Tíminn - 14.09.1957, Qupperneq 5
® í MIN N, laugardaginn 14. september 1957.
Grundvöllur þ
eftlr jarlinn af Ath-one, fyrrv. lancfsstjóra Kaaada
Erindi þetta var flutt í
brezka útvarpið 1. desember
1939, en var nýlega gefið út
í sambandi við minningarat-
höfn, er fór fram í Ontario í
Canada í janúar s. I. Þar var
þá stödd 200 manna liðssveit
M.R.A. hreyfingarinnar frá
26 þjóðum. Þessi fyrrv. lands
stjóri Canada var þá nýdá-
inn, eða 16. janúar. Erindið
vakti athygli víða um lönd
og vakti aðdáun hjá þingfor-
seta Bandaríkjanna Lands-
stjórinn hafði átt drjúgan
þátt í að gefa M.R.A. hreyf-
ingunni byr undir báða
vœngi cg var heilhuga vinur
hennar og sfuðningsmaður
um 25 ára skeið. Bókstöfun-
um MRA (Moral ReArma-
ment) mætfi vel gefa merk-
inguna: Meira réttlæti alls
staðar. Það er í raun og veru
síefnumark hreyfingarinnar.
Þýöandi.
FRÁ ÞVÍ, er heita mætti í gær,
að M.R.A. hreyíingin hóf göngu
sína héi' í Englandi, hefir liún náð
umhverfis jörðina og orðið mill-
jónum manna uppspretta nýrra
vona.
Þjóðhöfðingjar og forustumenn
þjóða, félagsmála, atvinnumála,
allra stétta og lífsskoðana hafa
fagnað þessari siðbótarhreyfingu
sem lækningu þess geigvæna sjúk-
dóms, er þjakar andlegu lífi og
siðmennir.gu þjóða.
Hvarvetna í brezka heimsveldinu
hefir þessari hreyfingu verið fagn-
að, og forseti Bandaríkjanna (þá
Roosevelt) hefir hvatt til þess, að
liún verði efld um heim allan.
Á vopnahlésdaginn í fyrra féllu
orð mín á þessa leið:
„Grundvöllur þjóðlífsins og
samfélags þjóða verður að vera
M.R.A., það er umsköpun hugar-
fars manna til endurnýjaðs sið-
ferðisþroska. Andi Guðs getur
unnið það kraftaverk í lífi manna
að sigra þar allt stærilæti, eigin-
girni, græðgi, tortryggni og óvild,
því að máttur ar.dans er þó vissu-
lega öllu máttugri í heimi
manna“.
Þetta er alltaf og eilíflega satt.
M.R.A. krefst hugarfarsbreyting-
ar, að nýr andi nái tökum hvar-
vetna í allri sambúð manna. Mark-
miðið er: að menn miði alla
breytni sína við mælikvarða heið-
arleika, hreinleika og kærleika.
Vilji Guðs verður að vera ráðandi
aflið í lífi einstaklingsins, fjöl-
skylduþfinu og þjóðlífinu.
Vissulega hafa þessi sannindi
verið öryggi og styrkur þjóðarinn-
ar á öllum öldum. Bjargráð okkar
á þessunj dögum hins skuggalega
útlits er þetta, að við tileinkum
okkur á ný af heilum hug og hjarta
þessi sanuindi. Það er rétta svar-
ið við kvíða, ótta og öllum þreng-
ingum, og þar er einnig uppspretta
hinna öruggustu vopna okkar um
1 nýjan heim.
i INNSTA OG DÝPSTA þrá okkar
i allra er sú, þótt óljós og yfirlætis-
laus, að geta átt hlutdeild í því að
ka}Ia fram nýjan heim, hæfan til
' eflingar friðarins og þess andlega
og siðferðilega þroska, sem einn
getur tryggt það, að vísindi og
i verkleg kunnátta þjóni velmegun
| manna, en ekki tortímingu mann-
' kynsins.
