Tíminn - 01.04.1958, Side 9

Tíminn - 01.04.1958, Side 9
T í M K M:N,' þriðjudagiau 1. aprfl 1958. ^ . ..................................... 9 lIpilllllllllllIlllllllilllllillIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllIllllllllllillIlllllllllllillllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllIIIIUIIIIHÍI Þrettánda stúlkan Saga eftir Maysie Greig 7 ekki veriS lokið fyrir þér. Ég býst við, að flestir Éafi luigsaö á svipaöan hátt og ég, einnig þeir, sem sneru ekki aftur, komust ekki aftur. Þegar maður heyrir fallbyssudrun- urnnar og sér sprengjur falla i'mhwrfis sig, hugsar maður alltaf svona. Hver einasti maður er éigingjarn og ímyndar sér að einmitt hanri eða hún hafi rétt til að lifa. Jón þagnaði. I — Þreyti ég yður? Ég man að þér hlustuðuð svo þolin- móð á mig kvöldið góða. . . — Já, sagði hún, þér sögðuö að ég væri mjög samvinnuþýö. — Gerði ég það, sagði hann hægt þeir eigið við að ég hefði átt að segja, að þér væruö fallegaf. , Hún stirnaði í fangi hans. — Haldið þér, að mér finnist svona gaman aö heyra' það sagt, sagöi hún kuldalega — Ja, því ekki það. Það sannar enn betur, hversu heimskur ég var; að tala um hvað ég gæti gert til gagns í lífinu, þegar mér bar aö segja yður, að þér væruð laglegar. Ég verð að bæta úr því. Þér eruð mjög fallegar. Viljið þér hugsa til mín einstöku sinnum eftir að ég fer. — Sruð þér á förum aftur? — Já, áður en langt um liður. Haldið þér, aö þér muníð sakna mín, Klara? Rödd hans var lágvær og innileg og hann brosti við henná. Hún fann að varir hennar mynduðu orðin: — Ég þekki yður svo að segja ekkert. — Hr það svar? Auo'vitað var það ekki svar. Hún vissi það og hún hafði það á tilfinningunni. aö hann vissi það líka. Henni fannst að hún hafa á einhvern hátt komið upp um sig og það var óbærileg tilhugsim. Dansinum var lokið oð þau gengu aftur að borðinu. þar ,sem Benni sat. Þau settust Klara sneri sér að Benna og bað hann að fylgja sér heim. Benni sem skemmti sér prýði lega, varð gramur og reiður. — Hvað er aö Systa? Hvers vegna lá þessi ósköp á? spurði hann, þegar þau voru komin upp í leigubíl og voru á leiö- — Ég var þreytt, Benni. Satt að segja hef ég hræöilega mikiö að gera á daginn. — Mér er sama, ég. veit ekki, hvað Jón hugsar, þegar vi'ð stingúm svona af. Þú varst eifcthvað svo undarleg í kvöld. Það sem þú blaðraðir, hvað átti það að þýöa að láta hann halda, að þú létir hvern sem væri kyssa þig? — Ó, heldurðu, að hann hafi tekið mig þannig? •— Já, a. m. k. er þaö ekki þér að þakka, ef liann skildi þig eki svoleiðis. Allt þetta raus um tækni! Hún greip þreytulega fram í íyrir honum. — Hverju máli skiptir það? — Það skiptir sannarlega ináli! Jón var bezti vinur minn í Oxford. Mig hefði langað til aö honum félli við þig. Eg vonaði? — Já, ég veit ósköp vel, hvað þú vonaðir. Rödd hennar var hás. Þú kastaöir mér hreint og beint í fangið á honum í Oxford. Þú talaðir ekki um annaö en hann, hvað hann væri gáfaöur og dásám legur og hvaö hann væri greið vikinn og vingjarnlegur — vingjarnlegur, hreytti hún út úr sér. — Já, sagði hann ákafur, finrist þér kannske ekki vin- gjarnlegt af honum, að bjóða okkur út í kvöld. Og hann j hefur verið yingjarnlegur viðj mig ótal skipti önnur. Hann' hefur líka verið vingjarnlegur viö þig, Systa .... — Hvenær hefur hann verið við mig, með leyfi að spyrja? — Tja, hann hugsaði sig um Orkideurnar, sem hann sendi þér um kvöldið sem dansleikur