Tíminn - 10.12.1957, Side 6

Tíminn - 10.12.1957, Side 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 10. desember 1957. Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórarisaMa (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12321 Prentsmiðjan Edda hf. „Lagðist Ógautan þá djúpt“ SÚ SAGA ER SKRÁÐ, að tveir menn gengu fyrir höfðingja einn og báðust vetrarvistar. Þeim, sem vist- um átti að ráða, leizt ógiftu samlega á gestina, en spurði þó, hvort þeir væru íþrótta- menn. Komumenn sögðu lítiff af því, „en þó vitum við fleira en okkur er sagt“. Annar þeirra kvaðst og eiga einn kostagrip. Það væri belg ur, sem veðurbelgur nefnist. Þegar mikið þótti við liggja, lagðist Ógautan djúpt eða hristi belg sinn, svo að úr honum stóð stormur mikill. ÆTLA mætti, að saga sem þessi heyrði einungis fortíðinni til, en hættir Morg unblaðsmanna um þessar mundir minna á þessa fornu sögu. Sjálf stæðisf lokkurinn átti sæti í ríkisstjórn sam- fleytt um. tólf ára skeið og voru þá sósíalistar í stjórnar andstöðu. Á þeim tíma átti íslenzka rikið mikil fjárhags leg viðskipti við Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir. Stjómarandstaðan sem þá var,þ .e. Sósíaiistaflokkurinn hólt því fram, að slíkum við skiptum fylgdu pólitísk skil- yrði, aö þáverandi ríkis- stjórnir, sem Sjálfstæðis- menn áttu sæti í, væru reynd ar að því að ofurselja er- lendu stórveldi dýrmæt landsréttindi, gegn vilja þjóðarinnar. Sjálfstæðis- menn héldu uppi svörum á Afþingi og í blöðum og sögðu alit sllkt tal úr lausu lofti gripið, og að það væri komm únistíSkur áróður af versta tagi. Sem dæmi má nefna, að þegar táka átti lán í Ame- ríku vegna síldariðnaðar, og Einar Olgeirsson taldi, að því myndu fylgja óaðgengi- leg Skilyrði, þá svaraði þá- verandi f j ármálaráðherra Sjátfstæðisflokksins opinber lega á Alþingi meö þessum orðum: „Varðandi eftirgrennslan þingmannsins get ég sagt, að eftir þessu láni er ekki leitað á neinum nýjum eða áður ókunnum grundvelli, heldur aðeins farið frarn á lánveitingu eins og gerist og gengur, þegar beðið er um lán, og geri ég ekki ráð fyrir, að um neina skilmála verði að ræða, ef þetta lán fæst á annað borð, aðra en tryggingu og afborganir og vexti.“ Eftir að þetta gerðist hófst Marshallaðstoðin, þar sem ísl-enzka ríkið var þátttak- andi og fékk ekki aðeins lán, heldur óafturkræf framlög svo að nam hundruðum milljóna króna. Allt gerð- ist þetta með fullu samþykki Sjálfstæðisfiokksins. Sósíal- istar reyndu að telja þjóð- inni trú um, að Marshall- aðstoðinni fylgdu efnahags- leg skilyrði og pólitísk, svo að mikil hætta væri á ferð- um gagnvart sjálfstæði landsins. En Sjálfstæðisflokk urirrn lagöi þá enn fram orku sína til þess að færa sönn- ur á hið gagnstæða og kveða niður slíkan kommúnista- áróður. EN EKKI er öll sagan sögð. Eftir kosningar 1956 komst Sjálfstæðisfl. í stjórn arandstöðu. Menn gátu að sönnu átt von á ýmsu af hendi stj órnarandstöðunn- ar. En henni hefir þó tekizt að ganga lengra en nokkur gat búist við, og beita til þess furðulegustu aðferðum. Búast mátti við, að stjórnar andstaðan markaði sér ein- hverja stefnu um lausn efna hagsmála og berðist fyrir henni. Því hlutverki hefir stjórnarandstaðan brugðist, en viðurkennir að þurft hefði að gera eitthvað í þá átt- ina sem gert var í fyrra. Búast mátti við, að Sjálf- stæðisfl. vildi gæta hags- muna vinnuveitenda. En svo furðuleg voru vinnubrögð hans, að hann hefir fetað í fyrri slóð kommúnista og komið fram sem kaupkröfu- flokkur. