Tíminn - 04.12.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.12.1957, Blaðsíða 4
4 T f M I N N, miðvikudaginn 4. desember 1951» Ambassadorsfrú Ermoshina ásamt börnum sínum „ . . Mesta prýði Reykjavíkur finnst mér blómin og börnin.. ’ Sigrííur Thorlacíus ræíir vií ambassadorsfrú Ermoshinu, sem er ættuí frá Krím og hefir dvalií á Nýja-Sjálandi og í Svíþjóft átSur en hún kom hingaíS Löngu áður en menn gátu a!is- gáðir séð mörg tungl á lofti, hafði ég hug á að fræðast nán- ar um hag kvenna í Ráðstjórnar- ríkjunun? en hægt er af blaða- fregnum og mismunandi áreií- anleguui biaðakosti. Nú vill svo vel til, að eiginkona rússneska ambassadorsins á íslandi, er í senn, ágætlega vel menntuð kona og mjög aðlaðandi og elsku leg í viðmóti, svo ég bað hana leyfis að mega heimsækja liana og fá nokkrar unplvsingar lijá henni varðandi lífskjör kvenna í hinu líðleií'la i-íki, sem hún er upp aliu í, og var það ljúflega veitt. / Ambassadorsfrú Ermoshina er miðaldra kona, sem ljóma-r af lífs gleði, dökkhærð og brúneygð. Jafnskjótt og ég er komin inn úr dyrunum, er kaffi og fleiri veit- ingar komnar á borðið. Gjörið þér svo vel, ég hefi gam- an af að vita hvernig yður fellur þetta rússraeska kaffibrauð, segir frúin og býður brauðsnúða, sem saxað kjöt og laukur er bakað inn-1 aní. Reynist það hið mesta lost- æti, svo okkur ætlar að verða helzt til skrafdrjúgt um kaffi- brauð og íslenzka og rússneska matargerð. Kjör kvenna. Svo yður langar til að heyra eitthvað af kjörum kvenna í Ráð- stjórnarríkjunum, segir frú Erm- oshina. Ef þér ætlið að reyna að skilja þau, þá verðum við fyrst að drepa á það hvernig þau voru fyrir byltinguna og þér verðið einnig að hafa í huga, að ekki eru liðin nema fjörutíu ár síðan bylt- ingin varð. Fyrir þann tíma höfðu rússneskar konur engin stjórnmála leg réttindi og í fjármáium voru þær líka aigerlega réttlausar. — Skylda konunnar var að sitja heima og „spinna ull“, eins og máltæki eitt segir. Þá vann helm- ingur starfandi kvenna sem heim- ilisþernur, fjórði hluti þeirra vann sveitastörf, en í iðnaði voru 13 af hundraði konur og unnu þær lægst launuðu störfin. Segja má, að það væri fyrsta starf byltingarmanna aö létta ok- inu af konunum. Lenin segði, að hver húsfreyja ætti að vita hvern ig stjórna ætti ríkinu og honum og öðrum samstarfsmönnum hans var Ijóst, að í eðli kvenna leynast margir dýrmætir eiginleikar, þó að þeir hefðu legið i dvala. Það hefir þá brátt skipt um starfssvið rússneskra kvenna eftir byltinguna? Af öllu starfandi fólki í Ráð- stjórnarríkjnnum í dag eru 45 af liverju hundraði konur. Þær taka þátt í öllum starfsgreinum, nema hvað þeim er ekki leyft að vinna hin erfiðustu líkamlegu störf, svo sem námugröft og önnur þau störf sem ekki hæf-a konum vegna líkamsbyggingar þeirra. Konur mátu það niikils, að þeim var skap að tækifæri til starfa á sem víð- ustum vettvangi, enda hafa þær ætíð starfað af gleði að cllu því, sem horfir til hagsbóta, fyrir börn þeirra og þá um leið þjóðfólagið í lieild. Eru margar konur í embættum æðstu stjórnenda ríkisins? — í æðsta ráðinu (þinginu) eru nú 34S konur, en margar konur eru þar að auki í hinum æðstu embættum hjá hinum ýmsu ráð- stjórnarlýðveldum. 