Tíminn - 22.01.1958, Side 8

Tíminn - 22.01.1958, Side 8
B T í MIN N, miðvikudaginn 22. janúar 1958. Ræða Þórðar Björnssonar (Framliald af 7. siðu). og verði því lokið um haustið 1960. Þá hafa nýlagningar gatna verið gerðar úr svo lélegu efni að stór- ifelldar viðgerðir hafa orðið að fara fram á þeim árlega. Sannleikurinn er sá, að enn í dag eru í fullu gildi orð eins af valdamönnum bæjarins fyrir nokkr um árum þegar hann sagði að Beykjavíkurbær kynni ekki að búa til götur. Þrátl fyrir allt þetta hafa valda- menn bæjarins fellt tillögur Fram sóknarmanna á undanförnum ár- um að gatnagerðarmenn bæjarins lærðu gatnagerð í nágrannalönd- unum, að bærinn hagnýtti sér er- lenda -reynslu, aukna tækni og bættar vinnuaðferðir, og að verk- legar framkvæmdir bæjarins verði saanræmdar. Orsakir ógæfunnar ®g hefi nú rakið nokkra þætti ■bæjarmála. Niðurstaðan er þessi: Valdamenn bæjarins hafa ekki ráðið við þau verkefni, sem þeir >hafa þurft að glíma við. Þeir hafa sýnt fyrirhyggju- leysi í atvinnumálum, ábyrgð arleysi í fjármálum, sinnu- leysi í hitaveitumálum, vett- lingatök í húsnæðismálum og mistök í skipulagsmálum og gatnagerð. En hvemig stendur á þvi að svona hefir tekizt til, spyrjið þið áheyrendur góðir. i Astæðurnar eru margar. l»að er í fyrsta lagi vegna þess að sjálft stjórnarform bæjarins er fyrir löngu orðið úrelt. — Samkvæmt því skal einn maður, borgarstjóri, vera framkvæmda- stjóri alls rekstrar bæjarsjóðs en hann er fyrir löngu hættur að geta annað öllu því starfi — ekki sízt ef hann á einnig setu á Al- þingi. — Þannig er það enn í dag aukaverk borgarstjóra að bafa á hendi alla framkvæmda- stjórn fjármáia bæjarins. — Þá vantar alla ábyrga yfirstjórn verkiegra framkvæmda. i Það er í þriðja lagi vegna þess að bænum stjórna þreyttir menn, sem hreint og beint valda ekki þeim verkefnum, sem leysa þarf og gera sér oft heldur ekki nægilega grein fyrir þeim, menn, sem þarfnast aðeins hvíldar frá stjórnarstarfi. Það er í þrðija Iagi vegna þess að í stjórn bæjarins eru hags- munir fámenns hóps sérhags- munamanna látnir sitja fyrir bgasmunum bæjarfélagsins og al- mennings. Og hér er komið að því allra alvarlegasta. í hirmi löngu stjórnarfíð sömu valdamanna hefir skap- azt slík spilling að gegnsýrir . allan bæjarreksturinn. .. .“ Þessi spiiling kemur víða fram og í mörgum myndum. Skipulagi bæjarins er hag- rætt eftir vilja og hagsmun- um sérstakra gæðinga ráða- manna og fámennri flokks- klíku. Heilir kontórar bæjarins eru notaðir eins og flokks- skrifstofur. Bærinn er látinn kaupa hús og fóðir ofurverði af flokksgæðingum. Þegar bærinn úthlutar lóð, íbúð eða veitir einhver leyfi, sitja sérgæðingar fyrir. Þegar bærinn þarf að kaupa vörur eru þær keypt-J ar af einhverjum úr flokks- klíkunni án tiliifs til verðs og gæða. Þegar bærinn þarf að fá verk unnið er það fengið einflokksgæðingnum án til- lits tii kostnaðar. Svona martti lengi áfram telja. Sérkennið er: Fámennar valda- jklíkur og flokksgæðingar verða að Tá að græða á bænum. ' GlundrotSakenningin Svo mikil og mörg eru vömm valdamanna bæjarins að þeir treysta sér alls ekki til að verja þau. Þess í stað kyrja þeir sönginn um það að ef þeir missi völdin verði glundroði í stjórn bæjarins. Þetta sama sagði íhaldsflokkur- inn gamli fyrir Alþingiskosning- arnar 1927. Þá fullyrti hann að glundroði yrði í málefnum ríkis- ins ef hann missti völdin. íhaids- stjórnin féll og af því varð eng- inn glundroði heldur upphaf að glæsilegu framfaratímabili þjóðar- innar. í langflestum bæjarfélögum ut- an Reykjavíikur hafði enginn einn flokkur meirihiuta á þessu kjör- tímabili. í þeim öllum var mynd- uð ábyrg stjórn tveggja eða fleiri flokka. Sama yrði að sjáif- sögðu í Reykjavík ef Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði meirihluta sín- um í bæjarstjórn. Það er engin ástæða til að haida fram glundroða þótt núver- andi ráðamenn bæjarins missi meirihlutann. Þvert á móti. Þá myndu aðeins koma fram yfirburðir og styrkleiki lýðræðis- skipulagsins — að skipta um stjórn — að velja og hafna — að hafna ömurlegum