Tíminn - 11.02.1958, Blaðsíða 6
6
TIM I N N, þriðjiidagmn 11. febrúar 195$
■*
Otgefandl: Framsðknarf!okkerlt».
Rttstjórar: Haukur Snorrason, Þórarlnn ÞórarUunea Ubi
Skrifstofur í Edduhúsmu TÍC LindargMa.
Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 1S»*
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími íWSXh
PrentsmiSjan Edda lúf.
Reiði Moskvuklíkunnar
Viöbrögð Þjóöviljans viö
svarbréfi Hermanns Jónas-
sonar forsætisráöherra eru
augljós sönnun þess aö hin
hægri sinnuðu öfl Sósíalista
flókksins, Moskvulínan, hef-
ur þetta málgagn ennþá á
valdi sínu.
í tiiefni af svarbréfinu,
birtir Þjóðviljmn á sunnu-
da-ginn einhverja þá sóðaleg
ustu forustugrein, er nokkru
srnni hefir sést 1 íslenzku
blaði, þar sem forsætisráö-
herra eru borin á brýn sið-
leysi, botnlaus óheilindi og
aðrar þvilikar ásakanir.
Ástæöan fyrir þessari
furöuiegu árás Þjóöviljans
er eiarvöröungu sú, að forsæt
isráöherra áréttar skýrt og
skilmerkilega í svarbréfi sinu
þá utanrikismálastefnu, sem
yfirgnæfandi meirihluti
þinigs og þjóöar hefir mótaö
á unda-nf örnum árum og held
ur fast við. Á annan veg varö
bréfum Bulganins ekki svar
að á heiðarlegan og drengi-
legan hátt. Öflin, sem stjórna
umræddum skrifum Þjóö-
viljanum, krefjast ber-
sýnitega hins, að fóisætis-
ráöherra hefði í bréfi sínu al
veg lagt þessa stefnu þjóö-
arinnar á hilluna og svarað
á þann veg, sem þau virðist
álíta, að Bulganin myndi
hafa helzt kosið og hentaö
hefði honum bezt í áróöurs-
tafli hans. Á máli Þjóðvilj
ans heitir þaö siðleysi að á-
rébta hina íslenzku stefnu
og dansa ekki eftir pípu
Buiganins!
Það er áreiðaniegt, að þetta
viðhorf sértrúarsafnaðar-
ins, er ræður yfir Þjóðvilj-
anum, er í algerri andstöðu
við álit meginþorra þjóðar-
innar. Meira að segj a nær sú
skoðun langt inn í raðir Al-
þýðubandalagsins, að forsæt
isráðherra hafi svarað á
þann eina veg, er bezt sam-
rímist og sómdi íslenzk-
um málstað.
Svo langt gengur Þjóðvilj
inn í þessum þiónustuskrif-
um sínum vrð hin ímynduðu
útlendu sjónarmið, að hann
falsar hreinlega ummæli
forsætisráðherra í sambandi
við fyrirspurn Bulganins um
það, hvort leyfðar verði stöðv
ar fyrir árásarvopn hér á
landi. Þjóöviljinn segir, aö
svar forsætisráöherra sé ann
að en svar Dana og Norð-
inanna. Norðmenn og Danir
hafa sagt, að þeir hafni á-
rásarvopnum, þ. e. 'kjarn-
orkuvopnum og langfleyg-
um eldflaugum, en áskilji
sér rétt til að hafa eldflaugar
sem notaðir eru til varnar,
ef þeir telji það sjálfir nauð-
synlegt. í svari Hermanns
Jónassonar er áréttuð sú
fyrri yfirlýsing íslendinga,
að þeir muni ekki leyfa stöðv
ar fyrir árásarvopn, og muni
því ekki leyfa hér önnur vopn
en þau, sem þeir sjálfir telja-
nauðsynleg til varnar.
Óþarft er svo að fjölyröa
að öðru leyti um þessa grein
Þjóðviljans. Hún er ný sönn-
un þess, að Þjóðviljinn er
ekki málgagn Alþýðubanda-
lagsins, heldur hinnar öfga
fullu hægri kliku í Sósíalista
flokknum, sem hefir það eina
takmark að dansa eftir „línu‘
frá Moskvu.
Það var svo annað mál, hve
Bulganin muni ánægður yf-
ir slikri þjónustu. Ef hann
vill kanna með bréfaskrift-
um sínum hið raunverulega
viðhorf vestræmia þjóða, met
ur hann það áreiðanlega
meira, að honum sé sagt rétt
og drengilega frá staðreynd
um, en að sagt sé rangt
frá, til þess að reyna að þókn
ast honum.
