Tíminn - 01.04.1958, Blaðsíða 8
9
Eftirieit
Rramhald af 7. síðu).
auSséð á houum, að hann hafði
fullan hug á að finna kindurnar
cins og fleiri. .Seinna var mér sagt,
að Jörgen hefði staðið upp frá
kaffiborði á Bessastöðum, er hon-
um var sagt að við værum að
koma á brúnina ofan við bæinn
og haft við orð, að ef hann kæm-
ist einhvern tóman í bílinn, þá
sneri hann ekki til baka mótmæla-
laust. Jörgen hefir verið fjalikóng-
ur Fljótsdælinga á Fljótsdalsheiði
uah fjolda ára og er því farinn
að þekkja sig á afréttum.
Gerogið var á Eyjafellið og verð-
um við fljótt varir við nýleg kinda-
för. og drögum þá ályktun af þeim,
að' kindurnar muni vera lifandi.
Leiðangursmenn skipta sér,
roofkkrir leita í Eyjafellinu, en hin-
ir í svonefndum Hraukum, sem
Iiggja austur af því. Sjónaukinn er
tekinn upp og skyggnzt yfir, en
■engin kind er sjáanleg. Skömmu
síðár fundust kindurnar fjórar í
ftraufcunum.
Fagurt er á fjöllum
Ég.nota tímann og skoðaði um-
hverfið, sem er hið fegursta. Eyja-
fellið sjálft er nokkrir sandhól-
ar, sem skriðjökullinn hefir borið
fram :og hann síðan bráðnað. Norð-
ur áf fellinu eru flatneskjur mikl-
ar, gróðri vaxnar á sumrin, en nú
enu flatneskjumar huldar snævi.
Suður af Snæfelli, sem er í norð-
vestri, liggur Þjófadalur og Þjófa-
giieá. Sunnan við Þjófadalinn
gnæfa Þjófahnúkar. Alllangt vest-
aro við Snœfell eru Vestur-Öræfi
og Kringilsárraroi, fjölliro skyggja
á svo ekki sést þangað, enda æði
spölur.
Litlir hagar eru, en þó eru hnjót-
ar upp úr holtum og hólum, sem
ewi orðnir bilnir. Álitið er að
fíjótt myndi taka fyrir alla jörð,
ef cifcthvað snjóaði.
Kindurnar eru reknar að bíln-
um og handsamaðar, án mikillar
fyrirliafnar. Lesið er úr mörkum
þeirra og kemur í Ijós að tvær
þeirra, ær með hrútlambi, eru frá
Sauðhaga, einn lambhrútur frá
Buðlungavöllum og veturgömul
ær frá Víðivölliun ytri. Útlit þeirra
og holdarfar er gott miðað við
allar aðstæður, þó er öðru hrút-
laimbinu og veíurgömlu ánni held-
ur hallmæit fyrir lakari frammi-
sítöðu og verri eðliskosti. Álitið er
að ærnar séu með lömbum, þar
sem tvö hrútlömb gengu með
þeirn, enda keroiur það í Ijós við
athugun að veturgamla ærin er
byrjuð að búast til og mun þvx
veröa pnemmbær.
Nú þykir timi til kominn að fá
sér hressingu og er það gert, því
a'liir eru vel roestaðir.
Beroedikt oddviti hitar te og kom
sér þá vel að hafa ketilinn með,
enda óspart þegið og ekki spillti
það, er einn úr hópnum dró upp
vasapela.
HaldiÖ heim
Að miáltíð iokinni var haldið
heirn á leið og var öliu léttara
yfir okkur, þar sem ferðin var ckki
til eindkis farin. Ekið er sömu leið
tii balca og er mun léttara að afea
í slóðinni og Ifcur til þess, að við
verðum fljótari en inn eftir. Spjall
að er um heima og geima á leið-
iirni. Stanzað er við Laugakofa og
Soetilliron skilinn eftir, því vel get-
ur komið sér að eiga hann þar
tíðar.
Á Bessastaðabrún erum við
Ikomnir eftir 2 klst og 40 mín.
ferð ÍTá Eyjafelii. Var klukkan
þá um 10 að kveldi. Snjóbíllinn
or skilinn eftir, því við Sigfús
hyggjumst gista í Fljótsdal í nótt
TÍMINN, þriðjtidaginn 1. apríf 1958.
Dánarminning: Gísli Snorrason
TorfastöÖum
Hinn 15. marz síðast liðinn var
til grafar borinn að Kotströnd í
Ölfusi, Gísli Snorrason, er lézt að
heimili sínu, Torfastöðum í Grafn-
ingi, 2. sama mánaðar.
