Tíminn - 17.11.1957, Page 4

Tíminn - 17.11.1957, Page 4
4 T f MIN N, sunnudaginn 17. nóvember 1953» „Allt vanrækt, nema að innheimía bæjargjöldin og betla um atkvæði” Samtal viS Runólf Sigtryggsson Bæjaryfirvöld Reykjavík- ur hafa undanfarið látið mik- ið yfir þvE í Morgunblaðinu, hversu stór átök gerð hafi verið til að útrýma ónothæfu og heiisuspiliandi húsnæði í borginni. Þeim þúsundum bæjarbúa, sem neyðast til að búa í óhæfu hús- næði, finnst lítið til um þessi skrif, því þeir vita bezt, að hér í b?e eru mörg stór bæjarhverfi, þar sem íbúðirnar sjálfar eru heilsuspillandi, og umhverfið allt með þeim hætti, að bæjaryfirvöld- in mega blygðast sín fyrir. En sennilega koma ráðamenn bæjar- ins sjaldan sjálfir í þessi bæjar- hverfi, nema þá helzt á kosninga- daginn. Blaðið hefir snúið sér til Run- ólfs Sigtryggssonar, Suðurlands- braut 89, og beðið hann að skýra lesendum frá ástandinu í íbúðar- hverfinu við Múla. — Hvað hafið þið átt lengi heima hér? — Við höfum búið hér í átta ár. Ég keypti þetta hús ófullgert. — Hvernig er háttað lóðarrétt- iudum undir hús hér? — Lóðarsamningar hafa verið gerðir til 10 ára. Upphaflega fengu menn enga ‘lóðarsamninga hér í hverfinu, en fyrir harða baráttu1 og samtök eigenda húsanna, lét bæjarstjórnin undan og gerði lóð- arsamninga til 10 ára. Eins og gefur að skilja var ekki unnt að fá nein lán út á lóðar- réttindalaus hús. Var því hreinn! voði fyrir höndum hjá hlutaðeig- andi mönnum og lá við borð, að margir misstu þær íbúðir. sem þeir höfðu lagt allt sitt í að eignast. Sá lóðarsamningur, sem við feng um þegar hann loksins fékkst, var með því ákvæði, að eigendur voru skuidb.undnir að flytja húsin burtu héðan eftir 10 ár á sinn kostnað. Þessu ákvæði fékkst síðar breytt. En auðvitað sjá allir, að ekki er það til frambúðar að hafa lóðar- réttindi aðeins til 10 ára, enda ekki hægt að fá lengra lán út á slíkt hús en til 10 ára. — Leggur bæjarsíjórniu þessu bæjarhverfi til sams kouar aðstöðu eg þægindi og tíðkast í öðrum bæjarhverfum? — B.. nn hefir lagt rafmagn í hfisin. Hins vegar hafa menn yfir- leitt orðið að leggja vatnsleiðslur i húsin sjálfir, og er vatnið leitt úr gönilum vatnslieðslum, sem her inn notaði á stríðsárunum. í mörg- um tilfellum hafa menn þurft að lcggja langar vatnsleiðslur til að fá vatnið inn. Engin skolpveita er hér frá hverfinu. Hafa íbúðaeigendur grafið rotþrær, sem notast er við. Á einstöku stöðum hefir skolp verið leitt í gamlar skolpleiðslur frá stríðsárunum, og þykjast þeir heppnir, sem fundið hafa slíkar leiðslur. — Hafa verði lagðar götur um hverfið með sama liætti og annars staðar í bænum? — Engar götur hafa verið Iagðar um hverfið, og^ er umhverfið allt eitt forarsvað. íbúar þessa hverfis 1 eru sjálfsagt orðnir fleiri en 1000. Runólfur Sigtryggsson Umferð bíla og gangandi fólks er því töluverð hér og auðvitað mjög óviðunandi, að ekki skuli vera af- markaðar götur á milli húsanna. Aurinn treðst inn í íbúðirnar. Auk þess er lííshættulegt vegna bíla- umferðar að vera hér á ferð utan dyra að kvöldlagi. — Bílaumferð er hér