingis.
Nú býr stór hluti þjóðarinnar í
einu litlu veri við Faxaflóa og það
er ekki umtalsmál, og þar sem
stjórnmálin eru nú rekin með
flokkskiptingu í félagsmála tilliti,
þá verður hver maður í landinu að
hafa jöfn áhrif með atkvæði sínu
á skipan Alþingis, þ. e. hver flokk
ur að fá jafnmörg prósent af tölu
þingmanna og hann fær mörg pró-
sent af tölu kjósenda í landinu í
hverjum kosningum. Þessu er örð-
ugt að ná nema með því að land-
ið sé eitt kjördæmi, en þá flyzt
pólitíska valdið á fjölmennasta og
áhrifaríkasta landshlutann, en fá-
mennir landshlutar ná lítt til
áhrifa.
Nú er það hins vegar svo, að
landShlutunum er hin mesta þörf
á sjálfstæðu stjórnmálalífi, valdi
eða staífsemi, eða hvað sem kalla
bæri þá háttu, sem hér þyrfti
uppi að hafa, einmitt í líkingu við
hina gömlu skipan á fjórðunga
sjálfstæði á málum í þjóðveldinu
forna. Landshlutar á íslandi eftir
fjórðungaskiptingunni fornu eru
svo líkir að landsgæðum og at-
vinnuaðstöðu, að það er þjóðhags-
legt tjón, ef einhver þeirra dregst
aftur úr í þróun, og getur ekki ann
að en valdið misræmi í þjóðlífinu,
sem jafnvel fjárfrekur vandi er
úr að bæta, sem dærni sanna nú
á tímum, er fólkið leitar til eins
staðar í landinu af vanrækslu fjár-
málavalds annarra landshluta. Svo
framarlega sem það hefir þýðingu,
að landið standi saman af lands-
hlutum, svo hefir það þýðingu og
eigi minni, að þessir landshlutar
fái haldið uppi rétti sínum og
sjónarmiðum í atvinnu- og menn-
ingarþróun. Þessu neitar enginn,
og viðurkenning á því og viðleitni
um það að láta þetta gilda í þjóð-
lífinu kemur víða fram. Ekki er
það trúlegt, að horfið yrði frá
þessari viðleitni og viðurkenningu
á gildi landshlutanna með þvi að
rýra hlut þeirra í pólitísku valdi
eða efla svo einn eða fleiri lands-
hluta að þessu sama valdi, að
stórum bæri í sundur um þessi
valdahlutföll milli landshluta. Á
sama brunni ber í görnlum og nýj-
um tíma um landShlutasjónarmið-
in í pólitísku áhrifavaldi, og þá er
að koma því heim og saman,
hversu fái notið sín í fullu rétt-
læti, þessi viðurkenndu og sögu-
legu landshluta sjónarmið, og hið
kjósandslega réttlæti, að allir hafi
jafnan rétt með atkvæði sínu. Það
mundi að fullu nást með því, að
svo miklu leyti sem um getur ver-
ið að ræða, að landið sé allt eitt
kjördæmi, sem í þessu efni yrði
aðeins útreikningsform, en skipt í
5 kjörsvæði með sjálfsákvörðunar-
rétti um framboð. Þingmenn væru
50 að tölu og kjörsvæðin, sem
yrðu hinir gömlu fjórðungar og
Reykjavík, ættu rétt á því að koma
10 mönnum inn á landskosninga-
listann, eftir þeirri reglu að fólks-
flesta kjörsvæðið hefði 1. mann
og svo áfram, svo að 5 fyrstu
menn væru 'sinn af hverju kjör-
svæði. Reykjavík hefði 1., 6., 11.,
16., 21. mann, en Austurland 5.,
10., 15., 20., 25. mann o. s. frv.,
og bæri hver flokkur fram sinn
lista þannig skipaðan. Eftir kjör-
ið væri það svo reiknað út hvað
mörg % hver flokkur, eða hópur
kjósenda, hefði að baki sér af at-
kvæðum, og þannig fundið hvað
marga þingmenn bæri að telja
kosna á þeirra vegum. Flokkur,
sem fær 40% atkvæða, fær 40%
þingmanna eða 20 að tölu og væru
þá feosnir 4 menn af hverju kjör-
svæði fyrir viðkomandi flokk.
Stæði það svo af sér að aðrir þrír
flokkar fengju 20% hver, fengju
þeir 10 þingmenn hver eða 2 af
hverju kjörsvæði og yrðu þing-
menn þá 10 af hverju kjörsvæði
En nú mundi sjaldnast eða aldrei
standa þannig á tölum, og getur
þá orðið nokkuð mismunandi tala
þingmanna af einstökum kjörsvæð
um. Sú breyting veldur því að
fólksflesta kjörsvæði gæti fengið
fleiri en 10 þingmenn, en þau
fólksfærri minna en 10 þingmenn.