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar kemur að lánamálun- um. Stjórn Ólafs Thors hafði skilið við sementsverk- smiðjuna fjárþrota og ófull- gerða og haft með höndum raforkuáætlun, sem stórfé vantaði til að framkvæma, auk margra annarra verk- efna. Alþingi hafði veitt heimildir til lántöku. Það var skylda ríkisstjórnarinnar að taka það til greina og leita eftir lánsfé erlendis, vegna hinna nauðsynlegu framkvæmda. ÞEGAR HÉR er komið sögu, þá hófst iþróttaþátt- urinn í Morgunblaðshöllinni. Og helzta íþrótt garpanna þar, átti að vera sú, að vita fleira en þeim hafði verið sagt. Nú átti það að vera orðin staðreynd, að þeirra dómi, að leitað væri eftir lánum á nýjum og áður ó- kunnum grundvelli. Lagðist Ógautan þá djúpt og tók síð- an veðurbelg sinn og hristi og úr honum stóð stormur mikill og óveðran, sem náði til annarra landa, svo að fréttaskeytum rigndi á ýms- um stöðum. En íþróttum fylgir á- reynsla, einnig hjá þeim, sem iðka þá íþrótt, að telja sig vita meira en þeiin er sagt. Ef til vill er það lítil áreynsla fyrir Sjálfstæðisfl. að feta í fótspor kommún- ista, að strika yíir það, sem Sjálfstæðismenn hafa sjálf- ir sagt Síðustu áratugi um viðskipti íslands við erlenda lánadrottnara, en staðhæfa nú, að lánum, sem íslenzka ríkinu kunna að verða veitt, fylgi efnahagsleg skilyrði og pólitísk. EN ÞAÐ mun verða stjórnarandstöðinni um megn að telja íslenzku þjóð inni trú um, að ríkin sem ERLENT YFIRLIT. leppnast Na Hætt vi<S vonbrigí5um þeirra, sem gera sér mestar vonir um fundinn NÆSTKOMANDI mánudag hefst í París ráðherrafundur Atl- antshafsbandalagsins, þar sem ekki aðeins mæta utanríkisráð herrar þátttökurikjanna, heldur einnig forsætisráðherrar þeirra og forseti Bandaríkjanna. Forsæti's- ráðherrar þátttökurdkja bandalags- ins hafa ekki áður sótt slíka fundi og verður þetta að því leyti stærsti og tilkomnmesti ráð herrafundurinn, sem hefir verið haldinn á vegum bandalagsins. Ákvörðunin um að hafa þennan fund svo tilkomumikinn og víðtæk an, var tekinn í vesturför þeirra Spaak, framkvæmdastjóra Atlants hafsbandalagsins, og Macmillans, forsætisráðherra Bretlands. Fyrra rússneska gervitunglið var þá ný- lega komið á loft, og þaö hafði þau áhrif á þá Eisenhower, Mac- millan og Spaak, að þeim fannst nauðsynlegt að svara með við- brögðum af hálfu vesturveldanna, er áréttuð styhkta sambúð þeirra og traustari viðbúnað. Þetta töldu þeir, að yrði m. a. gert með því að láta forsætisráðherrana og forseta Bandaríkjanna sækja hinn ráð- gerða ráðherrafund bandalagsinis í desember, ásamt utanríkisráðheri’- unum. ÞEIRRAR skoðunar hefir tals- vert gætt að undanförnu, að hér hafi verið um nokkuð fljóthugaða ákvörðun að ræða. Áður en slík ákvörðun hefði verið tekin, hefði þurft að gera sér grein fyrir því, hvaða árangxir myndi nást af slík- um fundi. Slíkan fund hefði því aðeins verið hyggilegt að boða, að búið hefði verið að tryggja ein- hvern árangur fj'rirfram. Menn muni búast við svo rniklu meiri árangri af slíkum fundi en venju- legum utanrikisráðherrafundi, að það geti haft veruleg vonhrigði í för með sér, ef ekki náist með honum þvi meiri árangur. Þetta hefði fundarboðendur mátt gei-a sér Jjóst strax í upþhafi. Strax eftir að umrædd ákvörðun var tekin, var að sjáifsögðu haf- ist kappsamlega handa um að und irbúa fundinn. Utanríkisráðherrar Frakklands, Vestui--Þýzkalands og Ítalíu hafa farið til Washington til viðræðum við Dulles og forsætis- ráðherra Bretlands hefir farið til Parisar og rætt við forsætisráð- herra