inn var haldinn. Jafnvel þú verður að viðurkenna að það var vingjarnlegt af honum. — Orkideurnar, sem hann sendi mér? Hún lækkaði röddina. Hvað varvingjarn- legt við það? En Benni var of reiður til að taka eftir hljómnum í rödd hennar. Hann hélt áfram: Morgun- inn fyrir dansleikinn vorum við Jón á göngu eftir High Street og námum staðar hjá blómabúö og hann sagðist ætla að kaupa blóm handa ungfrú Gretner. Ég horfði á orkideurnar og sagði, að þær myndu klæða þig vel, en ég hefði ekki ráð á að kaupa þær handa þér. Hann hlýtur að hafa farið aftur seinna og keypt þær. Jafnvel þú, verð ur að viðurkenna, að það var vingjarnlegt af honum. Þegar hún svaraði ekki og sagði reilega: Var það kannske ekki? — Jú, auövitað. Og Klara byrjaði að hlæja. Það var svo óvanalegur hljómur í hlátri hennar, aö Benni leit á hana — Hvað er eiginlega að þér, Systa? — Ekkert, alls ekkert. Hún hætti aö hlæja, jafn skyndi- lega og hún hafði byrjað. En hún var fegin að hún hafði getað hlegið. Það var betra aö hlæja að draumi, sem hafði verið blekking en gráta. 5. kafli. Laugardag einn nokkrum mánuðum síðar stakk hr. Franklin upp á, að þau æku til Hillcrest House. I — Helen fól mér aö gera hreint þar og langa til, sagði hann, og ég' væri yður afar þakklátur, ef þér vilduð koma með mér og hjálpa mér. Eg hef aldrei haft tíma til að fara þangað og karlmenn hafa minna vit á þessu en þið konur. Og hann brosti til hennar, hálfþreytulegur á I svip. ! Hún svaraöi, að hún gerði það með ánæju aö koma og skyldi hjálpa honum, eins og henni væri unnt. Hún hug- leiddi oft, hvort þaö væri ekkert annað en hið erfiða og umfahgsmikla starf hans, sem fékk har»u til aö líta svo þreytulega og mæðulega út ööru hverju. Hún vissi alltaf, þegar hann hafði fengið bréf frá Ameríku. Þá var hann glaðlegri og þreytusvipurinn hvarf af andliti lians. Stundum las hann upp úr bréf unum fyrir hana og hló. Kona hans og börn bjuggu hjá stjúpa frú Franklin rétt fyrir utan Washington og börnin gengu í góðan skóla þar í grenndinni. Þetta var siðla hausts og hún tók eftir þvi hvað húsið virtist eyðilegt og yfirgefið j þegar þau óku í hlað. Þegar hr. Franklin stöðvaði bílinn sagði hann hljóðlega. — Þaö eru sannarlega manneskj urnar, sem gera hús aö heimili, Klara. Hús án ástvina er ekki annað en múrveggir og gluggar. Einu sinni var þetta heimili mitt, og mér þótti vænt um þaö, en nú.......... Horuð og lávaxin kona á sextugs aldri lauk upp fyrir þeim. Hún hafði þunnar varir og kuldaleg augu. Hún leit til Klöru, ill á svip. Hr. Franklin brosti vingjarlega og alúðlega eins og hann brosti til allra. —• Hvað er að frétta, ung- frú Wislow. — Nú, já. Verðið þér lengi hér, hr. Franklin? — Nei, aðeins i dag. — Einmitt, þér afsakið að ég spyr, en ég er ein í húsinu. Morgunverður er tilbúinn. j Hún leit aftur grunsemdar- augum til Klöru og fór. Hr. Franklin horfði bros- andi á eftir henni. — Henni er ýmislegt betur gefiö en kurteisi og alúðlegt viðmót, sagöi hann. En nú skulum við koma og líta á húsið. Það eru margir mánuðir síðan ég kom hér seinast. Þau gengu í gegnum stofurn ar og Klöru fannst þær ömur- legar og tómar, þótt húsgögn in stæöu enn á sínum stað. Það var ekki fyrr en þau komu upp í barnaherbergið, að Franklin tók til máls. Hertaergið var stórt og bjart, gulmálaðir veggir og hvítt loft í einu horninu stóð stór skápur með glerdyrum, fullur af leikföngum. — Ég hef oft verið að hugsa um, að gefa