Tíminn - 01.05.1958, Side 9
TÍMfNN, fimmtudaginn 1. maí 1938.
Þrettánda stúlkan
Saga eftir Maysie Greig
— Eg ætla ekki að spyrja
yður, hvaða tilfinningar þér
berið í brjósti til Franklins,
sagði hann hægt. í augnablik
inu kemur það rnálinu ekki
við. Nei, spurningin er hvort
þér kæriö yður um að vera
blandaö inn í skilnaðarmál
vegna hans.
Hún starði á hann. Henni
fannst svo ótrúlegt að hann
skyldi geta sagt þetta — eins
og hann tryði því enn, sem
ha-nn hafði einu sinni ásakað
hana fyrir. Loks stundi hún
upp veikri röddu:
— Þér eruð að gera að
gamni yðar. En hún vissi að
honum var alvara.
— Eg hef að vísu þroskaða
kimnigáfu, en ég sé ekki neitt
gaman í þessu, sagði hann.
Nei, ég er ekki að gera það
— En . . . en þetta nær ekki
nokkurri átt. Ég á við . . . Hún
þagnaði, hún var svo slegin
að hún lcom ekki upp orði.
— Já, sagði hann þurrlega.
Þ>ér eigið við, að þér ætluðuzt
ekki til að þetta gengi svona
langt. Mig grunaði það. Að
vísu er mér málið öviðkom-
andi, en þér verið áreiðanlega
að gæta ve) að, ef þessu á að
lykta eins og þér viljið helzt.,
En hún hafði enn ekki náð
sér — og hún var líka tor-
tryggin. Iiún gat aðeins stun-
ið upp: En mér er óskiljanlegt,
hvernig nokkrum getur dottið
í hug . . . hr. Franklin og ég . . J
Ó, þér haflð þó ekki trúað þvi
líka . . . Allt stolt hennar var
þorrið og tórin streymdu nið-
ur kinnarnar.
Honum fannst eins og fargi
væri lyft af sér. Hann langaöi
mest tii aö stökkva á fætur af
fögnuði. Hún hafði ef til vill
verið ofurlítið skotin í honum,
en skyndilega varð honum
ljóst að meira hafði það aldrei
verið.
— Nei, en það gera ýmsir
aörir, sagði hann hægt. Þér
hafið gefið þeim ástæðu til að,
vera á báðum áttum.
— Meö hverju eiginlega?
— Tja, svarar hann feimnis-
lega, í fyrsta lagi dvölduð þér
á Hillcrest House meðan kon-
an hans var hér.
Hún svaraði ekki. Roði hafði
hláupið í fölar kinnar hennar.
Hún haföi raunverlega veriö
eina nótt í Hillerest House,
þegar loftárásin var gerð á
London. Franklin hafði verið
á móti því að aka til borgar-
innar aftur meðan á árásinni
stæði.og hún hafði ekki kunn-
að við aö neyða hann til þess.
En nú óskaöi hun af heilum
hug að þau heföu gert það.
Jón hélt áfram: Þér verðið
að skilja, að frú Franklin vill
trúa því að eitthvað hafi verið
milli yðar og Franklins. Eftir
því sem ég hef hlerað vill hún
skilja við mann sinn, ef hún
finnur nægilega ásaæðu. Og
ég er hræddur um . . . Svipur
hans harðnaði . . . að hún
muni nota yöur, Klara, sem
orsök skilnaðar.
— Hvað segið þér! Klara var
höggdöfa af undrun og skelf-
ingu. Hún sat samanhnipruð í
stólnum og starði á hann.
Litlu siöar herti hún sig
upp og sagöi.
— En það getur hún ekki
gert. Hún getur ekki verið svo
gr-imm.
— Gagnvart yður, Klara?
Hún hfisti höfuðið. Nei,
gagnvart Franklin. Þér remi
ið ekki grun í, hvað börnin og
heimilið eru honum mikils
virði. Hún bætti við: Skiljið
þér, hann hefur beðið svo lengi
og ekkert séð til þeirra, og
kæmi skilnaður til sögunnar
nú . . . Imnn mundi alveg láta
bugast. Égýgæti aldrei afborið
það . . . ég gæti gert . . . gæti
gert allt . . . .
Hún var áköf og néri hend-
ur sínar. Hún mat hr. Frank-
lins svo mikils og engum var
betur kunnugt en henni, hvað
kona hans^og börn voru hon-
um kær.
— Það er yður til sóma,
Klara, hváð þér sýnið mikla
umhyggju fyrir velferð hús-
bónda yðar, þótt það komi
nokkuð seint, sagði hann þurr
lega. Ég hef verið að hugleiða,
hvað þér— gætuö tekið til
bragðs — já, yður finnst auð-
vitaö frekt af mér að skipta
mér af þvi-.-. .
— Nei, hvíslaði hún og beit
á vörina. Eg yrði yður af-
ar þakklát, ef þér — eða hver
annar sem væri gæti hjálpað
mér. Ég . .. . ég þekki engan
hér.
— Og gleymið því ekki aö ég
er vinur bróður yðar, skaut
hann inn í.úÞó að þér tækjuð
það ekki vei upp fyrir mér,
þegar ég reyndi að ráðleggja
yður eins og hann . . .
.— Ég man það, sagði hún
lágt, en hvernig átti mér að
detta í hug . . . ?
