Tíminn - 25.03.1958, Qupperneq 6
6
T í M I N N, þriðjudaginn 25. marz 195$
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Kitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.)
Skrifstofur í Edduhúsinu vjð Lindargötu.
Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasimi 19523. Afgreiðslusími 12323.
Pi'entsmiðjan Edda h.f.
■-------------------------------------
Björn, Ólafur og Einar vitna
SÍÐAN bæjar- og sveitar
stjórnarkosningamar fóru
fram, hefur verið fremur
hljótt um stjórn Reykjavík-
urbæjar. Það er eins og þeir,
sem. þá, áttust við, hafi tekiö
sér nokkra hvild eftir kosn-
ingasennuna.
Það hefur hins vegar gerzt
síðan, að þrír kunnir Sjálf-
stæöismenn hafa orðið til
þess aö minna á við ólík tæki
færi, aö stjórn Reykjavíkur-
bæjar sé ekki með alveg eins
miklum ágætum og flokkur
þeirra vildi vera láta fyrir
kosningarnar. Þessir menn
eru þingmennirnir Björn
Ólafsson og Ólafur Björns-
son og sérfræðingur Mbl. í
útgeröarmálum, Einar Sig-
urðsson útgerðarmaður og
frystihúsaeigandi.
BJÖRN Ólafsson kom
fyrstur fram á sviðið þeirra
þremenninganna. Það var á
Alþingi í sambandi við frum
varp fjármálaráðherra um
aö lækka skatta á atvinnu-
fyrirtækjum. Björn sagði
réttiiega, aö hér væri stefnt
í rétta átt, en þó myndi þetta
verða atvinnufyrirtækjum að
takmöfkuðum notum, ef eng
ar hömlur væru settar gean
því, aö Revkiavíkurbær eða
öllum bæjarfélög misnotuðu
ekki ve’tuútsvarið til þess að
legaia óhófleear álöeur á at-
vinnureks+urmn. Biörn rök-
studdi það síðan nánara, hve
grá’iega atvinnufvrirtækin
væru leikin með veltuútsvör-
um og hafði hann þá að si álf
sögðu reynslu reykvískra
fyrirtækja í huga.
ÓLAFUR Björnsson próf
essor varð næstur til þess að
birtast á umræddu sjónar-
sviöi. Það var í sambandi við
umræður á Alþingi um þá
till-ögu Alþýðuflokksmanna,
að athugað yrði, hvort ekki
væri rétt að fella alveg nið-
ur tekj ivskatt ríkisins. Ólafur
Bjömsson kvaddi sér þá
hljóðs og flutti ræðu, sem
var athyglisverð að ýmsu
leyti. Mesta athygli vakti þó
það atriði í ræðu hans, að
hann taldi einstaklingana
ekki mikið bættari, þótt
lekjuskattur ríkisins yrði
felidur niður, ef útsvarsálög-
ur yrðu látnar vera ótak-
markaðar áfram. Ólafur
benti svo réttilega á það, að
einst-akUngar borguðu nú
miklu meira í útsvar en í
tekjuskatt. Voru þessi um-
mæii Óiafs að siálfsögðu
miðuð við Reykjavík.
í þessu sambandi er
skemmst að minnast, að
Reýkvíkingur. sem Mbl. sagði
frá í fyrra að hefði flúið land
vegna of hárra skatta,
greiddi margfalt meira í út-
svar en skatta til rikisins.
FTNAR Sieurðsson kom
svo frnm á siónarsviðið í Mbl.
á sunnudaginn var. Hann
ræöir þa-r um útgerðina í
Reykiavik og segir m.a.:
„En hvað gerir Revkiavík
til aö efla hér útgerð Jú,
bærinn hefur fest káup á
8 togurum og lagt þeirri út-
gerð til á milli 30 og 40 millj.
króna sem lán eða styrk úr
bæjarsjóöi. Það hafa veriö
byggðar verbúðir fyrir bát-
ana. Fyi-ir utan þetta verður
bent á fátt, sem gert hefur
verið af hálfu bæjarins til
eflingar útgerö hér. Eitthvað
var þó um ábyrgðir af hálfu
bæjarsjóðs á nýsköpunarár-
unum í sambandi við báta-
kaup. Svo hefur höfnin auð-
vitað verið stækkuð hér, en
það er almenns eölis og ekk-
ert sérstakt fyrir Reykja-
vík.“
Þegar það er athugað, að
útsvör þau, sem bærinn legg
ur nú á bæjarbúa nema hátt
á þriðja hundrað milij. kr.
árlega, og við þetta bætist
svo fjölda margar álögur
aðrar, þá verð'ur það vissu-
lega ekki talin nein stór-
rausn, þótt Reykjavíkurbær
hafi á meira en 10 ára tíma-
bili lagt 30—40 millj. kr. til
bæjiarútgerðarinnar og um-
fram það sama og ekkert til
annarrar útgerðar.
