Tíminn - 11.09.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.09.1957, Blaðsíða 5
T í MIN N, miðvikudaginn 11. september 1957. 5 HaBSdór Kristjánsson, Kirkjubóli: Kjördæmi, réitlæíi og reikningsvél Nýlega mátti lesa í Morg unblaðinu, að spámaSur mik i!l væri upprisinn innan Al þýðuflokksins. Hver dálkur inn eftir annan af þeirri vizku, sem runnið hafði úr penna hans var endurprent- aður í Morgunbiaðinu og síð- an aftur-endurprentaður í ísafold og Verði, svo að fagn aðarboðskapurinn skyldi ná til hinna sundruðu og smáu í dreifðum byggðum lands- ins. Þetta var óvenjuleg ánægja fyr- ir Morgunblaðið á hinum síðustu og verstu tímum, þegar andstreym ið verður hvað ömurlegast og Sjálf stæðismenn kveina sárast undan herleiðingunni í Babýlon stjórnar- andstöðunnar, horfandi upp á það, að óverðugir menn eins og Her- mann og Hannibal „leika þá tign bæði gálaust og grátt, sem guð hefði smurt handa þeim“. Réítlæti huggarans Jafnvel í hin yztu myrkur ná neistar vonarinnar. í þetta sinn var hinn mikli huggari Jón P. Emils, landskjörstjórnarmaður Al- þýðuflokksins, svo sem Mbl. titlar hann. Hann skrifaði grein um kjördæmamálið. Kjarninn í stefnu lians er sá, að hver kjósandi eigi að hafa jafnan rétt til áhrifa á skipun þings með atkvæði sínu. Béttlætið sé það eitt, að jafnmörg atkvæði séu bak við hvern þing- mann eða að minnsta kosti þing- menn hvers flokks, þegar þau mál eru gerð upp. Þetta var sá gleðiboðskapur, sem Mbl. endurprentaði og flutti öllum sínum lesendum og birti síð- ait ýmsar hugleiðingar um fagnað- arerindið. Hvernig uríu kosninga- iögin til? Sú kjördæmaskipun og kosn- ingalög, sem við búum nú að, er síðan 1942 eins og kunnugt er. Hún er þannig til komin að .41- þýðuflokkurinn tók upp gamlar tillögur Sjálfstæðismanna og flutti á Alþingi í frumvarpsformi. Þessir tveir flokkar komu svo frumvarpinu fram með stuðningi kommúnista, og bar ekki á neinni ógleði hjá leiðtogum Sjálfstæðis- manna, þó að kommar réttu þeim hjálpai-hönd við að hagræða þess- um hyrningarsteinum þjóðfélags- byggingarinnar. Við Framsóknarmenn vissum það gjörla sumarið 1942, þegar barizt var um þessa löggjöf, að hún værí gölluð. En þeir, sem að henni stóðu, voru ekki upp á það komnir að taka mark á bendingum Framsóknarmanna. Þeir voru sannfærðir um að þeir væru að j gefa þjóð sinni réttláta löggjöf.' Það var svo hátt hafið yfir flokks- hagsmuni, að frambjóðandi Sjálf- stæðismanna í þessu-kjördæmi kall aði það aukaatriði, liver ætti hend- ina, sem kæmi upp á Alþingi til að samþykkja réttlætið. Þá var j hann að benda flokksmönnum sín-1 um á að kjósa með Alþýðuflokkn- j um, svo að réttlætismálinu. yrði í borgið. Stjórnarskrárnefndir Stjórnarskrármálið hefir verið til endurskoðunar í 13 ár frá því að stjórnarskrá konungsríkisins var snúið upp á forseta í talsverðu flaustri í sambandi við lýðveldis- myndunina. Það mun ekki ofmælt, að kjördæmamál og kosningalög hafi staðið einna fastast fyrir við þá endurskoðun. Raunar munu þeir, sem setið hafa í stjórnar- skrárnefndum, aldrei hafa komizt svo langt að leggja fram ákveðn- ar tillögur. Ber þar margt til. Það