Tíminn - 15.11.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1957, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudaginn 15. nóvember 1957. 3 Fimmtugur Trausti Eiiiarsson, prófessor St.iörnufræði er oft talin elzt allra vísindagreina, og' sú vissa nú- tíinamanna, að ríki náttúrunnar sé lögmálsríki, félck í fyrstu mátt sinn meira við athugun hins fjar- læga en hins nálæga. Hér á landi hafa menn ekki haft glæsileg mannvirki né lit- sterkan stórgróður til að gleðja sjónir sínar, en stjörnurnar hafa skinið bjart, orðið augunum ljúfar og huganum viðfangsefni. Margir hafa reynt að átta sig á háttum þeirra og leitað fróðleiks um þær, en þó er ekki hér á landi nema einn maður, er lokið hefur há- skólaprófi í stjörnufræði sem aðal- grein. Er það Trausti Einarsson prófessor, sem varð fimmtugur í gær. ! Og raunar stendur það hvergi í lögum, að hér skuli vera neinn . stjörnufræðingur, og það hefur líka þannig farið, að störf Trausta hafa að mestu lotið að öðrum grein um en stjörnufræði. Hann er að vísu ótrúlega minnugur á það, sem i hann nam í henni fyrir aldar-1 fjórðungi og hefur bætt við það talsverðu, sem menn telja sig síð- an vita meira eða betur; hann hef- ur að undanförnu verið aðalmaður við að setja saman almanakið; kennslubók í stjörnufræði fyrir menntaskóla mun hann hafa rit- áð; og á síðustu vikum hefur hann gripið í einhverja Sputnik-reikn- inga. En öllu meiri en þetta munu stjörnufræðistörf hans ekki hafa orðið, frá því er hann var lang- tímum við athugun á kórónu sól- arinnar og gerði doktorsritgerð úm. En hann hefur verið aðalkennari stærðfræðideildar Menntaskólans á, Akureyri í mörg ár og síðan prófessor í aflfræði og burðar- þolsfræði við verkfræði- deild háskólans, en auk þess kennt þar eðlisfræði og stærðfræði, og svo hefur hann farið um flestar landsins byggðir og klöngrast urn fjölda fjálla og fella, hrauna og sanda, skoðað hveri, eldvörp og jökulurðir og skyggnzt inn í urm- ul af gjám og gljúfrum og samið um þetta fjölda ritgerðá á íslenzku, þýzku og ensku, og auk þess flutt erindi um rannsóknir sínar við há- skóla og sérfræðingamót erlendis. Honum hefir sem sé tekizt að verða einn fremsti raunvísinda- maður þjóðarinnar. Stjörnufræði- riáminu var þannig- ekki kastað á glæ, þó að enginn fyndist hér stjörnuturn til að setjast að í og skyggnast úr um geiminn, enda er það nám byggt ofan á öfluga undir s'töðu stærðfræði og eðlisfræði, stofngreina hinna nákvæmu nát't- úruvísinda. Leiðir okkar Trausta hafa tals- vert iegið saman, og fyrst þannig að báða bar til Reykjavíkur vorið 1924 þeirra erinda að þreyta gagn fræðapróf utanskóla. en í þann tima var bað tals\rert algengt, að menn reyndu með slíku móti að elta uppi tækifæri til stúdents- prófs og háskólanáms. í þetta sinn voru beir 9, sem náðu þessu bráða birgðamarki, og sjálfum finnst mér nú sem sá liópur muni þola samjöfnuð við þá, er numið hafa með reglulegri hætti. Minna var af gamni en alvöru í tilveru okk- a.r þessar vikur, og hver sjálfum sér næstur, en mér fannst það koma af sjálfu sér að veita Trausta sérstaka athygli og vilja gjarna hans félagsskap. Aftur hittumst við við. stúdents- próf, og að því loknu vorum við sama sinnis um að vilja fara út í lönd og nema þær greinar, sem hugur stóð til, án þess að velta fyrir okkur atvinnuhorfum. Þá voru til svokallaðir fjögurra ára styrkir, og námu 100 krónum dönskum á ári í 4 ár. Þessir styrk- ir áitu að vera einhver uppbót til stúdenta fyrir Garðsstyrkinn gamla, sem þeir miisstu við