Tíminn - 01.05.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.05.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, finimtudaginn 1. mal 1954 Úfgefandl: Frams6knarf!#ÍCar»r!H@ Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Mrwrtaæm (ó!í.) Skrifstofur í Edduhúsinu við LlndargMs. Símar: 18300, 18301, 18302, 1830S, lttM (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasimi 19523. AfgreiðsluabftJ ÍSSR. Prentsmiðian Edda hJL l-------------------------------------------------------------- V erkalýðssamtökin SAMTÖK verkamanna og annarra launþega hafa gert 1. maí að sérstökum bar átftudegi sínum og að hátíðis degi í senn. í flestum lönd- um tfara því fram í dag mikil há'tíðahöld verkamanna og annarra launþega. Við þau tækifæri verður minnst unn inna sigra og baráttumála, sem verið er að hrinda á- leiðis. f>að. sem verke.vnenn rifja upp í dag, er vissulega mis- munadni og fer mjög eftir stjórnarháttum hinna ýmsu landa. Mesta sigra hafa verkalýðssamtökin unnið, þar sem lýðræðið er traust- ast í sessi, og þar eru kjör al mennings langbezt. í einræð islöndunum eru kjörin yfir- leitt miklu verri og gildir það alveg eins um þau lönd, er kenna stjórnarhætti sína við verkalýðinn og náð hafa miMum tæknilegum framför um á undanförnum árum. Þar hefir einræöisskipulagið og ófrelsi verkalýðssamtak- anna haft það í för með sér, að tækninni hefir ekki fyrst og fremst verið beitt til að bseta lítfskjör almennings, lieldur til að þjóna heims- veldisdraumum valdhaf- anna. Kreppan, 'sem nú ríkir í Bandaríkjumnn, mun einnig minna verkalýðinn á það, að hið kapítalistíska hagkerfi er ekki öruggur grundvöUur tryggrar atvinnu og afkomu, nema það sé háð hæfilegu aðhaldi rikisins og njóti góðs af hollri samkeppni milli samvinnufélaga og einka- rekstrar. HÉR Á LANDI hafa verka menn og launþegar margs að minnaist í sambandi við 1. maí. Miklir sigrar hafa unn- ist síðan fyrstu launþega- féiögin hófu starf sitt hér á landi. í höndum launþega- samtakanna er nú geysilega mikið vald og sennilega eru þau áhrifameiri og vaida- meiri hér en í nokkru öðru landi. Miklu valdi tfylgir hins vegar mikil ábyrgð. Ef vald- inu er ekki beitt af fullri á- byrgðartilfinningu, leiðir það ekki aðeins til misnotkunar, lielclur getur orðið verst þeim, sem það á að þjóna. í>að er áreiðanlega holt fyrir launþegasamtökin að gera sér þetta vel ljóst, þvi á þessu veltur nú sennilega mebt, hve vel þeim tekst að tryggja hag og rétt launþega I frasmtáðinni. í ÞESSU sambandi er ekki sízt ástæða tll að gefa því gaum, að pólitiskir flokk ar eða ævintýramenn reyna oft að ná yfirráðum þeirra 6bofnana eða samtaka, sem fara með mikið vald. Þetta hetfir þvi miður orðið hlut- skipti íslenzkra launþega- samtaka. Undanfarna ára- tugi hafa verið háð innan þeirra harðari hjaðninga- víg en á nokkrum vettvangi öðrum. Þetta hefir ekki að- eins lamað starf þeirra, held ur leitt til yfirboða og kröfu- gerðar, sem hefir verið ein helzta orsök verðbólgunun- ar, sem lengi hefir verið giímt við árangurslítið og verður sennilega glímt við árangurslítið í framtíðinni, nema stéttasamtökin öll sameinist um ný vinnubrögð. REYNSLAN erlendis sýn- ir, að það hefir hentað verka lýðssamtökunum bezt að vera í tengslum við sterkan lýðræðissinnaðan jafnaðar- mannaflokk. Þetta sézt nú vel á Norðuriöndum, í Bret- landi, í Vestur-Þýzkalandi og á vissan hátt í Bandarikj- unum. Skilyrði til þessa hafa hins vegar ekki verið fyrir hendi hér á landi síðan tengslin voru rofin milli Al- þýðuflokksins og Alþýðusam bandsins, og hér tókust á tveir nokkurn veginn jafn- stórir