fyrst, að nefndarmenn hafa allir verið umboðsmenn flokka. Þeim hefir því naumast verið frjálst að bera fram persónulegar skoðanir, enda sagði íormaður stjórnarskrár- nefndar vorið 1949, — Bjarni Benediktsson heitir hann, — að allt væri ónýtt, sem nefndarmenn kynnu að gera, nema flokkarnir stæðu að því. Það má líka íinna þess dæmi, að persónuleg ummæli einstaks manns í stjórnarskrár- ne'fnd hafi verið túlkuð á vafa saman hátt og af takmarkaðri góð- girni, svo sem þau væru stefnu- yfirlýsing flokksins. Flokksmál ecSa þjó&tnál? Það leiðir af eðli málsins, að þegar unnið er í umboði flokks verða hagsmunir flokksins ofarlega í huga. Ég efa það ekki, að í öllum stjórnmálaflokkum séu menn, sem géta litið á kjördæmamálið sem þjóðmál, en ekki flokksmál. Hins ■ vegar mun það ekki vera ofmælt, í að málsvarar og fulltrúar flokka! freistist oft til þess að reikna og meta hvað kynni að vera hagkvæm j ast fyrir flokkinn. Að minnsta | kosti munu þeir gefa því auga1 hvernig það kæmi út fyrir flokk- inn. Það er vorkunn, en heppilegra kynni þó að vera að athuga fleira en stundarhagsmuni einstakra flokka, þegar kjördæmamálinu er ráðið til lykta. Það hefir þegar verið nefnt, að Sjálfstæðismenn stóðu að stjórnar- skrárbreytingunni 1942. Þeir stóðu líka að uppbótarsætunum 1934. Þetta var þeim þá hvort tveggja réttlætismál, — þ. e. a. s. — Sjálf- stæðisflokkurinn gat að öðru óbreyttu fengið fleiri þingmenn en ella með því móti. Svo komu kosningarnar 1953 og Sjálfstæðisflokkurimi fékk engan uppbótarmann. Þá urðu einmenningskjördæmin allt í einu góð í Mbl. Aftur og aftur niátti lesa þar þá herlivöt, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti feng- ið hreinan meirihluta á Alþingi með því einu að bæta við sig nokkrum tugum atkvæða. Á Al- þingi fój-u talsmenn flokksins óvirðingarorðum um uppbótar- kerfið. Jóliann Hafstein sagði, að mönnum fyndist það óeðlilegt að fallnir menn gengju ljósum log- um í þingsölunum eins og þeir, sem kosnir hefðu verið. Eftir kosningar 1956 varð upp- bótarkerfið aftur gott í Mbl., og einmenningskjördæmin meingöll- uð. Þá var runninn af flokknum sá sæludraumur, að hann gæti feng ið meirihluta á Alþingi með minna en 40% greiddra atkvæða. Þetta er rifjað upp hér, til að sýna, hve flokksleg og þröng, skammvinn og skammsýn viðhorf manna í kjördæmamáli geta verið, en engan veginn til að kasta sér- staklega rýrð á Sjálfstæðismenn. Aft fullnægja réttlætinu Það er eflaust góð og falleg hug- mynd að vilja gera rétt manna sem jafnastan án tillits til búsetu, at- vinnu, efnaliags o. s. frv. En vera má, að Jón Emils liafi ekki tekið með í reikning sinn allt, sem máli | skiptir í því sambandi. Hér skal j aðeins minnzt á nokkur atriði, sem ýmsum þykir ekki sæma að ganga þegjandi framhjá. Þeir biíja um forréttindi Höfuðborgin hefir þá sérstöðu að ýmsir áhrifamestu stjórnmála- menn og foringjar allra ílokka hljóta að eiga þar heima. Þó að þeir séu ekki nema sumir lcjörnir til að vera fulltrúar byggðarlags síns, getur ekki hjá því farið, að þeir þekki vel til og séu í margs konar tengslum við höfuðstaðar- búa. Þetta eitt sér er svo