Tíminn - 06.02.1958, Síða 6

Tíminn - 06.02.1958, Síða 6
6 T í M I N N, fimmtudaginn 6. febrúar 1958. Útgefandl: Framtoknarflolclnirtak Rítstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórtnam - ak Skrifstofur í Edduhúsinu vi'ð Undarftt* Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 1U*> (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslustml 1***' Prentsmiðjan Edda hf I í | Heimilisdeilur og þingrofskrafa í MORGUNBLAÐINU er lýi hamraö á því ctag eftir dag, að í bæjarstjórnarkosn- ingunum, sem fóru fram fyrra sunnudag, hafi ekki verið kosið um bæjarmál fýrst og fremst, a.m.k. ekki í Reykjavík, — heldur hafi kosningarnar snúist aðallega um landsmálin og afstöðuna tii ríkisstjómarinnar. Úrslit in sýni því, að ríkisstjórnin sé að missa fylgi og beri honni þvi að segja af sér og efna til nýrra kosninga. t»essi túlkun Mbl. á kosn- iiigaúrslitunum á sér vafa- laust nokkrar rætur í heim- ilisástandinu hjá Sjálfstæðis mönnum í Reykjavík. Meiri- hlutinn í flokksráði Sjálf- stæöismanna er fylgj andi Bjarna Benediktssyni. sem eftirmanni Ólafs Thors, en óttast mjög samkeppni af hálfu Gunnars Thoroddsens. Þessi hluti flokksráðsins vill ekki fyrir neina muni láta þakka Gunnari Thoroddsen sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Til að hindra það, er nú hamrað á því dag eftir dag í Mbl., að bæjar- stjórnarkosningarnar hafi ekki snúist um bæjarmálin, þar sem Gunnar hafði for- ustu, heldur um landsmálin, þar sem Bjarni hefur haft aðalíorustu að undanförnu. Til að fylgja þessum áróðri sem bezt eftir, munu nú vera uppi ráðagerðir um það, að Sjálfstæðisflokkurinn flytji á Alþingi vantrauststillögu á stjórnina og heimti þingrof og kosningar. ÞAÐ er augljóst öllum þeim, sem nokkuð íhuga þessi mál, hve fjarstæð þessí krafa er. Hvorki hér né annars staðar hefur það áð- ur gerzt, að krafa um stiórn arSkipti sé byggð á úrslitum, sem orðið hafa i bæjar- stjórnarkosningum. En jafn vel þótt það væri venja að byg'gj a slikar kröfur á úrslit um sveitar- og bæjarstjórn- arkosninga, ætti það alls ekki við hér. Úrslit sveitar- og bæj arstj órnarkosning- anna benda nefnilega ekki til þess, að stjórnarandstað- an myndi auka þingfylgi sitt, þótt gengið yrði til þing kosninga nú. Þá sýna úr- slitin, að forustuflokkur stjórnarinnar bætti nær hvarvetna fylgi sitt og þar sem stjórnarflokkarnir höfðu sameiginleg framboð, voru úrslitin þeim yfirleitt hagstæð. Af þessu verður því síður en svo dregin sú ályktun, að úrslitin leiði í ljós fylgisleysi stjórnarinnar. Því betur, sem menn íhuga þetta mál, því augljósari hlýtur mönnum að verða, hve fjarstætt það er að byggja kröfu um stjórnar- skipti og þingrof á úrslitum bæ j arstj órnarkosninganna. SÚ TILRAUN Bjarna Benediktssonar að reyna með þessum hætti að eigna sér sigur Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, er því meira en misheppnuð. Með því er hinsvegar síður en svo sagt, að Gunnar Thoroddsen sé sigurvegarinn, þótt á vissan hátt sé það nær réttu lagi. Hinn raunverulegi sigurveg- ari eru gulu sögurnar. Með því að beita þeim sem aðal- vopni sínu í kosningabar- áttunni, tókst Sjálfstæðisfl. að vinna verulegan stundar- sigur. Pramtíðin mun hinsvegar sanna hér eins og oftar, að skamma