Tíminn - 11.02.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1958, Blaðsíða 7
7 TÍMINN, þriðjudaginn 11. febriíar 1958. Marteinn Björnsson, verkfræðingur II. grein Um byggingamál á Norðurlöndum Oanmörk í Danmörku eru línurnar svipað- ar, en breytingarnar nokkru meira áberandi. Hinir ungu bygginga- menn Danmerkur hafa reynt að rífa sig úr tengslum við fortíðina. Það sldptir mjög í tvö horn með nýtt og gamalt, svo að hætta virð- ist á að það rofni ur sambandi hvað við annað. Við slíkt tapast jafnan óhemju verðmæti í glataðri hefð- bundinni vinnutækni, ef það nýja sigrar. En sigri það ekki, veldur tiiraunin meiri sköðum en annars hefði orðið. Gerbylting í byggingar liáttum 'hefir aldrei skeð í sögu mannsins. Allar breytingar hafa tekið mjög langan tíma. Ég tel hæpið að búast við að undantekn- ingin sem sannar regluna, sé ein- mitt að sfce nú. Litlú rauðu múrsteinshúsin virð ast ennþá standa sig örugglega í mmmrn Sænsk raðhús. lóð um 200 fermetrar. ibýlishúsin hafa annað hvort lækk- að niður í þrjár hæðir eða hækkað í 10 til 14 hæðir, og þessa stefnu má finna á öllum Norðurlöndun- um. Danir byggja meira af háum húsum en nokkur hinna. Magnið skiptir að vísu ekki miklu máli á heildar íbúðamarkaðinum, en er tilraun til þess að draga úr þeirri ofsaþenslu, sem hljóp í Kaup- mannahöfn, þegar sambyggingar Iækkuðu úr 5 og niður í þrjár hæð- Marteinn Björnsson verkfræðingur samkeppninni við hinar skjöldóttu nýbyggingai-. Og sá grunur virðist vera að læðast að fólki, einkum að mér virtist á Jótlandi, að þau mundu ávaJIt gera það, og sigra vegna mimia viðhalds og meiri endingar. Framleiðendur nýjunganna þar kvörtuðú undan að fólkið vildi múrstein, og þar sem verðmismun- ■ur væri hverfandi þegar um ein stök eirrbýlishús væri að ræða, þá mundi ekki til lengdar stætt á öðru en að láta undan, og að minnsta kosti „punta“ húsin eitt- hvað að utan á þann hátt. Almenn- ingur fullyrðir, að strax nú, eftir fárra ára reynslu á nýju aðferðun- um, sé ljóst, að viðhaldið sé miklu meira en á múrsteinshúsum, og mættu þau því vera mikið dýrari, 'hvað þau þó ekki væru. Margir danskir byggingamcnn íháfa tjáð mér, í einkasamtölum, að þegar lengra láti, muni múr- steinn sem yztabyrði húsa halda veili í Danmörku sakir lítils við- halds. Hús úr fleslum öðrum efn- um þurfi að mála utan, en kaup- verð steinsins sé ekki beim mun hærra umfram önnur efni að svari nema nokkrum umferðum af máln- ingu. Eldri hús í Danmörku eru ann- ars vegar eins til tveggja hæða ein- býlishús og raðihús, og hins vegar mest fimm liæða sambýtishús, án lyftu. Þróimin hefh' nú tekið þá stefnu, óháð byggingarefni, að sam i ír. Lóðastærð hiá Dönum er mikil, um 1000 ferm. á einbýlishús og til1- svarandi fyrir önnur. Þegar Svíar mættu sömu hæðarbreytingu hjá sér með minni lóðarstærð, þá gerðu Danir tilraun með að hækka húsin. Það ber að athuga, að' háu húsin hjá Dönum eru ennþá á tilrauna- stigi, og því ber kannske ekki að taka það um of alvarlega, að þau eru ekki samkeppnisfær í bygg- mgakostnaði. En lii'tt er verra fyrir bau, ef þau ná því aldrei. Fj árhagslegir byggingaútreikn- 'ngar virðast ekki benda í þá átt ið þetta muni lagast, þar eð há hús éu í eðll sínu dýrari en lág hús, ’é jafnmikilli tækni og skipulagn- 'ngu beitt við hvort tveggja, en munurinn er þó ekki meiri en 'voua 10%. svo að útiiokað er það ikki að hægt sé að brúa bilið. Nýju aðíerðirnar í Danmörku ’ru að mestu þær sömu og áð'ur iefir verið getið um við