sósalistískir flokkar, sem háð hafa fjandsam- lega baráttu innbyrðis. Með- an hér rís ekki upp sterkur, lýðræðissinnaður jafnaðar- mannaflokkur, virðist vart amiað ráð til að koma verka lýðshreyfingunni á starf- hæfan grundvöll en að koma á samstjóm innan hennar og reyna að halda henni þannig utan hinnar pólitísku flokka baráttu. Það var áreiðan- lega mjög óheppilegt, að slíkt samstarf skyldi ekki nást á síðasta Alþýðusam- bandsþingi. Samstarf það, sem hefir tekist innan bændasam- takanna milli fulltrúa ólíkra flokka, getur verið athyglis- verð visbending um það, sem koma þarí innan verkalýðs- félaganna. NÚVERANDI ríkisstjórn hefir haft það sem helzta stefnumál sitt að vmna að meðferð efnahagsmálanna í samráði við stéttasamtökin. Þessa stefnu hefir hún byggt á þvi, að vænlegast yrði að tryggja vinnufriðinn á þann hátt. Þessari stefnu sinni hefir hún fylgt fram svo sem henni hefir verið frekast auð ið. Klofningurinn innan verkalýshreyfingarinnar og tortryggnin, sem er honum samfara, hefir hins vegar mjög torveldað þetta starf og auðveldað stjórnarand- stæðingum að vinna að sundr ungu og niðurrifi innan verkalýsfélaganna. Það er ekki sízt hægt fyrir forustu- menn verkalýðshreyfingar- innar að draga þann lærdóm af þessari reynslu, að eigi hún að vera jákvæður áðili að framfara- og viðreisnar- starfi, þarf að koma á sam- starfi innan hennar og fjar- lægja þaðan flokkadeilur, sem nú standa henni — og raunar þjóðinni ailri — fyrir þrifum. Fyrsta maí-ávarp Alþjóðasambands írjálsra verkalýðsfélaga Verkamenn um heim allan! Verkamenn hins Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga sendir yfckur öllum inni- legustu bróðurkveðjur |í tilefni fyrstá mai. Fjmir tíu ’ái'um voru þessi orð rituð á skjaldai’merki Alþjóða- sambandsins: BRAUÐ — FRIÐUR — FRELSI Síðan hafa frjáls verkalýðsfélög fengið miklu óorkað, bæði %hvað snertir efnahagslega* umbætur og aufcnar atvinnutryggingar. Kaup vei’kamanna hefir hækkað, vinnu- skilyrði 'bætt, vinnustundum fækfc að, ekki aðeins 1 hinum sterkari iðnaðarlöndum, heldur og þar sem efnahagsaðstæður eru síðri, enda þótt þar sé margt enn ógjört. Fólk hefir kynnzt hóflegri velmegun, einkum í hinum sterkari iðnaðar- Iöndum. En þó hefir óvætt víð- tæks atvinnuleýsis og efnahags- legrar kyrrstöðu enn einu sinni skotið upp kollinum. Það er aldrei hægt ag líta á velmegun sem sjálf sagðan ihlut. Hún fæst ekki nema með vinnu, baráttu og skipulagn- ingu. Allt frá upphafi hefir Alþjóða- sambandið stuðlað að því, að kom- ið verði ó alþjóðlegri efnahags- samvinnu ó æ víðtækara svæði. Stofnun alþjóðlegra efnahagsstofn ana eða annara, sem bundnar eru við óleveðin lönd eða svæði, er skref í rétta ótt, en samtök frjáisra verkalýðsfélaga verða óvallt að vei-a Óhrifamikil innan þeirra, ef þau eiga að geta lagt fram sem ríkastan skei'f til velferðar mann- kynsins. Alþjóðasambandið ber einnig þungar óhýggjur vegna þeirrar ó- vissu, sean ríkir á isumurn vöru- mörkuðum, eins og t.d. ó mörkuð- um fyrir plantekruuppskeru og helztu máimtegundir. Það er nauð synlegt, að fcomast að alþjóðlegum samningum, sem uniða ekki aðeins að þvi að skapa öi*yggi á Vöru- mörfcuðum, heldur tryggja verka- mönnum einnig isanngjörn og ör- ugg laun. Verkamenn! Á Iþessum degi viljum við einnig láta í Ijós þá von, að menn í hin- um æðstu ábyrgðarstöðum muni halda áfram að beita sér af öllum mætti fyrir því að dregið verði úr ósamlyndi í alþjóðamálum og reyni að leysa mest aðkallandi vandamál okkar daga: að stöðva rigbúnaðarkapþhlaupið og forða heiminum frá hættunni af kjarn- orkustyrjöid, sem gæti