Tíminn - 27.09.1957, Side 4
B
TÍMINN, föstudaginn 27. september 1957«
Óvanalegt björgunarstarf - Sökk á
innsiglingunni - Athyglisverðar kaf-
anir á 17. öld. - GóSar heimildir »
Mynd Óðins. - Borgið frá tímans tönn
- Lyft að vori
Óvanalegt björgunarstarf
er nú í undirbúningi við inn-
siglinguna í Stokkhólmi. Hi5
stolta sænska herskip „Vasa"
sem legið hefir á hafsbotni
18 faðma undir yfirborðinu
í 330 ár, á nú áð lyftast úr
grpf sinni. „Vasa" sökk á
reynsluferð sinni, áður en
skipið komst út úr innsigl-
ingunni. Sérfræðingar telja
víst, að takast muni að lyfta
skipinu og koma því á flot,
en hér er um einstæðar sögu-
legar menjar að raéða.
„Vasa“ var glæsilegt herskip af
Galleon-gerð í flota Gustavs Adolfs
sem rikti á stórveldistíð Svíþjóðar.
Skipið hafði þrjú þilför og var bú-
ið 60—70 fallbyssum, sem vógu um
þrjú tonn hver. Sennilegt þykir,
að þessi mikli þungi hafi átt þátt
í því að skipið sökk. „Vasa“ var
með 400 manns innan borðs, þegar
snögg vindhviða hvolfdi skipinu á
innsiglingunni árið 1628. Meðal
áhafnarinnar var fjöldi borgara,
sem hugðust taka sér far með skip-
inu gegnum skerjagarðinn.
Góðar heimildir
Þótt fjöldi gamalla skipa hafi
verið dreginn upp af hafsbotni,
svo sem egypzkir sólbátar, galeið-
ur Caligula og norsk víkingaskip,
er „Vasa“ sennilega elzti farkostur,
sem fullar heimildir eru um og.í
beztu ásigkomulagi. Byggingarár
skipsins er kunnugt og heimildir
um Jögun þess, útbúning og áhöfn
hafa reynzt.mjög nærri lagi. Einn-
ig liggja fyrir fullar upplýsingar
um fyrri tilraunir til björgunar, en
þær voru gerðar á fyrstu árunum
eftir að skipið sökk.
Heimildirnar um þessar kafanir
á miðri 17. öld eru mjög athyglis-
verðar. Vísindalegar aðferðir við
köfun og framfarir x vinnubrögð-
. um neðansjávar auðvelda slíkar
’ aðgerðir nú á dögum, en köfun á
18 faðma dýpi var sennilega eins
dæmi á þeim tímum. Það sem e. ti
v. vekur enn meiri furðu, er, að
nokkrum af hinum verðmætu fáll-j
byssum var bjargað, a. m. k. 17
al þeim 60—70, sem voru um borð
í skipinu. Nokkuð af efri viðuni
skipsins, sem nú er horfið, héfir
sennilega verið losað og borgið um
’ svipað leyti. Þrátt fyrir þetta er
talið, að skrokkurinn muni ná 40
fet upp úr sjó þegar skipið rís.
Mynd Óðins
I „Vasa“ var einkanlega skraut-
legt skip eins og títt var í þá ’daga.
I Margir útskornir bitar hafa fund-
] izt um borð og annað mastrið ber
upphleypta skreytingu. Merkileg-
asti hluturinn, sem komizt hefir
upp á yfirborðið, er 13 feta há tré-
líkneskja af manni. Hún var á kafi
í leðjunni, sem er allt í kring um
skipið og hylur útlit þess að
nokkru leyti. Andlitsdrættir stytt-
unnar hafa varðveitzt óskemmdir
í leðjunni, jafnvel smáar lifandi
hrukkurnar í kringum augun. Leif-
ar af gullskrauti eru sýnilegar á
myndinni, en hún er talin vera af
Óðni.
