Tíminn - 04.03.1958, Qupperneq 1

Tíminn - 04.03.1958, Qupperneq 1
3 öáýrar auglýsingar Reynið smáauglýsingamar 1 TÍMANUM. Þær anka víSskiptin. SÍMI 1 95 2 3. 42. árgangtir. I blaSinu f dag m. a.: Glaepur aldarinnar, bls. 4. Skálholt bls. 5. Erlent yíirlit, bls. 6. Drukknir ökumenn, Ms. 7. 52. Ma3. Miðstjórn Framsóknarflokksins telur fyllstu nauðsyn á fram- haldandi stjórnarsamstarfi; stórfelld f járöflunarmál óleyst og er nauðsynlegt að leita nú þegar nýrra úrræða Áðalfundur miðstjómarinnar fagnaði því, sem áunnist hefir - skoraði á vinstrimenn að standa fast saman og hika ekki við að horfast í augu við þá erfiðleika, sem framundan eru Verulegur greiðsluhalli hjá ríkissfóði og útflutningssjóði s.l. ár Fundurinn ályktaíi a(S færa beri út friðunarlínu vi'Ö strendur landsins | Aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flókksins 1953 minnir á þá staðreynd, að þegar núverandi ríkisstiórn tók við völdum, var útflutningsframleiðslan, þrátt fyrir bátagjald- eyrí og uppbótagreiðslur, komin að stöðvun, og verðbólguástand ríkjandi. Stórfelldur halli var fyrirsjáanlegur á ríkisbúskapnum að óbreyttum tekjum. Flestar meiri háttar framkvæmdir í þann veginn að stöðvast — eða strandaðar — vegna fjárskorts. Gjaldeyrismálin komin x óefni. Með samstarfi þeirra flokka, sem styðja þessa ríkissijórn, undir foiystu Framsóknarflokksins, hefir til þessa tekizt að koma í veg fyrir fjár- hagslegt hrun undirstöðuatvinnuvega þjóðar- innar og halda uppi mikilli framleiðslu. Hér hafa kpiyiö til beinar efnahagslegar aðgei’ðir og' samsiárf. sem ríkisstjórnin hefir haft við vinn- andi stéttir landsins. Atvinna hefir verið xnikil í landinu og alnxenn velmegun yfirleitt. Sámkvæmt þeirri framfarastefnu, sem mörk- uð var með stjórnarsamningnum, var á síðasta þingi hafin ný sókn í landbúnaðarmálum xneð lögunum um landnám og ræktun og byggingar í sveitum, þar sem ungu fólki er nú gert auð- veldara en áður var að stofna nýbýli og aukin aðstoð við þá bændur, sem skamnxt eru á veg komnir með ræktxxn. Hefir aldrei fyrr vei’ið var- ið jafnmiklu fjármagni í jarðræktarframlög og til lána úr Ræktunarsjóði senx á s. 1. ái’i. Auk þessa hafði Veðdeild Búnaðai’bankans meira fé til útlána s. 1. ár en áður. Veittar hafa verið hærri fjárhæðir á fjái’lög- um til í’afoi’kuframkvæmda í dreifbýlinu en nokkru sinni fyrr, og tekizt hefir að útvega er- lent fjármagn til raforkuvii’kjana á Austui’- og Vesturlandi og stórframkvæmda við Sogið, og ennfremur til þess að ljúka byggingu Sements- verksmiðjunnar. Þá hafa verið stórlega aukin franxlög til at- vinnuaukningar í kauptúnum og kaupstöðum. Bátaflotinn hefir verið aukinn, allmörg fiskiskip eru í smíðum og verið er að leita samninga urn smíði og kaup á togurum. Fiskveiðasjóður hefir verið efldur með eiiendrm lántökum og' breyttxi löggjöf. Unnið hefir verið að eflingu fiskiðnaðar á ýmsum stöðum. Stjórnskipuð atvinnutækja- nefnd hefir kynnt sér atvinnuástand í landinu og jafnframt gert og undirbúið tillögur um út- vegun nýrra atvinnutækja og dreifingu þeirra um landið. Þessar i'áðstafanir vii’ðast nú þegar hafa orðiS til þess að draga nokkuð úr þeirn gífuiiegu fólks- flutningum, sem að undanförnu hafa verið úr sveitum og' sjávai'þorpum. Miðstjórnin telur þetta mikilsvexi meðal annars vegna þess, a@ framleiðsla er þar tiltölulega mikil miðað vW fólksfjölda af því að allur