Tíminn - 07.03.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1958, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Ilaukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) Skrifstoíur í Edduhúsinu viS Líndargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (rútstjórn og blaðaimenn). Auglýsingasimi 19523. Algreiðslusími 12323. Prentsmiðjan Edda h.f. Arangur stjórnarsamstarfsins í ÁLYKTUN nýlokins að- alfundar miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, er rifjaður upp í stuttu máli árangur sá, sean hefur náðst af starfi núyerandi rikisstjómar. — Fynst er vikið að því í áiykt- uninni, að meö samstarfi þeirra flokka, sem styðja stjórnina hefur til þessa tek- izt að koma í veg fyrir fjár- hagslegt hrun undirstöðuat- vimiuvega þjóðarinnar og hakia uppi mikilli fram- leiðslu. Hér hafa komið til beinar efnahagslegar aðgerð ír og samstarf, sem ríkis- stjómin hefur haft viö vinn- andi stéttir landsins. At- vinna hefur verið mikil í landinu og velmegun yfir- Ieitt. Síöan segir í ályktun- ínni: „SAMKVÆMT þeirri fram farastefnu, sem mörkuð var með stjórnarsamningnum, var á síðasta þingi hafin ný sókn í landbúnaðarmálum með lögunum um landnám og ræktun og byggingar í sveitum, þar sem ungu fólki er nú gert auðveldara en áð ur var að stofna nýbýli og aukin aðstoð við þá bændur, sem skammt eru á veg komn ír með ræktun. Hefir aldrei fyrr verið varið jafnmikiu fjármajgni í jarðræktarfram lög og til lána úr Ræktunar- sjóði sem á s.l. ári. Auk þessa hafði veðdeild Búnaðarbank ans meira fé til útlána s.l. ár en áð'ur. Veittar hafa verið hærri fjárhæðir á fjárlögum til raf orkuframkvæmda í dreifbýl- inu en nokkru sinni fyrr, og tekizt hefur að útvega er- lent fjármagn til raforku- virkjana við Sogið, og enn- fremur til þess aó Ijúka bygg in;gu sementsverksmiðj unn- ar. ÞÁ HAFA veriö storlega aukin framlög til atvinnu- auknlmgar í kauptúnum og kaupstöðum. Bátaílotinn hef ur verið aukinn, allmörg fiskiskip eru i smiðum og verið að leita samninga um smJíði og kaup á togurum. Fiskveiðasjóður hefur verið efldiur með erlendum lántök um og breyttri löggjöf. Unn- ið Iiefur verið að eflingu fisk iðnaöar á ýmsum stöðum. Stjórnskipuö atvinnutækja- nefmd hefur kynnt sér at- vinnuástand í landinu og jafnframt gert og undirbúið tillögur um útvegun nýrra atvimnutækja og dreifingu þeinra um landiö. Þessar ráðstafanir virðast nú þegar hafa orðið til þess að draga nokkuð úr þeim gífurlegu fólksflutningum, sem að undaníörnu hafa verið úr sveitum og sjávar- þorpum. Miðstjórnin telur l>etta mikilsvert meðal ann- ars vegna þess, að fólks- fjöida af því aö allur þorri fólksins vinnur þar beint að framleiðslustórfum. MEÐ LÖGUNUM um hús næöismálastofnun, bygging- arsjóð ríkisins og sparnaö til íbúðarbygginga, ásamt aukn um framlögum á fjárlögum til verkamannabústaða og út rýmingar heilsuspillandi í- búða, hefur stórt átak verið gei’t til aðstoðar við fólk í bæjum og kauptúnum til að koma upp eigin íbúðum. Var hér að unnið á þeim grund- velli, sem áður hafði verið lagður fyrir forgöngu Fram- sóknarmanna. Stóreignaskattur hefur ver ið á lagður til þess að afla lánsfjár til byggingar íbúð- arhúsa í bæjum og kauptún um næstu tíu ár og til að sjá veðdeild Búnaðarbankans fyrir nokkrum árlegum tekj- um á sama tíma vegna láns- fjárþarfar sveitanna. Á síðasta Alþingi var sam- þykkt' ný bankalöggjöf. Með henni var seðlabankinn sett ur midir sérstaka stjórn og er það skoöun miðstjórnar- innar, að sú ráðstöfun ásamt fleiri breytingum í þeim lög um frá því, sem áður var, eigi að geta skapað meiri festu í bankamálum þjóðar- innar og stuðlað að því, að fjármagn bankanna hagnýt- ist landsmönnum betur. Sett hafa veriö ný lög um Háskóla íslands, Visinda- sjóð og fleira á sviði menn- ingarmála. Þakkar miðstjórnin ráð- herrum og þingmönnum flokksins fyrir ötult starf að framgangi þessara og ann- arra þýðingarmikilla mála, sem tekizt hefir að koma í framkvæmd m(eð stjórnar- samstarfinu.