Tíminn - 06.10.1957, Síða 12

Tíminn - 06.10.1957, Síða 12
•Veðrið: Sunnan stinnings kaldi og þoku- súld með feöflum. Hiti kl. 12 á laugard. Reykjavík 9 stig, Akureyri 4, París 14, Berlín 11, Khöín 10, Stokkíhólmur 6. Sunuuðagur 6. október 1957. Annað stærsta mjélkurbú á Norðurlöndum byggingu á Selfossi Mjóíkurbú Flóamanna kemur á mark að með nýjar tegundir ljúffengra osta 1 Á Selfossi er nu verið að byggja næst- stærsta mjólk- urbú á Norðurlöndum. Er þar um að ræða algera endur- byggingu á Mjólkurbúi Flóa- manna, sem verður búið beztu fáanlegum tækjum til mjólkurvinnslu og ostagerð- ar. Búið er að flytja starf- semi búsins að mestu í nýju byggingarnar, en ekki er bú- ið að taka í notkun nema tæplega helming þess nærri 5000 fermetra húsnæðis, sem mjólkurbúið verður til starfa í. í nýjum ostagerðavélum, sem búið er að taka í notkun, er nú farið að framleiða á Selfossi sex tegundir Ijúf- fengra bræðsluosta. Stjórn MBF bauð í fyrradag blaða- mönnum og fleiri gestum austur til að skoða bygging- arframkvæmdir og hina nýju framleiðslu. Þeir Grétar Símonarson, mjólk- wrbússtjóri, og Egill Thorarensen, fraupfélagsstjóri, skýrðu við þetta íækifæri frá framkvæmdum við foyggingu hins nýja mjólkurbús og framleiðslunni nýju, sem þegar er sýnt, að vel er þegin og metin af húsmæðrum. Sex tegundir nýrra osta Er þar um að ræða sex tegund- ir af ostum, sem seldir eru í lient- ugum og fallegum umbúðum og geymast vel. Allar eru þessar tegundir framleiddar úr úrvals- góðum hlauposti, sem er frain- leiddur eins og venjulegur ostur, en síðan breytt í bræðsluost í nýjum vélum og lionum fengið mismunandi bragð með blöndun ekta bragðefna. Eru þannig nú til sölu af þessum nýju ostum tvær tegundir af smurosti, ostur með hangikjöti, rækjum, tómat- safa og steinsmára^ sunnan úr AlpafjöIIum. Er það hinn svokall aði græni Alpaostur. Ostar þessir eru að sjálfsögðu framleiddir eftir beztu erlendu fyrirmyndum, nema hangikjötsost- urinn, sem ekki er nein erlend fyrirmynd að. Þegar framleiðsla þessara nýju osta hófst fyrir um það bil mánuði, starfaði um skeið við leiðbeiningar og kennslu fram leiðslustjóri eins þekktasta mjólk- urbús, sem framleiðir hliðstæða osta í Danmörku og sagði hann, að hinir íslenzku ostar stæðu sízt að baki dönskum ostum, sem eru stór liður í mjólkurvöruútflutningi Dana. Bræðsluostar eiga vaxandi vinsældum aö fagna Nolkun bræðsluosta liefir aukizt mikið víða um lönd síðustu árin, sagði Grétar Símonarson, mjólkur- bússtjóri á blaðamannafundinum í fyrradag. Þannig væru þeir orðn- ir meira en helmingur af allri ostasölu í Bandaríkjunum. Árið 1947 fiuttu Danir út af slíkum osti rúmlega 400 smálestir en 1952 var útflutningur þessara osta orðinn um 6500 smálestir. Auk þessara sex nýju ostateg- unda, sem framleiddar eru hjá Mjólkurbúi Flóamanna, eru fram- leiddar þar 7 aðrar tegundir osta. Er því ostaframleiðslan orðin mjög fjölbreytt hjá þessu stærsta mjólk- urbúi landsins, enda l>ótt hið nýja og myndarlega mjólkurbú sé enn í smíðum og starfseminni sé af þeim sökum vegna mikillar mjólk urframleiðslu þröngur stakkur skor inn. Þeir, sem skoða mjólkurbúið, veita því athygli, liversu umgengni er góð og reglusemi mikil á öllum hlutum sjáanlegu gestsauga. Er það vissulega mikil trygging fyrir góðri vöru, enda má fullyrða, án þess að ýkjur séu, að hinar nýju ost'ategundir gætu verið útgengi- leg og eftirsótt vara, hvar sem er í heiminum. Ber að fagna því, að íslenzkur mjólkuriðnaður skuli ná slíkum árangri.