Noreg og Ivíþjóð, enda er margt af þessu "yrst fram komið í Danmörku. En ireylingin hefir orðið meiri í átt il verksmiðjureksturs hjá Dörium m hiá Norðmönnum og Svíurn, og > pörtum gengið það langt, að jndingin er að verða vaíasöm og viðhaldið mikið. Jafnvægið milli' endingar hinna einstöku hluta hússins hefir þá stundum raskazt til aukins ósamræmis, en hefir hjá oss öllum þörf fyrir að batna. Skipulagning við byggingavinnu og uppfærslu liúsa og teikningu þeirra er mun meiri hjá Dönum en ég hefi fvrir hitt annars staðar. Við gætum iært af þeim í því efni. Þar stöndum við þeim að baki. Frá- gangur húsa í Danmörku er léleg ur á okkar mælikvarða, cn þó er hann betri en hjá Norðmönnum, enda eru hús Dana nokkru dýrari. Frágangur Svía í Stokkliólmi' er óverulega betri cn hjá Dönum, en á Skáni er hann beztur, enda eru hús þar að mun dýrust. Hús Svía virðast dálítið dýrari en ætla mættl af frágangi einum samt, borið sam- an við hina, en annars helzt mjög í hendur frágangur innanhúss og verðlag hússins. Skipulag og teikningar Sem heild tekið má segja, að aðal framfarir Norðurlandanna sé aukið skipulag á byggingastarf- semi og stóraukinn frágangur á teikningum, einkum fyrir hús í fjöldaframleiðslu, og auknar leið- beiningar fyrir aimenning. í þessu sambandi ber að minn- ast á nýjung, sem komin er fram á ölium Norðurlöndunum, hinar svo kölluðu „týpu“-teikningar. Hér á landi gætir nokkurs misskilningS' um þetta efni og vil ég því skyra það nánara. Þegar týpu-teikning ér gerð', er gert ráð fyrir að búið sé að gera grunn og grunnplötu, hvort sein kjallari er innifalinn í grunninum eða ekki. Nauðsyn fyrir kjallara eða ónauðsynleiki kemur ekki týpu teikningunni við. Þelta samband hússins við jörðina getur týpu- teikningin ekki leyst. Bæði í Noregi og Svíþjóð er þess bclnlínis krafizt, að þessi hluti ^ verksins sé leystur á staðnum og samþykktur af byggingaeftirliti og hygginganeínd hvers staðar, og sú samþykkt er skilyrði fyrir því að hægt sé að fá keypta týputeikn- j ingu. Þessi vinna er venjulega unn j in af byggingamönnum hvers stað- ar, og eru þeir þá venjulega kall- aðir arkitektar, en eru oftast eitt- hvað annað, gjarnan byggingafræð- ingar. Þessir sömu menn eru svo oftast milliliðir við útvegun týpu- teikninga og byggja húsin, enda ekert því til fyrirstöðu, að um venjulega byggingameistara sé að ræða. Þegar grunnplötu eða kjallara sieppir, tekur týputeikninghi við. Fyrst frumteikning svipað og hér til bygginganefndar. En í stað þess að láta iðnaðarmennina eða lnis- byggjanda um afganginn, eins og við oftast gerum, þá eru nú gerð- ar sérteikningar af öllu, sem til- heyrir niður í smæstu atriði, svo ið húsið raunverulega er teiknað því scm næs’t til síðasta nagla. Þá fyrst er hægt að gera ábyggilega efnisáætlun með notkunartímum og fjárhagsútreikningum. Það er ljóst, að byggjanda er hagur að því að hafa nákvæma efnisskrá yfir framkvæmdil’nar, 3vo og á hvaða stigi verksins hvað eina þurfi að kaupast. Þetta er sér- stakiega hagkvæmt fyrir almenn- ing, sem byggir sjálfur sitt eigið hús, og undir eigin stjórn, sem raunar er óþekkt fyrirbrigði að mestu á Norðurlöndum. Bæði USBL í Osló og Stock- •holms stads smástugur, sem gera ráð fyrir að handhafi íbúðar leggi fram um 10% af íbúðarverðinu í eigin vinnu, liafa bæði meistara og verkstjóra til að sjá um að verkið sé rétt unnið og til þess að hugsa fyrir fólkið. Það ber að atliuga, að hjá okkur yrði gildi.