Tíminn - 04.03.1958, Page 2

Tíminn - 04.03.1958, Page 2
2 T f M IN N, þriðjudaginn 4. marz 195% Stjémmálaályktim aðalf. miðstjórnar Framsóknarflokksins (Framhald af 1. síðu). þeim grundvelli, sem áður hafði verið lagður fyrir forgöngu Framsóknarmanna. Stóreignaskattur hefir verið á lagður til þess að afla lánsfjár til byggingar íbúðarhúsa í bæj- um og kauptúnum næstu tíu ár og til að sjá Veð- deild Búnaðarbankans fyrir nokkrum árlegum tekjum á sama tíma vegna lánsfjárþarfar sveit- anna. Á síðasta Alþingi var samþykkt ný bankalög- gjöf. Með henni var seðlabankinn settur undir sérstaka stjórn og er það skoðun miðstjórnar- innar, að sú ráðstöfun ásamt fleiri breytingum 1 þeim lögum frá því, sem áður var, eigi að geta skapað meiri festu í bankamálum þjóðarinnar og stuðlað að því, að fjármagn bankanna hag- nýtist landsmönnum betur. Sett hafa verið ný lög um Háskóla íslands, Vísindasjóð og fleira á sviði menningarmála. Þakkar miðstjórnin ráðherrum og þingm. flokksins fyrir ötult starf að framgangi þessara og annarra þýðingarmikilla mála, sem tekizt hefir að koma í framkvæmd með stjórnarsam- starfinu. Þá vill miðstjórnin vara þjóðina við ófyrir- leitnum baráttuaðferðum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðunni og dæmalausu ábvrgðar- leysi hans, sem komið hefir meðal annars fram í margendurteknum tilraunum til að skapa erfið- leika í efnahagslífi þjóðarinnar heima fyrir, en þó birzt allra hatrammlegast í óhróðri í erlend- um blöðum, er virzt hefir beinlínis við það mið- aður að spilla lánstrausti þjóðarinnar erlendis. Miðstjórnin vítir harðlega slíkt ábyrgðarleysi hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins. <2 Jafnframt því, að miðstjórnin lýsir ** ánægju sinni yfir því, sem áunnizt hefir til framfara, telur hún nauðsyn bera til að vekja athygli þjóðarinnar á bví, að almennar fram- kvæmdir í landinu hafa nú um sinn verið byggð- ar méira á erlendu lánsfé en hægt er að búast við að unnt verði á næstunni, auk þess að fram- kvæmdirnar hafa stundum verið svo miklar, að þær hafa dregið til sín vinnuafl frá aðalatvinnu- vegum þjóðarinnar og þar með skert gjaldeyris- tekjurnar. Verð á neyzluvörum hefir orðið að greiða niður með ríkisfé í stærri stíl en áður til þess að kaup og þar með tilkostnaður fram- leiðenda hækkaði ekki, en hins vegar hefir ekki komið tilsvarandi tekjuöflun til ríkisins á móti. Verulegur greiðsluhalli á ríkisbúskapnum hefir orðið síðastliðið ár og allmikið skortir á, að tekjur útflutningssjóðs hafi hrokkið til uppbót- anna. Afleiðing alls þessa er óhjákvæmilega sú, að enn er hættuleg verðbólguþróun fyrir dyrum í landinu og tilfinnanlegur gjaldevrisskortur, ef ekki er að gert. Að óbreyttu eru því framundan óleyst stórfelld ný fjáröflunannndamál. ' Miðstjórnin leggur áherzlu á, að slíkt niður- greiðslu- og uppbótakerfi, sem hér hefir verið búið við, er því aðeins framkvæmanlegt, að samkomulag geti tekizt um að afla þess fjár, sem til þess þarf. Jafnframt vill hún vekja at- hygli á því, að enda þótt fé til niðurgreiðslu og uppbóta væri fvrir hendi, leiðir þetta fyrirkomu- lag til vaxandi erfiðleika fyrir framleiðslu þjóð- arinnar og öll heiibrigð viðskipti og í því ríkari mæli sem það er lengur í gildi