Frakklands. Þá hefir Dulles fengið Adlai Stevenson, aðalleið- toga demókrata, til þess að vera ráðunaut sinn við undirbúning fund arins. Þá hafa og Dulles og Eisen- hower ráðgazt við þingleiðtoga demókrata um þessi mál. Forust- an um það, að fundurinn heppnist, hvilir að sjálfsögðu fyrst og fremst á stjórn Bandaríkjanna, Á ÞESSU stigi hefir að sjálf- sögðu ekkert verið birt opinber- lega um það, hvaða tillögur verða lagðar fyrir fundinn. Af þeim orð- ró'mi, sem þegar hefir kvisast, virð ist 'hins vegar mega renna grun í, að fundur þessi muni vart marka eins stór spor og forgöngumenn hans munu upphaflega hafa gert sér von um, Ástæðan til þess er sú, að forustumenn vesturveldanna virðast enn ekki -tilbúnir að stíga nein ný stór spor, sem annað hvort geti skapað möguleika til bættrar sambúðar við austrið eða þá styrkt aðstöðu vestursins í áróðursbar- áttu kalda stríðsins. Eitt merki um þetta er það, að Adlai Stevenson hefir neitað að fara með Eisenhower og Dulles til Parísar. Þá herma fregnir, að leiðtogar demókrata hafi mjög deilt á Dulles, er liann lagði til- tekið hafa þátt í efnahags- samvinnunni, sem ísland hefir notið góðs af, ríkin, sem ísland á samleið með i alþjóðasamtökunum veiti ekki lán án skilyrða vegna þess að Ólafur og Bjarni hafa vikið úr ráðherrastólunum. P.-.ul Henrí Spaak framkvæmdastjóri Atlanfshafsbanda- lagsins. lögur sínar fyrir þá. Vafalítið virð ist líka, að leiðtogar brezkra jafn- aðarmanna muni gagnrýna afstöðu brezku stjórnarinar á NATO-fund- inum. EFTIR ÞEIM orðrómi, sem nú heyrist helzt, virðast tiP.ögur þær, sem stórveldin muni leggja íyrir fundin, helzt heint að því að treysta varnarsamstarfið. Senni- lega verða þær isamþykktir að rnestu leyti, en þá nxunu ýmis ríki neita að flugskeytastöðvar verði byggðar í löndum þeirra, ef fram á það verður farið. Að varnartillög unum slepptum munu sennilega verða lítið um jákvæðar tillögur, t. d. um alþjóðleg stjórnmál eða fjármál. Þannig telja amerísk blöð, að Stevenson gagnrj’ni tiilögur Dull- es fyrir tvennt. Annað er það, að ékki sé gert ráð fyrir að leita eftir neinu samkomulagi við Rússa, t. d. um málefni hinna nálægari Austuidanda. Hitit sé það, sem Stev enson ieggi enn meiri áherzlu á, að ekki séu gerðar nægar íil- lögur um að veita þjóðum Asíu og Afríku stóraukna aðstoð til efnahagslegrar viðreisnar. Hjá demókrötum í Bandarikjun- um gætir nú alltaf meira og meira þeirrar skoðunar, að samstarf við aðrar þjóðir um varnarmálin sé nauðsynlegt, en jafn nuðsynlegt sé líka, að stvi-kja þjóðir Asíu og Afrtíku efnaiega og stöðva þannig framsókn kommúnismans. Mai’gir yngri leiðtogar republikana, eins og Nixon og Lodge, munu líka gera sér fulla grein fyrri þessu. Þeir menn, sem nú ráða mestu hjá vestui’veldunum, virðast hins vegar ekki skilja þetta. Meðal ráða manna Frakka virðist t. d. meiri á'hugi fyrir því að fá lán til að halda áfram AL-írstyrjöldmni en^ að stuðla að að.-toö við ef.nalega viðreiisn þjóðanna í Asíu og Afríku. EF GÓÐUR árangur ætti að nást af fundinum í París, þyríti hann að felast öðrum þræði i því að varnarsamstai’fið væri styrkt innan heilbrigðra takmar'ka, og að vesturveldin tæki að sér pólilískt frumkvæði til að revna að brjóta ís inn milli austurs og veaturs og efia viðreisn þjóðanna í Asíu og Afríku. í Evrópu aéitti það að vera stefna Atlantshafsbandalagsins, að starf þess sem varnarbandalags sé aðeins ætluð tii bráðabirgða, því að takmarkið sé að kóma þar á víðtækara samkomulagi' tim ör- yggismálin, samhliða því seni