þcssa mun minna en hjá Norðmönnum og Svíum vegna yfir- vofandi cfnisþurrðar á öllum tím- um, og fullkomins öryggisleysis um af hvaða gerð efnið er, þegar iþað loksins kemur. Það ber að at- huga, að það er gert ráð fyrir að þessar týputeikningar megi á eng- an 'hátt draga úr eftirliti og leið- beiningum til húsbyggjenda, né annarri þjónustu sem arkitektinn eða verkfræðingurinn annars veit- zr, þegar imi venjulega teikningu er að ræða. Það er því ljóst, að þær týpu- teikningar, sem hér lieima er stund um rætt um að gera, þurfi og ef til viil eru í uppsiglingu, eiga ekk- ert skylt við þetta mál, og ná engan vcgin þessu marki. Það er aðein? fjöldaframleiðsla af teikn- íngum til bygginganefndar án þess að lóðin hafi verið rannsökuð eða (Framhald á 8. síðu). EFTIR HELGINA DON QUIJOTE SKRIFAR: ÞEIR Jóhannes úr Kötlum og Heigi Sæmundsson ræddu um Roðastein Mykle og prentfrels- ið á fjölmennum fundi í Stúd- entafélagi Reykjavíkur nú um helgina. Báðir ræddu þsir mál ið af skynsemi og festu og gerðu þannig’ útrætt um það frá öll- um hliðum, að litlar umræður urðu að málflutningi þeirra loknum. Þótt prentfrelsið sé í upphafi sprottið til að létta þungri og einhliða áróðurshönd valdhafans af almenningi, er goít að það skuli hafa alið upp þá siðfestu að nú tekur cnginn aiminlegur maður í má'l, að bönnuð séu hugverk, hvaða nafni s°m pau nefnast. H.'JaTTFERD á fimm ÁRA FRESTI. ÁIILEGA eyðist mi'kið fé í utan- ferðir fóiks, en flestir eru í slík um skyndiferðum erlcndis, að þeir hafa ekki háift gagn af. Nú væri ráð, að scnda Gulifoss í hnattferð að vetrarlagi fimmta hvert ár, en slíkar stórferðir mundu draga úr þeim dýru snattferðum til næstu nágranna landa, sem mikið hafa verið í tizku undanfarið og koma eng- um að gagni, sem hvíldarferð- ir, eða fóiki gefizt nægilegur ko-S'tur á að sjá það af heimin- um, sem æskiíegt væri. Hnatt- ferð Gulifoss yrði ódýr hvað gjaldeyri snerti og farþegar myndu búa um borð á meðan á ferðinni stæði. Hægt væri að fara oftar í þessar ferðir, ef sýmt væri, að nægileg þátttaka yrði. GAMLIR SKRJÓDAR ÉG LAS í blaði nýlega, að þeir í Sviþjóð hefðu hent einum fjörutíu þúsund bílum síðast- liðið ár. Þetta kaila ég vel af sér vikið og mættu fleh-i þjóð ii’ taka siíka afsetningu farkost •anna á dagskrá. Bílaiðnaðar- þjóðir háffa að vísu nokkra sérstöðu í þessu máii, en þó er fordæmi þeirra gott athug- unarefni þeim, sem þurfa að flytja inn aMa sína bíla. í raun inni ætti það að vera í höndum bifreiðaeftiriitsinB hér, að á- kveða livort bíl skuli tekinn úr umfcrð, í miklu ríikari mæli en nú tíðkast. Hér eru gjör- samlega verðlausir bíiskrjóðar í umferð, og verður að gera með þá margar atrennur, áður en þeir fá s'koðun ár hvert. Oft- ast endist skoðunarviðgerð á bremsum og öðru ekki nema í nokkra daga og slík farar- tæki eru hættuleg í umferð- inni. Þá væri bókstasHega þarft verk, að frelsa eigendur í eitt skipti fyrir öll, frá þeim gífur iegu fjárúllátum sem eru sam fara endalausu viðhaldi gam- alla bifreiða. 