Tíminn - 03.04.1958, Qupperneq 6
6
T í MIN IV, firanitudaginn 3. aprfl 1958.
Útgefandl: Framsóknarflokkurlw
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þóntr]iu>iw» (ób.)
Skrifstofur í Edduhúsinu vi3 Lindargðt*
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18SM
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. AfgreiSslusíml 1S8S9
PrentsmiSjan Edda hi.
tsland og Atlantshafsbandalagið
í DAG eru níu ár lið'in frá
stofnun Atlantshafsbanda-
lagsins. í tilefni af því er
eteki úr vegi að rifja upp af-
stööu íslands til bandalags-
ins. Þar sem sú afstaða er
mjög glöggt mörkuð í svar-
bréfi því, sem forsætisráð-
herra íslands sendi forsæt-
isráðherra Sovétrítejanna ný
lega, verður þetta einna bezt
gert með því að birta nokkra
kafla úr því.
í bréfinu er fyrst vikið að
friðarvilja íslendinga og seg-
ir síðan:
„ÞESSI friðarvilji íslend-
inga kom glöggt í ljós, þeg-
ar ísland endurheimti sjálf-
stæði sitt 1918. Þá var lýst
yfir því, að ísland myndi ekki
hafa her og myndi verða
ævarandi hlutlaust. Það var
þá einlæg von íslendinga,
að land þein-a myndi hald-
ast áfram utan hernaðará-
taka stærri þjóða, eins og
verdð hafði öldum saman, og
hi-utleysi myndi því nægja
landinu til öryggis. Síðari
heimsstyrjöldin leiddi hins
vegar í Ijós, að ný tækni
haifði gert ísiand hernaðar-
lega þýðingarmikið á stríðs-
tímum. ísland var því her-
numið strax á fyrsta stríðs-
áriim, og var með því sýnt,
að hlutleysið veitti ekki fs-
lendingum lengur öryggi
frekar en svo mörgum öðr-
um. fslendingar lærðu af
þessari reynslu, aö þeir yrðu
í framtlðinni að reyna að
tryggja öryggi sitt með öðr
um hætti. í samræmi við þaö
var gerður varnarsamningur
inn við Bandarikin 1941. Ár-
ið 1946 gerðist ísland svo að-
ili að Sameinuðu þjóðunum
í trausti þess, aö þannig yrði
öryggi þess bezt tryggt. Því
miður hafa Sameinuöu þjóð
irnar enn ekki náð þeim við-
gangi að þátttaka í þeim
veiti smáriki nægilegt ör-
yggi. Með tilliti til þess gerð
ist ísland aðili að Atlants-
hafdbandalaginu 1949, eftir
að hafa kynnt sér vandlega
að þar var um hrein varnar-
samtök að ræða, en lega
landsins og margvíslegur
skyldleiki viö hinar banda-
lagsþióðirnar gerði þátttöku
íslands eðlilega í þessum
samtökum.“
VTÐ inngöngu íslands í
Atlantshafsbandalagið var
það skvrt markað, að fsland
vildi ekki hafa her í land-
inu á friðartímum, en að
sjá/ifsögðu er bá átt við tíma,
þegar styrjöld er ekki yfir-
vofandi. Önnur bátttökuríki
viðurkenndu þetta sjónar-
mið íslands. Árið 1951 var
horfí'ð að því ráði að gera
varnarsamning við Banda-
ríkin rpirna mjög uggvæn-
legts ástands í albióðamál-
um. f sambandi við þann
samning var enu áréttaö. að
íslendinear vildú ekki hafa
her í landínu eftir að' friðar-
horfur bötnuðu aftur og
voru uppsagnarákvæði samn
ingsins miðuð við þaö sjón-
armið. Á þessum grundvelli
var oyggð ályktun Alþingis
28. marz 1956 um endurskoð
un samningsins með það
fyrir augum, að íslendingar
gættu sjálfir hernaðarmann
virkja hér á landi og hefðu
þau til taks, ef á þyrfti að
halda, en hinn erlendi her
færi burtu. Friðarhorfurnar,
sem höfðu þá farið batnandi
um skeið', versnuðu liins veg
ar skyndilega við atburði þá,
sem gerðust haustið' 1956 í
Ungverjalandi og Egypta-
landi og var óskin um endur
skoðun samningsins aftur-
kölluð áö sinni.
Hún hefir svo ekki ver-
ið endurnýjuö, því að horfur
hafa veriö ískyggilegar i al-
þjóðamálum síðan. Má í því
sambandi vitna til þess, aö
hlutlausasta þjóð heimsins,
Svisslendingar, hafa aldrei
eflt varnir sínar af meira
kanpi en eftir atburðina í
Ungverjalandi haustið 1956.
