Tíminn - 06.10.1957, Page 4

Tíminn - 06.10.1957, Page 4
4 TÍMINN, simnudaginn 6. október 1957* .... ----------------------------------------------------------------:------------------------------------- FIMMTUGUR: STEFÁN ÍSLANDI konunglegur hirðsöngvari Á ÝMSUM tímum hefir íslenzku þjóðinni fæðzt afburðamenn, sem varpað hafa ljóma á nafn hennar og verið, ef svo mætti að orði kveða, sem ljóssins vængjuðu fák- ar, er lýst hafa henni um langar og myrkar nætur. Slíkir menn hafa eigi einvörðungu komið fram á sviði bókmennta heldur einnig á öðrum sviðum lista. Þeir hafa því einnig átt sinn þátt í því að varpa Ijóma á söguspjöld þjóðarinnar, sem án efa mun halda minningu þeirra lifandi eigi síður en margra þeirra, er afrek hafa unnið á sviði bókmennta. Þessum mönnum má þjóðin ekki gleyma, og allra sízt þeir, sem tíl þess eru kjörnir að vega og rneta gildi listar á hverjum tíma, hvort heldur hún kemur fram á sviði ritaðs máls eða á annan hátt. Á sviði sönglistarinnar hefir íslenzka þjóðin átt fáa afburða- menn. Þó hafa á síðari tíinum kom ið fram ágætlega menntaðir söngv- arar, sem verið hafa tónmennt þjóð arinnar til hins mesta sóma, hvort heldur þeir hafa komið fram á er- lendum vettvangi eða hór heima. Menn þessir og konur hafa því ver ið ómetanlegur styrkur í hinum unga gróðri, sem nú er óðum að breiða lim sitt yfir þjóðina í vax- andi mæli og vekja hana til með- vitundar um gildi liinnar göfugustu listar — söngli'starinnar. Með hjálp hins unga listgróðurs hefir tekizt að opna mönnum sýn inn í nýja heima listarinnar á sviði óperunn- ar og það einvörðungu méð ís- lenzku söngliði. EINN AF ÁSTSÆLUSTU lista- mönnum þjóðarinnar, Stefán Is- landi, er 50 ára í dag. Hann á einn ig um þessar mundir 25 ára afmæli sem óperusöngvari. Megin hluta þessa tímabils hefir Stefán verið konunglegur hirðsöngvari við óper una í Höfn. Stefán er fæddur hinn 6. dag októbermánaðar 1907 í Krossanesi í Seiluhreppi í Skagafirði. Foreldr- ar hans voru Guðmundur bóndi Jónsson og kona hans, Guðrún Stef ánsdóttir. Ungur missti Stefán for eldra sína, og var hann þá tekinn í fóstur af Gunnari bónda Gunn- arssyni og konu hans að Syðra- Vallholti. Hjá þeim dvaldi hann til fermingaraldurs. Eftir það fór hann að vinna fyrir sér við ýmis störf á bæjum í Hegranesinu. Er Stefán var 18 ára, fór hann til Akurevrar og hugðist nema tré- smiðar, en úr bví námi varð minna en til var ætíazt. Hin ótrúlega þjála og fagra tenórrödd hans var þá þegar farin að vekja almenna eftirtekt. Vinir Stefáns í Karla- kórnum „Geysi“ hvöttu hann til söngnáms og leitaði hann þá til séra Geirs Sæmundssonar vígslu- Síefán íslendi í fyrsta ópsruhlut- verki sínu, Cavaradossi í Tosca. biskups, er talinn var smekkmað- ur á söng og hafði sjálfur fagra söngrödd. Söngnám Stefáns varð heldur endasleppt, því að séra Geir þótti lítið til raddarinnar koma. I-Iún væri bæði lítil og ljót. Þessi málalok urðu Stefáni sár von brigði, og leitaði hann því aítur heim ul seskustöðvanna. Það mun hafa verið haustið 1926, að Stefán var staddur á Sauðár- króki á hn’otskógi eftir atvinnu, að hann kynntist Hjalta Jónssyni fram kvæmdastjóra. Hjalti hreifst mjög af hinni fögru rödd Stefáns og bauðst til þess að greiða götu hans, ef hann kæmi suður. Þessu ágæta boði tók Stefán fegins hendi og kom suður þá um haustið. Haustið 1927 hóf Stefán fyrst söngnám hjá Sigurði Birkis, er þá hafði