Tíminn - 15.11.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1957, Blaðsíða 4
4 T f MIN N, föstudaginn 15. nóvember 1959» ráar endurtekningar „ÞaS er aJlt í 3agi að menn verði fyrir áfirifom og læri, e« hafi þeir ekki þörf fil að segja eitthvað frá eigin brjésti — eða hæfileikann til þess — er ekki vert að þeir séu að þessu." Þessi ummæli Sverris Haralds- sonar, listmálara, er að finna í vio- tali.. sem Björn Th. Björnsson, list- fræðingur, hafði við' listamanninn og birtist í nýútkomnu hefti Dag- skrár. Þessi orð Sverris- eru ekki mælt að áslæðulausu. Sá hefir ver ið háttur listgagnrýnenda. hérlend- is undanfarandi ár að leggja bless- un sína yfir hverja sýningu ab- strakt myndlistar og. fréttamenn,! sem skrifa fréttatilkynningar um opnu.n málverkasýninga, eru því: vanastir að láta nokkur vinsamleg orð falla í garð málaranna að ó- rannsökuðu máli. Má vera, að gagnrýni á nýjar stefnur í málara- list haf; varla. verið tímabær hérj á landi undanfarandi ár, en þegar svo er komið, að yfirgnæfandi meirihluti yngri málaranna leggur : stund á geómetíska abstraktlist og1 einhvers konar taeheisma, virðist tími til kominn að benda á að til- hneigingar til stælvnga, gerfilistar) og fúsklegra vinnubragða, hafa ‘ i skotið upp kollinum í verkuro yngri roan&a á svæsinn og áber- ahdi hiít. Lefi eða vanmáttur? Menn verða fyrir áhrifum og að- hyliast vissar stefnur. Við það er ekkert að athuga. Engum samtíma listanxanni keniurtii hugar að end uxtalca fortíðina með því að mála beir.t í stíl og.isma, sem þegar hef ir runnið sitt skeið á enda. Listin umskapast með samtíðinni til þess að forðast úrkynjun. Sú endurnýj- un verður til fyrir sameiginleg á- tök fjöld3 listamanna, en það þýð- ir ekki, að þeir geti leyft sér það letilega dundur að stela hugmynd- um og úrlausnum kollega sinna með litlum breytingum. Slíkar myndir geta þeir málað fyrir sjálfa sig — meðan þeir eru að krvfja málin — og geymt þær, en þær eiga ekki að hanga uppi verð- lagðar á sýningum. Það er ömuriegt að koma inn á málverkasýningar og hitta fyrir myndir, sem eru eins og bergmál af verkum annarra manna; tíl- j brigði við lánuð stef. Slíkur hrá- skinnsleikur, sprottinn a£ van- mætti eða leti, ber vott um furð- anlegt virðingarleysi við sýningar g.esti og væntanlega kaupendur. Baldur Öskarsson. 1)1! 7. VIAI AIJ ' I -i GAIÆKIK KIÍMÍ DKOIJI.N Efri mynd að ofan. Bjarni Jóns- son: Málverk. — Að neðau Dewasne: Kápuskreyting. í miðju til vinstri: Dubuffet: Myudskreytt auglýsing. — Til hægri: Kristján Davíðsson: Kona. Neðst til vinstri: Vasarely: Mál verk. — Til hægri. Sverrir Har- aldsson: Málverk. Sjötugur: I Björn Jónsson á Litla-Ósi i í dag er 70 ára að aldri Björh Jónsson á Litla-Ósi við Miðfjörð. Hann er fæddur og uppalinn á Ánastöðum á Vatnsnesi, elztur aí£ börnum hjónanna Jóns bónda Eggertssonar og Þóru Jóhannes- dóttur, er þar bjuggu l'engi. Björn kvæntist árið 1914, Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur frá Syðri- Völium. Áttu þau heimili á Ána- stöðum næstu^ árin, en keyptu jörðina Litla-Ós í sömu sveit og fluttust þangað vorið 1919. Þar hafa þau átt heima síðan, og ráku þar búskap til ársins 1945 er einn af sonum þeirra tók við búi á jörðinni. Börn þeirra Björns og Jóhönnu eru fimm, þrír synir og tvær dæt- ur. Þorvaldur býr á Litla-Ósi ea hin systkinin eru búsett á Suður- landi, Hildur og Gunnlaugur I Hveragerði, Jón í Beykjavík og Ingibjörg í Keflavík. Litli-Ós cr landlítið býli í sam- anburði við aðrar jarðir þar í sveit. Þegar Björn kom þangað, var túnið l'ítið og þýft, og bygg- ingar lélegar. Hann hóf þar strax jarðabætur og hélt þeim áfram, eftir því sem ástæður leyfðu, svo að á jörð hans er fyrir löngu orðið slétt og vel ræktað tún, langtum stærra en áður var. Og býggingar hafa verið reistar, bæði bæjar- og peningshús. Björn á Litla-Ósi hefir verið kappsamur dugnaðarmaður til allra verka og farsæll bóndi. Hann. hefir farið vel með búfé sitt og haft af því góðan arð.Aukbúskap- arstarfanna hefir hann oft stund- að veiðiskap, þcgar fiskur hefir gengið í Miðfjörð, og verið afla- sæll sjómaður. Þá vann Björn einnig mikið að söðlasmíði, meðan hestanotikun var meiri en nú er og þörf fyrir reiðtygi. Hann hefir verið í hópi starfsömustu manna, svo að segja má að honum hafi ekki fal'Iið verk úr hendi. Eins og áður segir býr Þorvald- ur, sonur þeirra Björns og Jó- hönnu, nú á Litla-Ósi, og heldur hann búrekstri þar í góðu horfi. Hann er kvæntur Unni Ágústs- dóttur frá Urðarbaki og eiga þau nokkur ung börn. Ég þakka mínum gamla og góða nágranna, Birni á Litl-aÓsi, fyrir liðna daga, og sendi honum og fjölskyldu hans hamingjuóskir í tilefni af afmælinu. Sk. G. Sukselainen falií aíí reyna stjórnarmyndun í Finnlandi 1 Helsingfors—NTB 13. nóv.: Finnska bændaflokksmanniíium Sukselainen var í dag falið að gera tilraun til stjórnarmyndun ar í Finnlandi. Það var Kekkon en forseti er fór þess á leit við Sukselainen að hann reyndi að leysa hina 26 daga gömlu stjórnar kreppu í landinu. Sukselainen á að skýra forsetanum frá árangri tilraunar sinnar þegar á föstudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.