F.n a'ð sjálfsögðu er þa'ð ósk
íslendinga, að friðarhorfur
batni svo fijótlega, aö ekki
verð'i hér talin þörf erlends
varnarhers.
NOKKUÐ hefir verið rætt
um það undanfarið, að' fs-
land eigi að taka upp hlut-
levsisstefnu og voru íslend
inear hvattir til þess
í bréfi forsætisráöherra Sov-
étríkjanna.
Þessu atriði var svara'ð
þannig í svarbréfi forsætis-
ráöherra íslands, að íslend
inear hefðu komist að þeirri
n’Anrstaða, að önmai íslands
yrði bezt trygat með bátt-
töku í Atlantshafsbandalag-
inu. Síö’an sagði:
„í framhaldi af þessu
fiimst mér ekki úr vegi að
minna á nokkur ummæli yð
ar í bréfinu frá 12. des-
ember. Þér segið í upphafi
bréfsins:
„Færi svo, að styrjöld bryt
ist út til bölvunar öllu mann
kyni, þá er það vist, að ekk-
ert rlki smátt eöa stórt get-
ur talið sig öruggt.“
Þér segið' ennfremur
nokkru síðar í bréfinu:
„Það væri þó háskaleg
blekking a'ö ímynda sér, að
nú á timum yrði hægt að
takmarka styrjöld við tiltek
ið svæði. Hafi báðar heims-
styrjaldirnar hafizt með
staðbundnum hernaðarað-
gerðum, þá er enn síður á-
stæða til að ætla, a'ð’ með
þróun hertækninnar verði
hægt að koma í veg fyrir,
að hernaðartæknin breiðist
út.“
Þessi ummæli ýðar, herra
forsætisráðherra, sem eru
vafalaust hárrét, benda
vissulgea til þess, a'ð á stríðs
timum yrði hlutleysi lítil
vernd fyrir land, sem hefir
jafnmikla hernaðarlega þýð
ingu og ísland. Lega íslands
er slíik, að fslendingum er
það meira hagsmunamál en
nokkuð annaö, að ekki komi
til styrjaldar. Að óbreyttum
aðstæðum eiga þeir þvi sam
stööu með þeim samtökum,
ERLENT YFIRLIT:
Vörður frjálsrar menningar
Yfirlit um stofnun og níu ára starfsemi Atlantshafsbandalagsins
FYRIR rúmum mánuði síðan
voru liðin 10 ár síðan kommún-
istar náðu völdmm í Téfckósló-
vakíu og Tékkóslóvakía varð eitt
af lepprikjum Rússa. Ails höfðu
þá kommúnistar með be inni eða
óbeinni aðstoð Rússa náð undir
sig tíu löndum í Evrópu frá
stríðslokum eða Eistlandi, Lett-
landi, Litháen, Póllandi, Ung-
verjalandi, Rúmeníu, Búlgaríu,
Albaníu og JúgóBlóvaíu, auk
Tétokóslóvakíu.
Það var bersýnilega fyrirætlun
hinna fcommúnistísku ráðamanna
Sovétríkjanna é þessum tima að
halda þannig áfram og ná undir
yfirráð sin hverju Evrópuríkinu
á eftir öðru. Þetta sást vel á því,
þegar Rússar lögðu nokkru síð-
ar flulningahann á Berlín. At-
hurðir, sem höfðu átt sér stað
í Grikklandi, bentu til hins
sama.
Þá var það líka síður en svo
góðs viti, þegar það gerðist sam
tímis þessu, að Rússar treystu
vígbúnað sinn, þótt vestrænu
þjóðirnar hefðu afvopnast eftir
stríðslokin.
ÞETTA viðhorf varð til þess,
að vestrænu þjóðirnar urðu nauð
beygðar til að taka varnarmál sín
til nýrrar íhugunar. í janúar 1948
flutti brezki utanríkisráðherrann,
Ernest Bevin, ræðu þar sem
hann taldi nauðsynlegt, að þjóð
ir Vestur-Evrópu tæku upp nán-
ari samvinnu u:n varnarmál sín.
Rétt á eftir tóku svo kommúnist
ar vöMín í Tékkóslóvakjíu, og
varð það til íþess að flýta fyrir
þi’.í, að Ihugmynd Bavins ýrði
gerð að veruleika. Hinn 17. marz
1948 var nndirritaður varnarsátt
máli Bretlandis, Frakklands \og
Beneluxlandanna, þar sem m. a.
var gert ráð fyrir að samræma
varnir þessara ríkja og að árás
á eitt þeirra skyidi teljast árás á
þau öll.
Það íkom hins vegar fljótt í
ljós, að varnarhandalag þessara
fimm rikja yrði ekki nægilega
öflugt til að verja Vestur-Evrópu.