EINAR bendir svo þessu
næst á það, sem ýmis önnur
bæjarfélög gera til að efla
útgerö hjá sér. Ef til vill
kmmi sums staðar aö vera
of langt gengið í þeim efn-
um. Síðan segir hann orö-
rétt:
„En það er líka mikill mun
ur á að leggja misjafnlega
vel rekinni bæjarútgerö til
einfalt, tvöfalt, þrefalt og
þaðan af meira upprunalegt
kaupverð togaranna eða
leggja stein í götu útgeröar
einstaJdinganna. Nýbúið er
að hækka hér verbúðaleigu
um 100%. Þá hefur vatns-
skattm- á fiskiðnaðinn ný-
lega verið fimm til tifaidað-
ur og er nú orðinn állka og
útsvarið eða hærra."
í þessum ummælum Ein-
ars kemur það eins glöggt
fram og verða má, að hann
tel-ur stjórnendur Reykjavik
urbæjar síður en svo greiða
fyrir útgerð og fiskiðnaði ein
staklinga i bænum, heldur
leggi þeir þvert á móti „stein
í götu útgerðar einstakl-
insra“ með aðgerðum eins og
hækkunum á verbúðarleigu
og vatnsskatti.
SENN eru liönir þrír
mánúðir af þessu ári. Fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurbæj
ar fyrir þetta ár, sem átti að
vera afgreidd fyrir áramót,
hefur enn efcki verið af-
greidd frá bæjarstjórninni.
Upphaflega var henni frest-
aðað fram yfir bæjarstjórnar
kosningar en tveir mánuðir
eru nú liðnir frá þeim. Hvað
veldur þessum drætti? Er
kannske verið að athuga
möguleika á aö lækka út-
svörin eða aö draga úr verð-
búðarleigunni og vatnsskatt
inum og reyna þannig að
greiða fyrir útgerðinni í stað
þess að leggja stein í götu
hennar? Eða er það kannske
á döfinni að hækka álögurn
ar enn einu sinni?
ERLENT YFIRLIT:
iigur Khalils er áfall fyrir Nasser
Úrslit þingkosninganna í Súdan styrkja sjálístætJi landsins í sessi
UM 10. þ. ni. lauk í Súdan þing-
kosningum, sem höfðu staðið yfir
í nær hálfan mánuð. Staðhættir
og aðstaða í Súdan gerðu það að
verkum, að kosningarnar þurftu
að taka svo langan tíma. Erlendir
blaðamenn, sem fylgdust með
kosningunum, segja, að þær hafi
yfirleitt farið vel fram og borið
þess vitni, að stjórnarhættir í
Súdan séu traustari og heilbrigð-
ari en yfirieitt sé hægt að búast
við í ungu ríki, þar sem fjölmargt
er enn á frumstígi og fólkið meira
og minna óvant lýðræðislegum
stjórnarháttum. Dómar hinna er-
lendu blaðamanna eru líka yfir-
leitt þeir, að hin fyrsta ganga
Súdans á sjálfstæðisbrautinni spái
góðu um framtíðina.
í KOSNINGUNUM tóku þátt
margir flokkar, en mest bar þó
á tveimur meginfylkingum. Ann-
ars vegar voru stjórnarflokkarn-
ir tveir, Ununafiokkurinn og Þjóð
veldisflokkurinn, en auk þess
fylgdu ýmsir smáflokkar þeim
beint og óbeint að málum. Hins-
vegar voru þjóðlegi sameiningar-
ílokkurinn og nokkrir smáflokk-
ar, sem fylgdu honum að málum.
f kosningum, sem fóru fram til
stjórnlagaþings 1953, bar þjóð-
lcgi sambandsflokkurinn sigur úr
býtum og myndaði stjórn. Hann
Wofnaði hinsvegar fyrir lVz ári,
og gekk hluti hans, sem stofnaði
Þljlóðveldisflokkinti, þá til sam-
starfs við Ummaflokkinn.
í innanlandsmálum ber ekki
mjög mikið á milli þessara tveggja
fylkinga. í utanríkismálunum er
munurinn hins vegar verulegur.
Báðir lýsa sig að vísu fylgjandi
hlutleysi eða óháðri utanríkis-
stefnu. Þjóðlegi sameiningarflokk
urinn vill hins vegar hafa mjög
nána samvinnu við Egypta og
hefði sigur hans vel geta þýtt,
að Súdan hefði gerzt aðili að
bandalagi Egyptalands og Sýr-
iands á svipaðan hátt og Yemen.