og uppbæturnar og niðurgreiðslurnar meiri. Framkvæmd fyrir- komulagsins hefir það m. a. í för með sér, að halda verður uppi í vaxandi mæli innflutningi miður nauðsynlegra vara, hátollaðra, til tekju- öflunar í þessu skyni, en að sama skapi verður fyrir hendi hætta á gjaldeyrisskorti til kaupa á nauðsynlegustu tækjum, rekstrarvörum til framleiðslu og brýnustu lífsnauðsynjum. Vax- andi verðuppbætur á einstakar útflutningsvöru.r koma jafnframt í veg fyrir, að hægt sé að halda uppi atvinnurekstri eða stofna til nýrra fram- leiðslugreina án uppbóta, og dregur því úr við- leitni manna til að auka fjölbreytni í atvinnu- lífinu. En skortur á gjaldeyri til nauðsynlegra innkaupa og fábreytni framleiðslunnar leiðir af sér rýrnun lífskjara í landinu. Miðstjórnin telur því nauðsynlegt, að leitað verði annarra úrræða í þessum efnum. Miðstjómin telur fyllstu nauðsyn bera til, að haldið verði áfram því samstarfi, sem hófst með myndun núverandi ríkisstjórnar, og áríðandi, að efld verði samvinna milli hinna fjölmennu vinnu- og framleiðslustétta til sjávar og sveita og milli þeirra og ríkisvaldsins um framkvæmd- ir og mótun efnahagskerfis, er miðað sé við það að tryggja sem bezt almannahag og framtíð þjóðarinnar, og sporna gegn óþarfa eyðslu svo og gróðastarfsemi sérhyggjumanna, sem ekki samrýmist þjóðarhagsmunum. Skorar miðstjórn- in á alla þá, er að slíku samstarfi vilja stuðla, að leggja fram krafta sína því til stuðnings, standa saman gegn þeim, er því viija spilla, og halda vörð um það, sem áunnizt hefir eða vel er á veg komið. Væntir miðstjórnin þess, að þeir aðilar, sem að samstarfinu standa, hiki ekki við að horf- ast í augu við þá erfiðleika, sem framundan eru í efnahagslífinu, og hopi ekki frá þeirri ábyrgð, sem stjórnendur landsins verða að taka á sínar herðar í því sambandi. Geri það, sem gera þarf og til heilla horfir, þó að áreynslu kunni að kosta í bili. Miðstjórnin leggur á það megináherzlu, að unnið sé að því af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar að byggja upp traust atvinnulíf, auka fram- leiðslu útflutningsvara og nauðsynlegra neyzlu- vara, skapa heilbrigt efnahagskerfi og stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hún telur, að áfram verði að vinna að því að auka ræktun landsins til fóðuröflunar og beitar, stækka minnstu búin, skipuleggja landbúnaðarframleiðsluna með til- liti til markaðsmöguleika, bæta samgöngur dreií- býlisins og vinna að dreifingu raforkunnar, auka fiskiskipaflotann, bæta hafnir og aðstöðu til fisk- verkunar og færa út friðunarlínuna við strendur landsins. Ennfremur að nota möguleika þá, er hinar nýju virkjanir og orkuveitur skapa til að auka iðnað í landinu og þá sérstaklega fram- leiðslu iðnaðarvara til útflutnings. En til þess að ■ þetta megi verða, telur miðstjórnin, að rekstrar- grundvollur framleiðslunnar þurfi að yera ■ traustur. Á því byggist velmegun bæði framleið- enda og launamanna. Þá myndi og með fram- leiðsluaukningu sæmilega séð fyrir gjaldeyris- málum þjóðarinnar, ef engir möguleikar eru látnir ónotaðir til að tryggja íslenzkum fram- leiðsluvörum markaði, þar sem þeirra er kostur * og halda fyrri mörkuðum. í þessu sambandi vill miðstjórnin enn á ný beina því til hinna fjöl- mennu vinnu- og framleiðslustétta að gera sér þess fulla grein, hve mikilsvert er fyrir þær að taka höndum saman um uppbyggingu framfara • í landinu og standa að ábyrgri ríkisstjórn, sem vill þeirra hag, en láta ekki meðferð þessara málefna í hendur þeirra manna, sem eru full- trúar fyrir gróðastarfsemi og sérhagsmuni í þjóðfélaginu. 