Stórum munar það ekki, en flokk-
ur, sem fær 42% greiddra atkv.
kæmi að 21 þingmanni og yrðu þá
5 úr Reykjavík, en það kostar það
að einhver annar flokkur kemur
elcki að nema 9 þingmönnum, ef
haldið er sér við hið uppsetta
dæmi, og þá fellur Austfjarðaþing-
maður, svo að þeir verða ekki
nema 9. Hugsanlegt er að atkv.
gætu fallið þannig á flokka, að
Reykjavík yrði með 13 þingmenn,
ef flokkar eru 4, en bæði Austur-
og Vesturland með færri en 10
þingmenn. Suður- og Norðurland
mundu aldrei fara niður úr 10
þingmönnum og heldur aldrei fá
þá fleiri. Við þessu er ekkert að
segja og getur á engan hátt talizt
ranglátt að þessi óumflýjanlega
misskipting á tölu þingmanna ó
kjörsvæðum komi því kjörsvæði
til góða, sem fólksflest er. Þetta
rýrir á engan hátt það pólitíska
starf, sem með þessu skipulagi
yrði hafið í landshlutunum, og
yrði meginþýðing þessa skipulags,
því að í hverju kjörsvæði hefði
hver flokkur sitt þing kjörinna
fulltrúa úr byggðarlögum og svo
hvert kjörsvæði fjórðungsþing
allra flokka með þeim 10 mönnum
úr hverjum flokki, sem til fram-
boðs yrðu valdir á viðko'mandi
svæði. Mundi þá verða sæmilega
séð fyrir landshlutasjónarmiðum
á Alþingi og fátt í láginni liggja,
sem fólk þarf að vekja athygli á
í sínum landshluta, og fá fram-
gengt með löggjöf eða starfi af
opinberri hálfu. Þessir 10 menn
af hverju kjörsvæði mundu svo
mynda flökksráð livers flokks og
koma saman til landsfundar.
Það er ekki hægt í stuttri blaða
grein að taka fram alla þá kosti,
sem þetta skipulag hefir, minnsta
kosti fram yíir þann óskapnað,
sem nú er alþingismannakjör, en
benda má á eftirtfarandi:
1. Minni flokkslega togstreitu
og partikusa framkomu þingmanna
er ætla má að allir flokkar yrðu
sammála á fjórðungsþingum, um
höfuð nauðsynjamál hvers fjórð-
ungs.
2. Minni peningaaustur í kosn-
ingar og áróðiir og einskonar mút-
ur, þ.e. auðveldara, eðlilegra og
siðlegra kjör en nú er víða þekkt.
3. Meiri trygging fyrir hæfi-
leikum þingmanna og heiðarlegu
starfi, þar sem félagsmálastarf í
kjörsvæðunum bæri þá upp í þing
mennskuna, og í gegnum þekkingu
og hæfni í störfum, jafnvel heima
fyrir sem út á við.
4. Lifandi áhuga manna á því,
að vinna sig áfram til þroska og
þekkingar á þjóðmálum, jafnt
heima fyrir sem út á við, til sem
mests gagns fyrir sitt land.
5. Fastari skipan á öllum hátt-
um þjóðlífsins og öruggari dóm-
greind á hátturn og hæfni þing-
manna, og myndi útilokun á hæfi
leikamönnum af flokkslegri kvik
insku úr sögunni, jafnvel þótt
margt gæti borist til í misstígum
í eitt og annað skipti.
6. Ný sjónarmið, sem þó þarf
að setja eðlilegar skorður, ættu
mun hægra með að ná framgangi,
ef þau reyndust að ná hljóm-
grunni í þjóðmálum.
Eigi virðist þörf á því að hafa
búsetuskilyrði á kvörsvæði fyrir
kjörgengi, en það myndi koma
fljótt af sjálfu sér ef hér yrði um
rétta og eðlilega þróun að ræða.
Að síðustu ber að segja það,
og mun enginn móti mæla, að
landshlutasjónarmiðið er svo lif-
andi í þjóðarsálinni og þjóðhátt-
um, bæði af gamalli sögu og nátt-
úrlegri sköpun landsins, að fram
hjá jpví verður ekki gengið um
eðlilega skipun stjórnarfars, og
svo að þetta mál er fólkinu í lands
hlutunum bezt að taka í sínar
eigin hendur til framkvæmda, og
mun það verða ágreiningslaust á
meðal þess, og meðal kjörsvæða,
hvað sem flokkssjónarmiðum líður
að öðru leyti, og mun þó ekki
sopið kálið.