mikið at- riði, að þeir, sem vilja láta höfuð staðinn hafa sama kjósendafjölda og afskekktari héruð landsins bak við Iivern þingmann, ættu ekki að kenna mál sitt við jafn- rétti. Þeir eru nefnilega að berj- ast vyrir forrétíindum fyrir höf- uðstaðinn. Dæmi annarra Vel má líta á það, að þær þjóðir, sem lengst hafa náð í því að jafna lífskjör og skapa alþýðu manna hamingjusama daga, búa ekki við þá kjördæmaskipun, sem Jón Emils virðist óska sér. Það er sama hvort við nefnum Norð- urlönd, Bretland eða Bandaríki Norður-Ameríku í því sambandi. Út af því skal ekkert leggja, en staðreynd er það, að lífskjör al- mennings geta orðið góð, þó að kjördæmamálið sé ekki undantekn ingarlaus höfðatöluregla. Tvímenningskjördæmi Bandaríkjanna Öldungadeild Bandaríkjaþings er skipuð tveimur fulltrúuin írá hverju sambandsríki. Þeir eru kosnir óhlutbundinni kosningu, en ekki eins og í tvímenningskjör- dæmunum hjá okkur. Mér eru ekki tiltækar alveg nýj- ar tölur um mannfjölda þessara kjördæma í Bandaríkjunum, en ég hygg að hlutföllin milli New York ríkis og Nevada séu svipuð og miMi Seyðisfjarðar og Reykjavíkur. Árið 1930 voru íbúar annars kjördæm- isins innan við 100 þúsund en hins yfir 12 milljónir. Síðan hefir hlut- fallið að vísu breytzt, en er þó fyllilega sambærilegt við mun á minnsta og stærsta kjördæmi ís- lands. Þessi kjördæmi kjósa hvort sína tvo fulltrúa til öldungadeildarinn- ar. Vifthcrf kjördæmanna Kjördæmin munu eiga sér tvenns konar tilgang. Þau eiga að tryggja því fólki, sem býr á á- kveðnu svæði sérstakan fulltrúa og málsvara á þingi og þau eiga að tryggja kynni og bein tengsl þing- manns við kjósendur, þannig að kjósendur hvar á landinu sem er, eigi hægt með að flytja mál sitt við þingmann. Bandaríkjamenn munu telja fjallabúa og námu- menn í Nevada hafa sömu þörf og eiga sama rétt til tveggja fulltrúa á þingi, eins og fjölmennið í stór- borgunum á austurströndinni. Tökum svo til dæmis eitt kjör- dæmi á íslandi, Norður-ísafjarðar- sýslu. Árið 1910 voru þar tæp fjög- ur þúsund íbúa eða um það bil 4,65% af þjóðinni allri. Síðan hef- ir mannfjöldi í landinu tvöfaldazt en Norður-ísfirðingum fækkað meira en um helming, svo að nú eru þeir aðeins rúmlega 1% af þjóðinni allri. Reikningsvélin seg- ir Jóni Emils, að þetta kjördæmi verðskuldi ekki nema hálfan al- þingismann. Er nú alveg víst að öllu réttlæti verði fullnægt með slíkum reikn- ingi? Er ekki eitthvað til í rökum þeirra, sem segja að Norður-ís- firðingar hafi jafnvel enn meiri þörf fyrir þingmann vegna þess hvað þeir eru fáir og þess vegna eigi þeir enn fullan siðferðilegan rétt á heilum alþingismanni? Óskadraumur Jóns Emils Jón Emils vitnar í stefnu Al- þýðuflokksins á fvrri tímum og fer þar allt niður á 1928. Þar mun hann eiga við tillögu Héðins Valdi- marssonar um að gera landið allt eitt kjördæmi. Það mun líka vera sú aðferð, sem ein er sæmilega trygg til að fullnægja réttlæti reikningsvélarinnar önnur en ótak markaður fjöldi uppbótarmanna. Þó hefir það mikla galla að gera landið allt eitt kjördæmi. Það skapar vonir og aðstöðu íyr- ir ýmis konar ævintýramenn og smáflokka og