Bevin tók því að beita sér fyrir
því, að myndað yrði víðtækara
bandalag, þar sem bæði Banda-
ríkin og Kanada yrðu þátttakend
ur. Einn mesti erfiðleikinn við
myndun þess var að þúa því það
fonn, að það strandaði ekki á
inó:tspy>(uu þingsins í Wa'shin>g
ton. Þess vegna var að mestu
unnið að undirbúningi þessa
máls í kyrrþey fram yfir forseta-
og þingkosningarnar í Bandaríkj
unum haustið 1948.
Það stutta yfirlit um affdrag-
andann að stofnun Atlantshafs-
bandalagsins, sem hér 'hefir veriff
rakiff, sýnir glögglega, að frum-
kvæðið kom frá þjóðum Vestur-
Evrópu, enda stóff þeim meslt
hætta af framsókn fcommúnist-
ísku yfirgagnsstefnunnar.
' ÞANN 4. april 1949 var }:ví
takmarki náð að undirritaður
var í Washington sáttmáli At-
lantshafsbandalagsins. Stofnendur
bandalagsins voru tólf ríki eða
Bandaríkin, Bretland, Belgía, Dan
mörk, Frakkland, Holland, ísland
Ítalía, Kanada, Luxemburg, Noreg
ur og Portúgal. Síðar hafa bætzt
viff Grikkland Tyrkland og Vest
ur-Þýzkaland.
Ernest Bevin
■Fyrsta takmark Atlantshafs-
bandalagsins var að treysta hinar
sajneiginlegu varnir þátttökuríkj
anna. Þetta var í fyrsta lagi gert
með yfirlýsingu um ,að árás á eitt
þeirra skyldi skoðast sem árás á
þau öll og skyldu þau hjálpast um
að hrinda henni innan þeirra tak
marka, sem þau teldu sér fært. í
öðru lagi var þetta gert með því
að samræma og efla sjálfar her-
varnirnar.
AÐ sjálfsögðu getur enginn sagt
það nú, hvernig farið hefði, ef
Atlantshafsbandalagið 'he’fði ekki
komið til sögunnar. Hitt er hins-
vegar staðreynd, að síðan það var
stofnað, hefir engin þjóð bæzt í
tölu hinna ófrj'álsu þjóða í Evrópu.
Framsókn yfirgangsstefnunnar
hefir verið stöðvuð. Og stjórnend-
ur Rússa liafa ekki reynst ófúsari
til sátta en þeir voru áður, en
ýmsir óttuðust, að slíkt fcynni að
toljótast af stofnun Atlantstoafs-
'bandalagsins. Þannig toættu Rúss
ar flutningabanninu á Berlín
nokkru eftir stofnun bandalags
ins og nokkrum árurn síðar féllust
þeir á friðarsaminga við Austur
ríki. Þá toafa Rússar dregið úr
þeirri einangrun sinni, sem áður
var, og aukið verzlun og ýms við-
skipti við vestrænu þjóðrnar.
Þetta er ekki óeðlileg afleiðing
þess, að menn taka oftast meira til
lit til samstilllra mótaðila en sundr
aðra.
Þær staðreyndir, sem hér hefir
vérið * toent á, gefa vissulega til
kynna, að mikill árangur toefir
náðst af störfum Atlantstoafs-
bandalagsins á varnarsviðinu. Það
er ekki lítilvægt að frelsi þátttöku
þjóðanna hefir ekki verið skert
og friður toefir toaldist á Norður-
Atlantshafssvæðinu. Það er iíka
ekki lítilsvert, að á vissum sviðum
hefir heldur miðað d saarkoanulags
átt.
SÚ reynsla, sem fengin er af
starfi Atlantshafsbandalagsins,
bendir vissulega til þess að rétt
sé að treysta hinar sameiginlegu
varnir áfram og láta efcki sundra
fylkingunni. Þannig verði friður
in:i örugglegast tryggður og þann
ig þokist lífca smám saman í sam-
komulagsáttina. Mikil þætta geti
hins vegar orðið á ferðum, ef
slakað er á varúð og varðgæzlu
áður en öruggt sainfcomulag er
fengið um bætta sambúð auslurs
og vesturs.
En jafnframt (því, sem haldið
er viff nauðsynlegum vörnum, ber
að stefna að 'því að Atlantshafs
Ibandalagið hafi meira frumkvæði
I og forustu á hinu pólitiska sviði' en
það hefir gert til 'þessa. Það þarf
i að verða meira en einhliða hern
aðarlegt vamarhandalag. Það
þarf ekki aðeins að beita sér fyrir
þvi að toafa skynsamlegt frum-
jkvæði um bætta sambúð austur
og vesturs og sýna 'þannig í verki
ag samkomulag strandi ekki á lýð
ræðisþjóðunum, toeldur mótaðilan
um. Það þarf einnig að toafa frum-
.kvæði um stuðning við efnalega
I viðreisn í Asíu og Afilífcu og
reyna þannig ag treysta lýðræðis
skipulagið þar í sessi.