mikil, seg- ir þú, og vafalaust hættuleg börn- um. Hvernig er með barnaleik- völi í hverfinu? — Hér í liverfinu eiga að lieita tveir barnaleikvellir. Á þeim eru rólur fyrir börn, „sölt“ og sand- kassi. Hins vegar eru leikvellir þessir ekki afgirtir og engin barna gæzla á þeim. Það er því litlu . meira öryggi fvrir mæður barn- anna að vita af þeim þar en antj- ! ars staðar í nágrenninu. I — Er það nokkuð fleira, sem Bcekur 09 hofunbcir Um ísland til Andesfj^a Ævintýraleg feríalög Erlings Brunborg — Eplið fellur sjaldnast langt frá| eikinni. Erling Brunborg virðist! hafa erft í ríkum mæli annálaða atorku og framtakssemi móður sinnar, frú Guðrúnar Brunborg. Þar sem þessir eiginleikar hafa í honum sameinazt þeirri bjartsýni, bj'ggðri á sjálfstrausti, er einkenn ir marga athafnamenn í Noregi, svo o.g þeirri útþrá, sem bæði Norðmanni og íslendingi er í blóð borin, var þess ekki að vænta, að slikur pillur yndi sér langt fram' eftir aldri innan fjö.gurra veggja föðvrhúsa. Út vildi hann og út fór hann. Ekki vgr hann að hafa fyrir því að útvega sér ferðagjaldeyri, þaðan af síður hvarflaði að honum að leita á náðir ferðaskrifstofu um skipulagningu ferðalagsins. Með tvær hendur tómar hélt hann í vesturveg með vini sinum Kalla og er hánn leit aftur norska grund að tveimur árum liðnum, hafði hann, enn kornungur maður, upp- lifað miklu meir en flestum öðrum auðnast að upplifa á langri ævi. FYRSTI ÁFANGINN var til ís- lands, en þangað komast þeir fé- lagar' á norskum síldardalli. Þeir gera sér lítið fyrir og labba sig þú vilt taka fram? — Mér finnst gjarnan, að það mætti koma fram, að bæjaryfir- völdin gleyma ekki að innheimta bæjargjöldin hjá íbúunum liér í hverfinu. Og það er raunar hið eina, sem forráðamenn bæjarins muna eftir í sambandi' við hverfið liér. Og þó, þeir muna víst líka eftir að betla um atkvæði okkar hér. suður yfir Ódáðahraun og Sprengi sand í rytju veðráttu. Á Reykjavík urhöfn komast þeir um borð í kola dall á vesturleið og berja þar ryð sér til framdráttar þar til þeir stíga á land í Kanada. Er það skemmst frá að segja, að í hinum nýja heimi lenda þeir í ótrúleg- ustu ævintýrum, fyrst á flakki þvert yfir víðlendur Kanada, síð- an í bílskrjóðnum Manana suður um Bandaríkin, Mexícó og smáríki Mið-Ameríku. Með alls konar brögð | um komast þeir yfir hver landa- mærin af öðrum, þar til kemur að Nicaragua, en þar gera þeir sér lítið fyrir, er þeim er neitað um (Framhald á 5. síðu). piiiiiiiiiiiniiippipiiipniiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiipiiiiiiiiiiiittmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiij|i^iiiiiiuiiiiiiiiwMU9iiiiii>uiiiiuujuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuyiyiiii.uvuiHiiiiiiiiwiiiiuiiiiiiii’iiiiii§ Jcladkcr Iðunnarskór Kvenskór Karlm ann askór Barnaskór USTU TRÆT B 3 Liiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiii.'iiiiiiiiijiiHiniiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiniHiinjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiitiiiiiiiiim

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.