Þýzkaland sé sameinað. Með slíku frumkvæði þarf að sanna, að koin ist ekki slíkt sa’mkomulag á, sé sökin Rússa en ekki veslturveld- anna. VERÐI ÞAÐ niðurstaða Parísar- fundarins, að hann marki engin spor fram á við, nema í samhandi við varnarmálin, hefir það enn á ný sannast að Atlantshafsbanda- lagið verður aldrei annað og meira en varnarbandalag, sem starfrækt er til bráðabirgða, eða meðan hætta stafar að austan. Hins vegar sé rangt að vænta verulegrar póli- tískrar samvinnu eða fjárhagslegr- ar samvinnu á grundvelli þess. Vafalaust mun þessi niðurstaða valda ýmsum vonbrigðum, en þeg- ar nánar er að gætt, eru slí’k von- brigði þó sennilega ástæðulaus. í framtíðinni þarf stjórnmá'laleg samvinna og fjárhagsleg samvinna að hvíla á miklu víðtækara grund- velli en Atlantshaifsbandalagið er. Þýðingu Atlantshafsbandalagsins (Framhald á 9. síðu). ‘SAÐSrorAN S. E. skrifar: Nýlega fór fram samtalsþáttur í útvarpinu um jólahald okkar fyrr og nú og skyldi þó einkum rædd sú spurning hvort jóiahald ið kynni að vera á leið með að vaxa okkur yfir höfuð. Tilefnið mun hafa verið það, að eitthvað hefir kvisast um þær skoðanir sumra, kannske nokkuð margra, að öfga væri farið að gæta í þessum efnum og jafnvel stund um svo djúpt tekið í árinni að nærri stappaði bríálæði í athöfn- um fólks, þegar jól tækju að nálgast. Ekkí varð það skilið af áður- nefndum útvarpssamtölum, að neinum þeirra er valdir voru til viðtalsins, þætti hér neitt um of og skýrt fram tekið af sumum, að raunar mætti ekkert missast, ef veruleg jól ættu að vera. Eldri mennirnir sem uppaldir voru við fábreytni jólahaldsins á fyrri timum, virtust ekki svo mjög uppnæmir fyrir mismun- inum og þeir sætta sig dável við allt, éins og það er í dag. Fróðlegt hefði þó verið að fá þarna fulltrúa frá t. d. venju- legum daglaunamanni eða konu, með vænan hóp barna í heimili og heyra álit þeirra eða bóka orminum, sem sér ótæmandi úr- val girnilegra jólabóka“, í hverri bókabúð, en kann ef til vill ekki heiðarleg ráð til að nálgast þær. Að vísu hverfa þær ekki af mark aði, né heldur ýmiskonar „jóla- varningui’" annar þó jói gangi um garð, en jólasætleikinn, sem tal inn er að fylgi meginþorra þeirra bóka er út koma síðustu árin og ýmsum svoköUuðum „jólavör- um“, dvínar með liðnum jólum, eða svo virðist sem bæði börn og fullorðnir trúi því og af'leið ingin verður hamslaus ílöngun og eftirsókn, sem svo leiðir til margvíslegra kaupa, oft um efni fram, eða þá leiðindi og ami, ef engin ráð finnast til þess að eignast það sem eí'tir er sótt.“ Jólagieðin og allsnægtirnar. „Segja má með sanni, að öll jólaskreytingin úti og inni sé dá- samlega fögur og vitni um vel megun og að enginn sé skyldugur að kaupa þó boðið sé. En hvað eru það margir, sem vel eru sterk ir á svelli freistinganna? Og víst er það, að enginn girnist það sem hann sér ekki eða veit ekki að til er. En eitt er svo merkilegast af öllu í þessu sambandi sem er það, að þeir sem muna gömlu og fábreyttu jólin. sáu hiutfallslega jafn mörg glöð ancUit og nú á dögum og tilhlökkun barnanna og jafnvel fuliorðinna virtisf engu mínni, jafnvel þar sem sár fá- tækt var þó rikjandi. Ástæða er sú, að fóllcið þekkti ekkert annað og gerði sér enga gyllivonir. Hver er svo ávimiinguripn? Hefir ekki sama takmark náðst með minni tilkostnaði og minni íburði; en tíðkast í clag? Ef svo er, væri þá ekki ákjósanlegra að fremur væri úr dregið en á aukið, en í þá átt hefir stefrxt t.il þessa.“ S. E.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.