Hvers vegna hafði hún ekki
farið eftir því sem hann sagði
þá. Ef hún hefði bara farið að
ráðum hans" og' sagt upp stöð-
unni. En hún hafði haldið að
aðeins hann væri tortrygginn.
Henni hafð'i ekki komið i hug
að nokkrum öðrum dytti
slíkt í hug . . . Jafnvel nú
hefði hún varla trúað honum,
ef hún hefði ekki heyrt orö
Júditar í nótt. Hún andvarp-
aði mæðuiega og leit á hann.
Jón sá, aö augu hennar voru
full af tárum.
— Hvað á ég að gera? spurði
hún.
Hann lert undan. Hann
þoldi ekki, að hún horfði svona
á hann angistafull og einmana
leg.
— Ég held að eina undan-
komuleiðin sem stendur sé aö'
ná í unnusta handa yður, sagði
hann aö lokurn. Ef þér- eruð'
trúlofuð og, að því er virðist,
mjög hrifnar af honum verð-
ur erfitt fyrir frú Frankiin aö
sannfæra sig — og aðra — um
að nokkuð' alvarlegt hafi ver-
ið mifli ykkar Franklins. Eg
hugsa að þá falli öll skilnaðar-
sagan um sjálfa sig. Já, ég
hugsa meira að segja að frúin
fyllist svo miklu samvizkubiti
að hún fleygi sér aftur í faðm
manns síns: En þetta getur
auðvitaö farið á annan veg . .
ég er aðeins með getgátur.
Hvað finn.sF’yður?
Klara svitnaði. Hún átti að
vera trúlofúð einhverjum —
já, hún átti- að töfra fram unn
usta — en hvað' gagnaði að
stinga upp á slikú; þegar hún
átti engan unnustá?
Hún bar spurninguna fram
veikri og skjálfandi röddu.
Taugar hennai’ voru spennt-
ar til hins:. ýtrasta og hún
fann, að hún þoldi ekki miklu
meira úx þessu.
— Eg hef einnig hugsað út
í það, sagði hann rólega, —
annars hefði ég ekki stungið
upp á þessu. Hlustið nú á mig,
Klara . . . Hann beygði sig
fram og studdi olnboganum
á borðið . . . Þér megið ekki
verða reiðar eða óttaslegnar,
málið er i raun og veru mjög
einfalt. Hvernig litist yður á
að trúloíast viér?
Klöru snarsvimaöi. Þetta
var brjálæði, en allt sem gerzt
hafði í kvöld var brjálæði.
Hún hvlísllaði tortryggnis-
legri röddu: — Já, en þér ætl-
ið' ekki að giftast mér?
Það var þögn litla stund.
Hann horfði á hana. Andlit
hennar var svo barnslegt og
fallegt í ljósrauðum bjarman
um frá litla borðlampanum —
en á því var einnig óttasvip-
ur.
— Nei, sagði hann svo. Eg
ætla ekki að kvænast yö'ur
Klara. En það kemur ekki mál
inu við. Mér finnst fyrir mitt
leyti það alveg ljómandi hug
mynd að' segja fólki, að við
séum trúlofuð. Þá björgum við
yður úr slæmri klípu og auk
þess . . : Hann þagnaöi og
kveikti sér í sígarettu . . . .
já, auk þess verður það hjálp
fyrir mig lika, svo að þér meg-
ið ekki halda að' ég hafi að-
eins hugsað þetta upp til að
bjarga yður. Trúlofun okkar
er ágætis spaug og verð'ur
okkur báðum til gagns og
gamans.
Honum varð' hugsað til
Rósalindu og sigurvissunnar
í rödd hennar þegar hún tal-
aði við fööur sinn kvöldið
góða.
— Það ætti að minnka of-
Hugguleg kona
um fertugt óskar eftir að kom-
ast í samband við duglegan,
menntaðann athafnamann. Gott
taekifæri fyrir mann sem hefur
góð fjárráð og sambönd. Tilboð
sendist í pósthólf 1279 merkt
Hjúskaparmiðlun.
Biöjl
um
Sex manna bifreið, með útvarpi
og miðsitöð, árg. 1940, er til
sölu. — Uppl. á Barónsstíg 61
(kjallara) milli 5—7.
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.
Rafíaguaefni
Rofar og tenglar, inngreiplir
Hvítir og brúnir.
Utanáliggjandi rofar og tenglar
Ljós í eldhús, bað og ganga.
Vatnsþéttir rofar, tenglar og
ljós.
Plaströr 5/8 tommu.
Stálrör V,í t. og 2 t.
Plastvir, 1,5. 2,5. 4 og 4 mm.
Gúmmikaplar, flestir gildleikar.
Vartappar, margar gerðir.
Véla og raftækjaverzlunin
Tryggvagötu 23. Sími 18279
}\
niHm'niunnnnmiiimmiuiiuiimiiimimimimimiHiiiiiiHiimiimmii
ISVEL -
Sem ný amerísk Sweaden ísvél til sölu.
Tilboð merkt Sweaden, sendist afgr. blaðsins
fyrir 10. maí.
vav.w.'.w.v.wv.vv.w amimmmimiiiiaBnnniiimmiiiiimiiiiimimmmiimniiimimiiiiimiiiimmimmmiimuiiuuiu
inmmmmimmmnminmmiimininni