sam- bandslögin 1918. lænnan styrk fengum við Trausti, og' þá var mikið fengið, því að raunar myndi hvorugur okkar hafa stundað vís- indanám að öðrum kosti. Sama mun nú mega segja um mikinn hluta af þessum styrkþegum, en Hundadr ápið margir þeirra gegna nú störfum, þar sem þeir þykja nauðsynlegir menn. Fyrir fáum árum leizt þó valdamönnum rótt vera að legg'ja niður þessa styrki. Um þetta leyti var Lúðvík Guð- mundsson helzti leiðbeinandi ís- lonzkra stúdenta, og réð hann okk ur til að fara til Göttingen í Þýzka landi og kom sjálfur öllu í kring, sem með þurfti, til að við gætum orðið þar háskólaborgarar haustið 1927. í Göttingen, sem þá var tal- in háborg stærðfræðilegra vísinda, stundaði Trausti síðan nám sitt að öðru leyti en því, að hann að góðum þarlandssið flutti sig um set eitt ár og var þá í Miinchen. Og í Göttingen lauk hann doktors prófi 1934 eftir að hafa orðið fyrir talsverðum töfum vegna heilsubrests. I Haustið 1935 tók hann við kennslu í stærðfræði og eðlisfræði við hina nýju stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri. Með starfsferli hans þar gat ég, þó að heima ætti í næsta héraði, ekki fylgzt nema lauslega. En húsbónda í hans, Sigurði skólameistara Guð-i mundssyni segist svo frá m.a., í' skýrslu skólans 1944—’45 og 1945—’46, þar sem hann getur brottfarar Trausta frá skólanum: ■ „Það varð hlutverk dr. Trausta að verða fóstri þessarar ungu deild ar, koma henni á legg og skapa henni traust, og það er hróður hans, að það hefur honum tekizt. Hann krafðist griðalaust mikils af nemendurn sínum. Þó að við dr. Trausti værum eigi ávallt sam- mála um einstök atriði, þakka ég honum viðkynning og santvinnu. Virði ég mikils þennan merka mann. Var hann óvenju beinn í allri framkomu og óvilhallur“. Aftur lógu svo leiðir okkar sam an, er Trausli var fenginn að verkfræðideild háskólans haustið 1944. Var þá deildin enn með bráðabirðaskipan, en var lögfest, og fékk fast mót 1945, og var þá Trausti skipaður þar prófessor. Þetta sama ár kom einnig að há- skólanum þriðji maðurinn úr hópi utanskólagagnfræðinganna frá 1928, Símon Jóh. Ágústsson, próf- essor í heimspeki. Trausti hefur þannig verið kenn ari að aðalstarfi og tíðast haft með liöndum það mikla kennslu, að nægilegt verk mætti þykja, en þó hafa vísindastörf hans naumast heimt minni tíma og orku, og til þeirra hefur hann varið sumar- leyfum sínum og tómstundum vetranna. Snerta þau öll að kalla jarðfræði Islands, en þó svo, að gildi þeirra verður eigi síður al- þjóðlegt en þjóðlegt. Fékk hann sig lausan frá kennslu eitt ár á Akureyrartíma sínum og' dvaldi þá mest í Skotlandi og fékkst við steina- og bergfræði, aðallega í vinnustofu háskólans í Grasgow, og nam þannig vinnubrögð í þess- um greinum. Að öðru leyti hefur hann ekki stundað háskólanám í jarðíræði- legum greinum, en hefur stundað þau fræði á eigin spýtur. En það er alkunnugt um vísindi, að ekki eru allar mikilsverðar nýjungar fundnar af þeim, er stundað hafa fullt nóm í hinu skipulagða fræða- kerfi, heldur ýmsar, og stundum eigi síður merkar, af mönnum, er stundað hafa nágrannagreinar, en flutt sig yfir á nýtt svið með nýj- ar aðferðir í könnun og hugsun. Og Trausti hefur verið mjög hug- kvæmur í skýringum sínum á ýms um fyrirbrigðum og stutt þær við þekkingu sína á eðlisfræði meira en við eldri fyrirmyndir. Hann hefur fengizt við rannsókn ir jarðhita og eldgosa, ísaldar- menja, þyngdarafls og segul- magns, og mun ekki allt talið. Margir minnast þess, að hann hef- ur komið við sögu Geysis, er