1. EÐA 2. KJÖTFLOKKUR í SÍÐASTLIÐINNI viku var getið kvöldvöku félaigsskapar nokk- urs hér í Reykjavík. KvöldVaka þessi var allra góðra gjaida verð og margt ágætt á dágskrá. í umsögn blaðs um kvöldvök- una var þess getið, að „nýtt ungt skáld flytti frumsamda sögu“. Þegar svona er tekið til orða, dettur manni í hug hvort skáidið uniga sé í 1. eða 2. kjöt- ílokki. Nú er það ails ekki einsdæmi, að.geta ungra skálda sem eru að byrja feril sinn, á þennan hátt, en svona umsögn er ákaficga tillitslaus og lág- kúruleg og ekki til þess faiiin að auka virðingu fyrir listinni. Á víðavangi Hafa skal það, sem sannara reynist f Víðavanginum á laugardag- inn var, var skýrt frá því, hvernig misheppnast hafði tilraun Bjarna Benediktssonar. til þess að koma einum spakasta fylgisveini sín- um, Þorvaldi Garðari, í bæjarráó' Reykjavíkur. Fyrst var ætlunin að hann yrði fjórði maður Sjálf- stæðisflokksins þar, en það var úr sögunni, þegar ákveðið var að láta Magnús Ástmarsson fá það sæti. Þá kom Bjarni því til 3eið ar, að Guðmundur H. Guðnuintls son yrði ekki endurkosin í bæj- arráðið og ætlaði liann Þorvaldi sæti hans. Gunnar Thoroddsen gerði þá þann mótleik að gefa kost á sjálfum sér í sæti Guð- mundar, en Gunnar liafði áður verið varamaður. Bjarni gafst þó ekki upp, heldur lét kjósa uin þá Gunnar og Þorvald í bæjar- málaráði flokksins. Þar sigraði Gunnar með 14 atkv., en Þorvald ur fékk 6 atkv. Þetta er rakið Iiér vegna þess, að sú missögn var í fyrri frásögn, að Bjarni hefði gefist upp, þegar Gunnar gaf kost á sér. Það vac>; ekki rétt, heldur lét Bjarni koma til kosningar milli Gunnars og Þorvaldar. Af því má vel marka, hver afstaða hans til Gunnars er. Olafur og þjóðin Ólafur Thors lét svo ummælt á Alþingi í gær, að nýlega hefði fai’ið fram þjóðaratkvæða- greiðsla, sem gengið liefði á móti stjórninni. Ólafur átíi hér við bæjar- og sveitarstjórnarkosning- arnar. Eftir þessu að dæma, er það álit Ólafs, að þeir, sem tóku ekki þátt í þessum kosningum, ■tilheyri ekki þjóðinni, eða a.in.k. sé það alveg gild þjóðaratkvæða greiðsla, þótt þeir séu ekki með. Kemur þetta viðhorf Ólafs í 'gafð sveita og minni kauptúna ékki neitt á óvarí. Það er svo ekki annað en venjulegt dæmi um sannleiksást Ólafs, að kosningar þessar snerust um bæjarmál en ekki landsmál, og eru því engin mæiíkvarði á afstöðuna til stjórn arinnar. En jafnvel þót-t úrslitin væru tekin sem slíkur mæli- kvarði, eru þau í lieild ekki ó- hagstæð stjórnarflokkunum. Dekrið viS gleymskuna Eitt af því allra ógeðslegasta, sem sézt hefir á prenti liér ura langa Iiríð, er ýmis ummæli Morgunblaðsins, um að þeir, seiu þar ráða húsum, hanni mjög fylgistap Alþýðuflokksins í bæjar stjórnarkosningunum í Reykja- vík. Þarna er því treyst, sem stundum er óhætt að pólitískt minni manna sé stutt. En þó er dekrið við gleymskuna meiri en venjulegt er, ef sú blekking tekst að forustumönnum Mbl. liafi nokkru sinni verið annt um efl- ingu Alþýðuflokksins. Þeir, sem þar stjórna í dag, liófu afskipti af íslenzkri pólitík undir merki trúarjátningar um nauðsyn þess að EYÐILEGGJA ÁHRIF AL- ÞÝÐUFLOKKSINS í VERKA- LÝÐSHREYFINGUNNI. Sú und irróðursstarfsemi — af útlendri ætt — var mögnuð í verkalýðs luej’ffnguimi fyriir slj/ijöldh^á og það með þeim Iiæt'íi, að koním únistar voru beinlínis efldir til álirifa og studdir til að brjóta hreyfingunni fyrir styrjöldir.a Vígsluhátíðin Þetía var nokkurs konár vígsluliátíð yfir Bjarna Benedikts syni, er Iiann hóf afskipti af ís- lenzkri pólitík. Á þessuin vett- vangi lét hann fyrst að sér kveða á landsmálasviðinu svo um mun aði. Síðan hefir liann dyggilega starfað í anda trúarjátningarinn ar um eyðileggingu Alþýðufiokks ins, síðast með því að biðla íil kommúnista uin stuðning til að svipta Alþýðuflokkinn 4 lögmæt um þingsætum áð loknurn kösn- ingnm 1956. Minni manria . er e.t.v. stiítt, en það er nógtt langt til að menn inuni annað eins-oS þctta. r •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.