öll þessi leikföng, muldraði hann, en ég hef aldrei getað fengið mig til þess. Þér skiljiö, ég man hvenær ég keypti hvern einasta hlut. Til dæmis þessi bangsi meö stóru augun, hann keypti ég handa Júdit, þegar hún lá í mislingunum, og þessa tindátaöskju gaf ég Pétri, þegar hann var með kíghóstann. Hamingjan góða . . . sagði hann og hló . . . mað'ur gæti haldið, að börnin hafi ekkert gert annað en vera veik. Það er furðulegt aö hugsa til þess að nú vaxa þau upp í Ameríku og eyöa þar þeim árum, sem þau eru viökvæmust fyrir alls kyns áhrifum. Þegar þau kom aftur til Englands, ef til vill ekki fyrr en eftir mörg ár, er ég orðinn þeim ókunnugur. Eg, rödd hans skalf, ég hefði vilj að hjálpa þeim til að verða fullorðin, amk. vera hjá þeim þessi ár. En, hann brosti, þau hafa móður sína, guði sé lof. Það sem eftir var dagsins unnu Klara og hr. Franklin ósleitilega aö hreingerningum Um fimmleytiö voru þau langt komin. — Hafiö þér nokkuð á móti Auglýsin um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með> 1 að aðalskoðun bifreiða fer fram 8. april tii 16. i júlí n.k., að báðum dögum meðtöldum, svo sem i hér segir: ^ Þriðjud. 8. apríl R-1 tii R-150 1 Miðvikud. 9. — R-151 — R-300 I Fimmtud. 10. — R-301 — R-450 I S Föstud. 11. — R-451 — R-600 1 Mánud. 14. — R-601 — R-750 | Þriðjud. 15. — R-751 — R-900 | Miðvikud. 16. — R-901 — R-1050 | Fimmtud. 17. — R-1051 — R-1200 | Föstud. 18. — R-1201 — R-1350 | Mánud. 21. — R-135Í — R-1500 | Þriðjud. 22. — R-1501 — R-1650 1 Miðvikud. 23. — R-1651 — R-1800 | Föstucl. 25. — R-1801 — R-1950 | Mánud. 28. — R-1951 — R-2100 | Þriðjud. 29. — R-2101 — R-2250 1 s Miðvikud. 30. — R-2251 — R-2400 | Föstud. 2. maí R-2401 — R-2550 1 Mánud. 5. — R-2551 — R-2700 | Þriðjud. 6. — R-2701 — R-2850 | Miðvikud. 7. — R-2851 — R-3000 | Fimmtud. 8. — R-3001 — R-3150 | Föstud. 9. — R-3151 — R-3300 | Mánud. 12. — R-3301 — R-3450 | Þriðjud. 13. — R-3451 — R-3600 1 Miðvikud. 14. — R-3601 — R-3750 | Föstud. 16. — R-3751 — R-3900 | Mánud. 19. — R-3901 — R-4050 | Þriðjud. 20. — R-4051 — R-4200 | Miðvikud. 21. — R-4201 — R-4350 | Fimmtud. 22. — R-4351 —. R-4500 1 Föstud. 23. — R-4501 — R-4650 | Þriðjud. 27. — R-4651 — . R-4800 1 Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R- = 4800 til R-9915 verður birt síðar, Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í | bænum, en skrásettar annars staðar, fer fram 2. 1 til 13. maí. 1 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar i sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verð- | ur skoðun framkvæmd þar daglega, kl. 9—12 og 1 kl. 13—16,30, nema föstudaga til kl. 18,30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja 1 fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur 1 og vátryggingariðg'jald ökumanna fyrir árið 1957 i séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja i bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið = greidd, veröur skoðun ekki framkvæmd og bií- i reiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver aS koma bifreið sinni til i skoounar á réttum degi, verður hann látinn sæta 1 sektum samkvæmt bifreiðalögum og lögum um i bifreiðaskaft og bifreiðin tekin úr umferð, hvar = sem til hennar næst. i Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. marz 1958. Sigurjón Sigurðsson í IIllUII iiuiuimuiimiimiiimiiiuiiiiiiumiiiiiiiiimimaiuiumBnuMun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.