hann lagði á ráð, sem dugðu, til að vekja Geysi aftur til gosa árið 1935, eftir um tuttugu ára hlé, og fann hann þau ráð með því að bera saman mælingar sínar á á- standi hversins við aðrar eldri, frá því er hverinn var í fullu fjöri. Og er Hekla gaus 1947, var Trausti í hópi þeirra íslenzku könnuða, er þá höfðu samtök um að fylgjast sem vendilegast með gosiuu og eftirköstum þess og birta síðan rit um rannsóknir sínar á því. Af því riti hafa komið út 12 hefti, og hefur Trausti ritað sex þeirra. Ber hann fram þar, sem í öðrum ritum sínum, margar nýjar skoð- anir, en af svo skornum skammti er þekking mín á þessum efnum, að mér tjáir ekki að reyna að lýsa niðurstöðum hans. Þess er auðvitað ekki að vænta, að allir verði þegar sammála um þær, en séð hef ég ummæli kunns sérfræðings er- lends um eina af þessum ritgerð- um, og voru þau stórlega lofleg. Af því, sem talið hefur verið, má sjá, að Trausti hefur haft nógu að sinna, og hann mun hafa talið sig lítt aflögufæran um tíma til að sýsla mikið við opinber mál. Fylgi ég hér málvenju, en mörg- um gerist nú Ijóst, að störf vís- indamanna mega varða miklu, ekki aðeins menningu þjóða, held- ur afkomu þeirra og jafnvel til- veru, og það meira en ýmis stór- deilumál stjórnmálamanna. Að sjálfsögðu hefur hann verið sett- ur í ýmsar nefndir, þar sem ekki þótti mega vera án sérþekkingar hans, og hann var í nokkur ár formaður í Vísindafélagi íslend- inga. Trausti Einarsson er fæddur í Reykjavík 14. nóv. 1907, og eru foreldrar hans Kristín Ti-austa- dóttir og Einar Runólfsson tré- smiður. Hún er ættuð af Vestfjörð um, en hann af Suðurlandi, og er ég of ófróður til að rekja ættir þeirra. Skal ég þó geta þess, af því líka að ókunnugir eiga tR að villast á þeirn nöfnum Trausta Einarssyni og Trausta Ólafssyni prófessor, að þeir eru systrasynir. Þau Einar og Kristín fluttu til Vestmannaeyja stuttu eftir fæð ingu Trausta, og þar ólst hann upp og kallar sig Vestmannaeying. Trausti er kvæntur Nínu Þórðar dóttur prófessors Sveinssonar, og eiga þau eina dóttur unga, sem nemur nú náttúrufræði í ævintýr um af munni föður síns. Leifur Ásgeirsson. Jólin nálgast Matrósaföt | (seviot), síðar buxur, 2—8 ára. Verð frá kr. 395.00. Drengjajakkaföt 6—15 ára. Verð frá kr. 495.00. jDrengjabuxur, peysur og skyrtur. j Æðardúnssængur í öllum stærðum. Sendum gegn póstkröfu. (Framhald á 2. síðu) reglumennirnir stigu í bíl sinn, og óku brott. Samskipti vetrarmannsins og þeirra munu engin hafa orðið, Hann mun hafa staðið álengdar og engu ráðið um aðförina. Sá heimafólkið það síðast til lögregl umannanna, að þeir fóru að tal stöðinni hér uppi á melnum, en héldu svo þaðan eitthvað áleiðis til Mosfellsdals. Skömmu síðar munu þeir hafa fundið tíkina og 2 hundanna að Korpúlfsstöðum. Hinn þriðji mun hafa runnið í átt 'na til Rvk. Ekki veit ég gjörla um viðskipti þeirra lögreglumann anna og ráðsmannsins þar, en ekki mun hann hafa afhent tíkina sína. Hundana tvo tóku þeir, en ekki veit ég hvar né hvernig þeirra af lífgun fór fram. Þriðja hundinn óku þeir vist síðar fram á í brekk unum ofan Elliðaánna. Dagar hans munu þar með hafa verið taldir. Ég harma það, að umræddir smalahundar skyldu ékki nýttir þennan dag við sitt ætlunarverk, en þess í stað leggjast á fé mitt hér heima. Endurtek ég það, að ekki varð ég, eða mitt heimafólk, vart við lóðarí hjá hundunum, enda munu þær reglur gilda í Mos fellshreppi að hundar skuli van aðir. Má það vera skýring þess, að ekkert sást til þeirra neitt „ást afar“. Það, að tíkin var með