Lyft að vori
Þótt stáðsetning flaksins hafi
verið nokkurn veginn kunn, er það
fyrst og fremst áhugamanninum
Anders Franzén að þakka, að tek-
izt hefir áð finna skipið. Hefir
hann starfáð árum saman að þess-
um Tannsóknum. Kafanirnar og
hreinsun á Jeðjunni af þilförunum
er í liöndum flotans og er stjórn-
áð af P.iE.)Falting, sem kortlagði
skipið og stöðu þess x höfninni,
skammt utan við sigiingaleiðina.
„Vasa“-skipið er gert úr eik.
Þessi harði viður og staða skipsins
! á hæfilega miklu dýpi hafa borgið
, því frá tímans tönn og skemmd-
| um vegna áhrifa Joftsins. Skipið
; er ósnorti'ð af saltvatni, ís, flóði og j
fjöru, gróðri og dýralífi. Jafnvel
hitastigið á þessu dýpi hefir átt
góðan þátt í vai-ðveizlunni.
Búizt - er við, að skipinu verði
lyft af hafsbotni næsta vor og er
þess beðið með eftirvæntingu af
fornfræðingum, sagnfræðingum og
öðrum vísindamönnum.
Fágæi bók, sem unglingaskókmir
ættu að veita al
EIN ER SÚ BÓK, sem kom hér
á markaðinn fyrir nokkrum mán-
uðum síðan og fremur hljótt hef-
ur verið um, enda lætur hún ékki
mikið yfir sér, fremur en sá sem
hún er kennd við. Á ég hér v.ið
bókina: „Myndir og minningar“
Ásgríms Jónssonar listmálara, sem
Almenna;bókafélagið gaf út í sam
bandi við áttræðisáfmæli hans, og
færði Tómas skáid Guðmundsson
frásögn Ásgríms í letur. í bókinni
erurnokkrar myndir afrmálverkum
iistamannsins.
Þessi bók á fáa sína lika, og
hún ætti að komast í hendur sem
allra flestra og verða i mikiö les-
in. Hún er fáorð saga um mikinn
bæfileikamann, sem brauzt áfram
úr fátækt og umkomuleysi til mik-
ils þroska og manndóms. Það er
látlaus frásögn á fáguðu máli um
dreng, sem hlaut snilligáfu í vöggu
gjöf, er fljótlega lét á sér bæra
í leikjum hans og dundi, sem fáir
skildu. Það er saga um fátæka
soninn unga, sem þráir að geta
glatt foreldra sína og systkini, og
leggur því einn af stað með litla
smíðisgripinn sinn (skútu) á bak-
inu austan úr Flóa í svarstasta
skammdeginu, alla leið til Reykja-
vikur, þar sem hann getur selt
gripinn fyrir 2 krónur, og fyrir
þær keypt ofurlítinn jólaglaðning
handa heimilinu.
Athyglisverð skákbók
Skákir yngri skákmanna Islands
Nýlega kom út skákbók, sem
nefnist Skákir yngri skákmanna
íslands. Bókin er gefin út á veg-
um Friðrikssjóðs til minningar
um Guðjón M. Sigurðsson, hinn
skemmtilega -skákmann. Er fyrst
grein um Guðjón heitinn og nokkr
ar skákir birtar, sem hann tefldi.
Þá eru greinar um 12 unga skák
menn, skýrt frá árangri þeirra, og
skákir birtar, sem þeir hafa valið
sjálfir. Skákmennirnir eru Friðrik
Ólafsson, Guðmundur Pálmason,
Ingi R. Jóhannsson, Arinbjörn Guð
mundsson, Björn Jóhannesson,
Freysteinn Þorbergsson, Gunnar
Gunnarsson, Ingvar Ásmundsson,
Jón Einarsson, Jón Pálsson
Sveinn Kristinsson og Þórir Ólafs
son.