Hinni furðulegu forustu-
grein Þjóðviljans lýkur með
þeim orðum, að Tíminn hafi
að undanförnu eindregið
hvatt til þess að vinstri öfl
landsins samfylktu betur liði
sínu en átt hefir sér stað
hingað til. Þetta er rétt —
en þó rangt, ef Þjóðviljinn
vill skýra þessi ummæli Tim
ans þannig, að hann álíti, að
í fylkingu vinstri manna sé
til rúm fyrir þau hægri
öfl, sem hafa það takmark
eitt að dansa eftir „línu“ frá
Moskvu.
Sjálfstæðismenn og þinghaldið
AF hálfu Sjálfstæðismnna
er nú mjöig kvartað yfir því,
að Alþingi skuli hafa verið
kaliað saman áður en ríkis-
stjómin hafi haft tilbúnar til
lögur um efnahagsmálin. .
Hésr er þó ekki um annað
að ræða en þá venju, að rík
isstjórnin hafi þingmenn í
ráðum við undirbúning höf
uðmálanna, en kalli þá ekki
fynst saman, þegar stjórnin
hefir ákveðið tillögur sínar,
til þess að segja já og amen.
Hjá Hitler var einmitt
hafður sá háttur á. Þing voru
kölluð saman, þegar foring-
inn var búinn að marka
stefmma. Þau samþykktu
síðan stefnuna umræðulaust
og samhljóða. Með þessum
hætti er nú þinghaldiö í
Sovétrikj unum. Hjá lýðræðis
þjóðunum er þessu allt öðru
vísi háttað. Þar vinna þing-
menn yfirleitt mjög mikið að
undirbúningi mála og því
standa þingin þar yfir-
leitt lengi. Oft hafa þing-
menn unniö aðalvinnuna við
máiin áður en þau eru form-
lega lögð fram. Á þann hátt
hafa þingin oft mest að
segja og hamla þannig gegn
því, að framkvæmdavaldið
taki sér of mikið vaid á kostn
að þingræðisins.
Frá slíku fyrirkomulagi
yrði bersýnilega horfið, ef
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
einn að ráða. Þaö sýnir mál-
flutningur Mbl. nú. Þá réöu
foringjarnir og þinghaldið
yrði með svipuðum blæ og
hjá Hitler og Stalin.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Valdajafnvægið í heiminum hefir
breytzt síðan stríðinu lauk
Breiar, Frakkar og Bandaríkin eru nú aí læra i Staðreyndir samtímans
Breiar, rrakkar og Bandarikm eru nu aö læra
þa'ð, sem tíminn og a'ðstaðan kenndi Svíum
og Spánverjum fyrr á öídum
Wasliington í febrúar.
Ameríska gerfitunglið
„Könnuður" hefir gert okk-
ur öllum léttara í skapi, því
að nú þarf enginn lengur að
efast um að eldflaugatæknin
sé okkur lagin og sérfræð-
ingar okkar kunna á því tök-
in að smiða flaugarnar og
stýra þeim. Þessi atburður
hefir staðfest framburð
þeirra, sem sagt hafa að
Rússar séu á undan í kapp-
hlaupinu, en við séum með í
leiknum.
,,Könnuður“ er af þessu öilu á-
gætt ilæknismeðal gegn þeirri ótta
blöndnu skoðun, sem mjög ruddi
sér til rúms, að við værum öli í
bráðri ilífshæhu. Hins vegar þurrk
ar „Könnuður“ ekki skugga spútn
iks af jörðinni, en liann stafar
ekki af því að þeir voru fyrstir
með sitt tungl né að það er stærra
en okkar itungi. Þýðing þess sfcugga
er sú istaðreynd, að síðan að ioknu
stríðinu, er Rússar hófust handa
um endurreisn, eftir að land þeirra
hafði verið ihart ieikið, hefir fram-
þróun þeirra á vísindalegu sviði
verið örari en hjá okkur enda þótt
þeir byrjuðu ineð mi'ki-u frumstæð
ari aðstöðu. Spútnik þeirra sýnir
ekki aðeins að þeir hafa náð valdi
á sérstakri tegund tæknivísinda
, heldur liítt, að þeir hafa uppþving
að stórkostlegan kraft í eðlisfræði
vísindum og hagnýtingu þeirra.