þar af leiðandi samningamakk og vcrzlun eftir kosningar. Slíkt kosningafyrir- komulag mun því flestu öðru fremur taka þann rétt af kjós- endum að vita hvað þeir eru að gera með atkvæði sínu en ala á ábyrgðarleysi og prangi að tjalda baki. I Mörgum og smáum flokkum og flokksbrotum fylgir löngum glund- j roði og spilling og er lítil ástæða' fyrir okkur íslendinga að leggja okkur fram um að leita slíks. Réttlæti hlutfallskosninga Það er einber barnaskapur ef menn halda að hlutfallskosningar almennt tryggi það að réttlæti reikningsvélarinnar komi fram. Það er hægt að benda á íiltekin ákveðin dæmi úr bæjarstjórnar- kosningum og lireppsnefndarkosn- ingum síðustu ára, sem sýna það, að sá meirihluti, sem kosinn var í 7 manna stjórn, hefði orðið minnihluti, ef kosnir hefðu verið 9 menn. Sigur eða ósigur veltur stundum á því hvað marga á að kjósa rétt eins og hinu hvað marg ir kjósa hvern lista. Annað dæmi: Kjósa á 5 menn í hreppsnefnd og 5 til vara. A-listi fær 101 atkvæði og 4 menn kjörna. B-listi fær 50 atkvæði og 1 mann kjörinn. Fimm kjósendur B-listans strikuðu efsta mann listans út og réðu því þar með að annar maður listans var kosinn, enda þótt hinir ■ 45 kjósendur listans hafi ef til vill I greitt honum atkvæði vegna efsta I mannsins. | Réttlætið er kannske ekki alltaf alveg fullkomið þegar reikningsvél in hans Jóns er búin að yfirfara úrslitin. Shapa kjördæmin yfirstétt? Fámenn einmenningskjördæmi eru engan veginn annmarkalaus, fremur en annað. í fljótu bragði virðist sumum, að þau gefi þeim, sem þar búa, óheppilega sterka að- stöðu til að skara eld að sinni köku. Því er rétt að spyrja, hvort svo hafi orðið í framkvæmd. Eru tekjur manna þar meiri en í mesta þéttbýli landsins, vinnutími styttri, lífsþægindi meiri o. s. frv.? Það er víst ástæðulaust að hafa angur og áhyggjur af því, að kjör- dæmaskipunin hafi valdið slíku ranglæti. Er ekki það jafnrétti og þióð- félagslega réttlæti, sem mestu varðar einmitt þetta, að lífskjörin séu sem líkust og aðstaða manna til að njóta lífsins sem jöfnust? Á það má líka benda, að rétt- ur fámennisins til fulltniavals stendur öllum opinn. T. d. getur Jón P. Emils eflaust fengið jörð eða útræði í kjördæmi Sigurðar ! Bjarnasonar, ef honum finnst eft U ir svo miklu að slægjast. Fleira en |)ingsæti Jón Einils bendir réttilega á það, að atkvæðamagn á Alþingi sé ekki einhlítt til að stjórna landinu. Rík- isstjórn þarf líka traust almenn- ings og fylgi. Annars er hún van- máttug og dæmd til falls. Sú stjórn, sem raunverulega hefði sáralítið fylgi, gerði því eklci mikinn skaða, því að hún gæti aldrei haldið völdum stundinni lengur. Hins vegar er hugsanlegt að kosningalög og kjördæmaskipun yrðu til að harnla gegn því að starf- hæf stjórn yrði mynduð. En ekki sé ég að bent verði á glögg dæmi slíks úr íslenzkri þingsögu. Svo mikið er víst, að þau sterku rök reynslunnar vantaði í grein Jóns Emils. Hitt er Jóni aftur á móti trúar- atriði, að ólán hendi hvern þann stjórnmálaflokk, sem hreppi þing- sæti úr hófi fram í ósamræmi við atkvæðamagn. Sú trú mætti vera honum nokkur raunabót, því ör- yggi er að vita