Skákirnar í bókinni eru hinar
athyglisverðustu m. a. eru þar all
ar frægustu skákir Friðriks. Skák
irar eru skýrðar ítarlega. Bókin
er fjölrituð hjá Letri s. f. og er
frágangur allsæmilegur, þegar til
lit er tekið til þess, að hér er
um nýung áð ræða, til dæmis eru
myndir af öllum skákmönnum birt
ar í bókinni, og hafa sumar þeirra
fjölritast ágætlega.
:BÓKIN SEGIR einnig söguna
af æskumanninum sem brennur af
óslökkvandi þrá til lærdóms og
skilnings á listrænum viðfangs-
efnum, leggur á sig margskonar
erfiði árum saman til þess að afla
sér möguleika á að fá þeirri þrá
svalað og ná settu marki, — einn
og óstuddur. Og hún segir frá
yfirlætislausa snillingnum, sem
áratugum saman fer um landið,
gengur á fjöll og véður ár, og
seyðir í liti og á léréft.ægifegurð
og töfra ættjarðar sinnar með
máttugri listtúlkun sinni, og glæð-
ir með því fegurðarskyn og ætt-
jarðarást þúsunda sona hennar og
dætra.
Og loks er það sagan um hið
óeigingjarna göfugmenni, sem lif-
að hefur fábrotnu lífi og engar
kröfur gert til annarra en sjálfs
sín, en helgað sig köllun sinni af
fágætri trúmennsku, og leggur nú
í hendur þjóðar sinnar eftirlátnar
eigur sínar og listaverk, — að
gjöf.
Hér sést Snemo erkibiskup í Noregi kveðja Harald krónprins Norðmanna,
er hann yfirgefur höliina skömmu eftír láf-Hákonar konungs.
Akureyri í gær. — Á Árskógs-
strönd það það slys í .göngum s. 1.
mánudag, að bóndinn á Stærra-
Árskógi, Sigurður Stéfánsson, hrap
aði í Derrisárgljúfur og slasaðist
nokkuð.
. Komst hann þó af eigin i-amm-
leik upp úr gljúfrinu, en það tók
félaga hans 5Vz klukkustund að
koma honum heim, þar sem gert
var að meiðslum hans. Hafði Sig-
urður hlotið höfuðsár og auk þess
marizt illa.
Átök á milli stúdenta og
lögreglu í Japan
TOKIO — NTB, 25. sept. — í dag
kom til harðra átaka milli 1000
japanski-a stúdenta í Tokío og lög-
reglu. Lögreglan varð að beita
brynvörðum bifreiðum til að koma
á ró og reglu. Stúdentarnir efndu
til óeirðanna í mótmælaskyni við
handtökur 25 manna um síðustu
helgi, er tóku þátt í óeirðum til
að mótmæla stækkun bandaríski-ar
flugstöðvar við Tokíó. Fjölmargir
særðust í átökunum í dag.
Þetta er hin fáorða saga utn
snillinginn Ásgrím Jónsson, sem
er þannig sögð að engum mun
leiðast lesturinn, því að græsku-
laus og gamansamur tónn lífgar
oft frásögnina, sem víða er með
þeim fágæta blæ, að ærið margt
má . lesa -jnilli línanna.
OFT ER rætt um görótt les-
efni .unga fólksins, og ekki að
ástæðulausu. Og því miður virð-
ist nú einna greiðastur áðgangur
að Tuslinu. En það slcyldi enginn
ætla, að einu gildi hvað æskan
les og heyrir. — Æsiritin valda
truflun og spenningi, sem krefst
þess að mikið gerist á fáurn blöð-
um, og þá helzt með þeim hætti,
sem grófastur er og ótrúlegastur.
Þetta spillir hugarheimi óþrosk-
aðra lesenda og heimskar þá.
Það verður því að vera hlutverk
þeii-ra, sem leiðbeinandi störf hafa
með höndum meðal hinna ungu,
að freista þess að hreinsa hinn
sjúka hugarheim og róa æstar taug
ar, leiða hugann frá hraðanum og
hingiðunni að hinni rólegu og
tæru lind eðlilegrar frásagnar um
það sem gerist og gengur, um
málefni óg menn, sem holt er að
kynnast, beina rólegri íhugun að
dæmi þeirra og glæða dómgreind
sem kann að skilja hismi frá
kjarna, og smekk, sem greinir
fegurð og stíl frá soranum.