þorri fólksins vinnur þar beint að framleiðslustörfum. Með lögunum um húsnæðismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins og sparnað til íbúðar- hyg'ginga, ásamt auknum framlögum á fjárlög- um til vei’kamannabústaða og útrýmingar heilsuspillandi íbúða, hefir stórt átak vei’ið gert til aðstoðar við fólk í bæjurn og kauptúnum til að koma upp eigin íbúðum. Var hér að unnið á (Fi'amhald á 2. síðu). Aðalfundi miðstjórnar Framsóknar- lauk aðfaranótt mánudags Hemaim Jéeasson enduikjöriim íor maSur, Eysieinn Jónsson ritari, Sig urjón GuSmundsson gjaldkeri Aöaifundi miðstjórnar Framsókrtarfiokksins lauk um. ki. 2 aðfaranótt mánu- dagslns og hafði fundurinn þá sfaðið í 3 daga. Fundin- um Íauk með því að Her- mann Jónasson forsætisráð- herra, formaður flokksins, flutti ávarp eftir að lýst hafði verið kjöri formanns, ritara, gjaídkera, blaðstjórnar og varamanna. Hermann Jónasson forsætisráð herra var cndurkjöriun forniað- ur flokksins, Eysteinn Jónsson var endurkjörinn ritari og Sigur- jón Gu'ðinundsson endurkjörinn galdkeri. Varamenn þeirra voru endur- kjörnir þeir: Steingrímur Stein- þórsson varaformaður, Gu'ðbrand ur Magmisson vararitari og' Guð mundur Kr. Guðmundsson vara- gjaldkeri. Lokafundurinn á sunnudaginn Lo'kafundurinn slóð frá kl. 2 e.li. á sunnudag t:l kl. 2 aðfaranótt mánudagsins. Á þeim fundi voru XFi amhald £ X1 sfJVn Hermartn Jónasson, formaður Eysteinn Jónsson, ritari. Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri Ályktanir um utanríkismál og verðtryggingu sparifjár Miðstjórnin vísai' til álykt- unar síðasta flokksþings um varnai’- og utanríkismál og lýsir yfir því, að hún er sanx- þykk þeii’ri afstöðu, seux fram kemur í bréfi þing- flokks Framsóknarmanna iil Alþýðubandalagsins í desem- ber f. á., og ennfrenxur í bréfi foi’sætisráðherra ís- lands til forsætisráðherra Ráðstjói’namkjanna í janúar síðastliðnum. A aðalfundi sínum gerði miðstjórn Framsóknarflokks ins eftirfarandi ályktun um verðtryggingu sparifjár: Miðstjórnin lýsir fylgi sínu við tilraimir þær, sem gerðar hafa verið með verðtryggingu spari- fjár og’ telur rétt að lengra verði gengið á þessari braut. Eríendar fréttir í fáum orðum NÝ RÍKISSTJÓRN hefir verið mynd- uð í frak og er hinn nýi forsætis- ráðherra,r ákafur stuðningsmaðu Bagdad-bandalagsins. Fyrrverandi forsætisráðherra verður utanrikis- ráðherra í hinni nýju stjórn. NEÐRI DEILD brezka þingsins sam- þykkfi í gær húsaleikulöggjöf stjórnarinnar með hér um bil 60 atkvæða meirihluta. EISENHOWER forseti-hefir ákveðið, að hvenær sem hann verði sökum sjúkleika ófær um að gegna skyldustörfum sínum, skull Nixon varaforseti þegar í stað taka for- setaskyldurnar sér á herðar. For- seti tilkynnir hvenær hann er fær um að takast aftur forsetaskyldur á herðar. Tilkynning um þetta var gefin út frá Hvíta húsinu í dag, undirrituð af Nixon og Eisenhow* er. Forsætisráðherra flytur ræðu á fundi Framsóknarfélaganna á miðvikudag Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til sameiginlegs stjórnmálafundar n. k. miðvikudagskvöld og þar mun Hermann Jónasson forsætisráðherra verða frummæl- andi. Fundurinn verður í Tjarnarkaffi og hefst kl. 8,30, Fundurinn verður nánar auglýstur á morgun, en félags- menn eru minntir á að ráðstafa ekki miðvikudagskvöld- inu til annars en sækja fundinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.