103 konur gegna æðstu embættum, t. d. eru 25 þeirra ráðherrar og fara víða með mál eins og heilbrigðis- og menntamáí. Menntun kvenna. Viljið þér segja mér eitthvað um fyrirkomulag menntamálanna, þau eru alls staðar mikilsverður þáttur í þjóðfélaginu? — Þar, sem annars staðar, er nauðsynlegt að ha-fa í huga hvern ig ástandið var fyrir byltinguna. Nú er öll menntun ókeypis, frá barnaskóla og upp í gegn um há- skóla og fyrir sérstaklega vel gefin og listhneigð börn eru sérskólar, þar sem þau geta auk venjulegrar, almennrar menntunar, fengið menntun í sérgreinum, svo sem dansi, tónlist, höggmyndalist eða hverju því, sem þau reynast hafa hæfileika til og í slíka skóla geta þau komizt strax fimm ára gömul, sé það talið æskilegt. Fyrir byitinguna voru tveir þriðju hlutar rússneskra kvenna ólæsir, eða þrisvar sinnum fleiri en karlar. Svo erfitt var þá fyrir vel gefnar konur að komast áfram, að kona, sem varð frægur stærð- fræðingur, Sophia Kovalevskaya var hrakin úr landi á keisaratím- unum, aðeins vegna þess, að hún var kona. Henni var bæði meinað að sækja skóla og síðar að halda fyrirlestra. Verst voru þó konur í Mið-Asíu settar. Þar voru þær bláttv áfram þrælar, þær gengu kaupum og sölum, var skipað að bera blæju og bannað að afla sér menntunar. Þær voru giftar þetta tíu, ellefu ára gamlar. í þessum héruðum voru um 0,7 af hundraði læsir, en til þess lióps taldist eng- in kona. Nú er þar hver maður læs þar eru komnir upp háskólar og listaskólar. Það var átakanlegt að sjá fólk á gamals aldri vera að brjótast í að læra að lesa. Hve mörg tungumál eru í Rúss- landi? — Þau eru eitt hundrað og fyrir byltinguna var ekki til ritmál á mörgum þeirra, en nú hefir hver tunga sitt ritmál, alveg sama hvort hana tala fámenn þjóð eða fjölmenn. Sækja margar rússneskar konur háskóla? Meira en helmingur allra há- skólastúdenta eru konur. Síðastlið ið ár munu ein milljón kvenna hafa sótt háskólanám. Fólk getur einnig numið í kvöldskólum hinar ýmsu námsgreinar, allt til háskóla prófs og fær það þá frí með full- uih launum tvisvar á ári til að ljúka prófum. Hlutgengi til starfa. Það má með sanni segja, að rússneskum konum sé ekki mein- aður né torveldaður aðgangur að neinum störfum? Vissulega. Staða þeirra og starf mótast eingöngu af þeirra eigin hæfileikum og getu, hvorki af ætt- erni né auðlegð. Konur taka virk- an þátt í vísindum, svo sem stærð fræði, læknisfræði og uppeldis- fræði, svo eitthvað sé nefnt, og það er staðreynd, að framfarir í vísindum urðu stórum örari þegar konur tóku að leggja þar fram krafta sína. Já, konur hafa til dæmis átt sin þátt í Sputnik, seg- ir frú Ermoshina brosandi, og nú nýlega vann kona, sem er jarð fræðingur, að uppgötvun gim- steinanámu í Norður-Rússlandi, sem talin er komast til jafns við auðugustu gimsteinanámur í Suð- ur-Afríku. Þá er ekki að efa hlut kvenna í listum? Konur eins og dansmærin Uhl- anova og söngkonan Barshova eru heimsfrægar ,svo einhverjar séu nefndar. En áhrifa kvenna hefir líka fyrr og síðar gætt í lislum. beint og óbeint. Talið er, að aldrei hafi verið skapaðar fegurri mann- lýsingar í rússneskum skáldskap en t. d. kvenlýsingar þeirra Tol- stoy og Gorki. Mæddu ekki hörmungar styrj- aldarinnar mjög á rússneskum konum? Jú, þær voru jafnt í fremstu víg línu og að baki vígstöðvanna og því viljum við ekki stríð, og við þekkjum allar ógnir þess af eigin raun. Eg held ekki að sú fjölskylda hafi verið til í öllu ríkinu, sem ekki missti einhvern ástvm sinn í styrjöldinni. Því viljum við m. a. beita listinni í þjónustu lífsins, en forðast það, sem ber