I
ÞAÐ ER vandasamt verk, en
veglegt, að velja lesefni handa
ungu fólki nú, sem framhalds-
skólana gistir. Af mörgu góðu má
taka. En það ætla ég, að Myndir
og minhingar Ásgríms Jónssonar
sé ágætlega hæf bók til upplest-
urs og íhugunar fyrir æskumenn
á mótunarskeiði, a.m.k. kaflar úr
henni. Því að auk þess sem frá-
sögn öll er létt og mál og stíll
fellur sérlega vel að öllu efni, er
hér viðféðmt umræðuefni, hug-
næmt og íþtoskandi, þar sem sí-
gild viðfangsefni allra vaxandi og
leitandi manna blasa við, og út-
sýni allt er mikið og heillandi.
Og þess vegna vildi ég segja
þetta við unglingakennara: Kynn-
ið unga fólkinu þessa bók um
sæmdarmanninn og snillinginn,
sem var köllun sinni trúr og þjóð
sinni góður sonur.
Snorri Sigfússon.
Leikvellir smábamagæzlimnar í
Reykjavík eru orSuir 10 talsies
Leikvallanefnd Reykjavík-
urbæjar hefir nú opnað 3
nýja gæzluveili fyrir smá-
börn. Er það við Dunhaga,
Hlíðargerði og Rauðalæk.
Vellir smábarnagæzlunnar eru
■þáxorðnir 10. Eru þeir ætlaðir
2—5 ára börnum. Tilskilið er að
börnin séu frísk og séu þau sótt
af aðstandendum ef vont er véður.
Tvær gæzlukonur gæta barnanna
á hverjum velli. Líta þær éftir
börnunum, örfa þau til leikja og
sinna þörfunx þeirra.
Aðrir gæzluvellir eru ætlaðir
börnum á öllum aldri. Starfar þár
ein gæzlukona í senn. Hvert barn
x-æður því sjálft, hve lengi það
dvelur innan vallanna og ganga
þau óhindrað út og inn.
Slíkir vellir eru á 6 stöðum í
bænum. Auk gæzluvallanna eru
um 30 leiksvæði í bænum, sum
girt, önnur ógirt.
Smábarnagæzla verður á hinum
þrem nýju leikvöllum, sem síðast
itóku til starfa. Framkvæmdir við
þá hófust á s. 1. ári og hefir Bjarn-
héðinn Hallgrímsson verkstjóri
haft umsjón með verkinu. Á hverj-
um hinna nýju valla liefir verið
reist skýli og voru þau öll byggð
samtímis og eftir sömu teikningu.
Rósmundur Runólfsson, trésmíða-
meistari sá um smíðina. f skýlun-
um er herbergi: fyrir gæzlukonur,
hreinlætistæki og geymsla, auk
útiskýlis fyrir börnin. Hinir nýju
leikvellir eru yeruleg úrbót fyrir
fólkið í þessum bæjarhverfum.
Heybruni að Klaufa-
brekkum í Svarfað-
ardal
DALVÍK í gær. — f gær síðdegis
varð vart elds í 4—500 hesta hey-
hlöðu áð Klaufabrekkum í Svarf-
aðardal. Hafði orðið vart hita í
heyinu undanfarið en virtist I rén
un. Hjálp barst fljótt af næstu
bæjum í svoitinni. Ennfremur
komu slökkviliðsmenn frá Dalvík.
Með slökkvidælu tókst að ráða nið
urlögum eldsins um miðnættið,
og var þá búið að rífa meirihluta
heysins út. Munu 50—100 hestar
lxafa eyðilagzt af eldi og vatni.
Heyið var óvátryggt. Bóndinn,
Hreinn Jónsson hefir orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni. Skemmdir á
hlöðunni eru ekki miklar.
P.J.