í hópn um, getur hvorki sannað slíkt né afsannað. Hún er héðan úr ná grenninu, af næsta bæ. Þegar hundar gerast blóðþyrstir og fara að ásækja bústofn manna þá er þeim vorkunn að vilja stemma stigu við. Hefi ég þar ýmsum -mönnum fremur reynslu af því, hvað af hundum getur hlotizt Hreinræktaðir ísl. hundar munu orðnir fágætir — nema þá í Amer íku — en hundar hér mikið bíand aðir erlendu blóði. Þykist ég vita að eigendur grimmra hunda, sem sækja í fé, séu allir sammála um að það þurfi að fjarlægja þá. Að sjálfsögðu skil ég vel, að í fyrst unni gæti þar þó saknaðar og sviða. Hundar hafa áður verið skotnir hér um slóðir t. d. að Fellsmúla, en í Reykjavík munu drepnir á annað hundrað hunda á ári hverju. Mönnum mun vist ó heimilt hundahald á bæjarlandinu. Bið ég menn að taka ekki orð mín þó á þann veg, að ég mæli því bót, að skotið skyldi að hund unum, en þeir ekki handsasmaðir. Þar réði ég engu um. Maður, sem t. d. tilkynnti innbroi gæti engu um það ráðið, hvaða meðferð þjófurinn fengi hjá lögreglunni, þegar hún kæmi á vettvang. Lýk ég hér sögu minni. Hefi ég eftir beztu vitund greint frá því einu, sem ég veit rétt vcra. Ég geri ráð fyrir því, að það geti enn komið fyrir, að hingað rekist einhverjir hundar. Slíkt verður seint fyrirbyggt. Ég mun eftir sem áður reyna að bægja þeim á' brott, með tiltækum ráðum, sýni þeir áleitni í fjárstofn minn. Hann er nú einu sinni það, sem ég og mitt fólk byggjum afkomu okkar á. Vonast ég að lokum til, að þessi frásögn mín hafi leiðrétí allan misskilning gagnvart mér í þessu máli, hafi hann einhver verio. Gufunesi, 13. nóv., Þorgeir Jónsson, bóndi. Námsflokkar Akraness tóku til starfa síSastliðinn mánudag Um sjötíu manns stunda þar nú nám Akranesi í gær. — Síðastliðinn mánudag hófu Námsflokkar Akraness starfsemi sína. Ætlunin er að kennt verði í Náms- flokkunum rúma þrjá mánuði í vetur. Þegar eru skráðir sjötiu nem- endur í Námsflokkunum og verð- ur kennd enska, danska, vélritun, saumar og að sníða. Skólastjóri er Hans Jörgensen og hefir hann ann- azt allan undirbúning við að koma Námsflokkimnm á fót. Annast reksturinn. Á síðasta bæjarstjórnarfundi samþykkti bæjarstjórn Akraness að bærinn annaðist rekstur Náms- flokkanna. Framlag bæjarins er að láta þeim í té húsnæði, en reiknað er með, að Námsflokkarnir standi ; undir sér sjálfir að öðru leyti hvað rekstrarfé snertir með námsgiöld- um og ríkisstyrk. í framtíðinni er ætlunin að bæta við fleiri námsgreinum. Er gott til bess að vita, að ungir og gamlir geta þarna notað fristundir sínar | til náms eftir því sem áhugi og geta leyfir. Og þar sem bærinn i hefir tekið málið upp á arma sína, ætti framtíð Námsflokkanna að vera tryggð. G.B. Móðir okkar Þorláksína Sigurðardóttir frá, Hrafnsstöðum, andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 13. nóvember. — Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju laugardag- inn 16. nóv. kl. 11.30 f. h,- Jarðsett verður að Upsum í Svarfaðartíal. Gunniaugur Hallgrímsson, Stefán Hallgrímsson, Snorri Haiigrímsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinátfu við andlát og útför Gríms Jónssonar. Margrét Grímsdóftir, Guðfinna Grímsdóttir, Ingvar Grímsson, Sig- urgrímur Grímsson, Pétur Grímsson, Beniamin Grímsson, Ingibergur Grímsson. ! Vesturgötu 12 — Slmi 13570. Faðir mlnn Pétur Jónsson andaðist að sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 12. nóv. — Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna Bjarni Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.