ekki leitt til annars en endaloka mannkyns- ins sjálfs. Þetta er öld stórstígra og tækni- legra framfara ó svo að segja öll- um sviðum' mannlegrar viðleitni. Áhrifa sjálfvirkni er þegar farið að gæta alls staðar og skapar það vandamál, sem varða mjög allan verkalýð. Tilbúnir gerfihnettir svífa umhverfis hnöttinn. Það er meistaralegt afrek mannsandans, en viðbjóðslegt, ef þeim er ætlað að slá ótta og óhug í hjörtu mann- anna. Um leið og geysimikil við- leitni er gerð til þess að rannsaka hinn ytra geim, skulum við minn- ast þess, að langtum meira þarf að gera til iþess að afmó liungur og kvilla, sem enn ógna rniklum hluta mannkynsins, af yfirborði jafðar. Á tíu öi-a afmæli yfirlýsingar- innar ó mannréttindastofnskrá Sameinuðu þjóðanna í október 1958 fylkjum við liði með þeim, sem eru reiðubúnir að berjast fyrir framkvæmd hennar um all- an hekn. Og við munum jafn- framt halda ófram baráttu okkar fyrir því, að Sameinuðu þjóðirnar verði sífellt áhrifameira verkfæri í þjónustu mannkynsins. frjálsa heims! I dag helgum við okkur ó ný bai'áttunni fyrir frelsi mannanna og lausn úr efnahagslegum, þjóð- félagslegum og stjórnmálalegum þrældómi. Ef menn hafa nokkurn tíma gert sér vonir um, að kommúnistískt einræði gæti orðið frjálslynt, þá hafa þær vonir brostið fyrir fullt og allt. Reyndin hefir verið sú, að allt frá því að hin djarfa upp- reisn ungversku þjóðarinnar og baiótta fyrir frelsi, var bæld nið- ur á svo svívirðilegan hátt, höfum við horft á það, að alls staðar hef- ir verið hert á ólinni. Jafnframt er haldið áfram þeirri heimsveldis stefnu að binda fi'jálsar þjóðir í þrældóm. Það getur verið að hópur ein- ræðisherra og hernaðareinvalda hafi minnkað, en það er langt fió þvi, að fasistahættan sé enn úr sögunni, og hin illræmda Frankó- stjórn er enn við líði. Og ekki geta stjórnmálalegar breytingar leynt hinni sóru fátækt almúgans í Mið-austurlöndum. Enda þótt nýlendustefnan sé á undanhaldi, anegum við aldrei linna baráttu okkar fyrir rétti allra þjóða til þess að ráða sjálfar ör- lögum sinum, né heldur hverfa af verðinum, þegar um er að ræða bi’ot á réttindum þein-a, sem ný- lega hafa hlotið frelsi. Styrkur hins frjálsa heims er kominn undir því, að hann sé fullkomlega frjáls. Verkamenn hins frjálsa heims! Á þessu stutta tímabili, aðeins níu árum, hefir vegur Alþjóða- sambands frjálsra verkalý'ðsfélaga vaxið ört, og nú nær það til 137 verkalýðsfélaga í 95 löndum, og meðlimafjöldinn er samtals 55 milljónir. Það talar alls staðar máli verkalýðsins, hinna frj'álsu, og þeirra, sem enn eru undii'ok- aðir, og það er enginn ■ká affcimi til á jörðinni, þar sem rödd þess heyrist ekki. Aldrei hefir nauðsyn ó sam- heldni meðal verkamanna allra þjóða verið meii’i en nú. Tilimæli okkar um stuðning við sjóð þ'ann, sem stofnaður hefir verið til þess að efla alþjóðlegt samstai’f, hafa þegar fengið góðar undirtektir. Sjóðnum er vel varið í hinni imiklu baráttu til þess að styrkja raðir okkar og skipuleggja hina ósk'ipu- lögðu. Fylkið ykkur um Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga í baráttunni fyrir þjóðhagslegu og efnahagslegu réttlæti og fyrir varanlegum friði. Sækið fram undir merki frelsis- ins með Alþjóðasambandi frjölsra verkalýðsfélaga. ‘BAÐSrOFAM JÓN LEIFS hefir sent eftirfar- andi svargrein: Guðnnmdur Jósafatsson skrif- ar í baðstofu „Tímans“ 27. þ. m., I um nýju rímnadanslögin mín,! sem Kai'lakór Reykjavikur söng nýlega, og vítir meðferð mína á ljóðlinu í einni vísunni. Rithöf- undur nokkur með villandi nafni birtir líka í „Þjóðviljanum" 22. | þ. m. endui-nýjuð mótmæli gegn ! því að ég reyndi að samrýma j þessa ljóðlínu við stílfast rímna- j lag. Rímnalögin eru óprentuð og j voru nú sungin í fyrsta sinni, — svo að enn er tími til að athuga málið rólega og bæta úr misfell- um eða leita að sem beztri lausn á máiinu. Afsökunar vil ég biðja á þ.ví að hafa ekki leitað álits erfingja Þorsteins Erlingssonar áður en ég lét handritið fara til söng- stjórans; — það var fyrir þrem árum síðan, en málið gleymt þeg- ar lögin voru nú tekin til flutn- ings i fyrsta sinn, án þess að ég fyl-gdist með því sérstaklega. HINS VEGAR er vafasamt hvort erfingjar höfundar eru! réttur aðili í málum, sem suerta listræna meðferð hugverka. í Danmörku eru skýr lagaákvæði um þenna hinn svonefnda „DRO- ITMORAL", þ. e. um siðferðis- réttarvernd hugverka. Réttur þessi gengur þar ekki til' erfingja að höfundi látnum, heldur til menntamálaráðuneytisins, þ. e. nefndar sérfræðinga, er það skipar,- — og rétturinn fellur heldur aldi'ei úr gildi. Nefndin fjallar um hvernig leyfilegt sé að breyta verki, hvað geti talizt misþyrming á verki og hvað ekki. Margir merkir tónhöfundar hafa breytt eða látið breyta rit- verkum til að tónsetja þau, allt frá iilozart og Grieg fram til vorra daga. Slíkt má vitanl’ega ekki gerast, nema í sérstökum listrænum tilgangi. Þegar bókmenning og tón- menning mætast, er hætt við á- rekstrum, ef hvorugur aðilinn vill skilja sjónarmið hins. Ágætt er að tækifæri til útskýringa um þetta fáist, — eins og einmitt nú. Ljóðskáldin vilja yfirleitt iáta semja lög við kvæði sín og hefja þau þannig í æðra veldi, — en skáldin vérða þá annaðhvort að hafa samvinnu við tónskáldin um samrýmingu tónrænna og bók- inentalegra atriða eða veita tón- skáldunum leyfi til siíkrar sam- rýmingar. Venjulega er aðeins um einstaka sntámuni að ræða, — en orðin við lagið verða auka- atriði, venju'.ega eingöngu nokk- urs konar tilvísun í sambandi 'við aðalverkið, tónsmíðina, sem segir allt eða nærri því allt, ef rétt er á haidið. ÍSLENZKU RÍMNALÖGIN eru mjög stilföst og mótast með 'stuðl um og höfuðstöfum og alveg á- kveðnum áherzlum, sem ekkl reika til ag frá í ljóðlínunni eins og hinn fyrrnefndi gagnrýnandi ..Þjóðvitjans'' virðist gera ráð fyrir. Sá hógværi maður þykist vita hvað brageyra er, en heyrir sjálfur ekki hrynjandi lagsins og áherzlurnar, heidur emgöngu sér þær í ljóðlínunni. Hann kastar þvi fram, að með „ofstuðlun“ megi segja „ómi allra braga“ í staðinn fyrir „sumra brga“ og' finnur ekki að það er samhengið á milli „ÓM‘ og sem skap- ar söngmýktina, líkt og oft hjá Jónasi Hallgrímssyni. Gagnrýn- andinn hefir sem sé bragauga en en ekki brageyra, því að brag- eyrað getur ekki verið öðruvísi en hið ónæma eyra, sem flest góð skáld og flestir miklir bók- menntafræðingar hafa, — jafnt Jónas Hallgrímsson sem fræði- menn eins og Andreas Ausler og Felix Genzner, — miklir tón- menntamenn og sjálfir hiljóðfæra leikarar, þrátt fyrir sína mál- fræðikunnáttu. I hinum islenzku rímnalögum birtist venjulega ekki áherzla á lokarími ljóðlínunnar, — nema stundum i seinustu iínunni. Þetta sannar ef til vill frumkraft lags- ins fram j’fir orðin, sem viiðast yngrí. Fyrsta ijóó'línan I vísu Þorsteins Eriingssonar veldur örugðleikum til samræmingar við hinn stilfastá i'ímnastii og er þannig: „Það er likt og ylur í“ (ómi o. s. frv.). . Hinn skáldlega hikandi þanki er augljós, en hann er ekki í samræmi við rímnastílinn; — framhaicl visunnar er hins vegar eins og ort við n'mnalag, Tón- setning þessarar ljóðlínu virðist heimta þrjá lengjandi og hikandi (Ff-amhalú á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.