'J Aðalfundur miðstjórnarinnar heitir að * lokum á Framsóknarmenn um land allt að standa fast saman um flokkinn og stefnu hans, hver sem viðfangsefni hans verða og hvað sem framundan kann að vera í stjórnmálum al- mennt. Skorar fundurinn einnig á umbótasinnað fólk, hvar á landinu sem er, að ganga til liðs við flokkinn. Síðan flokkurinn var stofnaður, fyrir meira en 40 árum, hefir hann aldrei staðið traustari fótum meðal þjóðarinnar en hann nú gerir og samhugur og samheldni flokksmanna aldrei verið meiri. Þetta kom glöggt fram í al- þingiskosningunum 1956, og þá ekki sízt í því, hve drengilega og hiklaust flokksmenn studdu það kosningabandalag, sem gert var samkvæmt ákvörðun flokksþings á því ári. Þetta kom einnig skýrt fram í bæjarstjórnarkosningunum í byrjun þessa árs, en í þeim kosningum jók flokkurinn heildarfylgi sitt um 29% frá því seín var í næstu bæjarstjórnarkosningum á undan. Framsóknar- flokkurinn hefir aldrei skorazt undan þeirri ábyrgð að hafa forystu um lausn mála á þann hátt, sem hann hefir talið óhjákvæmilegt og þjóðinni fyrir beztu, enda þótt hann geri sér ljós.t, að nauðsynleg úrræði eru ekki alltaf öllum að skapi við fyrstu sýn og óábyrg afstaða getur á tímabili villt um fvrir mönnum við mat þeirra. Það hefir oft komið í hans hlut að taka upp bar- áttuna við ábyrgðarleysið í efnahagsmálum þjóðarinnar og til þess er liann jaínan reiðubú- inn, jafnframt því sem hann berst fyrir alhliða ■framförum og hvetur þjóðina til bjartsýni og trúar á land sitt og framtíð. Margt ágætra mynda á málverkaupp- boði Sigurðar Benediktssonar í dag Sigurður Benediktsson heldur málverkauppboð kl. 5 síðd. í dag í Sjáiístæðishúsinu. Sýning var opin á málverkunum í gær og vcrður opin í dag kl. 2—4 síðd. Er þarna á boðstól- um óvenjulega margt ágætisverka. Alls eru 36 myndir á uppboð- inu. Þar eru þrjár myndir eftir Kjarval, ein sérstaklega fögur úr SVínahrauni. Tvær myndir eftir Ásgrím áf EiríksjöMi, önnur vatns iitarmynd. Ein m.ynd eftir Jón Stefánsson; smámynd eftir Kríst- ínu Jónsdóttur, atlt ágætiamynd- ir. Þá er ein sævarmynd eftir Gunn ■1 g Sehcving og vafcisiitamyíid eftir Gunnlaug Blöndal. Tvær ■myndir eru eftir Guðmund frá Mið dal, úr Aðaldal og frá Þórisvatni. Aðrir, sem myndir eru eftir' é uppboðinu, eru Ólafur Túbals, Jón Ferdinantsson, Gunnar Hjalta son, Einar K. Jónsson, Sólveig E. Pétursdóttir, Kristján Davíðs- son, Agnete Þórarinisson, Jóhann- es Geir Jónsson, Engiibert Gísla- ■son, háaldraður maður úr Vest- ■mannaeyjum, seim oft hefir átt myndir á uppboðum þassum, og verð myndia hans farið sfhækkandi. Einnig eru myndir eftir Kristján Magnússon, Vigdísi Kristjiánsdótt- ur og Jón Helgason. Það leynir sér ekki, þegar litið er yifir þessa sýningu, að þar er óvenjulega margt góðra mynda, og er óyíst að eins margt góðra mynda hafi um langan tíma verið á málverkauppboði hér. Mor'Smáli'ð (Framhald