Tíminn - 04.12.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1957, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, miðvikudagirtn 4. desember 1951* Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinssos (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Vaxkerti íhaldsins FYRIR NOKKRU kveiktu foringj ar Sj álfstæðisflokks- ins dálítið leiðarljós í sam- vinmimálum, sem varla hefir vakir verðskuldaða athygli. Þeir lögðu til að kaupfélögin yrð'u klofin sundur. Hug- myndinni var teflt fram á svokallaöri ,bændaráðstefnu‘ í höfuöstaðnum. Samþykktin var g'erð þar, en ritningin mun ættuð frá flokksskrif- stofunni í Holsteini. Það var haft aö yfirskini að hentast mundi fyrir bændur að hafa sérfélög um afurðasölu sína, en tengja hana ekki rekstri hinna almennu kaupfélaga, svo sem tíðkast hefir víðast hvar á landinu. Þeir, sem lengi hafa starfað i sam- vinnuhreyfingunni og þekkja sögu hennar og upp byggingu, munu í vetfangi sjá, hvar fiskur liggur und- ir steini. Skýrist það e.t.v. bezt er menn hugleiða, að þeir, sem hafa áhuga fyrir slíkri sundurskiptingu bera ekki fram tillögur um slíkt á fundi í viðkomandi kaupfé lögum, heldur búa til áróð- uramál á flokksjpóhtifikumi fundi þar sem saman eru komnir nokkrir ungir menn undir Ieiösögu samvinnufor- ingja á borð viö Ólaf Thors og G'unnar Thoroddsen. Til- lagan er auðvitað ekkert annað en pólitiskt klækja- bragð, liður í valdastreit- unni; ætlunin er að brjóta niður með tíð og tíma hið sameinaöa afl samvinnufé- laganna um land allt, og nota til þess hernaðarlist Grikkja við hlið Trójuborg- ar. NÝLEGA var vakin at- hygli á þessum tiltektum hér í blaðinu, en annars hef- ir verið hljótt um þær. Sú kyrrð mun hafa þótt merkja það í íhaldsherbúðunum, að e.t.v. mætti ganga lengra á þessari braut án þess að verða fyrir áfalli. Þessi hugs un virðist hafa skotið upp kollinum í umræðum, sem fram hafa farið þessa dag- ana í húsnæðismálastjórn nm viðhlítandi reglur við út hlutun lánsfjár úr hinu al- menna veðlánakerfi. Tilburð ir íhaldsíns minna á frásögn Gröndals af því, er Metter- nich gerði Jósep Austurríkis keisara út með kertin áður en hann gekk í hauginn. Þau voru þeirrar náttúru, að það kviknaði á þeim jafnskjótt og þeim var upp haldið. íhaldið laumaði slíkum vax- kertum inn á fund húsnæðis málastjórnar og nú bíður það eftir því að einhver af andstæðingum þess grípi þau og bregði þeim á loft. En slíkt verk mundi stórum torvelda starfsemi bygginga samvlnnufélaga og útiloka félagsmenn þeirra frá jafn- rétti gagnvart hinu almenna lánakerfi. Tækist þetta her bragð, mundi foringjum Sjálfstæðisflokksins þykja sem þeir hefðu að baki all- gott dagsverk í samvinnu- málum á þessum vetri. BYGGINGASAMVINNU- FÉLÖG hafa heimild að lög- um til að gefa út ríkistryggð skuldábréf gegn veði í hús- um félagsmanna sinna. Hins vegar er sú kvöð á húsbyggj endum, að þeir annist sjálf- ir sölu bréfanna. Jafnhliða eru strangar reglur um eigna skipti slíkra íbúöa, sem fyrir byggja, að hægt sé að braska með þær eða sæta verðhækk unum á óstöðugum fasteigna markaði. Sala slíkra skulda bréfa byggingasamvinnufé- laga er mjög erfið, og hefir lengi verið. Hafa menn orðið að sætta sig við afföll, og gengið mjög treglega að losna við bréfin jafnvel við slík skilyrði. Þessa aðstööu vill íhaldið samt meta það hátt, að jafngildi útilokun fé lagsmanna i byggingasam- vinnufélögum frá hlutdeild í hinu almenna veðlánakerfi. Þetta eru kertin, sem það hefir laumað inn í nefndina, er um mál þessi fjallar. Það tekur fulltrúa stjórnarflokkanna vonandi ekki langan tíma að átta sig á því, hverskonar gripir vax- kerti ihaldsins eru. Þau eru af sömu gerð og ljósin, sem upp var brugðið á „bænda- ráðstefnunni“. Þau eru úr þeim kistuhandraðanum, sem ætíð er barmafullur af óvild í garð heilbrigðra sam taka almennings, hvort sem um er að ræða verzlun, fram leiðslu eða byggingar. í