stund er hönd höggi feginn. Sj álf stæðisf lokkur- inn hefir hér orðið ber að því að taka sér starfshætti nazista til fyrirmyndar. Þeg- ar þjóðin hefur áttað sig á þessum starfsháttum til fulls mun ekki veröa neitt sigur- bros á vörum ílialdsforingj- anna. SjálfstæSismenn og verkalýSsf élögin MORGUNBLAÐIÐ reyn- ir að fræða lesendur sína á því í gær, að Framsóknar- flokSfcurinn sé í bandalagi gegn Alþýðuflckknum, þar siém hami vájiji ekki efJa Sjálfstæðismenn til forustu í verkalýðsfélögunum! SMIkum öfugmælum er ó- þarft að svara mörgum orð- um. Þáð er vissulega ekki af áhuga fyrir Alþýðuflokkn- um, að Sjálfstæðismenn reyna nú að brjótast til valda í ýnmim verkalýðsfélögum. Það er eingöngu gert til að efla Sjálfstæðisflokkinn og gefa honum aðstöðu til að misnota verkalýðishreyfing- una í valdabraski sínu, eins og hann hefir reyntst svo augljóslega að undanförnu. Þalkkimar yrðu svo þær, ef Sjálfistæðisfl. fengi völdin, að hann myndi byrja á því, að banna kanphækkanir og af nema verlcfallsréttinn. Það g'úta menn bezt cfemt af þeirri velþóknun, sem Sjálf stæðisflokkurinn lýsti á valdatöku Hitlers fyrir 25 árum. Þeim verkalýðssinnum fer líka stöðugt fjölgandi, sem gera sér það ljóst, að þeir eiga minni samleið með Sjálf stæðisflokknum en nokkr- um öörum flokki í verkalýðs- samtökunum. Það er álíka óviturlegt að efla Sjálfstæð isflokkinn innan verkalýðs- hreyfmgarinnar og það var heimskulegt af þýzkum kommúnistum að hjálpa Hitler meðan hann var að reyna að brjótast til valda. Fyrir Alþýöuflokkinn er áreiðanlega heppilegt nú sem fyrr að áhrif Sjálfstæðis flokksins séu sem minnst í verkalýðshreyfingunni. Því er siður en svo verið að vinna giegn Aílþýðuifllokkn- um, þegar unnið er gegn auknum áhrifum Sjálfstæðis flokksins þar. ERLENT YFIRLIT Fundi æðstu manna eykst fylgi Undirbúningur hans ver'ður sennilega hafinn fljótl. eftir diplómatiskum leiðum FLESTAR horfur í alþjóða- málum virðast nú benda til þess, að fil þess muni koma fyrr en síðar að haldinn verði fundur æðstu manna nokkurra ríkja til að ræða möguleika á bættri sam- búð þjóða og takmörkun á víg- búnaði. Hitt er hins vegar ósýnt enn, hvenær slíkur fundur verður haldinn, hver dagskrá hans verð- ur og hve mörg ríki munu standa að honum. í nóvember síðastl. var því spáð hér í erlenda yfirlitinu, að slíkur fundur vrði lialdinn á árinu 1959, þar sem almenningsálitið í heim- inurn mvndi snúast á þá sveif, að slík tilraun yrði gerð til þess að reyna að ná samkomulagi um bætta sambúð og afvopnun. Atburðir seinustu vikna virðast hins vegar benda til þess, að þróun verði hraðari í þessum efnum en hægt var að sjá fyrir í nóvember. Vel getur því svo farið.. að slíkur íund- ur verði haldinn á komandi sumri og sennilega ekki siðar en næsta haust. Eitthvað nýtt og sérstakt þarf að koma fyrir, ef sú spá ræt- ist ekki. Það er a. m. k. álit flestra þeirra blaðamanna, sem hafa íút- að um þetta mál undanfarið. Frá fundi æðsfu manna í Genf 1955. Á myndinni sjást, talið frá vinstri, Bulganin, Eisenhower, Foure og Eden. ÞAÐ ERU Rússar, sem hafa átt frumkvæðið að því, að efnt yrði til slíks fundar. Ákveðnar til- lögur báru þeir hins vegar ekki fram um þetta fyrr en í bréfi því, scm Búlganin' skrifaði