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi
Hann var einn al
iformönnum Islands
Framhald af 5. siðu.
Með sömu ástúð og Baldvin
heilsar sveit sinni í þessum er-
indum, veit ég að hann kveður
nú — við ævilokin.
Kveðjur hans til heimilisins,
barna hans, yngri niðja og íengda-
barna ber ég ekki fram í orðum,
því þær tilheyra hinni helgu þögn
hjartnanna.
En ég flyt honum af heilum
huga þakkir fyrir vinsemd í minn
garð, samstarf allt og mannkosta
kynningu þá, sem ég naut við að
þekkja hann. Og ég leyfi mér í
nafni hinnar kæru, döggvuðu
sveitar, með orkulindina miklu og
Ijósa faldinn, að þakka fyrir öll
störfin í þágu hennar — og alla
þá ræktarsemi, er hann sýndi
henni.
Um leið leyfi ég mér einnig að
þakka honum fyrir hönd sýslunnar
og landsins — því að hann var
ekki aðeins vormaður þessarar
sveitar, — hann var einn af vor-
mönnum íslands.
Blessi sá guð, sem gefur mönn-
um lífstrú og hugsjónir og jörð-
inni gróðrarmátt, minningu Bald-
vins Friðlaugssonar.
Skarí
(Framhald af 7. síðul
að Bræðratungu og bað hennar.
Þótti föður hennar, Gísla lóg-
manni Hákonarsyni ekki sæmandi
að vísa byskup á bug, en samdi
svo við þá feðgana á Skarði, er
þeir feomu suður að vitja meyjar-
mála, að Eggert fengi hinnar syst-
urinnar, Valgerðar,- þegar hún
hefði aldur til. Það er hennar
bekkur, sem enn stendur í Skarðs-
kirkju.
Stétt, ssm þrælar lögðu,
og gulikistur Geirmundar
Milli kirkju og bæjarhúsa á
Skarði sér enn móta fyrir stétt-
inni frægu, sem Ólöf ríka lét hina
erlendu þræla gera og í hvammi
innan við túnið er Smjördallshól-
ar, þar sem sagt er að smjör-
skemmur Ólafar ríku hafi staðið
Vel fer á því, að þannig sé sag-
an lifandi í samtíðinni heima á
elzta óðali á íslandi, þar sem enn
búa afkomendur Ólafar ríku og
Geirmundar landnámsmanns. Með
nýjum tímum breyta mannvirki
um svip og tækni breytir atvinnu-
háttum, líka við Breiðaíjörð. Þó
er breytingin minni en margur
hyggur í fljótu bragði. Svipur
landsins sjálifs er hinn sami og
verður vísast enn um sinn. Af
stétt þeirri, sem hlaðin var af þræl
um Ölafar ríku heima á Skarði,
sér enn yfir sveitir og fjörð, og
í fjarska til fjallanna á _ Barða-
strönd, þar sem Eggert Ólafsson
ýtti forðum úr kaldri skor og nið-
ur í bráðan Breiðafjörð í brúðar-
örmum sökk. Óvíða er leikvangur
lífsins jafn breytilegur og ör
skipti milli lognværðar og trölls-
legra átaka, sem engu hlífa. Og
óvíða er náttúra íslands börnum
sínum gjöfulli og einmitt þar.
Þjóðsagan um hinn falda fjár-
sjóð Geirmundar heljarskinns lif-
ir enn í minnum fólks í landnám-
inu. Sagt er, að hann hafi falið
fjárkistur sínar í Andakeldu, sem
er djupur pyttur skammt i.nnan
við Skarð. Þjóðsagan segir, að
kistan hafi eitt sinn fundizt, en
liringurinn slitnað úr henni, er
hefja átti upp úr pyttnum. Þá
hafi mönnum sýnzt bærinn heima
á Skarði standa í björtu báli og
hætt verið glímunni við kistu Geir-
mundar, og ekki lengur logað í
bæjarhúsum.
Skarðsmenn hafa ekki fuiulið
kistu Geirmundar með gullinu,
en þeir hafa nytjað vel landnám
hans og numið þar gull úr auð-
lindum íslenzkrar náttúru til
lands og sjávar. Þær gullkistur
tæmast seiut. í rauninni má
segja, að landnám sé að liefjast
í nýrri rnynd og innan tíðar
muni byggð Geirmundar geta
brauðfætt margfaidan þaun
fólksfjölda, er þar býr nú. Með
stórræktun landsins og útflutn-
ingsframleiðslu, og skipulagðri
notkun fiskimiðanna verður
ekki bjargarfátt í byggðum Geir-
mundar og Auðar, og þá muu
ljósunum aftnr fjölga við Breiða
fjörð og í eyjunum. —gþ.