- Endurbygging Mjólkurbs Flóa- manna hófst fyrir um það bil þrem ur árum og er nú búið að byggja Nýjar þýzkar ostagerðavéiar í Mjólkurbúi Flóamanna. Vélarnar eru mikil breyting frá fyrrl vinnubrögðum og létta störfin til muna. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Stjórn og framkvæmdastjóri Mjólkurbús Flóamanna. Á Selfossi er verið að byggja hið síðara af stórhýsum mjólkurbúsins. Það er um 2400 fermetra bygging. nokkurn hluta búsins upp og starf- semin flutt þangað úr gömlu liús- unum, sem flest hafa verið rifin. Mjólkurmóttaka og vinnsla er nú til húsa í þeim hluta byggingar- innar, sem síðar á að nota fyrir ostageymslu svo til eingöngu, og tekur sú bygging þá um 400 smá- leslir af ostum til geymslu og verk- unar. En undir ostaframleiðsluna þarf mikið húsrúm og ostarnir sjálfir mikla umsýslan meðan þeir eru að eldast fyrstu vikurnar. Vcrið er nú að byggja stórhýsi, sem er um 2400 fcrmetrar, þar sem mjólkurmóttaka og vinnsla búsins verður til húsa. Undir því húsi öllu er kjallari til geymslu og fyrir vélar, sem tilheyra vinnsl- unni. Uppi á lofti ostahússins verð- ur stór samkomusalur, sem Verður sá stærsti á landinu og tekur 1200 manns í sæti. Vandlega undirbúnar framkvæmdir Allar þessar miklu framkvæmd ir viö endurbygging'u búsins eru mjög vandlega undirbúnar og liefir verið leitað fyrirmynda lijá þeim þjóð’um, er fremstar standa um framleiðslu mjólkurvara og vélar eru keyptar frá fjórum lönd um, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi. Þeir sem að fram- kvæmdum stjórna, liafa oft farið tii útlanda til að skoða helztu nýjungar og starfsemi þeirra mjólkurbúa, sem mest þykja til fyrirmyndar, og áherzla er á það lögð að kaupa aðeins til hins nýja ínjólkurbús þær vélar, sem eru taldar beztar og fullkomnastar. Mjólkurbúið gamla var órðið með öllu ófullnægjandi, enda orð- ið síðustu árin að taka á móti 5—7 sinnum aneira mjólkurmagni en það var byggt fyrir. Hefir mjólkur- móttaka hjá Mjólkurbúi Flóa- manna mest komizt upp í um 105 þúsund lítra á dag. Nýja mjólkur- búið á að geta tekið á móti 175 þúsund lítrum á dag, en án mikils aukakostnaðar verður hægt að tvö- falda vinnslumöguleikana með því að bæta við tönkum og vélum í þær byggingar, sem fyrir liendi verða, þegar mjólkurbúið í sinni nýju mynd tekur að fullu fil starfa. Er í-áögert að mjólkurmóttaka og vinnsla í framtíðarhúsi fyrir þá \ starfsemi geti hafizt á næsta ári. Ráðgert er að kostnaður við bygg- ingu nýja mjólkurbúsins verði 45 —48 milljónir króna. Er hér um að ræða mjólkurbú, sem vinna skal úr mjólk á stærsta samfellda mjólk urframleiðslusvæði landsins, af j Suðurlandsundirlendinu öllu. ; Með f ramtíðina fyrir augum Með byggingu hins nýja Mjólk- urbús Flóamanna er stigið þýð- ingarmikið spor til að efla og bæta möguleika mjólkurfram- leiðslunnar á Suðurlandsundir- lendinu. Mjólkurbúið nýja er myndarlegt átak samvinnumanna til þess að tryggja það að úr mjólkinni sé liægt að vinna sem verðmætasta vöru á hverjiun tíma. En vegna þess að stórhug- ur og myndarskapur stjórnar at- liöfnum þeirra rnanna, sem þar hafa valizt til forystu, eru liorfur á því að framleiðsluvörur bænd- anna á Suðurlandsundirleiidiiiu verði góð samkeppnisvara á al- þjóðlegum mörkuðum, hvar sem er í lieiminum. Það eru vissulega þau búskaparviðhorf framtíðar- innar, sem hæfa landinu og þjóð- inni, ef hún vill nema Iandið silt að nýju. gþ. Hin nýja ostaframleiðsla til sýnis.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.