keim af styrj- aldaráróðri. Framfarir í heilbrigðismálum. Er ekki lögð mikil áherzla á mæðra- og ungbarnavernd? Enn einu sinni skulum við gera samanburð á núverandi ástandi og Heilbrig^ismál Ezra Pétursson, Iæknir Ekki er ráð nema í tíma sé tekið INNFLÚENZUfaraldurinn má nú heita að fullu lokið. Talið er að hann hafi verið fremur vægur en hann er samt ennþá í fersku minni þeirra sem veiktust og at- vinnuveitenda þeirra. Þó nokkuð margir urðu líka mikið veikir,! fengu háan hita og mikil óþæg indi. Suraum sló niður aftur jafn vel þrisvar til fjórum sinnum og einstaka sjúklingar fengu alvar- lega fylgikvilla. Um dauðsföll er erfitt að segja með vissu. Óvenju margt fólk létzt á tveggja til þriggja vikna tímabili; mun fleira en búast mátti við að öðru jöfnu, og liggur nærri því að álykta að inflúenzan hafi átt þar hlut að máli. Varla er um meira að ræða en tvo til þrjá tugi hér í Reykjavík, en skýrslur utan af landi hafa ekki borizt enn. Hér var nær eingöngu um að ræða háaldrað fólk og lasburða sjúklinga með langvinna og erfiða sjúkdóma. Jafnvel þeir sem minna veikt- ust voru frá veriki að jafnaði viku tii tíu daga, og kvörtuðu mikið um slen og máttleysi á eftir, og voru lengi að ná sér til fulls. NÚ Á DÖGUM eru menn orðn ir of vanir því að þurfa að liggja vei'kir eina til tvær vikur, og auk óþægindanna veldur það glundroða og atvinnutjón, sem nemur jafn vel hundruðum þúsunda þegar urn stærri fyrirtæki er að ræða, en fleiri milljónir ef landið er tekið í heild. Það er því augljóst mál að allt sem hægt er að gera til þess að fyrirbyggja slikt hefir mik ið fjárhagslegt og heilsufarslegt gildi. Byrjað var á bólusetningu hér í tæka tíð og heldur á undan liin um Norðurlöndunum. Vegna of lítils húsakosts á Keldum var hins vegar ekki unnt að framleiða bóluefnið í eins stórum stíl og nauðsynlegt hefði verið, og urðu því margir útundan sem hefðu lát ið bólusetja sig ef þess hefði ver ið kostur. Stór fyrirtæki gátu ekki fengið starfsfólk sitt bólusett fyrr en langt var liðið á faraldurinn, og þó það kæmi sennilega að nokkru haldi, var árangurinn ekki nærri eins mikill eins og hann hefði verið, ef fólkið hefði verið bólu sett í upphafi faraldursins. Nú stendur til að byggja viðbót á Keldum, þannig að kleift verð ur að framleiða bóluefni í nægi lega stórum stíl fyrir landsmenn. Þeim framkvæmdum þyrfti að hraða sem mest, því að það er ekki eingöngu mannfólkið sem nýtur góðs af t. d. í inflúenzutfar öldrum, heldur einnig landbúnað urinn. þar sem skilyrðin til bólu efnisframleiðslu fyrir kvikfénað- inn batna einnig að sama skapi. ÁRANGUR bólusetningarinn- ar vegna inflúenzunnar var mjög góður, þó að lokaniðurstöður hafi elíki ennþá fengist. Gera má ráð fyrir að aðeins um eða innan við 10% hafi veikst sem bólusettir voru tvisvar, en a. m. k. 30—40% veiktust sem ekki voru bólusettir og á nokkrum stöðum lögðust 70 —80% t. d. í skólum og skipum. Faraldurinn var samt á engan hátt sambærilegur við spömsku veikina 1918. Fregnir hafa borist af því að önnur alda inflúenzu hafi gengið yfir Mexikó og Japan og hvergi annarsstaðar. Virðist sú alda einnig hafa verið væg, og engu mannskæðari en fyrsta ald an hjá okkur. Sagt er að í Japan hafi 4 millj. veikst í seinna sinn- ið og af þeim áttu 52 að hafa dáið. Svarar það til þess að tæp lega tveir hefðu dáið hér á landi, ef hvert einasta mannsbarn hefði veikst. SAMT yrði bezta