“ ÞEGAR litið er á það, að stjórnin hefur enn ekki starfað nema í rúmlega IV2 ár, verður ekki annað sagt' en að hér sé um mikinn ár- angur að ræða. Hhis ber svo jafnframt a'ð gæta, að stjórninni hefur enn ekki tekizt aö ráða nið- urlögum þeirra efnahags- legu erfiðieika, sem stjórn Ólafs Thors lét efth’ sig. Ráö stafanir þær, sem geröar Voru haustið 1956, hafa náð of skammt, og aflaleysið, sem var í fyrra, hefir svo aukið á erfiðleikana. Á þessu vandamáli verður að taka með festu og raunsæi, því aö ella verður ekki hægt að balda framleiðslunni áfram, halda framförmium áfram, og atvinnuleysi framundan. Um þetta atriði er sann- leikurinn hiklaust sagður í ályktun aðalfundarins, og ekkert reynt aö gylla efna- hagsástandið, eins og oft vill verða háttur stj órnarflokka. Framsóknarmenn trúa því, aö þjóðin muni ekki vikja sér undan vandanum, ef henni er gert nógu Ijóst, hvað í húfi er, ef lengur er dregið að bregöast karl- mamilega við honum. T í MIN N, föstudaginn 7. mamz 1958. Þjóðltíildntsjð frumsýndi á þriðju dagskvöldið gamanleikinn Litla kofann, eftir André Roussin í þýð- ingu Bijlarna Guðimundlsöonar, blaðafulltrúa. Höfundurinn er franskur, og uppistaðan í leiknum er það efni sem Frabkar fara öðrum nærfærn ari höndum um, þar sem er ástalíf fólks. Fyrsti þláttur hefst þar, sem þrjár manneskjur hafa orðið skip- reika á eyðiey í suðurhöfum. Eru það frönsk lijón og heimilisvinur þeirra. Raunar vill svo til, að frú- in hefir um sex ára skeið haldið við vininn. Hafði þeim þó tekizt að halda ástarsambandi sínu vendi 'lega leyndu fyrir eiginmanninum, en þau notið ástar sinnar, meðan hann var á skrifstofu sinni eða hafði orðið að fara frá heimili Rúrik Haraldsson sem Henrik, Róbert Arnfinnsson sem Fllip og Þóra Friðriksdóttir sem Súsanna. .::,vg;n ÞJÓÐLEIKH ÚSÍÐ: LITLI KOFINN Gamanleikur eftir André Roussin Leikstjóri: Benedikt Arnason sínu á fundi eða ráðstefnur. Nú voru liðnar nokkrar vikur svo, að hjúin höfðu engin tækifæri háft til ástarfunda, enda hyorki skrifstofur á ey þessari né ráð- stefnur haldnar þar. Það verður því að ráði að segja eiginmannin- um upp alla söguna. Hann tekur fréttum þessum með stillingu, og það verður lausnin, að þeir vin- irnir sofi sína vikuna hvor hjá er það í fyrsta sinn sem hann stj'órnar þar leikriti. Áður hefir hann getið sér gott orð fyrir stjórn sína á ieikritum, er menntasikóla- nemendur hafa sýnt. Stjórn hans á þessum gamanleik virðisit mér að flestu sóma'samleg. Það mun að vísu sannast sagna, að túlkun iþessa tvíræða efnis sé vart á ann- arra færi en franskra, svo að mis- smíði verði hvergi á. íslendingum Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir í hlutverkum. hættir nokkúð til að yerða Jcltemak. ir, þegar tvíræð efni ber á górpa,. og þegar sigla á, franthj-á klámi í svona verki, bjargar léífctleikinrj. fiönskum, en íslendingar verða þyngri á bárunni, og þess geldur gamanið. í hlutverk vinanna skipreika hafa valizt tveir af ágsetustu ung- um leikurum okkar, og góður leik- ur þeirra gefur sýningunni g.iMi urnfram annað. Rúrik Haralclsson leikur yininn Henrik. Hann er ör og tauga- spenntur, góðviljaður og ástfang- inn. Rúrik gerði hlutverkinu ágæt Skil og' vakti oft mikina hlátur. Éiginmaðurinn Filip leikur Ró- bert Arnfinnsson einnig mjög vel- Samieikur þeirra vinanna er méð miklum ágætum, t.d. þegár giát setur að þeim, er þeir ræða um drukknun konunnar. Þóra Friðriksdcltir leikur kón- una. Þetta er erfitt hhitverk og sennilega franskara en svo, afl kon ur úr heimskautslöndum’ falli áð inntaki þess. Hjá henni fannst inér líika helzt gæta norrænna þyngsla, hún var naumast nógu ástsjúk' og fiðrildisleg. Kornungur leikari, Jóhann Páls son, fer með hlutverk viinimanns- ins, kofcksins danska. Hann gerði blutverki sínu góð skl. Döhskit- blendingurinn varð í munní hans eðlilegur og gamanvís. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar eru litrík og skrautleg, kanhske dálítið ruglingsleg og sitt úr. hvorri áttinni, en búningar ágætir éi'hs og endranær hjá Lárusi. Þýðing Bjarna Guðmundssonar virðist mér mjög vel af hendi leyst. Orðaleikir víða hnyttnir eðlilegir. Mér virðist hann. víða hafa náð góðri kankvísi og tví- (Framh. á 8. síðp.) VAÐsromM konunni, með þau öll dveljast þar á eynni. Þegar þessu hefir farið fram um tíu daga skeið með vax- andi hjónabandshamingju, en nokkru angri elskhugans, kemur skyndilega til sögunnar kviknak- inn villimaður. Sá er haldinn kon- ungssonur þar á eynni. Strípaling ur þessi hefir snör handtök, bindur hina frönsku heiðursmenn fasta við staur, en hverfur inn í kofa með konunni til þess að hafa gaman hennar og gæði. Það þarf svo ekki að lýsa hneykslan frúarinnar, er það kem ur upp úr dúrnum, að prinsinn reyndist danskur kokkur. Menn geta séð af upptalningu þessari, að siðgæðið fer í leik þessum ekki alveg eftir þeim for- múlum, sem borgaralegt velsæmi tí’efir gengizt undir, því að það mun hvergi sknáð á bækur, að mönnum beri að elska konu ná- unga síns. Iíitt mun fólki þó ráðlegast, áð- ur en það hneykslast stríðlega á líferni þeirra eyjarskéggjanna, að líta eitt andartak í eiginn barm. Það mun einnig sannast, að Roussin ætli sér ekki að flytja mönnum neitt alvarlegt fagnaðar- erindi í siðgœðisefnum, heldur sé tilgangur hans sá einn að koma fólki tU að hlæja. Og það má vel lilæja að samsetningi þessum, þótt hann sé í þynnsta lagi og mér virðist fráleitt að líta á hann sem hátíðlegan Imðskap. Benedikt Árnason hefir sett leik I ritið á svið fyriy Þjóðleikhúsið, og Um frímerki. Áliugamaður um frímerki skrifar: „Alfreð Gíslason hefir flutt til! lögu á AÍþingi um að þeir, sem , fá böggla og ávísanir í pósti eigil einnig frímerkiii á fylgibréfun- um og finnst mér og öllum, sem ég veit um, sjálfsagt að sú skip an komist á, en ekki veit ég hver afdrif þessi tillaga hefir fengið. Einnig las ég þá frétt í blöðum að ráðgerð væri mikil frímerkja sýning í Reykjavík í haust, og varð þetta hvort tveggja til þess að ég skrifa Tímanum um frí- merki, cn þaö hefir lengi staðið til. Fjöldi af fólki hefir engan á- huga fyrir frímerkjasöfnun en heldur frímerkjum saman vegna þess að þvi finnst leiðinlegt að henda verðmætum og hyggst selja merkin fyrir gott verð og hefir oft brýna þörf fyrir það. En margir vilja kaupa frímerki og nota sér fáfræði fólks um verð mæti þeirra. Þetta verður til þess að margir selja frímerki, sem þeir hafa saínað af nýtni og samvizkusemi einhverjum aug- lýsanda frímerkja án þess að bafa hugmynd um hvort þeir fá reu verð eöa ekki. Sumir þeirra sem augiýsa eftir frímerkjuni vilja svo þegar til kemur: ekki kaupa nema sumt af þeim merkj um er þeim eru send og senda hin aftur vegna þess að þau séu ekki nógu gömul eða útlend o. s. frv. en seljandinn fær þá kannske lítið meira en fyrir send ingarkostnaði." Opinber frímerkiaverzlun. • ; - „Vill nú ekki póst- og símamála stjóri, sem er tiltölulega ungur í starfi setja rögg á sig á þessu mikla frímerkjaári og gangast fyrir að stofnsetja verzlun á iveg um póststjórnarinnar, sem Keypti öll frímerki íslenzk og tjrlend fyrir hæsta fáanlegt verð, sem verzlunin gæti fengið heima og erlendis. Ég veit að vcrð á mörgum er lendum frímerkjum og sUmum íslenzkum er mjög lágt, en þarna hcfði fólk vissu fyrir að fá rétt verð. Ef einhver vildi mótmæla þessu á þeim forsendum að frí merki myndu ekki seljast má benda á að selja mætti þau frí merkjasöfnurum sem kílóvöru, en mér hefir verið tjáð aö eftir spurn eftir henni sé mjög mikill.* Lýkur þá spjallinu í dag/ —’Finnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.