I Þessa lífsskoðun lét þingforseti
! samba’ids verkalýðsfélaganna
l Trades Union) hr. Hailesworth, í
ljós skýrum orðum í bréfi til mín
nýlega. Hann segir:
„Hvarvetna stöndum við and-
spænis vanmætti mannlegrar
vizku til þess að finna örugga
og óumdeilanlega leið til sam-
félags allra þjóða, í eirium hug
að einu marki: alþjóðabræðra-
lags. M.R.A. knýr nú á hjá
mönnum hvarvetna, að þeir
fáist til að hlusta á rödd Guðs,
hver sé fyrirhugun hans.
Á þessari stundu, er ég flyt
þetta mál, verður mér hilgsað
I til þeirra milljóna manna, sem
víðs vegar í brezka heimsveld-
inu og í öðrum löndum, leggja
nú stund á að hlusta á rödd
Guðs og hlíta leiðsögn hans.
| Undir handleiðslu hans og með
almennri hlýðni okkar getur
enn freðzt nýr heimur, samein-
aður í friðarins anda.
ÝMSIR embættismenn og leið
togar hér í landi hafa gefið út
ávarp til þjóðarinnar. Það er
' undirritað af fimm hundruð
borgarstjórum, háskólarektor-1
um og formönnum ráða og
nefnda um allt Bretland. Má
þar nefna t. d. borgarstjóra og
háskólarektora í Aberdeen, Bel-!
fast, Bristol, Cardiff, Dundee,!
Edenburgh, Elgin, Glasgow,
Hull, Leeds, Leicester, Liver-
pool, Ncweastle-upon-Tyne,
Nottingham, Perth, Ports-
mouth, Sheffield, York. —
Ávarpið er á þessa leið:
,,Á þessum tímum, þegar ger-
eyðing hangir yfir höfði mann-
kynsins, verður augljósari en
nokkru sinni fyrr þörfin á
þeirri andlegu orkú, sem M.R.A.
hreyfingin felur í sér, og megn-
ar að framkalla nýjan heim,
heim nægta og friðar, er stjórn-
ist af sanngirni og réttlæti.
Við getum ekki unað eilíflega
hrakningi frá einni kreppu Lil-
annarrar, frá einni styrjöld til
annarrar. Við bráum heim, sem
er laus við hatur, ótta og yfir-
gang, þar sem hver þjóð getur
Iggt stund á að efla sem 'bezt
lífskjör manna og enginn þarf
að ganga atvinnulaus. Þetta, en
ekki endurtekið neyðarástand
og eyðilegging, er það, sem Guð
hefir fyrirhugað mannkyni.
Á meðal allra ósigra mann-
legs hyggjuvits, er opin leið að
andleguin og yíirmannlegum
orkulindum, er geta svalað og
vakið nýjar vonir og bjartsýni.
Andi Guðs talar til sérhvcrrar
mannsálar, sem viljug er íil
þess að hlusta og hlýða.
Milljónir manna um heim all-
an ieita nú vilia Guðs íil far-
sældar sjálfum ,sér og bjóðum
sínum. Hundrað milljónir
inanna, leiddar að Guði, mundi
reynast nægileg alþjóðaorka til
útrýmingar styrjöldum.
BRÝNASTA þörf þjóðanna er
nú leiðtogar leiddir af Guði,
menn, sem byggja allt sitt líf á
gruudvelli hinna kristilegu
dyggða, heiðarleik, óeigingirni
og trú. Slíkir menn mundu ekki
aðeins magna allt siðgæðisþrek
þjóðarinnar, heldur einnig efla
og útbreiða þann anda, sem
skapað getur réttlátan og var-
anlegan frið.
Þennan nýja anda og hugsun-
ariiátt verðum við að rækta,
vegna okkar sjálfra, barna okk-
ar og barnabarna. Hundrað
milljónir manna víðs vegar um
heim, hlustandi á rödd Guðs og
léiddar af honum, mundu sjá
rætast orð spámannsins: „Og
allir synir þínir eru lærisveinar
Drottins, og synir þínir njóta
mikils friðar“.
Um allt Bretland eru leiðtog-
ar félagsmála og embættis-
menn, sem hvetja nú samborg-
ara sína til þess að sameinast
þeim í heimsvíðtæku áformi
um að hlusta á rödd Guðs og
láta stjórnast af anda hans.
Við leitum til vkkar allra um
að taka heilhuga þátt í þessari
mikilva’gustu þjóðhollustu og
þjónustu. Vei’um í hópi þeirra
framvarða, sem kosta kapps um
að leiða heiminn íil andlegrar
heilbrigði og varanlegs friðar".