þessu sérstaka tilfelli eru þau ætluð til að lama starf- semi byggingasamvinnufé- laga og til að fæla menn frá því að freista þess að ieysa sameiginleg hagsmuna- og vandamál með samvinnu og- heilbrigðu átaki. Þarna er stefnt að því að gera lögin um byggingasamvinnuífélög óvirk í bráðina. Þetta er því svipað hugsjónamál og það, að kljúfa sundur kaupfélög- in og gera þau þannig óvirk. Vel færi á því, að þegar Ólafur Thors spyr fulltrúa sinn í húsnæðismálastjórn, hvað líði vaxkertum íhalds- ins þar, verði svarið eins og hjá Jósepi Austurríkiskeis- a.ra forðum: „Kertið, það var hreint ónýtt, það kviknaði ekki á því“. Atlantshafsbandalagið UPP Á SÍDKASTIÐ hef- ir nokkuð verið rætt um hlutdeild íslands í Atlants- hafsbandalaginu í blöðum hér, og ærið oft villandi. — Er þvi ástæð’a til aö minna á eftirfarandi: Grundvöllur utanríkisstefnu núverandi ríkisstjórnar er ályktun Al- þingis frá 28. marz 1956, og er til þess vitnaö í stjórnar- sáttmálanum. Þar er því yfirlýst, að íslendingar eigi samstöð’u um öryggismál Fræðslulögin 1907 marka sérstæð tímamót í meimingarsögu landsins Núv. og fyrrv. fræíslumálstjórar, form. Sambands ísl. barnakennara og ritstjóri Menntamála minna á nokkra höfu^drætti Hinn 22. nóvember s.l. voru 50 ár liðin siðan fyrstu fræðslulögin voru sett og alþýðufræðslan í lanciinu var færð í nútímabúning, þótt aðstæður væru ærið frumstæðar víða til að byrja með. Þetta eru merk tímamót í sögu mennta- mála þjóðarinnar og í sögu kennarastéttarinnar. Tíminn hefir spurt núverandi og fyrrverandi fræðslumálastjóra, for- mann Sambands ísl. barnakennara og ritstj. „Menntamála", hvert spor þeir telji fræðslulögin frá 1907 hafa markað í söqu bjóðarinnar. Svör þeirra fara hér á eftir: fyllstu merkingu, menn, sem kunna að temja hugsanir sínar, skap og tilfinningar og geti örvað namendur sína og hjálpað þeim til hin-s' sama. Eg er ekki sannfærður u-m,- að þjóðin sé meir eða betur mennt- uð en áður, því dæmin eru mörg um það, að menn hafa náð langt í menntun án þess. að njóta sikóla göngu. En almenn þekking hlýtur að hafa aukizt að miklum mun fyrir framkvæmd fræðsluiaganna. Helgi Elíassón, náv. fræðslumála- sljóri: Jakob Kristinsson fyrrv fræðslu- málastjóri: Árangur fræðslulaganna lilýtur að vera orðinn mikill og góður að ýmsu leyti, en hins vegar er hann ekki fyrir utan og ofan alla gagnrýni og aðfmnslur. Ég held, að öllum komi saman um þetta. Mjög hefir það verið á orði — ég hefi heyrt það frá mönnum af ýmsum stéttum — að krakkarnir lærðu ákaflega lítið. Þegar ég var nýtekinn við em- bætti fræðslumálastjóra, stóð til að skipa að nýju . skólanefndar- menn alis staðar á landinu. Þá skrifaði einn fráfarandi skóla- nefndarmaður mér til þess að koma í veg fyrir að leitað væri til hans aftur um að taka að sér þel.ta trúnaðarstarf. Hann sagði, að það væri ekkert gagn að þess- um skólum, og þar hefðu sínir krakkar til daemis týnt niður því litla, sem þeir hefðu lært heima. Þetta má kannske kalia skemmti- legar öfgar, og óg geri ekki ráð fyrir, að allir séu sama sinnis. Og ekki getur taiizt heppilegt, að menn með slikt viðhorf, séu skóla nefndarformenn. Þessa gat ég að- eins sem versta dæmisins urn álit manna á skólunum. Menn finna vel, að fræðslulög- gjöfin er á tilraunastígi. Menn vita ekki hvemig haga skuli mál- um til þess að beztur árangur náist. En ég er sannfærður um, að kennarar okkar og skólastjórar eru ákaflega samvizkusamir í starfi sínu og- leggja sig fram um að ná góðum árangri, og haía marg ir lagt mikið á sig og varið til þess tíma og eigin fé, að mennta sig sem bezt til starfsins. Ég held, að kennarastarfið sé ef til vilJ mikilvægast allra starfa í þjóð- félaginu. Kennarar verða að vera Jærðir vel, en þó er enn mikil- vægara, að þeir séu mannkosta- menn — vaimenni í þess orðs við nágrannciþjóðir sínar, m.a. með samstarfi í Atlants hafsbanáalaginu. — Þessi stefna er