Þá er afstaða flokksins heldur
andsnúin vestur\reldunum. Umma-
flokkurinn vill hins vegar ekki að-
eins hafa nána samvinnu við
Egypta, heldur einnig önnur ná-
grannariki eins og Ethiopíu og
Libýu. Hann telur að sameining
við Egyptal. komi ekki til greina.
Hann telur að Súdan eigi að hafa
góða samvinnu við öll Arabaríkin,
en sérstaklega eigi þó Súdan að
vinna að nánara samstarfi Afríku
rikjanna, enda eigi það bezt heima
þar. Þótt hann fylgi hlutleysi í
deilunum milli austurs og vesturs,
er hann hliðhollari vesturveldun-
um en Rússiun.
í norðurhluta Súdans búa Arabar
og hafa þeir ráðið mestu fram að
þessu.
MEÐ VISSUM rétti má segja,
að saga Súdans í núv. mynd sinni,
hefjist ekki fyrr en eftir 1920,
er Egyptar brutust þar til yfir-
ráða, en þá voru þar fyrir ýms
smáriki. Um og eftir 1880 var gerð
uppreisn gegn Egyptum undir for-
ustu Mahdista, sem er einn stærsti
þjóðflokkurinn í Súdan og nú
myndar kjarna Ummafl. Uppreisn
þessi var svo öflug að Egyptar voru
hrabtir úr landi, og varð hún ekki
j brotiri á bak aftur fyrr en Bretar
skárust í leikinn. Bretar og
Egyptar stjórnuðu svo Súdan sam
eiginlega á árunum 1898—55, en
í raun og veru voru það þó Bretar
sem fóru með stjórnina. Þeir
gerðu Súdan að sérstöku ríkiskerfi
og lögðu þannig grundvöll að
súdanska rikinu, eins og það er
í dag. Jafnframt hófust þeir þar
handa um ýmsar merkilegar fram
, kvæmdir, t.d. eru áveiturnar, sem
I þeir beittu sér fyrir á Gezira-
l svæðinu, som myndar tung-
una milli Hvítu- og Bláu-Níl-
ar, eirilfverrar stærstu áveitufram
kvæmdar í heimi, og ræktunar-
fyrirkomulagið þar er mjög' merki
legt, en það byggist á einskonar
samvinnugrundvelli. Af þessum og
fleiri ástæðum eru Bretar engann
veginn illa séðir í Súdan.
; Súdan er með stærstu ríkjum
í lieimi að flatarmáli, eða 967 þús.
fermilur. Stór hluti landsins er
eyðimörk, en ræktanlegt land er
líka víðáttumikið og miklir mögu-
leikar víða til stórfelldra áveitu-
framkvæmda. Súdan gelur því orð
ið mikið framtíðarland. íbúar
þess eru nú rúmar 10 millj.
ÁRIÐ 1953 urðu Bretar og
Egyptar sammála inn að veita
Súdan sjálfstjórn. Sama ár fóru
fram kosningar til þings fyrir
Súdan, og var fjmsta stjórn þess
mynduð nokkru síðar. í deseanber
1955 ákvað þingið að lýsa ýfir
fullu sjálfstæði Súdans, og lýstu
Bretar og Egyptar síðan samþykki
sínu á því. Endanlega var sjálf-
stæði Súdans lýst yfir 1. janúar
1956.
Eins og áður segir, vann þjóð-
legi samemingarflokkurinn þing-
kosningarnar 1953 og myndaði því
fyrstu stjórn landsins. Vegna.klofn
ings í flofcknum, urðu stjócnar-
skipti 1956 og varð þá foringi
Ummaflokksins, Abdullah Rhalil,
forsætisráðherra, og hefur hann
verið það siðan. Fyrsta verk hins
nýkjörna þings, er það kom sam-
an í seinustu viku, var að endur-
kjósa Khalil sem forsætLsráðherra.
Hann fékk 103 atkv. Foringi Þjóð-
lega sameiningarflokksins, Ismail
el Azhari, er var fynsti forsætis-
ráðheri'a Súdans, fékk 44 atkv. og
forsætisráðherraefni sunnan:
manna 25 atkv.
ABDULLAH Khalil er 66 áfa
gamall. Hann er af þjóðflokki
Mahdista, sem byggir norðvestur-
héruð landsins og jafnan hefur
haft forustuna í sjálfstæðisbaráttu
Súdans. Faðir hans var sæmilega
efnaður bóndi og sendi sori sinn
á herskóla Breta í Khartóum, en
Mahdistar hafa haft það orð á
sér að vera góðir hermenn. —
Khalil vann sér brátt gott orð
sem hermaður og hlaut fljótt liðs-
foringjatign. Hann barðist undir
merkjum Breta í báðum heims-
styrjöldunum. í fyrri heimsstyrj-
öldinni stjórnaði hann inia. ; hér-'
deild á Gallipoli, en í síðari styrj-
öldinni stjórnaði hann liði því,
sem fór frá Súdan inn í Ethiopíu
og hrakti ítali þaðan. f þessú liði
voru aðallega hermenn frá Súdan.