Við ávarp þetta vil ég bæta að-
eins nokkrúm orðum. Hugur okk-
ar hvarflar nú til þeirra, er standa
andspænis mikilli hættu og miklu
verða að fórna. Við dáumst að and
legu þreki þeirra og staðfestu, og
(Framhald á 8. síðu).
Starfsemi þjóðskrár-
innar skipuiögð
Er upplýsingamiSsíöS um aÖsetur manna og
fíeiri þýðingarmikii atriíi
I lögum um Þjóðskrá og almannaskráningu, er sett vuru á
síðasta ári, er gert ráð fyrir því, að Þjóðskráin láti í té vottorð
og upplýsingar eftir skrám hennar og gögnmn, og er þetta
mikiivægur þáttur í starfsemi hennar.
Hér er annars vegar um að ræða
vottorð um aðsetur fyrirspyrj-
anda sjálfs eða um eitthvað ann-
að um hann skráð, og hins vegar
upplýsingar sem fyrirspyrjandi
óskar aö fá um aðsetur annarra
manna nú eða fyrr. Veiting upp-
lýsinga um önnur skráningaratriði
en aðsetur er háð vissum takmörk
um, eins og vænta má.
UpplýsingamiSstöð
Áður var ekki til nein slík upp-
lýsingamiðstöð, þar sem opinberir
aðilar, fyrirtæki og einstaklingar
gátu fengið upplýsingar um aðset-
ur manna hvar sem er á landinu,
og kom það sér illa fyrir marga
aðila, sem hér eiga hlut að máli.
Nú hefur Þjóðskráin tekið við
I þcssu hlutverki og mun hún kapp
; kosta að fullnægja þörfum þeirra,
j sem nota sér þessa þjónustu. í
i því sambandi má geta þess, að áð
! ur fyrr gat sá aðili, er annaðist
I manntalsskráningu í hverju sveit
! arfélagi, yfirleitt aðeins veitt upp
j lýsingar um aðsetur manna sam-
j kvæmt síðasta manntali, en Þjóð
j skráin fær jafnóðum upplýst að-
I setur þeirra, sem flutt hafa eftir
síðasta skráningardag, sem er 1.
desember ár hvert.
Það skal tekið fram, að upp-
lýsingaþjónusta Þjóðskrárinnar er
að því er snertir fyrirspurnir um
aðsetur manna í Reykjavík ein-
skorðuð við aðila, sem þarfnast
upplýsinga vegna atvinnurekstrar
eða annarrar starfsemi.
Almenningur skal eftir sem
áður snúa sér til Manntalsskrif-
stofu Reykjavíkur með beiðnir
sínar í þessu sambandi. Söm/
leiðis skal almenningur í hverju
umdæmi utan Reykjavíkur snúa
sér til hlutaðeigandi bæjarstjóra
eða oddvita, þegar óskað er upp
lýsinga um aðsetur manna í
sama umdæmi.
Mýjar reglur
Stjórn Þjóðskrárinnar hefur fyr
ir nokkru sett reglur um tilhögun
r
Prestáféíag Islaods sendir Radar skeyti:
ungversk
þessarar starfsemi og um gjöld
fyrir vottorð og upplýsingar, sem
hún lætur í té. Þjóðskránni ber
að veita opinberum aðilum hvers
konar uppiýsingar, sem eru að
finna í skrám hennar og gögnum
ef þeir þurfa upplýsinganna við
vegna embættisfærslu eða hlið-
stæðrar starfsemi, og gerir Þjóð-
skráin þettá endurgjaldslaust. En
aðrir, sem fá upplýsingar frá Þjóð
skránni, þurfa að greiða fyrir þær
tilskilið gjald samkvæmt gjald-
skrá. Gjaldið er breytilegt eftir
tegund þeirrar þjónustu, sem um
er að ræða, og það fer lika eftir
tölu fyrirspurna hverju sinni;
þaniiig að afsláttur er veittur, ef
margar fyrirspurnir eru bornar
fram í-einu lagi. Auk þess er hægt
að' fá keypt afsláttarhefti með 25
eyðublöðum undir fyrirspurnir til
Þjóöskrárinnar. Sérstakur taxti
gildir fyrir upplýsingar veittar
ættfræðingum og öðrum fræði-
mönnum, — Gjald fyrir vottorð
óg upplýsingar úr Þjóðskránni
greiðíst um leið og fyrirspurn er
fram borin.
