Tíminn - 21.12.1957, Side 3

Tíminn - 21.12.1957, Side 3
3 I1 í M I N N, laugardaginn 21. des 1957. JÓLABÆKUR NORÐRA í kili skal kjörviður eftir Guðmund Gíslason Hagalín Æviminningar M. E. Jessens, vél- skólastjóra, skráðar á hinn meistaralega hátt Guðmundar. Þetta er um leið lýs- ing og saga á innreið vélaaldarinnar á íslandi. í kili skal kjörviður er kjörbók allra sjómanna og Reykvíkinga. Einar E. Sæmundsen: Sleipnir Saga um hest og eigendur hans væri réttnefni á þessari bók. Hestar eiga sinn lífsferil og sín örlög engu síður en menn. Einar E. Sæmundsen var mikill hestamaður, mannþekkjari og skáld. Þess vegna hefir honum tekizt að rita þessa áhrifamiklu og sannfróðu skáldsögu um sambúð íslendinga við þarfasta þjón sinn í margar aldir — hestinn. Sleipnir er sérstætt verk og fagurt i íslenzkum bókmenntum. íslenzk bygging er fyrsta bók, sem gefin er út um ís- lenzka byggingarlist. Fjal'lar hún um ævi og starf Guðjóns Samúelssonar, sem í meira en aldarfjórðung var húsa- meistari ríkisins. Guðjón leiddi íslenzka byggingalist inn í öld steinsteypunnar og fékk það stórbrotna tækifæri að teikna flestar fyrstu stórbyggingarnar, sem þjóðin hafði efni á að reisa. Hann teiknaði Reykjavíkur Apótek og Lands- bankann í hinum hefðbundna stíl Evr- ópu, en leitaði síðan inn á nýjar brautir til að finna íslenzka húsagerð. Hann gerði tilraunir til að varðveita burstir gömlu torfbæjanna í varanlegu efni, og hann sótti fyrirmyndir að byggingum sínum og skreytingum þeirra beint í stuðlaberg og fjallstinda hinnar tignar- legu, íslenzku náttúru. Guðjón Samúels- son var einn af mestu og sérstæðustu listamönnum þjóðarinnar. Hann skapaði fyrsta kaflann í íslenzka byggingasögu á steinsteypuöldinni, kafla, sem er þátt- ur í menningarsögu þjóðarinnar á þessari öld. — 200 myndir og teikningar af íslenzkum húsum. Texti: Jónas Jóns- son. Ritstjórn: Benedikt Gröndal. Síðara bindi stórmerks rifsafns — Hrakningar og heiðavegir IV. Allir þurfa að eignast þetta bindi, sem ber augljóst merki ekki aðeins Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórsson- ar, heldur og ritsnillinga 1 stéttum bænda og blaðamanna. Forspár og fyrirbæri Dulargáfur Kristínar Helgadóttur Kristjánsson eru landskunnar. Forspár- hæfileikar hennar munu þó verða taldir einhverjir þeir mestu, sem heyrzt hefir getið um. Elínborg Lárusdóttir færði bókina í letur af sinni alkunnu smekk- vísi. Ura ísland til Andesþjóða eftir Erling Brunborg. Fáir menn geta stært sig af því að hafa farið um frumskóga Amazonsvæð- isins á fleka eða eintrjáningi, en nokk- ur hluti bókarinnar fjallar um slíka för eftir þverám Amazon. Þetta er ein skemmtilegasta ferða- bók, sem komið hefir út hér á landi. Merkasíi skáldsagnaviSburður ársins er Sól á náttmálura eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Sól á náttmálum fær afburðagóða dóma. Sól á náttmálum er bók eldri sem yngri kynslóða. Sól á náttmálum er áhrifa- mesta bók Hagalíns til þessa. Mesta stórvirki einstaks manns á þessari öld! Skriuföll og snjóflóð I-II eftir Ólaf Jónsson. Ef skrifa ætti rækilega um bókina, þyrftu það að gera sérfróðir menn á ýmsum sviðum. Skriðuföll og snjóflóð inn á hvert heimili. Pstmj b'armmcn oa Jsn Sumar bækurnar eru að verða uppseldar 0 R D

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.