fvrir skömmu lokið námi við Tónlistarskólann í Kaupmannaliöfn og framhaldsnámi á Ítalíu. Undir handleiðslu þessa ágæta kennara var Stefán árin 1927—1929. Á nem- endatónleikum, er Birkis hélt fyrir , 9 beztu nemendur sína vorið 1928, ! var frammistaða Stefáns svo glæsi- leg, að ekki þótti lengur neinum efa bundið, að um óvenjulegt söngv araefni var að ræða, er Birkis hafði tekizt að þjálfa af mikilli prýði á ekki lengri tíma, enda lagði Stefán sig allan fram við námið. HAUSTIÐ 1928 varð Stefán fé- lagi í Karlakór Reykjavíkur og ein- söngvari kórsins, unz liann í febrú- ar 1930 fór til söngnáms á Ítalíu. Þegar Stefán kom fyrst fram með kórnum sem einsöngvari, söng hann í fyrsta sinn hið undurfagra lag Das Glöckhen (Ökuljóð) og vakti meðferð hans á laginu fá- dæma hrifningu og hygg ég, að- á þessum samsöng kórsins hafi fram- tíð Stefáns verið ráðin af einum áheyrenda í söngsalnum, er síðar kostaði hann við söngnám á Ítalíu í 5 ár og greiddi auk þess á marg- an hátt götu þessa umkomulausa og fátæka listamanns. Þessi mikli velgerðarmaður Stefáns var Ric- liard Thors framkvæmdastjóri. Fyr ir þetta drengskaparbragð þakkar þjóðin öll. Á öndverðu ári 1935 kom Stefán heim frá Ítalíu til þess að taka þátt í söngferð Karlakórs Reykjavíkur um Norðurlönd. Hljómleikar þeir, er hann efndi þá til hér munu enn í fersku minni. Þjálfun raddarinnar var framúr- skarandi og öll meðferð hans á við fangsefnunum á heimsmælikvarða. — Það kom einnig berlega í ljós, sem raunar var áður vitað, að Stefán hafði til að bera marga þá kosti, sem nauðsynlegir eru hverj- um miklum söngvara, en þeir eru ágæt greind, tón- og lisínæmi, sam hliða túlkandi skaphita og glæsi- mennsku. Þessir kostir hafa hjálp að Stefáni til þess aö komast í fremstu röð óperusöngvara. Slíku marki verður þó ekki náð, þótt efni Stefán GuSmundsson, óperusöngvari. viðurinn sé fyrir hendi, nema með þrotlausri baráttu. Þetta þekkja allir, sem eitthvað hafa skyggnzt inn í þessa hluti, enda vitum við, að margir eru kallaðir, en fáir út- valdir. Þegar rödd Stefáns hljóm- ar, hlustar þjóðin öll, og þannig hefir það ávallt verið frá því, er hann kom fyrst fram opinberlega sem söngvari. — í söngferðum Karlakórs Reykjavíkur, þegar Stefán hefir verið með sem ein- söngvari, en það hefir hann verið að einni undanskilinni, hefir rödd hans og meðferð viðfangsefna vak- ið óskipta athygli. Dómar þeir, er Stefán. hlaut í söngferð kórsins til Bandaríkja Norður-Ameríku og Kanada 1946, voru framúrskarandi en þó hygg ég, að Stefán hafi aldr ei sungið betur en á árunum 1935 —1940. Og þegar við hlustum á margar af hljómplötum þeim, sem hann söng inn á á þessu tímabili, detta manni í hug hinir heims- frægu meistarar á sviði sönglistar- innar. í þessu sambandi minnist ég ummæla danska blaðsins Radiolytt eren, er það flutti 1937 um söng Stefáns á hljómplötum, en þar seg- ir á þessa leið: „Vitanlega er ekki um það að ræða að komast fram úr Caruso, því að meðferð lians á Amor ti vieta er næstum yfirnátt úrleg að fegurð, en á rafmagns- upptöku tímabilinu er Stefán ís- landi alveg vafalaust sá, sem bezt he.fir farið með þessa aríu. Og um aríuna úr Adriana Lecouvreur er það að segja, að vér efumst mjög um, að Gigli gæti sungið hana eins vel — ef til vill, ef til vill ekki“. STEFÁN HEFIR nú um hríð sungið sem gestur í óperunni Tosca í Þjóðleikhúsinu og hefir frammi- staða hans verið eins