Tíminn - 14.11.1957, Page 7

Tíminn - 14.11.1957, Page 7
T í MTN N, fiiumtudagmn 14. nóvcmber 1957. \; Sviffluga á lofti yfir Eyjafiröi. Á morgiii atómaldar er svif- flugiistin ennþá í fuBu gildi F.iö!margir af {jekktustu flugmönnum Islend- inga hlutu eldskírnina á lítilli renniflugu á MelgeríSismelum — 20 ára starf Sviffíugfé- Iags Akureyrar hefir borið ríkulegan ávöxt „Fastur! Reipið í lagi. Til- búniri" Og svo var farið á loft. Það var milt haustveð- ur á Melgerðismelum. Tvær flugur hringuðu sig á loft um hádegisbilið einn fagran sunnudagsmorgun. Sú fyrri þeirra vari Auster-vélfluga, flugmaðurinn var Jóhann Helgason. Sú síðari var svif- fluga af Schweizer-gerð, sem hnýtt var aftan í vélfluguna með 80 metra taug. Henni stýrði Tryggvi Heigason, ís- landsmethafi í þolflugi. Fram í nefi svifflugunnar sat blaðamaður Tímans, reyrður niður í sætið. Flugumar hringuðu sig upp í norðangolunni. Eyfirzku stórbýl- in blöstu nú betur við en nokkru sinni £yrr: Munkaþvrerá, Stóri- Hamar, Grund, Kristnes og Öng- ulsstaðatorf a n. H au st vcrk u nu m var senn að Ijúka. Veturinn var að ganga í garð. Það hafði snjóað í fja-llatinda um nóttina. Loftið var bjart og hreint og sikyggni gott. Eyjafjörð- tir breiddi úr sér fyrir neðan okkur — þetta fagra landnám Helga magra. Er Jóhann hafði flogið með olokur upp í 3000 feta hæð, sleppti Tryggvi tauginni. en vél fiugan sveiiiaði vængjunum í kveðjuskyni og steypti sér til jarðar. En við svifum áfram. All- ar hreyfingar voru nú mjúkar og liöugar. Hér var ekkert vélaskrölt, enginn hreyfill og enginn titring- ur, en samt þutum við áfram með 60 mílna hraða. Við héldum hæð og meira en það, innan skamms svifum við í 3300 feta hæð. Þetta var dásamleg tilfinning. Og nú fékk Tryggvi fiugmaður orðið: —• Svifflugið byggist á því að þræða þá bletti í loftinu, þar sem mest uppstreymið er, þungi flug- unnar knýr hana áfram. Líttu á þá þessa, sagði Tryggvi og benti á hrafna, sem svifu sællega framhjá okkur í haustblíðunni. „Þeir hafa uppstreymið þessir.“ Innýflin hreyfðust líka Nú vildi Tryggvi reyna „Ioop- ing“. I-Ivað var annars „looping"? Jú, það var kallað bakfallslykkja, en sagði lítið meira. Jú, því ekki að reyna bakfallslykkju, það gat varla verið hættulegt með met- hafa, sem hafði verið lengst 16 klst. og 25 mínútur á lofti í einu. Og svo var farin bakfallslykkja. Himinninn sneri niður, jörðin upp, sannkölluð endaskipti — og ekki var alveg laust við, að innýflin hreyfðust líka. Hrafnarnir sveim- uðu fyrir neðan okkui', Möðrufell og Grund hurfu til himins. Er bak- fallslykkjunni lauk, úts'kýrði Msrgir hlutu fyrstu eldskirnina á litlu renniflugunni á Mel geriSismelum, þarna er einn þekktur flugstjóri, Magnús GuSmundsson, að koma úr sínu fyrsta flugi. — Trygg\'i hvað hafði gerzt ■— við fórum lóðrétt niður á við með 110 mílna hraða, síðan snöggt upp á við og aftur fyrir okkur í hring. Enn sveimuðum við um stund en bjugguin okkur innan skamms til lendingar, sem gekk liðlega eins og allt annað. Það var sýni- lega enginn viðvaningur við stýrið. Akureyri — vagga