Eftir striðslokin, en þá hafði Khal-
il hlotið hershöfðingj atitil, hóif
hann fyrst afskipti af stjómmál-
um og varð brátt foringi Umma-
flokksins. Hann hefur aldrei farið
dult með það, að hann værí vinur
vesturveldanna, en andvígur
kommúnisma, en hinsvegar ' væri
lega og aðstaða Súdans slík, 'að
óhjákvæmilegt væri að fylgja
hlutleysisstefnu. Khalil hefur þótt
reynast traustur og klókur sóm
stjórnandi og nýtur hann mjög
vaxandi vinsælda í Súdan. Sú trú
er almenn, að Súdan muni treysta
sjálfstæði sitt undir hyggilegri for
ustu hans.
Þ.Þ.
ÚRSLIT kosninganna urðu þau,
að stjórnarflokkarnir unnu veru-
legan sigur. Kosningasigur þeirra
er talinn mikill ósigur fyrir sam-
einingarstefnu Nassers, sem hefur
ekki aðeins látið sig dreyma um
nánari samvinnu við Súdan, held-
ur jaínvel um innlhnun Súdans
í Egyptaland. Sennilega hefur
Nasser átt nokkurn þátt í þess-
um úrslitum með ógætilegri fram
komu, því að rétt fyrir kosning-
arnar gerði liann tilraun til að
ásælast hluta af súdönsku landi.
1 Stjórn Súdans brá hart við og
skaut málinu til Öryggisráðs S.Þ.
Nasser lét þá undan síga að sinni. |
Úrslit þingkosuinganna eru tal-,
in tiygging þess, að Súdan muni
halda áfram að verða sjálfstætt
ríki og öll sambræðsla við Egypta-
land sé úr sögunni. Þá eru úrslit-
in talin tryggja áfram vinsamlega
samvinnu milli Súdans og vestur-
veldanna, þótt utanríkisstefna
Súdans haldi áfram að vera óháð.
Auk siguns stjórnarflokkanna,
vakti það athygli við úrslit kosn-
inganna, að ýmsir minni flokkar
í suðurhluta landsins styi’ktu að-
stöðu sína. f þessum héruðum
búa aðallega svertingjar og þykir
þetta benda til að þeir muni láta
ineira til sín taka í framtíðinni.
'RAÐSrOFAA/
RauSmagi á torginu.
Þetta var engin missýning. Það
var uppistaöa fyrri rauðmaganet
sem flaut úti á víkinni hér á dög |
unum. Vertíðin var því byrjuð og
fiskimenn höfðu ýtt úr vör. Eitt
hvað sást af rauðmaga hér í vik- j
unni sem leið, en á laugardag- j
inn var komið fjör í verzlunma
Þá var torgsala á nokkrum stöð
um. Þar var þyrping, fól'k og bíl-
ar, surnir að skoða, aðrir að
kaupa. Hoimilisfeður höfðu farið
með börnin niður að Tjörn til
að sjá endurnar, urðu að stanza
og sýna rauðmagann. Börnin
fengu þarna góða skemmtun.
Hann er lifandi, sagði lítill snáöi, j
sem sá stóran rauðmaga geispa,
ólundarlega í kösinni. En skemmt
unin fór af þegar babbi spurði
hvað hann kostaði. Hann reiknaði
það út í skyndi að rauðmagi í
matinn mundi kosta 21 krónu og
hætti við að kaupa. En það voru
nógir um boðið. Verzlunin gekk
greiðlega. Þetta er engin veiði
ennþá, sagði einhver í hópnum,
í mesta lagi 10 í net.
Ótvirætt vormerki.
En vorið er samt komið úr því
að farið er. að selja rauðmagann
á götunum. Það er eins ótvíríett
vormerki og krókusarnir, sem
blómstra nú i skjóli i nokkrum
görðum i borginni. Og ekki er
um að viHast, að nú fer senn að
verða vart við fyrstu fárfugl-
ana að sunnan.
Skiðaferðirnar.
í þessu góðviðri flykkjist fólk
á öilum aldri á skíði. S'kiðaférð-
ir almennings færast sífellt í auk
ana og eni afturbatamerki í þjóð
lifinu. Það er gott að vita unga
fólkið uppi á fjalli á þéssum
björtu vordögum frekar en inni
á kaífihúsum eða á slangri um
göturnar. Ekki er ósennilegt að
meö árumrm verði umliorfs hér í
höfuðbonginni um páskana e'ins
og í Ósló. Dauður bær að kalla
má, en líf og fjör upp til fjalla,
Finnur.