Gísli var fæddur að Þórustöðum
í Ölfusi 6. okt. 1883. Var faðir hans
Snorri bóndi á Þórustöðuxn, Gísla
son, hreppstjóra á Kröggólfsstöð-
um, Eyjólfssonar hreppstjóra s. |
st., Eyjólfssonar prests á Snæfoks-;
stöðuni, Björnssonar, Grímssonar.j
prests í Görðum, Bergsveinssonar,
prests ó Útskálum, Einarssonar ]
piæsts, Hallgrímssonar á Egilsstöð-
um í Vopnafirði, Þorsteinssonar. I
Móðir Gísla var Kristín Odds-J
dóttir, bónda á Þúfu í Ölfusi,
Björnssonar ríka á Þúfu, Oddsson-
ar á Þúfu, OÞorsteinssonar á Núp-
um, Jónssonar á Breiðabólsstað í
Ölfusi, Eysteinssonar. Kona Odds
Björnssonar, amma Gísla, var Jór-
unn Magnúsdóttir hin nafnfræga
og lánsama yfirsetukona, systir
hinna menku hræðra, Gísla Latínu-
skólakennara, Árna hreppstjóra á
Ármóti, og Sigurðar hreppstjóra á
Skúmsstöðum í Landeyjum.
Sést af þessari stuttu ættfærslu,
að Gísli var góðrar ættar, enda
mörgum góðum eiginleikum búinn.
Hann kvæntist ungur hinni
ágætustu konu, Árnj-ju Einarsdótt
ur frá Litla-Hálsi í Grafningi. Lifir
hún mann sinn. Settu þau fyrst bú
saman á Þórustöðum, æskustöðv-
um Gísla, á fyrsta tug þessarar ald
ar ,en fluttust Éljótlega að Torfa-
stöðum í Grafningi. Þar bjugu þau
í rúma fjóra tugi ára. Hjá yngsta
syni sínum ,er tók við búi af þeim
fyrir tæpum áratug, dvöldust þau
svo áfram og voru þar enn er Gísli
lézt. Höfðu þau þá verið samfleytt
á Torfastöðum í rúmlega hálfa öld.
Eignuðust þau hjón tíu börn, er
öll korooiust af æskuskeiði. Tvo
elztu syni sína misstu þau í sjóinn,
þegar þeir voru innan við tvítugs-
aldur. Var það mikið áfall og
hanmsefni. Hin börn þeirra, fimm
dætur og þrír synir, eru öll á lífi
og hin mannvænlegustu. Eru þau
öll búsett og flest austan fjalls.
Þau Torfastaðahjón sættu sama
hlutskipti og margir aðrir á fyrstu
tug'um þessarar aldar: að búa við
kröpp kjör, mikið erfiði og frum-
stæða atvinnuhætti. En nýtni og
nægjusemi, jafnframt mikilli
vinnu bjargaði yfir erfiðasta hjall
ann. Greiddust líka fljótt leiðir,
þegar böx-nin gátu rétt fram hend
ur til hjálpar. Þótt búið gæti ekki
talizt stórt, þá gaf það góðan arð,
því að vel var farið með allar
skepnur.
Þeim fækkar nú óðum, er gengu
að starfi é morgni þessarar aldar,
sem fulltíða menn. Þeir hafa lifað
merkilegt tímabil í sögu þjóðarinn-
ar, timabil mikiila breytinga og
batnandi lífskjara, sóð allsleysi
breytast í allsnægtir á hálfri öld.
Gísli var gi-eindur vel og minn-
ugur, eins og hann átti ættir til.
Bókhneigður og fróðleiksfús, við-
ræðugóður og kunni frá mörgu að
segja. Minnugri á slcin en skúrir
og því ávalit glaður og reifur. Þótti
mörgum gaman að koma til hans,
enda var hann gestrisinn og góður
heim að sækja.
Hitt var þó ekki síður, áð hann
var drengskapar;maður, sem ekki
mátti vamm sitt vita. Orðheldinn
og áreiðanlegur, svo að til var tek-
ið. Átti hann því fullt traust allra,
er honum kynntust. Slíkra er gott
að minnast.
Vil ég svo að lokum gera orð
Sólarljóða að mínum:
„Drottin minn
gef dánum ró,
toinum Hkn, er lifa“.
N.
Erlent yfírMt
(Fraimhald af 6. síðu).
það mikill styrkur, að það álit =
virðist almennt, að hann eigi s
marga ung og efnileg foringja- =
efni innan vébanda sinna. Þannig §j
virðist Grimond njóta mjög vax 1|
andi álits og ekki er ólíklegt, að =
Mark Bonham Carter bætist nú =
í þann hóp. Framtíðarvonir Frjáls ! =
lynda flokksins anunu áreiðan-' s
lega fara allmikið eftir því hivei-n ! E
ig þessum tvímenningum tekst1 =
málflutningurinn í þinginu fram
að næstu aðalkosningum. Þ. Þ.
Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát o.g jarðarför sonar,
eiginmanns og fööur,
Hjálms Hjálmssonar,
bónda, Hiarðarfelli.