forsætisráð- herrum Atlantshafsbandalagsríkj- anna rétt fyrir fund þeirra í París í desember. f bréfum þeim, sem Búlganin skrifaði ráð- herrunum aftur rétt eftir áramót- in, lagði hann til, að slíkur fund- með sömu ríki og tóku þátt í Genf- arfundinum 1955, eða Bandaríkin, Sovéfríkin, Frakkland og Bret- land. Það getur orðið erfitt að finna hér meðalveg. í þriðja iagi munu svo vesturveldin telja nauð- synlegt að fá fyrir fundinn ein- hverja tryggingu þess, að hann verði ekki árangurslaus með öllu og verði því ekki til að auka að nýju vonleysi og viðsjár. í SEINUSTU bréfum, sem Búlganin hefir skrifað Eisenhow- er, hafnar hann tillögunni um sér- stakan utanríkisráðherrafund til að undirbúa fund æðstu manna, en fellst hinsvegar á, að hann verði undirbúinn eftir venjuleg- um diplomatiskum leiðum. Aí því ætti þessi undirbúningur að geta gengið nokkuð greiðlega. Rétt er’ að vænta þess bezta, og háfá já- kvæð viðhorf til allra tillagna, en úr vöku sinni mega menn þó ekki draga fyrr en raunhæfur árangur er fenginn. Sú er t.d. afstaða Svía,. sem auka nú enn framlög til land- varnanna. Þ.Þ. ATHUGASEMD Að gefnu tilefni vil ég leyfa mér að biðja um birtingu á eftirfarandi: Eins og sjá má í hagskýnslum frá öllum löndum núna um áramót in, hafa örfáar vörutegundir hækk að mjcg veruiega síðari hluta árs ur yrði haldinn innan tveggja til þriggja inánaða. Af hálfu Bandaríkjastjórnar hef- ir verið allmikil andstaða gegn slíkum fundi og hann talinn von- lítið fyrirtæki. Það kom hinsvegar ljóst fram á forsætisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins,. að sú stefna átti yfirgnæfandi fylgi, að slíkum fundi yrði ekki hafnað, en hinsvegar yrði lögð áherzla á að undirbúa hann vel, svo að frekar mætti vænta árangurs af honum, t.d. með sérstökum fundi utan- ríkisráðherra, en að öðru leyti eftir venjulegum diplomatískum leiðum. Síðan hefir komið í ljós, að þessi stefna. á miklu fylgi að fagna meðal almennings í Vestur- Evrópu og einnig í Bandaríkjun- um. Ástæðan til þess, að þjóðir V,- Evrópu eru fylgjandi slíkum fundi, er ekki fyrst og fremst sú, að menn séu mjög bjartsýnir á frið- arvilja forustumanna Sovétríkj- anna. Það bvkir hins vegar rétt að láta ganga úr skugga um, hvort þeir méina friðartal sitt alvarlega eða ekki og gefa Rússum ekki tækifæri til að segja að sleg- ið hafi verið á framrétta hönd þeirra. Það þykir einnig rétt að sýna enn meiri samkomulagsvilja en Rússar, með því að falfast á tillögu þeirra um fund æðstu manna, þótt þeir hafi á sama tíma neitað þátttöku í afvopnunar- nefnd S.Þ. ÞÓTT þannig só orðið óbeint samkomnlag um það, að slíkur fundur verði haldinn, er enn eftir að jafna ýms ágreiningsatriði í sambandi við undirbúning hans, svo að ekki verður sagt á þessu stigi, hvað lengi það getur dreg- izt að halda hann. í fyrsta lagi er eftir að ná samkomulagi um dag- skrá hans og kennir þar mjög ó- líkra tillagna. í öðru lagi er eflir að ná samkomulagi um, hve mörg ríki skuli taka þátt í honum. Rúss- ar leggja til, að öll ríki Atlants- hafsbandalagsins og Varsjárbanda- lagsins taki þátt í honum, ásamt no'kkrum hlutlausum ríkjum, eða 28 ríki alls. Vesturveldin munu aldrei fallast á þetta, þar sem í þessu felst m.a. viðurkenning á