af 12. síðu). handtaika hann selnt á sunnudags- kvöldið. Kveðst Guðiaugur hafa sotfið lengst af á sunnudaginn, enda þá orðinn vansvelfna. Guð- laugur var í dag úrskurðaður í gæzluvarðhald og til geðheilbrigði rannsóknar. Lík Sigríðar heitinnar fannst með þeim hætti, a/5 faðir hennar fór td að viitja uim ha.na, þegar hún var ekíki kcimin hieiim á Skóla vörðu'Stíg 35 síðdegis á sunnudag. Kom hann að læstri hurð her- bergisins í risi í EskiMíð 12B. Þegar enginn anzaði sá hann í gegnum skrláargatið föt dóttur sinnar. Þótti honum þetta ekki ein leikið og braut hurðina upp- Utanríkisráðherra- fundur í Genf í apríl — er tillaga Rússa Loadon, 3. marz. — Birtnr var í kvöid í Moskva boðskapur sá, er Rússar sendu vesturveldunum um helgina varSandi utanríkis- ráSherrafund. Er þar lagt tii, aS utanríkisráð'herrafundur verði haldinn í Genf í apríi til undir- búnings æSstu manna fundi í júní. Rússar leggja til, aS báðir fundir verið jafnt skipaðir aðii- um úr kommúnistiskum og and- kommúnistiskum ríkjum. Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og ítalir verði af hálfu vesturlanda en Rússland, Póiland, Tékóslóvak ía og Rúmenía af hálfu komm- únistaríkja. Dregið í DAS í gær var dregið í Happdrætti DAS og komu upp eftirtaldir •vtaningar:-. 3 herbergja íbúð að Álfheimum toom á nr. 23146. Miðinn seldur í Stykkishólmi. Eigandi: Hrafn- keil Ailexandersson, trésmiður, Borgarneisi. Ford, model ’58, á nr. 8777, seld ur í uimboði Sigríðar Helgadóttur Miðtúni. Éigandi Guðrún Karís- dóttir, Miðtúni 30. Véibáturina Sólartindur, nr. 55571, seldur í Hafnarfjarðarum- boði. Eiigandi: Kjartan Guðmunds son, sjóimaður, Ströndum. Mosikvibsch-ifólksbíilil kom á miða nr- 39986, seldur í Vesturveri. Eigandi: Páll Jónsson, vélvirki, Vig'hódastíg 13. Kópavogi. Húsgöign fyrir kr. 25000 kom á miða nr. 206. Seldur í Vestur- veri. Eigandi: Katrín Ásmunds- dóctir, MláfaMíð 22. Píanó kom á núða nr. 46954, seldur í Vesturveri. Eigandi: Júlíus M. Júlíusson, Ægissíðu 76- Psjanó (hornung-Möki'er) kom á miða nr. 58464. Eigandi ófund- inn. Heimlistseki fyrir kr. 10 þás. kom á miða nr. 17344. Seldur í Vasturveri. Eigandi: Jóhann Guð- jónsson, Rauð. 34. Fjárlagafrumvarp fyrir norska þinginu Norska stjórnin lagði í dag fyrír þingið framvarp til fjárlaga fyrir næsta fárhagsár. Heiidarupphæð á frumvarpinu er 5 milljarðar og rúml. 730 milljónir norskra króna, og er það um 100 mil-ljón- um króna hærri upphæð en á núverandi fjárhagsári. 980 miiijón um norskra króna skai varið til landvarna. Nokkrar breytingar verða gerðar á skattaá-lagningu, meðal annars á þá lund, að barna lifeyrir, sem mun hækka nokkuð, verður algeríega skattírjáis. Uim 40 þiis. manns eru nú at- vinnulausir í Noregi, og er þetta atvinnuleysi að nokkru leyti talið að kenna aflabresti á sí’dveiðun- um. Útvegsmienai munu ekki geta haldið áfram útgerð eftir vertíð- ina nema þeir fái lán með ríkis- ábyrgð till rekstrarins. Húsgögn fyrir kr. 10 þús. kom á miða nr. 39793, seldur í Vestiur- veri. Eigandi: Margrét Eiríksdótt- ir, Langagerði 41. Húsgögn fyrir kr. 10 þús. kom á miða nr. 25310. Seldur í umboði Sig. HeUlgadóttur. Eigandi: Ólafur Jóhannesson, Njiáiteg. 75.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.