Bjargey Benediktsdóttir, Ragnheiður Guðbfartsdóttir og börn.
Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andFát og jarðarför
Sigurðar Björnssonar,
flskimatsmanns
Elísabet Jónsdóttir, Asta Sigurðardóttir, Haukur Oiafsson og börn.
Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andláí og jarð-
arför
Gunnars Péturs Guðmundssonar.
. .. i .
Sérstaklega þökkum við Olíufélaginu hf. höfðínglega aðsfgð, svo
og öllum þeim er sýndu honum vinarhug í veikindum hans með
blóðgjöfum og á annan hátt. — Guð blessi ykkur öll. f
Aðstandendur.vT' ■ I
niiiiiiiiiunnimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiimmmHiinniiiiHiiíuiiiiiiiiiiiiiiia
Einkaritari
Á víðavangi
(Framhald af 7. síðu).
24,9% og síðasta heila arið, sem
þeir stjórnuðxi fóru tæplega 28%
af öllum útflutningi þjóðarinnar
til kommúnistaríkjanna. Þá
sendi ekkert ríki í Evrópu stærri
hluta af úiflutningi sínum í aust
urveg', ekki einu sinni Finnland.
Þetta var afrek Ólafs, Bjarxia og
Ingólfs.
Sömu sögu rná segja um inn-
flutninginn. Þegar þeir íhalds-
félagar tóku við var aðeins 8,6
—9,6% af innflutningi fslend-
inga frá Austur-Evrópuþjóðun-
um. Þegar þeir fóru frá, var tal-
an komin upp í 22,2%“.
Alþýðublaðið bætir því svo
við, að nær 100 heildsalar hafi
nýlega sótt yörusýningar í Aust-
ur-Þýzkalandi og muni ferðalög
þeirra þangað hafa kostað um
500 þús. kr. í erlendum gjald-
eyri. Undan þeirri gjaldeyris-
eyðslu kvartar Mbl. ekki.
iiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiini
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða einkarit- =
ara. Kunnátta í ensku, Norðurlandamálum og 1. |
flokks vélritunarkunnátta nauðsynleg. Gott kaup. §
Tilboð merkt: „Einkaritari“, ásamr mynd, sendist §
| blaðinu fyrir 10. apríl. 1
roiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiiinmiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiinmiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi
S =
| Bændur athugið |
5 §
| kyngreindir hænuungar til sölu. Ðagsgamlir á |
kr. 12,00, tveggja mánaða á kr. 35,00. — IJpplýs- I
52 S
I ingar í síma 14770. =
liuuiiiiuiiiiimimuimiiuiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiHUiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimmEíiiiiiiiiiiiiimiiiiiHmmiiiiiiuR
E
og ekki þykir fært að fara á bíln-
uxn niðxtr.
Feríalok
! Kindurnar tókum við með okk-
ur og skiijum þær eftir á Bessa-
stöðum. Við Sigfús höldum að
Skriðuklaustri til gistingar. Jónas
■tilraUnastjóri tekur á móti okkur
á ihlaðinu og okkur er veittur þar
alislenzkur matur, hangikjöt og
skyr. Á morguro er fyrirhuguð
ferð á Jökuldal til þess, að sækja
þangað eftMegukirodur úr Fljóts-
I dal frá því í haust.
Tveim dögum eftir ferðina voru
kindui-nar vegnar. Vógu þá ærnar
49 kg og 33 kg sú veturgamla.
LamMirútamir vógu 35 og 39 kg.
Iiklegt er að þeir hefðu vegið í
haust 45—50 kg.
Páskafötin
Matrósaföt 3—8 ára
Matrósakjólar 3—7 ára •
Drengjajakkaföt 6—15 ára
Drengjabuxur (bláar)
Drengjaskyrtur
Fermingarföt, margir litir
og snið.
Sendum 1 póstkröfu.
Vesturgötu 12. Sími 13570
| Suðurnes
Fólksbílastöðina í Keflavík vantar afgreiðslustúlku 1
= 5
strax. Enskukunnátta nauðsynleg'. Simar okkar eru =
36 og 120. Á Kcflavíkurflugvelli 4141.
| FólksbHastöðin Keflavík h.f.
iniiiiiiiiiimmimmiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiimiiuiiiiiiiiiiHiuimiiiiiiminuiuiiiiiuimiimui^
! I
Lögfræðingafélag §
| Eslands
Fundur til að ræða og ganga frá stofnun allsherjar-
félags íslenzkra lögfræðinga verður haldinn í 1.
kennslustofu Háskólans í dag, þriðjudaginn 1. g
apríl kl. 17 síðdegis. i
Undirbúníngsnefndirt, §
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiHuiiiiiiiiiiiiuiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmmim
Happdrætti
Háskóla fslands
Dregiö
í
4. flokki
10. apríl
Ertdurnýið
sem
fyrst
Athugið:
Aðeins 2
söludagar
eftir páska