stjórn Austurrikis. Helzt myndu vesturveldin vilja boða fundinn virðist mega ráða, að senn verði hafizt handa um undirbúning fund arins á þeim grundvelli, þar sem það er einnig í samræmi við til- lögur forsætisráðherrafundar At- lantshaf sbandalagsríkj anna. Það mun áreiðanlega velta mjög á Rússum, hve vel þessi undirbún- ingur gengur, en þag fer eftir honum hvenær fundurinn verður haldinn. Ef Rússar hafa raunveru- legan áhuga fyrir slíkum fundi og hafa eitthvað nýtt fram að færa, ins, sem leið, þar á meðal olíur til smjöriíkiagérðar. StmjöiLÍIikiiíVerkismiðjurtnar haifa undanfarin ár keypt mestan hlUta hráefna sinna frá Evrópu, en nú einnig veruiegt magn frá USA. Næg hráefni eru nú komin til landsins og hafa þau verið greidd og nýjir verðútreikningar, lagðir fyrir verðlagisiskriÉstofuna. Reykjavík 5. febrúar 1958. Fh. Smjörlíkisverksrniðjanna, Ragnar Jónsson. VAÐSTOmN Kvöldvaka Ferðafélagsins. „Ferðafélag ísl. er menning- arfélag, og á skilið hvers manns virðingu. Það hefir unnið þarft og gott verk, kynnt landið sum- ar og vetur, og greitt á margan liátt fyrir þeim, sem viija sjá og sjálfir kynnast því. Og sam- komur þær sem það heldur hafa á sér menningarsnið. (En fyrir byggja ætti óþarfa troðnig við inngang og fatageymslu í sam- komuhúsinu). í gærkvcldi var ein slík sam- koma Ferðafélagsins haldin fyr ir troðfullu húsi. Var hún all- sérstæð og mun seint gleymast sem hana sóttu. Þar voru sýnd ar tvær kvikmyndir, sem fáir múnu hafa áður séð. Hin fyrri var af uppgreftrinum í Skál holti og hátíðinni þar 1956. Var sú mynd hin fróölegasta á ýms ati hátt. En þó er líklegt, að menn hafi einkum veitt eftir tekt hinni kvikmyndinni, sem þarna var sýnd í fyrsa sinn. Hún var um Ásgrím Jóusson list- málara og list hans, — tekin í sambandi við áttræðisafmæli hans. Á undan þeii-ri mynd flutti Björn Th. Björnsson listfr. er- indi um Ásgrím Jónsson, er hann nefndi „Nestor isienzkra listmálara“, og skýrði að nokkru list lians- Og svo kom myndin sjálf. Fyrst er brugðið upp mynd af vinnustofu Ásgríms, þar sem hann er að starfi, þá sýnd listaverk hans á sýning unni i Listasafninu, sem haldin var honimi til heiðurs á átt- ræðis afmælinu. Óg að lokum má sjá listamanninn að. starfi úti í sjáifri náttúrunni, þar sem hann sitirr á mosató og festit á pappír litfegurð og lögun Víf ilfells. Inn í myndina er flétt uð stutt frásögn Ásgríms sjálfs um viðhorf hans til listarinnar og landsins.“ i Mcrkar heimildir. „Báðar þessar kvikmyndir hefir Ósvaldur Knudsen gert, en dr. Kristján Eldjiárn skýrit þær méð nökkrum snjöllum setningum. Báðir eiga þakkir skilið. Myndirnar túlka sögu- leg augnahlik, er seinni tí.mum mun þykja mikilsvirði að hafa ljóslifandi fyrir augum. Myndin af Ásgrími Jónssyni verður stórmerk heimild um þennan sérstæða og stórbrotna snilíing og brautryðjanda, sem fyrstur kl. myndiástarmanna gerði þá listgrein að æfistarfi, og vakti þjóðina til meðvitund ar um tign og fegurð landsins. í gærkvöMi var auðfuhdið a'ð kvikmyndin um hinn áldna lista mann vaiktá óskipta athygli mannfjöldans. Vil ég með þessum fáu lín um færa Ferðafélagi íslands innilegt bakldæti fyrir þessa ágætu kvöldvöku. 5.2 1958. —Gestur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.