ráðið ef hana bæri hér að garði aftur, að láta bólusetja sem flesta í tæka tíð, því fylgja engin veikindi og mjög óveruleg þægindi, en myndi spara landinu nokkra tugi millj- óna í atvinnutjóni. því, hvernig það var fyrir bylting- una. Áður fyrr ólu hverjar 95 kon- ur af hundraði börn sín án ljós- móður- eða læknishjálpar. Þá dóu árlega um 30 þús. konur af barns- förum og 30 börn af hverju hundr aði dóu á fyrsta ári. Einmig í þessu tilliti var ástandið verst í Mið-Asíu. í Kazafchstan voru t. d. til 40 sjúkrarúm árið 1913. Nú er öll læknisbjálp ókeypis, frá smá- vægilegustu aðgerðum til nýjustu atomlækninga. Varla kemur fyrir að konur deyi af barnsförum. Af læknum eru 70 af hundraði kon- ur. Lækniseftirlit með barnshaf- andi konum er mjög nákvæmt og vinni þær utan heimilis er vinnu- tími þeirra styttur um meðgöngu tímann, ef þær eru ekki vel hraust ar og læknir telur það ráðlegt. Hver kona fær 112 daga frí með fullum launum — 56 daga fyrir og 56 daga eftir barnsburð, og leng- ur, ef læknir telur ráðlegt og ali kona fleiri en eitt barn í senn, fær hún lengra frí. Hjá okkur er barnsfæðing allfcaf gleðilegur við- burður, sem fagna ber og hvert barn fær gjöf frá starfsfé'lögum foreldranna. Ekki má segja konu upp vinnu, né færa hana í lægra launað starf, meðan hún er barns- hafandi. Einstæðar mæður fá sér- staka styrki, en ríkið greiðir ann- ars með þriðja barni og þeim, sem þar eru umfram, auk vissrar upp- hæðar, sem greidd er hvert sinn við fæðingu barns. Miklu fé er ár lega varið til barnaheimila, vöggu stofa og leikskóla þannig, að vinn andi mæður vita ætíð börn sín í öruggum höndum, og kona, sem á fleiri en tvö börn, fær ókeypis dvöl fyrir þau á þeim stofnunum. Sé barn veikt, fær móðir eins langt frí með fullum launum og læknir telur ráðlegt og margt fleira mætti telja upp varðandi tryggingar og önnur hlunnindi, er ríkið leggur fram til að tryggja sem bezt uppeldi allra barna. A sumrin sézt naumast barn í borgunum, þau fara til dvalar upp í sveit. Á sl. ári voru 5,5 milljón barna á sveitadvalarheimilum og kostaði ríkið til þess 540 milljón- um rúblna. Enn er ein tegund barnaheimila sem ég vil nefna. Það eru hin svo kölluðu „Skógaheimili“. Þau eru staðsett í skógaúhéruðum, þar sem loftið er sérlega heilnæmt. Þang- að eru veikluð börn send til hress ingar svo lengi sem þörf er tatin á. Ekki er þó talið, að náð sé loka marki í þessari starfsemi. Yfirvöld in telja sér skylt að bæta æ meir aðbúð barna. Hafa konur ekki rétt tii eftir- launa? Fimmtíu og fimm ára gömul kona hefir eftirlaunarétt og hafi hún starfað utan heimilis í 20 ár, fær hún eftirlaun sem svara full- um starfslaunum, en minni hafi hún starfað skemur. ,i Erfið húsnæðismál. Mikið er skrafað og skrifað um húsnæðisleysi og þröngbýli í Rúss landi. Hvað veldur því? Fyrst og fremst það, að í striðs- lok, þegar borgir eins og Stalin- grad og Sebastopol höfðu verið jáfnaðar við jörðu, þá voru 25 milljónir manna húsnæðislausir. Fyrir byltinguna hafði aðeins yfir stéttarfólkið sæmilegt húsnæði, svo að það hefir aldrei náðst að byggja yfir alla, en þetta er að lagast. Sækja rússneskar konur mikið skemmtanir og félagslíf út fyrir heinrilið? ! Ónei, þær eru heimakærar, hafa yndi af að prýða heimili sín með blómum og fallegum gripum. Fjöl- skyldubönd eru sterk, ættmenn og (Framhald á 8. síðu.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.