Og enda þótt „Könnuður" fari nú
um himingekninn er samt engin
áslæða itil að halda að hlutfa'lls
legur framþróunarhraði sé nú
jafnari en fyrr, enn síður að hlut-
fallið hafi snúist við. Bandaríkin
eru tenn stærra land" og styrkara.
I En þeir eru samt að lengja toiiið í
'miilii okkar í þessu kapphlaupi.
Við þurfum að faka
til höndunum
i
. Það er því ekki urn að villast,
að víða þarf að taka til höndun-
um og að mínu viti þarf þjóðin nú
að sækja fram á við eftir þremur
breiðum leiðum isamtímis. Hin
fyrsta er sú, sem sýnir okkur hvern
ig takast megi <að gera ríkisstjórn
ina sjálfa hverju sinn færari um
að taka ákvarðanir langt fram í
' tímann og framkvæma þær. Á því
leikur lítill vafi, að framfarir
Bandaríkjanna á sviði eldflauga
tækni hafa verið hindraðar með
skriffinnsku-glundroða, er laut
stjórn póiitískra embættismanna,
sem ekki skildu þau mál, er þekn
var ætiað að taka ákvarðanir um.
Eflaust kallar þetta á endur-
skipulagningu í landvarnarráðu-
neytinu í Pentagon. En ekki verð-
ur öll lækning framkvæmd þar.
Hvíta húsið og þær þingnefndir,
sem við sögu koma, bera eins
mikla ábyrgð að minnsta kosti.
Ný áherzla á uppeldi og
menningu ,
Önnur leiðin er jafnvel enn
breiðari. Hún stefnir að þvi marki
að breyta amerísku uppcldi og
menntun, sem að meðaltaii og í
lieiidarmynd er í hrörnun að gæð
um jafnframt því sem fjöldi
þeirra, 'sem á að mennta eykst
jafnt og þétt. Skólar okkar og
æðri menntastofnanir ráða ekki
lengur við þann anannfjölda, sem
þeim ier ætlað að mennta, en þeir
eru undir anikiili — og oftast ómót
stæðilegri — þvingun að lækka
það menningarstig, sem þeir hafa
keppt að. Hjá okkur ríkir vara
j
WALTER LIPPMANN
söm tilhneiging á sviði uppeldis
málanna, að kenna fleiri og fleiri
nemendum minna og minna af
þehn kennslugreinum, sem skapa
menntaðan mann.
Þáð er á þessu sviði frekar en
í breytilegri aðstöðu í baráttunni
fyrir hernaðarlegu jafnvægi, sem
ameríska þjóðféiaginu er mest
liætta búin. Við getum efalaust
varið hendur okkar gegn árás og
yfirdrottnun. En við megum liafa
áhyggjur af því, að með Iækkandi
menntunarstigi, með grófari svip
menningarstigsins í fjöldaþjóðfé
Iagi okkar, verðuin við þá tímar
líða enn stórþjóð áð vísu, en í
öðrum flokki slíkra þjoða, feitir
og sjálfumglaðir filistear.
Hin þriðja leið, senj við yerðum
I að ferðast um, er sú, sem tkenn-
ir okkur að stilla hugi okkar i sam
ræmi við harðar og ósveigjanleg
ar staðreyndir iífsins, eiukum þó
svo, að við skiljum, að vestrænt
þjóðfélag, þar sem Bandaríkja-
menn eru öflugasta þjóðin, er ekki
lengur hæst og mest, heldur að
eins jafningi meðal annarra mik
illa þjóðfélaga jarðarinnar.
Bretar og Frakkar af þessari
kynslóð liafa orðið að læra það
seni Svíar og Spánverjar lærðu
fyrr á ölduni, að þessar þjóðir
eru ekki lengur miðsiöðvar valds
og áhrifa heinisins. Við lok lieims
stríðsins síðasta voi’u Bandarík
in um stutt árabil mesta miðstöð
' valds og áhrifa í heiminum. Und
irstaða skilnings okkar á lilut-
verkinu eins og við höfum ínót
að það eftir stríðið, er það álit,
að vestrænt þjóðfélag sé efst í
mannheinii og Bandaríkin séu
leiðtogi þess. Þetta var stað-
reynd, en aðeins til bráðabirgða.