flugsins • Akureyri hefir stundum verið kölluð vagga flugsins á íslandi og eru það orð að sönnu. Fyrsta svif flugfélagið á íslandi var stofnað á Akureyri fyrir 25 árum síðan, árið 1932. Ekki lifði það lengi, en var endurstofnað af 8 ungum Ak- ureyringum 9. apríl 1937 undir nafninu Svifflugfélag Akureyrar. Tilgangur félagsins var samkvæmt fyrstu lögum þess „að gefa með- limum sínum tækifæri til svifflug- iðkana og vinna að aukinni þekk- ingu og áhuga á flugi og fluglist yfirleitt“. Félaginu hefir sannar- lega orðið mikið ágengt í þeim efnum. Ári síðar var Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag íslands, stofnað á Akureyri og þekkja allir hinn glæsilega feril þess. Hvorfc sem þetta er orsök eða afleiðing', liefir áhugi fyrir flug- list Iivergi verið meiri og al- mennari en einmitt í höfuðstað Norðiu-lands og það er engin til- viljun, að sá starfsmannahópur Flugfélags íslands cr frá Akur- eyri kemur, er margfalt stærri að tiltölu en frá nokkrum öðruin stað á Iandinu. Fyrsta eldskírnin Eru þar flugmennirnir í meiri- hluta og hafa langflestir þeirra hlotið sina fyrstu þjálfun hjá Svif- flugfélagi Akureyrar, þar sem þeir fengu að t.aka í „pinnann“ í fyrsta skipti á ævinni. Fyrstur þcirra til að Ijúka svifflugprófi var Jóhannes R. Snorrason, flugst.jóri, en margir komii á eftir. Nægir þar að minna á þekkta flugstjóra eins og Magn- ús Guðmundsson, Kristján Mika- elsson, Aðalbjörn Kristbjarnarson, Viktor Aðalsteinsson, og síðar yngri flugmenn ei-ns og Kristján Gunnlaugsson, Jón It. Steindórs- son, Skúla Steinþórsson, Tryggva Helgason og Guðlaug Helgason. Allir þessir ágætu flugmenn fengu sína fyrstu þjálfun á litlu renni- flu’gunni á Melgerðismelum, sem enn er í notkun og er elzta flug- tæki í notknn á íslandi. Skin og skúrir Það hefir gengið á með skini og skúrum í sögu Svifílugfélags Akureyrar síðan stofnendurnir átta komu saman fyrir rúmum 20 árum. Ekki eru félagarnir fleiri en 30—40 í dag, koma saman á Melgerðismelum á hverjum sunnu- degi frá því er snjóa leysir og fram í nóvember. Félaginu hefir Hjörtur Híartar framkvæmdastjóri: Skipaviðgerðir heima og erl Nokkur orti í tilefni af skrifum Morgunblatisins Gg Vísis MORGUNblaðið og Vísir hafa skrifað um nauðsyn þess, að allar viðgerðir íslenzkra skipa séu framkvæmdar innanlands. Tilefnið er ekki það, að nýlokið er stórri viðgerð erlendis á einu af skipum Eimskipafélags íslands, eða að stutt er frá því að annað af skipum Jökla h.f. var í liðlega tveggja mánaða viðgerð í Þýzkalandi, heldur hitt, að stórviðgerð, sem nauð synleg er á „Hvassafelli“, vegna þess að það strandaði í Siglu firði, ásamt tólf ára flokkunar viðgerð þess skips og viðgerð og fjögurra ára klössun „Dísar fells“ verða einnig framkvæmd ar erlendis. Til þess að auðvelda þessum blöðum áframhaldandi skrif um þessi mál, er sennilega rétt að gefa þeim nokkrar tölulegar upplýsingar. Vcra má, að þau telji sig slíkt engu varða, allra sízt þegar um kaupskipaflota samvinnumanna er að ræða, því þægilegra sé að þyrla upp moldviðri, ef þær staðreyndir sem mestu máli