stjórnarháttum og gjörspillingu, sem fyígir í kjöl- far langrar stjórnax sama flokks — en velja nýja menn til starfsl og stjórnar og breytta stefnu. ' Góðir Reykvíkingar. j Bæjarstjórnarkosningarnar í ’ Reykjavík snúast ekki einvörð- ungu um einstök bæjarmálefni, sem vaidamenn hafa vanrækt eða \ ekki valdið. Þær snúast einnig um það hvort sérhyggjusjónarmið eins og sama flokks, Sjálfstæðis- flokksins, eigi að vera áfram allsráðandi í málefnum bæjarins. Þær snúast einnig um nauðsyn þess að breyta um stefnu og skipta um yfirstjórn bæjarmáia. Það er fyrir iöngu orðin mál- efnaieg nauðsyn á að afnema al- ræði Sjálfstæðisfiokksins í bæjar- stjóm Reykjavíkur. Það er orðin söguleg nauðsyn á þvi að hinir langþreyttu valda- j irr-enn verði sviftir stjórn bæjarins. | Það er orðin söguleg nauðsyn á að ábyrgur, frjálslyndur mið-: flokkur, eins og Framsókn arflokk- urinn, fái úrslitaáhrif á gang mála í bænum. Og það gera Reykvíkingar á sunnudaginn kemur með því að kjósa B-lisfa Fram- sóknarfiokksins og koma tveimur framsóknarmönnum í bæjarstjórn. x-B listinn íslenzkum kennurum boðið til Dan- merkur í sumar í f jórða sinn Nýlega barst Norræna félaginu í Reykjavík boðsbréf frá „Föreningen Norden“ í Kaupmannahöfn, þar sem danska félagið býður 15 íslenzkum kennurum ókeypis námsdvöl í Danmörku um þriggja vikna skeið í ágúsíínánuði 1958. Þetta er í fjórða skiptið sem klenzkir kennarar fá slíkt heim- boð fyrir atbeina Norræna féiags- ins í Danmörku, en tvívegis hefir dönskum kennurum verið boðið tiH ísiandis og hefir dvöi þeirra hér verið skipuilögð af Sambandi M. barnakennara oig Landssambandi ísl. fraanhaildsskólakennara í sam vinnu við Norræna féiagið. Um 60 ísl. kennarar og tæplega 50 danskir kennarar hafa hingað til notið þessarar gagnkvæðu fyrir- greiðsdu. Gert er ráð fyrir, að íslenzku barnakennararnir komi til Kaup- mannahafnar með m.s. Heklu mið- vikudaginn 6. ágúst n.k. (Hekia fer héðan 2. ágúst). Síðan verður þriggja daga dvöl í Kaupmanna- höfn, skoðuð söfn, heimsóttar bækislítöðvar dagblaðs, farið í ferða lag um Norður-Sjáland til Frede- riksborg-haMarinnar og Kronborg, og farið uim Norðvestur-Sjáland m.a. heimsótt dómikikjan í Hróars keldu. Dagana 10.—23. álgúst, dvelja M. kennaramir í Sönderborg Höj- skole og vierður þá farið í kynnis ferðir urn Suður-Jótland. Dagana 24.—30. ágúst dvelj^ svo kennararnir í Höfn og búa þar hjiá starifssysfckynum sínum. Þá verða lieimsóttir skódar og ýmsar aðrar menntaistofnanir í Kaupmannahöfn og nágrehni. Hinn 29. ágúst býður danslka menntamilaráðuneytið íslen2ku kennumnum, áisamt ffleiri gesitum til skllnaðarhófs, en laugardaginn 30. ágúslt verður haldið heimleiðis. Undirbúr.ingur. Undirbúnimgsnefndina slripa i’uil trúar Norræna fólagisLnis í Dan- ■niörku, kennarasamtakanna og yfirstjóm íræðslumála ■ Kaup- mannaihafnarborgar. Foran. nefnd- arinnar er formaður sikólanefndar Norræna félaigsins i Danmörku, Albin MitíbeOsen, ráðuneytisstjcri mieninifcamiál a ró ðu n eytiisinis. Þeas má geta að meðail nefndar- manna eru Cart Th. Jensen aðal- rifcstjóri Berlingiske Tidende og'frú Bodil Begtrup fyrrverandi am- bassador Dana í Reykjaivík. Tilkynning um þáttttöfcuskilyrði og umsóknarfrest verður birt siðar í dagblöðum og útvarpi, þégar undirbúiningsmefnd hefir verið skipuð af hállfu íslenzkra aðiia. (Frétt íriá Norræna félaginu). ^!UillUI!IIIIIUIIIIIlimilIIIilUlIIllIIilIlliIimimiilII!IlIlIIIIIIllllHllimi!!lll!III!im|[mil!llllllllIimiUIIIIIIIII!lIlllllIIII!II)UlIIII!lIimiIIIIIIIIIIIIIIIIill!IIUlllllllllI!llllllillillilinilllllllllllillllilllllIllllllllll!i!illllllli]!iillilllllll||||||||i = JltlasCopcö LOFTVERKFÆRI Vér útvegum meS stuttum fyrirvara hvers konar Loftverkfæri, Loftþjöpp- ur, Borstál með hinu fræga Sandvík Coromant stáli, Málningarsprautur meí Loftþjöppum o. fl. | LeitiÖ fyrst til okkar, ef yíur vantar Loftjjjöppur eÖa Loftverkfæri. — | Einkaumboð fyrir ATLAS COPCO j | LANDSSMIÐJAN 1 Sími: 11680 | iíiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiili

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.