Eftir- triðítímabilinu-er að Ijúka
og hin mikia staðreynd, sem við
verðum að stilla hugi okkar að, er
að við enim jaínir öðrum, en
okki vcldugri en þeii’. Þetta er
staðreyndin, sem Mr. Dullies hefir
enn ekki náð tökum á. Þess vegna
er amerísk og önnur vestræn
stefna slöpp, mjúk inn við beinið
og óraunhæf og líkust óskhyggju,
þótt hið ytra sé skel ómildra orða.
Ttminn sem kennari
En tíminn líður og itíminn sjálf
ur cg áþreifanlegir hlutir valda
byggingarinnar í heiminum, neyða
Dulles að iokum til að fara þangað
sem hann viffl helzt eikiki fara,
til að isækja á fundi, sem hann vill
heizt ekki halda, rtil að fást við
spurningar, sem úrelt stefna iget
ur ekki svarað á neinn fulnægj
andi hátt.
(Einkaréttur New York Her
alld Tribune, á Mandi
Tíminn).
'BAVSroM)V
Hraust fólk.
Á sunnudagsmorguninn streymdi
unga fólkið burt úr borginni upp
til heiða og fjailla með skíðin sín.
Vegfarandi, sem er sæmilega
snemma á ferðinni til að sækja
blað eða mjólik á fiösku, hugsar
með sér, að ek:ki hafi þetta unga.
fólk verið að drattast heim af
balli undir morgun. Það var alls
ekki þesslegt. Þetta var hressi-
legt fólk með frísklegu yfir-
bragði, vel búið og myndarlegt,
lýsandi af áhuiga fyrir ævintýr-
um dagsins upp við einhvern
Skiðaskálann.
„Stællinn'1 fyrr og nú.
Þetta er talsverð breyting á
nokkrum árum. Unga skíðafóikið
er fleira nú en fyrr. Það er líka
betur búið. Maður man til sinna
ungu daga. Þá var lieldur lítill
„stæll“ á skiðafatnaðinum. Mað-
ur klæddist hlýlega, og auðvitað
ekki öðru en til var. En stundum
var það sitt úr hverri áttinni.
Nú er þetta fóik á að Líta eins og
það væri ktippt út úr auglýsingu
um fjallahótel í Sviss. Ég «r ekk-
ert að býsnast yfir þessu. Mér
l'innst þetta í rauninni ágætt og
framför frá því, sem var í gamla
daga. Eða sá munur á farartækj-
um! Nú ekur annar hver maður
í góðum bíl. Menn slá sér sam-
an um bíl, og eru horfnir út í
buskann á skammri stund. Koma
svo heim undir kvöldið, þreyttir
og glaðir.
Veturseta í borg.
Margir eru þeirrar skoðunar, að
borgarbúarnir á íslandi séu of
duglausir við að ganga á fjöll og
heiðar, eða bana skMnda um
grundir og þúfnakolla einhvors
staðar úti í sveit. Líklega er nokk
uð til í þessu. Of fáir taka sig til
á sunnudagsmorgni, fara eitthvað
út úr baenum og ganga þar upp
á fjall eða fjallsöxl, líta yfir land-
ið, draga að sér hressanidi vetrar-
loftið og koma hressir og glaðir
heim á ný. Margir gera svona
reisur á sumrin. En þeir, sem
reynt hafa, segja vetrarferðirnar
jafnvel ennþá skemmtilegri.
Menn mega bara ekki láita veðr-
ið fá á sig um of, mega ekki
alltaf vera að biða eftir einhverju
imynduðu veðri, heldur notast
bara við veðrið, sem er. Yfirleitt
er það ágætt. Hér er ekki um
að ræða dimmviðri eða livass-
viðri, heldur venjulegan vetrar-
dag með hressandi golu og e. t. v.
einhverju fjúki. Sé maðurinn
frískur og vel búinn, er honum
óhætt, þótt hann þurfi að blása
lítlllega í kaun.
Dauflegf viS kulnandi hitaveitu.
Því miður erum við helzt til fáir,
sem gerum nokkuð meira en
spjalla um svona ferðalög; innan
fárra ára enun við lSka orðnir
þannig til heilsunnar, að okkur
er ekki rótt ef hitaveiitaTi stend-
ur ekki á suðuhita. í frosti síð-
ustu dagana hefir hún lognazt
út af undir kvöldið og þá upp-
götvar maður að inniisetan hefir
gert mann kulsælan, svo að mað-
ur kveinkar sér hvað lítið sem
út af bjátar með þægindin. En
unga fóLkið, sem heldur hressi-
legt í bragði á skíðabrekkuriiar á
heigum degi, hefir hieilbfigðaira
lifsviðhorf. — Finnur.