Tíminn - 25.03.1958, Page 4

Tíminn - 25.03.1958, Page 4
4 « Mike Todd öðlaðisf fyrsf heimsfrægð, þegar sýnd var kvikmyndin „í kringum jörð- ina á 80 dögum". En nafn Todds var þó þekkt í sam- kvæmislífi Ameríku áður en myndin var sýnd sem nú hef ir gengið um tveggja ára skeið í New York og ganga mun enn um nokkur ár sam- fleytt. Fáir hafa tapað og grætt á kvikmyndagerð sem hann, annan daginn var hann mill jónamæringur, næsfa dag var hann blankur með öllu. En Todd hafði lag á því að komast alitaf á tindinn á ný. Líf hans var viðlburðairíkt og æs- andi, miklu dramatískara en nokkr um reyfarahöfundi í Hollywood gæti dottið í hug, æviferillinn var svipvindasamur. Það leyndist ótæm andi viljakraftur í þessum þéttaxla íturvaxna manni. Hann náði því Mike Todd — brenndl íjórar stúikur upp til agna. marki, sem hann sóttist eftir og kærði sig kollóttan hvað það mundi kosta. Byrjaði snemma Mike Todd sá fyrst dagsins Ijós í Minneapolis, sonur pólskra inn- flytjenda. Við skírn hlaut hann nafnið Avrom Hirsch Goldbogen. 19 ára gamall breytti hann nafninu Goldbogen í Todd. Nafnið er til- komið af því að í æsku gætti hann geita, geit er goat á ensku, en í munni drengsins varð það toat og hlaut hann síðan það viðurnefni. Úr því varð síðan Todd. Það varð ljóst meðan drengurinn var á unga aldri, að hann bjó yfir áfburða verzlunarhæfileikum. Og hann kunni að notfæra sér það. Hann var ekki miklu eldri en 10 ára, þegar hann fann upp aðferð til að hindra gesti í skemmtigarði borgarinnar í því að kasta þremur (boltum í körfu við skotbakkann og fá þar með verðlaiUTi. An þess að eiga eyri í vasanum opnaði hinn 15 ára gamli skóla- drengur skrifstofu í Chicago, sem bar nafnið: „Gerið heimili yðar iiýt!zkulegt“. Mike samdi um gjald frest fyrir auglýsingar í blöðunum og seldi síðan viðskiptavini sína í hendurnar á húsgagnaværzhinum. Þar næst stofnaði Todd með vini sínum félag, sem greiddi bruna itjón á ódýrum vörulagerum, sem síðan voru seldir á niðursettu! verði. Húsmæður streymdu að til j að fá ódýrar vörur úr brunanum I og upp úr þessu höfðu þeir félag- ar álitlegan pening. Eldtungudansinn • Það var á heimssýningunnt 1933 Mike Todd lifði viSSburðaríkri ævi - var milljónamæringur einn daginn - staurblankur hinn daginn - byrjaði semma - „Strauss á sviðinu - heitar pylsur í hléinu' - dó milljónamæring- ur - viðurkenndi Krusjov sem ofjarl sinn - 46 stjörnur 68894 statistar og 7959 dýr komu fram í kvikmyndmni „Kringum jörðina á 80 dögum^ í Chicago, sem Todd vakti fyrst verulega athvgli á sér. Þá var hann byrjaður að starfa í skemmtanalíf- inu, fvrst um sin-n í smáum stíl. Á leiksýningunni setti hann á svið EldtungudansLnn, sem gaf álitlega fjárhæð í aðra hönd. Dansinn var á þá lund, að stúlka í lí'ki meiflugu dansaði villtan dans í kringum bálköst og fikraði sig sí- fellt nær og nær, þar til föt henn- ar fuðruðu upp og hún hlióp æp- andi út af sviðinu I björtu báii — að því er virtist. „Ég brenndi fjór- ar stúlkur upp til agna áður en mér heppnaðist brellan“, sagði Todd. En síðan seldi hann þetta skemmtiatriði um þvera Ameríku. I 65000 doHarar á viku Þegar í lok annars tugs aldarinnar iiafði hann komið við í Hollywood ' með bróður siínum og sett á stofn fyrirtæki, sem tók að sér að byggja vinnustofur fyr-ir kvikmyndir með 1 tali, sem þá voru að ryðja sér til 1 rúms. Tveimur áratugum seínna sneri hann þangað aftur og langaði nú til að framleiða kvikmyndir. Hann keypti einkarétt á nýrri teg- und breiðfilmu, sem enginn hafði trú á, Cinerama. Fyrir það fé, sem j hann græddi á því að selja þetta j