Það er á þessu sviði, sem starfi
Atlantshafsbandalagsins hefir ver
ið áfátt að undanförnu, enda á
vissan toátt afsakanlegt, þar sem
ckki hefir verið toægt að sintia öllu
í einu. En þessum máium verður
að gefa stóraúkin 'gaum í fram
tíðinni, því að þau geta ráðið
mestu uni tirslitin í átökunum
'inilli lýðræðisins og 'bommúnism
ans.
UM Atlantshafsbandalagið to'efir
oft verið sagt, að framtíð þess
byggðist meira á valdhöfum Rússa
en vestrænu þjóðunum. Þetta má
á vissan toátt til sanns végar færa.
Ef samkomulag næðist um véru-
lega og trygga afvopnun, myndi
Atlantshafsbandalagsins vcrða
miklu minni þörf í núv. anynd
sinni. Hins vegar myndi þörfin
fyrir samstarf veslrænu þjóðanna
á öðrum svðum ekki minnka,
heldur jafnvel aukast. Samkeppn
in niilli Jýðræðisins og kommún-
ismans væri ekki þar með úr sög
unni, heldur færðist aðeins inn á
önnur svið. Ef vel á að fara, þurfa
lýðræðisríkin ckki síður að hafa
góða samvinnu á þeim vettvangi,
(Framtoald 6 7 siðu)
ftAÐgrorAA/
sem frá sjónarmiði þeirra
eru nú helzta trygging þess,
að friður haldist."
í ÞVÍ, sem hér hefir verið
rakið, koma fram höfuðrök-
in fyrir því, að ísland sé
innan Atlantshafsbandla-
lagsins. íslendingum er ekk-
ert mikilvægara en að’ frið
urinn haldist og því eiga
þeir fulla samstöð’u með
þeim samtökum, sem nú eru
aðalvöröur friðarins.
Beggi íslendingur.
PÉTUR SKRIFAR þennan pistíl:
„Menn hlæja og skemmta sér
viö að lúýða á ævintýri Berg-
þórs Björnssonar, heúdsala í út-
'Varpsþáttum Agnars Þórðarsonar.
Þeir eru líka gott sfcemmtiefni,
ágætlega dregin karríkatúrmynd
af samtiðinni, svo vel gerð, að
allir landsmenn þckkja Begga.
Hann er íslendingur í húð og
hár, fuUtrúi eftirstríðskynslóðar-
innar, maður samtímans, sem læt-
ur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna. Hann er bjartsýnn — það
er aðalsmerkið, — og hann er
blankur. En hann lifir samt eius
og milljónari. Það fer allt ein-
hvern véginn hjá Begga. Agnar
Þórðarson á þakkir skildar fyrir
að hafa dregið upp þessa mynd.
Þjóðin hefir gott af að horfa í
þennan spegil. Beggi er óskabarn
hennar. Honum hefir hún lyft til
fjár og frama. Hann veður sand-
inn í hné, en hann flýtur samt
allt af ofan á.
Ofurlítill sársauki.
HLÁTURINN, sem klingir um
land allt, þegar Beggi steridur í
stórræðunum, er efcki sársauka-
laus. Menn skemmta sér, en svíð-
ur samt ofurlítið. Spegillinn sýnir
i rauninni ekki skemmtilega
mynd, heldur afkáralega. En hún
er hlægileg af því aö hún er
sönn. Ég gæti trúað, að rissmynd
Agnar Þórðarsonar af Begga og
húsinu hans í Laugarásnum,
héildverzluninni hans og spekúla-
sjónunum, gerði í rauninni rneira
gagn en iangar ræður um efna-
hagsmálin. Beggi er afsprengi
síns tíma. En það eru ekki heil-
brigðir timar. Fyrirbæri eins og
Beggi eru .ekki til þar sem þró-
un til efnahagslegrar velmegunar
er jöfn og stígandi. En þegar
botninn vántar í allt saman, skýt-
ur þessari manngerð upp á yfir-
borðið. Hún svamlar hér um allt
eins og ufsi við bryggjur á haust
degi. Þet-ta sjá menn þegar þeir
horía á Beg.ga í útvarpinu og sjá
sjátfa sig um leið. Vel að verki
verið, Agnar Þórðarsón. —Pétur
Lýkur svo baöstoíuspjalli í dag.
Fbinur.