Nota skal sérstök eyðublöð und
ir fyrirspurnir til Þjóðskrárinnar
og fást þau í Hagstofunni.
Sórsfök stofnun
Þjóðskráiri er lögum samjivæmt
scrstök stofnqn undir eigin stjórn
þar sem sæti eiga fulltrúar þeirra
aðila, sem stóðu að stofnun henn
ar, en hins vegar er hún starfrækt
sem deild í Hagstofunni. Hagstofu
stjóri er formaður stjórnar Þjóð
skrárinnar, en aðrir stjórnar-
menn eru: Einar Bjarnason aðal
endurskoðandi, skipaður af fjár-
málaráðuneytinu, Guttormur Er-
lendsson, forstöðumaður endur-
skoðunardeildar Reykjavíkurbæj-
ar, skipaður af heilbrigðismála-
ráðuneytinu fyrir hönd berkla-
varna ríkisins, Sverrir Þorbjörns
son forstjóri, skipaður af Trygg
ingastofnun ríkisins og Þormóður
Pálsson bæjarfulltrúi, skipaður af
fclagsmálaráðuneytinu.
(Frétt frá Hagstofu fsland).
Bevae í Varsjá
í gær var skýrt frá því í blöðum hér að funclur danskra
biskupa hefði sent ungversku ríkisstjórninni skeyti þar sem
mótmælt var dauðadómi yfir lúterskum presti. í því tilefni
sneri Tírninn sér til formanns Prestafélags íslands og grennsl j
aðist eítir því hvort íslenzkir prestar hefðu látið málið íil:
sín taka. Séra Jakob Jónsson, formaður félagsins, upplýsti j
að Prestafélagið hefði sent Kadar Janos, forsætisráðherra, .
skeyti þann 6. september s. 1. og var þar mótmælt dauða-
dómi yfir séra Gulyas Lajos sem dæmdur var í borginni
Györ í Gngverjalandi.
| dæmdur af „alþýðudómstóli“, en!
Var honum gefið að sök að hafa dómnum hefur enn ekki verið
hvatt fólk til mótstöðu gegn ríkis- fullnægt, þar sem hann hefur á-
stjórninni og tekið sjálfur þátt frýjað til hærri dómstóla.
í baráttu gegn ríkisstjórninni í því j Prestafélög á Norðurlöndum
skyni að velta henni úr stóli. Þá og víðar munu senda áskoranir
var hann ennfremur sakaður um um aö hnekkja dauðadómnum,
að hafa orðið ráðbani tveggja og sendi Prestafélag íslands skeyti
liðsforingja sem vegnir voru í þegar 6. sept. s.l. Skeytið sem
grennd við Györ. Presturinn var Prestafélagið sendi Kadar hljóðar
á þe=.?a leið í í=lenzkri þýðingu: |
„Yðar hágöfgi, Kadar Janos,
forsætisráðherra alþýðuíýðveld- j
isins Ungverjalíoids. Prestafélag
íslantls hefur með sárvi raun
fengiú þær fregnir að séra
Giilyas Lajos iiafi verið dæmdur j
til dauSn. Vi'ð óttumst aö líf-
láíshegning prests, sem ckki
hefur bori'ð vopn, muni valda
ar.dúö meðol ki'istinna presta og
annars kírkjufélks. Þar sem við
evum þess fullvissir, að afíétting
dauðadómsins muni stuðla a'ð
sainúðarrikari skiíningi, skoruin
við hér með á yður persónulega,
fyrir hönd íslenzkrar klerkastétt
ar, að bcita áhrifavaldi yðar til
þess að dauðadómurinn verði
aftuj'kallaður.
Jakob Jónsson,
form. Prestafél. íslands.“,
Einn af helztu leiðtogum brezka Verkamannaflokksln, Aneurin Bevan, er
um þessar mundir á ferðalagi i A-Evrópu. Á myndinni sést hann tala við
Adam Rapacki, utanríkisráðherra Póliands.