guðsdóm ganga yfir hvern þann, sem græðir á ranglæt- inu. Aðrir rnunu þó finna dæmi þess, að andstreymi, mæða og heimilis- böl hafi gert vart við sig í stjórn- málaflokkum án þess að þeir hefðu óeðlilega miklu þingliði á að skipa. Hverju reiddust þá goðin? A eitt kjördæmi alS rátJa? Það, sem gerzt hefir hér á landi, er einmitt það, að vissir flokkar hafa meginfylgi sitt í Reykjavík, einkum Sjálfstæðisflokkurinn. Reykjavík er langsámlega fjöl- mennasta kjördæmið, enda kýs hún 8 þingmenn og atkvæðamagn Reykvíkinga ræður mestu um það, hvaða flokkar fá uppbótarsæti. Auk þess sem hér liefir verið sagt um styrk óg vald höfuðborgar, er þess að gæta, að Reykjavik nýtur fjölmennis og auðs. Þó að t. d. Akureyri væri gerð að höfuðborg landsins, yrði samgöngum og verzlun að miklu leyti stjórnað frá Reykjavík eftir sem áður. En þeg- ar þriðjungur þjóðarinnar býr í höfuðborginni og mestur aúður þjóðarinnar er þangað kominn, er áhrifavald beirrar borgar orðið geysilega mikið. Ilitt er áreiðanlega ekki heppi- legt að neinn staður sé svo vold- ugur, að hann ráði landinu öllu. Þó að einn flokkur nái sterkum meirihluta í Reykjavík, á hann ekki þar fyrir að stjórna allri þjóðinni. Þetta er kjarni kjör- dæmamálsins. Eitf kjördæmi á ekki að geta ráSið ö!íum hirsum. Menn segja, að þetta liggi ekki fyrir, þar sem Reykjavík sé enn- þá í minnihluta með þjóðinni. Þró- un síðustu ára stefnir óðfluga að því að innan fárra ára búi meiri- hluti þjóðarinnar í Reykjavík og útborg hennar, Kópavogi, sem rætt hefir verið um að sameina Reykjavík. Þess vegna er ekki hægt að ganga framhjá þessari spurningu: Á meirihluti í einni borg að stjórna öllu landinu? Þctta er grundvallaratriði kjör- dæmamálsins. i I Samt er ég þakklátur Jóni Þegar kjördæmamálið er yfir- vegað með ró, kemur í ljós, að það er ekki svo einfalt, að reiknings- vélin leysi það ein, þó að hún sé annars ágætt áhald og hjálpartæki. Það þarf dómgreind og mannvit til að leysa kjördæmamálið eins og önnur mannfélagsmál. Þau mál eiga alltaf að vera til umræðu og endurskoðunar. Margt getur þar orkað tvímælis í framkvæmd, því að fá úr’ræði. verða annmarkalaus með öllu. Jón P. Emils á þökk skilið fyrir að hefja umræður um þetta mál snemma á kjörtímabili. Almennar umræður á rólegum tím'a cru ólíkt lieppilegri en skyndiverzlun bak við tjöldin á Alþingi rétt áður en lagt er í kosningabaráttu, svo sem var 1942, enda á sú „réttarbót“ nú formælendur fáa. Það bendir til þess, að þannig á ekki að vinna löggjafarstarf. Fliigskeytin grobb og áróðnr hjá Rússnm WASHINGTON, 9. sept. — Kjarn- orkumálanefnd Bandarikjanna skýrði frá því í dag, að Rússar heíðu gert tilraunir með kjarn- orkusprengju nú fyrir skömmu. Hefði hún verið fremur lítil. Sein- asl skýrði nefndin frá sprengjutil- raunum Rússa 22. ágúst s. 1. Aðstoðarlandvarnaráðherra Bandaríkjanna sagði í ræðu í dag, að það nxyndi áróður einn og gort úr Rússum, að þeir ættu nú fjar- stýrð flugskeyti, sem senda mætti ihvert á land sem væri. Taldi hann Bandaríkjamenn standa Rússum jafnfætis í framleiðslu þessara vopna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.