öldungis óbreytt. Eins og nú horfir má kalla það ákaflega ósennilegt, aö meirihluti þjóðarinnar hyggi á nokkra breytingu í þessu efni. — Hvað telur þú markverðast í sambandi við setningu fræðslu laganna frá 1907? — Ákvæði fræðslulaganna er staðfest voru 22. nóv. 1907, um almenna skólaskyldu og próf- skyldu fyrir öll 10—14 ára börn tel ég vera eitthvert stærsta spor ið, sem stigið hefir verið í fræðslu málum þjóðarinnar til þessa. Þar næst má telja prófkröfur þær, er gerðar voru til allra námshæfra barna um 14 ára aldur. Þær voru litlu minni en þær voru nú til barnaprófs. Þessi fyrstu lög um fræðslu barna tryggðu öllum börnum á landinu jafnan rétt til lágmarks menntunar. Þar var því um mikil væg réttindaákvæði að ræða. Mikið hafði verið rætt og ritað á síðasta fjórðungi ]9. aldar um barnafræðslu — bæði utan Al- þingis og innan. — Miklar breyt- ingar voru þá þegar orðnar á hög um og háttum fólks, í atvinnu- málum, verzlun o. fl. Það var ekki talið lengur nóg, að börn um ferm ingu væru læs, gætu skrifað og reiknað og hefðu lært kristiu fræði. Þörf var á nokkurri kunn- áttu í öðrum greinum, t.d. landa- fræði, náttúrufræði og sögu. En talið var, að flestum heimilum væri um megn að veita þessa Helgi Elíasson fræðslu og þesfvegna var stofnað til skólahalds. Skólarnir áttu — og eiga enn — að hjálpa heim- iiunurn ti'l við fræðslu- og upp- eldisstörfin, en ekki að losa heim- iiin við þau. Þannig á þetta að vera að mínum dómi — að þessu leyti eru fræðslulögin frá 1907 enn í gildi, og verða það vonandi um langan aldur. Gtmnar Gu8- miiEdssois? íorm. Samhamls ísL barnakeimara: Lög um almenna barnafræðslu á íslandi eru hálfrar aldar gömul um þessar mundir, og minnaist þá margir með þökk í huga braut ryðjendanna, sem áttu bjartsýni og stórhug tsl að bera stóranál fram til sigurs við mjög ertfiðar aðstæð ur. Þeir menn hafa haft glöggan skilning á þeirri staðreynd, að líf og hagur hvcrrar þjóðar er í órofa tengslum við almenna menntun þegnanna. Kennarar áttu sinn þátt í setn ingu íræðslulaganna í upphafi og hafa jafnan síðan unnið að hreyt ingum og timbótum, som gerðar haifa verið á þeim, og átt frum kvæði að mörgum þeirra. Verður ekki annað sagt en samvinna rík isvalds og kennarasamtálca um fræðslulögin hafi verið góð. Aðstæður og viðhorf breytast ört í nútíma þjóðfélagi, og þarf þá að samræma lög og reglur þörf iiðandi tíma. Mun þri enn fyrir huguð endurskoðun fræðslulag- anna með þátttöku fulltrúa frá samtökum kennara. Um hugsanleg ar breytingar verður ekki rætt að sinni, en á það bent, að flestir munu þeirrar skoðunar, að jöfn og eðlileg þóun sé heppilegri en stór st'ckk. Stundum er á það minnzt, að fræðsluskyidan sé þjóðinni ofviða byrði, og hafa sumir lagt til sam ! drátt í því efni. En flestir munu þó á einu máli um, að því fé sé | vel varið, se.m fer til menntamála ' og minna má á, að sumar miklar menningarþjóðir, er nálægt okkur búa og hafa á sér orð fyrir ráð- deild og hagsýni, eyða meiri fjár rnunum að tiltölu til fræðslumála en hinir eyðslusömu íslendingar. Kennararnir, þeir menn, sem vinna að Iþri að framkvæma fræðslulögin, eiga við margan vanda að striða, ekki sízt vegna þess að starfskilyrði þeirra eru engan veginn fullnægjandi. Þeir eiga sér þri margar óskir á þessuin tímamötum. í þéttbýlinu er brýn ust nauðsyn áð byggja fleiri skóla hús, svo að hvergi þurfi að þrí- setja kennslustoíur, og í sveitum þarf að byggja vandaða heimavist arskóla fyrir heil byggðarlög. Um- bætur í þesu efni ásamt nýjum kennaraskóla mundu m. a. án cfa stuðla að því, að nægilega margir menn fengjust til að gefa sig að kenslustörfum, en á það heíir skort nú um sinn. Þesar óskir kennarastéttarinnar og margar fleiri verða uppfylltar, áður en langir tímar líða. Dr. Broddi Jóhannesson, rit- stjóri „Menntamála“, ræ'ðir þessi sömu máiefni á næstu blað- síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.