framileiddi hann seinna ’ sína eigin uppgötvun á sviði kvik- myndatjalda „TODD-AO“, sem ! notað var með frábærum árangri í myndinni „Oklahoma". Todd ein- beitti nú öllum kröftum sínum að kvikmyndagerðinni, lagt skyldi til baráttu með myndinni „Kringum jörðina á 80 dögum“. Á miðjurn þriðja tug aidarinnar skaut han-n upp kolli á Broadway. Nú hafði hann snúið baki við skemmtiatriðum og revíuleik, ætl- aði að taka sér fyrir hendur alvar- lega leiklist. Það var honum dýrt í byrjun. Eftir fjórar misheppnan- ir lærði hann lis'tina að setja á svið. Slagorð hans var á þessa leið: „Strauss á sviðinu, heitar pylsur í ihléinu“. Hann náði sér fyrst á strik með negraóperu.nni „The Hot Blikado", sem vaikti feikilega kátínu og vinsæMir. Hann ferðað- ist með hana um Bandaríkin og. græddi 65000 doliara á viku. Nú vissi Todd hvað fóikið vildi fá fyr- ir snúð sinn. Hvað eftir annað setti hann stórfé í nútímasöngleiki með „straumlínulagi" og græddi á tá og fingri. Svo mikið frægðarorð fór af honum á stríðsárunum, að Eisenhower skipaði hann fram- kvæmdastjóra skemmtinef'ndar fyr- ir sameinaðan hera'fla bandaman-na í Evrópu. En það var kvifcmyndin, sem gerði hann að ókryndum konungi. Myndin kosfaði bara 6 milljónir Árangurinn varð sá, að veröldin fékk að sjá kvikmynd, sem tók öliu öðru fram. Maður verður hissa á því að heyra að hún skyldi ekki hafa kostað meira en 6 milljónir dollara. Allur tilkostnaður við myndina var svo gífuriegur, að slikt og þvílíkt hefir aldrei heyrst. Hvorki meira né minna en 46 kvikmyndastjörnur komu fram í myndinni, þar sem ein þeirra mundi nægja í hverri venjulegri kvikmynd. Svo koma aukablutverk- in: 68.894 statistar og 7959 dýr. Todd leigði sér 34 leikstjóra, sem unnu undir stjórn Englendingsins unga Michael Anderson og mynd- in var tekin á 160 dögum á 112 stöðum í 13 löndum. Kvöldið, sem myndin var frum- sýnd í New York, lýsti Todd þessu yfir: — Ef einhver mundi biðja mig að lána sér 100 dollara í kvöíd, verð ég að játa með kinnrqða, að ég á ekki svo mikið fé. Ég hef fórnað öliu, sem ég á fyrir þassa kvikmynd. Mike Todd var margfaldur milljónam'æringur, þegar hann lét Hfið. Hann reiknaði sjálfur með því að myndin myndi gefa 40 milljónir dollara af sér í Evrópu og Ameríku. Það var ekkert við því að segja, þótt hann byði frum- sýningargestum í London upp á glas eftir sýninguna í Tívolí í Lundúnaþorg. Það kostaði hann ekki nema 200 þús. dollara. Hálfu ári fyrir þann atfourð hafði Todd hitt kvik- myndastjörnuna Elisabeth Taylor, sem var 25 ára að aldri og upprunn in í Englandi. Hann kvæntiist henni. Hún hafði verið gift tvisv- ar áður eins og Todd. Hún á tvö börn frá hjónabandi sínu með Ieikaranum Michael' Wilding, og eitt barn á hún með Todd. Fyrsta eiginkona Todds dó 'árið 1946, önnur kona hans, leik- konan Joan Blöndel'l skildi við hann árið 1950. Síðasta árið ferðuðust hjónin um Evrópu og komu einnig til Moskvu. Þar hi'ttu þau Krústjov og Todd sagði síðar að Krústjov væri enn meiri töframaður á sviði leiksýn- inga en hann sjá'lfur. Þegar Mike Todd kom í einkaflugvél sinni til Parísar en þaðan aetlaði hann me3 konu sinni Elizabeth Tayl- or ti! Moskvu, haf5i frúin gert inn- kaup í verzlunum borgarinnar og var þaS ekkert smáræSi. Hér útskýr- ir hún fyrir manni sínum aö hver smáhlutur hafi veriS nauSsynlegur fyrir hana — enda setti Mike Todd met í því aS borga fyrir yfirvigt á farangri til Moskva. TÍMINN, þriðjudaginn 25. marz 1958» Indverskskáldsaga Norska Gyidendals-forlagið gef- ur út foóka'flokk úrvalsbóka, sem ritlhöfundurinn Sigurd Hoel velur. í þessum flokki