Tíminn - 08.12.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1957, Blaðsíða 9
t í MIN N, sunnudaginn 8. desember 1957. ðin sanna SAGA EFTIR — 4 einn heim að sofa ura ellefu leytið TCgna þess að hann þekkti engan, og vissi ekki af neinum stað tii að fara á. Eg hafði þekkt Charles Bishop því ég var við læknisnám. Þá var hann mjóvaxinn, lítill maður með hörgult hár og slappa andlitsdrætti, hann hafði dökk, dreymandi augu, en notaði gleraugu. Hann var ákaflega hrifinn af kvenfólki. Ég býst við að hann hafi lum að á ósýnilegum töfrum því honum tókst jafnan að krækja sér í hverja feguröar dísina á fætur annarri án þess að búa yfir yndisþokka eða úttroðnu peningaveski. Hann var vel greindur og duglegur, .þrætugjarn og uppstökkur. Þegar ég hugleiði málið kemst ég að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið fremur óviðkunnanlegur náungi, en þó ekki Leiðinlegur. Nú þegar hann var kominn á fimmtugs aldurinn, var hann breiður og bústinn, bersköllóttur en hafði ennþá þessi sömu dreymandi augu. Hann var léttári í skapi en áður. Eftir að maður hefir þekkt ein- hvern í svo langan tíma, er maður ekki lengur uppnæm- ur fyrir sérkennum þeirra. Þú sættir þig við þau á sama hátt og þú sættir þig við lík- amieg lýti sjálfs þín. Hann var sjúkdómsfræðingur að at- vinnu; stundum kom það fyrir að hann sendi mér bæklinga sem hann hafði ritað og gefið út. Þetta eru ákaflega tækni- legar og sérfræðilegar bók- menntir, skreyttar myndum af gerlum. Ég las þær aldrei. Ég heyrði það utan að mér að skoðanir Cliarlies í sér- grein sinni þóttu meir en lit- ið brogaðar. Ég held að hann hafi verið heldur illa þokk- aður af starfsbræðrum sín- um, hann leyndi því ekki að hann áleit þá alla upp til hópa fávita og fífl, en hann hélt stöðu sinni og kærði sig kollóttan um skoðanir ann- arra á sér. Ég kunni vel við Charles Bishop vegna þess að ég hafði þekkt hann þrjá áratugi, en konan hans féll mér í geð fyrir þá sök hversu indæl hún var. Ég varð meir en litið hissa þegar hann tilkynnti mér að hann ætlaði að kvæn ast. Hann var orðinn nær fertugur þegar þetta varð og svo reikull í ástiun að ég var sannfærður um að hann mundi aldrei kvænast. Hann var afar hrifinn af kvenfólki án þess aö vera haldinn neinni tilfinningasemi og hafði ekki neitt fast markmið í þeini efnum. Hann vissi hvað hann vildi og var ófeiminn að fara fram á það og fengi hann það ekki, yppti hann bara öxlum og fór leiðar sinn ar. í stuttu máli: konur voru í hans augum engin hugsjón heldur tæki til að svala fýsn sinni. Það var furðulegt hvað hann hafði upp á mörgum til að fullnægja óskum sínum eins lítill og tyrðilsiegur og hann var. Hann svalaði and- legum þörfum sínum með því VI. Somsrset- Maugham að rannsaka lífrænar efna- samsetningar líkamans. Hann hafði alltaf komist að kjarna málsins og þegar hann tjáði mér að hann ætlaði að kvæn ast ungri stúlku sem Margery hét, spurði ég hann blátt á- fram um ástæðuna íyrir því. Hann glotti: — Það eru þrjár ástæður 9 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiit á einum staö MATRÓSAKJÓLAR MATRÓSAFÖT Stærðir frá 3 til 8 ára. Póstsendum. — Sími 1-75-85. VJL or9 | i Austurstræti 12. = Hiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiim iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini>iiiiii’!;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii!iiiiiiiiiiiiiii!::::n:iiiiiiiiiiiiii;:l :::iiiiiiiiiiiih;miiiiini | verður hiá F. B. S. í dag, sunnudaginh 8. desember. j Þeir, sem ætla að selja merkin, eru beðnir um að i koma á eftirtalda staði, þar sem merkin verða af- | | hent: s | Laugarásveg 73 | Laugarnesveg 43 | Mávahlíí 29 | Njálsgötu 40 Verz!un Egils Jacohsen, Austurstræti | Hoitsgötu 39 | ForeSdr&r, ieyfið börnum a$ seSfa merki! | Flugbjörgunarsveitirí iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiii' bandbox shamp gerir hár yðar mjúkt og blæfagurt bandbox RITSAFN JONS SVEINSSONAR I-XI (Nonnabækurnar) Freysteinn Gunnarsson og Haraldur Hannesson þýddu. I Á skipalóni — II Nonni og Manni III Sólskinsdagar — IV Nonni — V Borgin við sundið — VI Æfin- týri úr Eyjum — VII Hvernig Nonni varð hamingjusamur — VIII Nonni segir frá — IX Yfir holt og hæðir — X Ferð Nonna umhverfis hnöttinn, I. bindi: Nonni í Ameríku — XI Ferð Nonna umhverfis hnöttinn, II. bindi: Nonni í Japan. Verð (samtals) kr. 471. Bókaverzlun Isafoldar Jólabækur ÍSAFOLDAR imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuni vinnitigar. Bílar — Brúður — Hjói — Jámbrautir og fleiri úrvals leikfötig eru í happdrætti Handknattleikssambands fslands. — SjáitS þessa fallegu muni í glugga Álafoss, Þingholtsstræti 2, nú um helgina. — Dregið 22. desember. lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.