skipta, eru lagð ar til hliðar. ÞAÐ virðist hvarfla að Vísi, að vel kunni að vera miklu dýrara að láta skipaviðgerðir fara fram hér en erlendis. Slíkt virðist hinsvegar aukaatriði, a m. k. þegar Sambandsskipin eiga hlut að máli: Þessi blær er öðru líkur, þá er blöð sjálf stæðismanna skrifa um sam- vinnuflotann. Meginviðgerð „Hvassafells" er fólgin í því, að yfir 50 plötur í botni skipsins eru ónýtar, og einnig er mikið af böndum ó- nýtt. Þetta þarf að endurnýja og rétta margar plötur. Áætlað er að allt að 60 tonnum af stáli þurfi að endurnýja. Hér er að- eins nefndur einn þáttur þeirr ar stóru viðgerðar, sem fram þarf að fara. MEÐALVERÐ á stáli.hér pr. kíló — miðað við að ónýtu plöturnar séu teknar burt, og nýjar settar í staðinn — er um kr. 40.00 pr. kg. Fyrir þetta þarf að greiða kr. 10.50 pr. kg. þar sem viðgerð verður frarn kvæmd. Miðað við 60 tonn ér þá munur á þessum eina lið, sem hér segir: Innanlandskostnaður: 60 t. á 40.00 pr. kg. 2.400.000.00 Kostnaður í Þýzkalandi 60 t. á 10.50 pr. kg. 630.000.00 Mismunur kr. 1.770.000.00 Það bætist síðan við, að til þess að framkvæma þá vinnu, sem ofangreindu er samfardí munu smiðjur hér þurfa ca. 75 daga, en loforð er fyrir hendi um að ljúka þessu á 24 dögmn í Kiel. I-IVORT skip þarf þarinig að liggja 50 dögum lengrir eðá skemur til viðgerðar / skiþtír ekki smávegis máli fyrir eig endur þess og þjóðfélag í heild því á meðan verður að taká erlend leiguskip til að sinna þeim flutningum, sem hið ís- lenzka skip annars gæti annað. í BILI læt ég þetta éina atriöi nægja en fleiru ’ma við bæta, sem sýnir Morgunblað inu og Vísi, að það er fullkom lega eðlilegt og réttmætt, að Eimskip og Jöklar skuli láta sem mest af stórviðgerðum skipa sinna fara fram erlendis. Og sama máli gegnir þetta um önnur skip. tekizt með frábærri eljusemi að koma sér upp 4 svifflugum, en skortir nú vilfinnanlega eina tveggja sæta kennsluflugu í við- bót, en enn hefir ekki tekizt að afla leyfis. Félagið hefir átt við mikinn fjárskort að stríða frá upp hafi, en einhvern veginn hefir allt þó oltið áfram. Oft tekst svo illa til, að flugurnar brotna við æfingar og þá eru viðgerðir dýr- ar, en óhjákvæmilegar. Kornið hefir fyrir, að nýðliðar í svifflug- ínu hafa gleymt grundvallarregi- unum er á loft er komið. Einn ruglaðist það mikið í ríminu, að hann lenti í örv'æntingu sinni lengst uppi í hólum og flugan stórskemmdist. En það var dýr- mæt lexía, sem ekki endurtók sjg. Þá var hert á reglunum, og flogið áfram eins og ekkert hefði í skor- izt. Fyrsta flugan smíSuð Aðalupphaí'smaðurinn að stofn- un félagsins var Karl Magnússon, verkstjóri á Akureyri, en liann er enn sem fyrr ein helzta drif- fjöður félagsins. Félagið náði tölu- verðri útbreiðslu þegar á fyrsta vorinu. Eitt af fyrstu verkum fé- lagsins var að reyna að kaupa efni í renniflugu og tókst það með aðstoð Agnars Koefoed Hansens, sem manna mest hetir unnið fyrir íslenzk flugmál. Fiugan var smíð- (Framhald i 8. síðu.) Svifflugan Grunau Baby á flugi skammt frá Akureyri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.