birtist árið 1956 skáldsaga eftir indverska konu, Kamala Mankandaya og ritaði Hoel formála fyrir bókinni. Hcifundurinn er þrítug kona frá suðurhluta Indlands og hiant mennt-un sína við -háskólann í Mad- ras. Strax á námsárunum tók hún -að stunda Maðamennsku og ferð- aðist þ'á um og dvaldi oft hjá. fá- tæku aíþýðufólki. Kynntist hún við það fcj'örum þess og hinni hörðu líifsbaráttu. Árið 1948 fluttist hún til Englands, giftist þar og heíir verið 'búsett þar síðan. Sigurd Hoel -segir í formála sín- um, að skálds-ögunni „Hunang í sáldi“ (Neetar in a sieve), hafi verið l'íkt við „Gott land“ eftir Pearl Buek og „Grát, ástkæra fóst- urmold“ eftir Allan Paton. Sumir ritdómarar íhafi jafnivel gengið svo 'langt að bera bana sa'man við „Gróður j’arðar" eftir Hamsun og ,,’Kristin Lafransdóttur“ eftir Sig- rid Undset. í Bandaríkjunum var sagan -valin „bók mánaðarins“ í júná 1956 og hlaut afar góðar við- tökur. Segja má, að allsterkt svipmót sé með þessari bók og „Gott land“. Þó þýkir mér þessi betur skrifuð. í foenni er lýst 'kjörum indversks rísyrkjuhónd-a o-g fjölskyldu foans. Söguna segir kona hans, sem er h'Onum gefin tólf ára gömul. Fjöl- skylda ihennar foefir orðið fyrir því óláni að þar fæddust fjórar dætur og þar sem þessi er yngst, endast ekki efni föður foennar til að gifta hana manni æðri stéttar. Bóndinn fer með hana (heim í leirbotfann, sem foann hefir sjálfur reist á jarðarskikanum, sem hann hefir á leig-u og verður að gjalda svo hátt verð fyrir, að uppskeran endist ekki, jafnvel í góðæri, nema rétt til að framífleyta hinni vaxandi fjölskyldu. Manni finnst, að höf- undi takist undra vel að lýsa líf- inu frá sjónarhóli kon-u, sem mót- uð er af slíku umhverfi. Hún lýs- ir hörmum og gieði, örvæntingu og þrautseigju, réttleysi leigulið- ans gegn fjarlægum jarðeigandaj og vanmætti hinna örsnauðu verkai’ manna gegn iðjuhöldum. Að vissu leyti er þessi skáldsag-a 'löfsöngur um konuna, sem aldrei lætur bugast, se-m með samblandi kærleika og hörku, þolgæðis og afc- orku tekur hverju því, sem a3 höndum ber. Svo mannlega sann-ad eru lýsingarnar, að lesandinn hlýt- ur að hrærast með iífi fjölskyld- unnar í þessu framandlega um« hvenfi, fyllast samúð og hljóta auife inn skilning á kjörum þeirrá milljóna, sem öidum saman hi^ lífsbaráttu sína á mörkum hungur dauðans. En lífslöngunin er sterk, baráttunni er haldið áfram og ósigrunum tekið með auðmýkt —■' svona hefir iþetta alltaf verið og fáir eygja, að við nok'kurn sé a'ð sakast, að nokkru verði breytt. Vonandi verður þessi bók þýdd á íslenzku, sivo að sem flestir geti n-otið hennar. S. Th. ELDHÚSÍD Eldhúsráð Mabkaroni og spaghetti er drjúgt og gott með ýmsum réttum, auk þess sem það er tiltölulega ódýrt. Til þess að það líti skemmti lega út og bragðist vel, á að fylgja' e'ftirfarandi reglum, þegar það er soðið: 1. Ekki má ofsjóða það, en fylgja nábvæmlega fyrirsögninni, sem fylgir á umbúðunum. 2. Sjóða skal það í nógu af sölt- uðu vatni og láta það ekki útí fyrr en vatnið sýður. 3. Ekki ætti að brjóta spaghetti eða makkaroni í bita, heldur renna þeim niður í vatnið, jáfnóðum. og stengurnar linast. 4. Þegar lengjurnar eru komnan á kaf í vatnið, á að minnka hitann/ og láta sjóða við hægan eld. Öðrii hvoru skal hreyfa lengjurnar með sleif, svo að þær klessist ekki sam- (Fraimh. á 8. síðu.) Nýjar hárgreiíslur og hattar Það er svo sem ekki nóg að kaupa nýjan hatt, hárgreiðslan þarf að haefa hattinum og hér eru nokkur sýnishorn af því hvernig samræma má mi> munandi hattlag og greiðslur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.