og við mátti búast með ágætum. Það er sorg- legt, að þjóðin skuli ekki enn hafa vaknað til meðvitundar um nauð- syn þess að skapa Stefáni lífsskil- yrði hér heima. Það virðist margt benda til þess, að óperuflutningur verði allmikilvægur þáttur í starfi Þjóðleikhússins í framtíðinni, enda hefir það glögglega komið í Ijós, að einmitt sú tegund listar hefir hvað mest hrifið íslenzka áheyr- endur nú á síðari timum. Það mundi einnig verða ómetanlegur styrkur fyrir tónlistarlíf okkar í heild, ef slíkur listamaður hefði búsetu hér heima. Að því mark- miði þurfa allir unnendur íslenzkr- ar tónlistar að vinna. Þyrftum við bá ckki lengur að hafa þennan ástsæfa íslenzka söngvara sem ,,gest“ á meðal okkar. Ég hef farið fljótt yfir sögu beása gamla söngfélaga og vinar. Þótt St.efán hafi dvalið erlendis um 27 ára skeið liafa hin gömlu kynni eigi gleymazt og sambandið því aldrei rofnað. Stefán er kvæntur hinni ágæt- ustu konu, Kristjönu Sigurz, og (Framhald á 5. síðu). Stefán íslandi í hlutverki sínu í Tosca í ÞjóSleikhúsinu. Stómiát T. R. ■ réSu órslitam SLAGURINN um efsta sætið í stórmóti Taflfélags Reykjavíkur var fyrst og fremst fólginn í því að leyfa sem fæst jafntefli. Fyrir þá sök urðu efstu menn að ryðja sem flestum hinna veikari and- stæðinga sinna úr vegi, en þetta tókst misjafnlega eins og kunnugt er. Sigurvegarinn hlaut þannig fimm jafntefli, sá næsti sex og sá þriðji sjö. Ég hefi nú í hyggju að birta tvö endatöfl, sem 1 raun og veru réðu úrslitum mótsins, því að annað vannst, en hitt varð jafntefli. Það gerði gæfumuninn. Endatöfl þessi áttu sér stað i skákunum Björn—Friðrik og Ben- kö—Arinbjörn. Fyrri skákin var jöfn alllengi framan af, en skömmu fyrir bið lék Björn af sér peði. Jukust við það vinningsvon- ir svarts til muna, en aðstaðan var erfið, því að peðin í endaíafli , þessu voru öll á sama væng. Við í það bættist, að Björn varðist af sem stakri kostgæfni og eitt sinn átli hann áreiðanlega kost á jafntefli, en lét tækifærið renna úr greipum sér. Eftir 54 leiki var svo staðan sem hér segir: , 1 I 1 1 íp • wm wm is? 7 Wí.v lllÍ i||Íl flíÉ 'ý/fié/. m m # m m rnm fflk JL wM •■mk iil m * m m »1 WM, -///7M /Æ<% Íiðll II ■ mm h WM W4. é/M. WÍí Svartur lék í síðasta leik sínum —a4, sem hvítur svaraði nú með 1. Kbl. (Einhverjir voru þeirrár skoðunar, að hvítur hefði átt kost RITSTJORI: FRIÐRIK OLAFSSON á jafntefli með 1. Rxb4!?—Bxb4 2. a3—Bc5 3. Bf6, en svartur á hér einfalda leið til vinnings: 3. —Bd4 4. BxB—KxB. 5. Kbl—Kd3 6. Kcl—Be4 7. Kbl—Kd2f 8. Kal— Kcl 9. Ka2—Bd3 10. Kal—Bbl 11. b4—axb frhj. 12. a4—-b2fmát). 1. —c3 2. bxe— (2. Relf breytir engu). 2. —Bxa2f 3. Kxa2—b3f. 4. Kb2—bxe2 (Staða þessi er unnin, en svartur verður að fara að öllu með gát). 5. Bh6—Bd6 6. Bg5—> Be5 7. Ka3 (Hér á svartur kost á tveimur leiðum, sem báðar virðast afgerandi: 7. —Kxc3 og —Bxc3. í raun og veru leiðir þó aðeins hin fyrri til vinnings). 7. —Kxc3 (En ekki 7. —-Bxc3. 8. Bcl—Bd2 9. Bb2—Ke2 10. Kxa4—Kdl 11. ICb3 og staðan er „teóretískt" jafntefli. Svartur getur heldur ekki komizt í sömu aðstöðu og hann fékk í skákinni, þ. e. a. s. komið kóngin- um til bl). 8. Bcl—Bd6f 9. Kxa4 —-Be7! (Nú verður annað hvort hvíti kóngurinn eða biskupinn að víkja og kemst þá svarti kóngur- inn til bl). 10. Kb5—Kb3 11. KaS —Ka2 12. Ka4—Kbl 13. Bf-4—BfQ i (Framhald á 5. síðu), j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.